Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 4
-
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993
Skýrsla sem Olafur Olafsson landlæknir hefur tekið saman
Morð og manndráp jukust
um 90% með sjónvarpinu
Oskað eftir að fjölmiðlar takmarki sýningu á ofbeldismyndum
í SKÝRSLU sem Ólafur Ólafsson landlæknir tók saman
um áhrif sjónvarps- og myndbandaofbeldis á börn og ungl-
inga kemur fram að morðum og manndrápum á Islandi
fjölgaði um 90% á árunum 1971-1990 miðað við tímabilið
1950-1970. Þetta er meðal annars rakið til áhrifa ofbeldis-
mynda í sjónvarpi, en sjónvarpsútsendingar hófust hér á
landi 1966.
í skýrslunni segir að þó margt
hafi breyst í skólum til batnaðar
sé enn vaxandi áreitni og jafnvel
ofbeldistilhneiging þar verulegt
áhyggjuefhi foreldra og kennara.
Nú geri börn og unglingar ekki
upp sakirnar vegna meintra ávirð-
inga „maður gegn manni“ heldur
islausu og jaðri oft við misþyrm-
ingu, sem ekki hafi tíðkast áður.
Erlendar rannsóknir
í skýrslunni er vitnað til er-
lendra rannsókna sem gerðar voru
til að fá úr því skorið hve almenn
áhrif sjónvarps- og myndbandaof-
beldis eru. í bandarískri rannsókn
kom í ljós að 22-36% fanga sem
dæmdir höfðu verið fyrir ofbeidis-
verk höfðu framið ofbeldisverk
sem voru nákvæm eftirlíking á
senum úr ofbeldismyndum í sjón-
varpi. Birtar voru niðurstöður af
rannsókn á föngum dæmdum
vegna ofbeldis og samanburður
gerður við aðra sem ekki höfðu
hlotið dóm fyrir ofbeldisverk. Eftir
að hafa tekið tillit til hugsanlegra
samverkandi þátta, ofbeldis í
heimahúsum, vímuefnaneyslu,
árangurs í skóla o.fl., kom í ljós
greinileg fylgni milli ofbeldisverka
á fullorðinsárum og áhorfs ofbeld-
ismynda í sjónvarpi í æsku.
Tilmæli landlæknis
Þá kemur fram í skýrslunni að
í Bandaríkjunum og Kanada fjölg-
aði morðum um nær 100% 15-20
Manndráp af ásetningi
á íslandi lBfc* 7/5
frá 1945
4/6
Annars staðar
á landinu-----
árum eftir að sjónvarp hélt innreið
sína. Barnalæknasamtök í Banda-
ríkjunum hafa ráðlagt að sjón-
varpsáhorf barna verði takmarkað
við 1-2 klukkustundir á dag. Hér
á landi hafa Slysavarnaráð Islands
og landlæknir skrifað fjölmiðlum
og óskað eftir að sýningar á of-
beldismyndum verði takmarkaðar
eftir mætti.
10% útgjalda
í afborganir
og vexti ,
Á TÍMABILINU 1980 til 1988
námu heildarskuldir opin- .
berra aðila hér á landi að jafn-
aði um 30% af landsfram-
leiðslu en frá þeim tíma hefur |
skuldahlutfallið hækkað stöð-
ugt og er talið að það fari í
51% á þessu ári. Skuldir hins
opinbera í OECD-ríkjunum
hafa hins vegar aukist úr 53%
í 66% af landsframleiðslu á
sama tíma og er skuldaaukn-
ing hins opinbera hér á landi
því mun örari og hafa vaxta-
greiðslur og afborganir af
skuldum ríkissjóðs aukist sam-
hliða.
Á síðasta ári fóru 7,5% af út-
gjöldum ríkissjóðs til greiðslu af-
borgana og vaxta af lánum. Á
þessu ári er reiknað með að hlut- |
fallið fari í tæplega 9% og á næsta
ári er áætlað að vaxtagreiðslur og
afborganir nemi rúmlega 10% af L
heildarútgjöldum ríkissjóðs.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, S. OKTOBER
YFIRLIT: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.035 mb hæð en skammt vest-
ur af Irlandi er víðáttumikil 976 mb lægð, sem þokast austur. Heidur
kólnar í veðri.
SPÁ: Norðaustangola og léttskýjað um vestanvert landið en norðaustan-
kaldi og slydduél á stöku stað norðaustanlands. Einnig léttskýjað um
allt sunnanvert landið. Kalt vestanlands en sæmilega hlýtt sunnanlands
yfir hádaginn.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR A MIÐVIKUDAG, FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Útlit er fyrir
háþrýstisvæði yfir landinu og því verður vindur hægur. Þurrt um land
allt og víða verður léttskýjað. Hiti 6-10 stig að deginum, en á stöku
stað inn til landsins kólnar niður fyrir frostmark yfir nóttina.
Nýír veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu fslands - Veðurfregnir: 990600.
o
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
* r *
* /
r * r
Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
*
V V V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrir,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
>tig..
