Morgunblaðið - 05.10.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.10.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1993 GLERÞRENNA Myndlist Eiríkur Þorláksson Öll glerlist verður að takast á við þá staðreynd, að glerið er fyrir margt löngu orðið hversdagslegur hlutur, bæði sem efniviður nytja- hluta og almennra skrautgripa. Eftir að hafa mátt lúta í lægra haldi fyrir slíkum viðhorfum um langt skeið hefur glerlistin undan- farna áratugi verið að hasla sér völl á ný sem fullgild listgrein, þar sem önnur gildi eru lögð til grund- vallar en skreytigildið eitt og sér. Nú stendur yfir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, sýning þriggja lista- manna sem starfa á þessum vett- vangi, þeirra Ingu Elínar Kristins- dóttur, Lhame Tobias Shaw og Svöfu Bjargar Einarsóttur