FÆRÐA VEGUM: m. 17.30f««,
Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða
er þó unniö að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam-
kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjailabílum, Gæsavatna-
leið fær til austurs frá Sprengisandi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
á grænni línu, 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 2 alskýjað
Reykjavlk 8 léttskýjað
Bergen 10 súld
Helsinki 9 rigning
Kaupmannahöfn 13 þokumóða
Narssarssuaq S alskýjað
Nuuk 4 rigning
Ósló 8 rigning
Stokkhólmur 12 þokumóða
Þórshöfn 10 alskýjað
Algarve 20 iéttskýjað
Amsterdam 15 skýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Berlín 17 léttskýjað
Chicago 13 heiðsklrt
Feneyjar 19 heiðskírt
Frankfurt 12 rigning
Glasgow 13 skýjað
Hamborg 15 skýjað
London 15 skýjað
LosAngeles 18 þokumóða
Lúxemborg 11 súld
Madríd 20 léttskýjað
Malaga 25 léttskýjað
Mallorca 24 iéttskýjað
Montreal 11 rigning
New York 13 léttskýjað
Orlando 21 hálfskýjað
París 19 léttskýjað
Madelra 23 skýjað
Róm 22 léttskýjað
Vín 13 rlgning
Washington 11 heiðskírt
Winnipeg 0 léttskýjað
/ DAG kl. 12.00
Heimild: Veðurstota Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
Eigendur St. Bernharðshvolpa
Keyptu kött-
inn í sekknum
EIGENDUR sjð vanskapaðra St.
Bernharðshvolpa, allra úr sama
goti, telja sig svikna í viðskipt-
um við seljandann, sem þeir
keyptu dýrin af á allt að 150
þúsund krónur. Þrír hvolpanna
hafa verið deyddir vegna van-
sköpunar á mjaðmalið sem talið
er að sögn Guðgeirs Magnússon-
ar, eins hundaeigendanna, að
rekja megi til erfðagalla, en tal-
ið er að hvolparnir séu afkvæmi
skyldleikaræktunar og annað
got sömu foreldra sem farist
hafi fyrir að miklu leyti.
Að sögn Guðgeirs Magnússonar,
talsmanns hundaeigendanna, eru
hvolparnir fæddir í kringum mán-
aðamótin október/nóvember í fyrra
og flestir keyptir um það bil tveggja
mánaða gamlir um jólaleytið og
fljótlega hafi komið í ljós, að sögn
Guðgeirs, að hvolparnir voru undan
feðginum og að um er að ræða
annað gotið undan þeim á skömm-
um tíma. Guðgeir segir sérfræð-
inga hafa tjáð hundaeigendunum
að við mikla og öra skyldleikarækt-
un magnist upp erfðagallar. Ljóst
sé að sjö af tólf hvolpum úr þessu
goti séu vanskapaðir um mjaðmal-
ið, þannig að þeir eiga erfitt um
gang, og/eða séu þeir með van-
skapaða kjálka sem lýsi sér í
skúffukjafti. Þrír hundar úr gotinu
eru heilir en óvíst er um afdrif
tveggja. Þrír hinna vansköpuðu
hafa verið svæfðir og sömu örlög
bíða fleiri af þessum hundum á
næstunni að sögn Guðgeirs.
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐGEIR Mágnússon ásamt
tíkinni sinni, Söru, sem verður
aflífuð einhvern næstu daga
vegna vansköpunar.
Ekki brot á dýra-
verndunarlögum
Guðgeir Magnússon segir að
hvolpaeigendurnir hafi myndað
samtök um að gæta réttar síns
gagnvart seljendunum og einnig
hafi þeir sett sig í samband við
Hundaræktunarfélagið. Hann segir
að Hundaræktunarfélaginu hafi
verið kunnugt um að um skyid-
leikaræktun á lélegum stofni væri
að ræða og hefur eftir forsvars-
mönnum félagsins að það hafi gert
seljandanum grein fyrir því að af-
kvæmin fengjust ekki ættbókar-
færð. Hins vegar hafi félagið ekki
talið sér fært að grípa inní- eða
stöðva viðskiptin fyrirfram.
Kosningu í fastanefndir þingsins frestað
Rætt um breytt þing-
sköp og verkaskiptingu
KOSNINGU í fastanefndir Alþingis hefur verið frestað fram á mið-
vikudag vegna viðræðna formanna þingflokka um þingsköp og verka-
skiptingu innan nefndanna.
„Við, formenn þingflokka, höfum
átt fundi um hvort raunhæft sé að
hugsa sér einhveijar breytingar á
þingskapalögunum að því er varðar
ræðutíma og umræður um þingsköp.
Svo höfum við jafnframt rætt mögu-
leika á því að gera einhverjar breyt-
ingar á verkaskiptingu milli stjórnar
og stjórnarandstöðu í einhveijum
þingnefndum," sagði Geir H. Haarde,
formaður þingflokks sjálfstæðis-
manna, þegar við hann var rætt.
Hann sagði að viðræðum yrði haldið
áfram í dag
Þegar Geir var spurður um hvað
rætt væri að veita stjórnarandstöðu
formennsku í mörgum nefndum sagði
hann að það væri ekki alveg komið
á hreint. Hann kvaðst bjartsýnn á
að samkomulag næðist fýrir morgun-
daginn.
Þingsköp Alþingis gera ráð fyrir
að kosið sé í 12 nefndir þingsins eða
svokallaðar fastanefndir, á fyrsta
þingfundi.
t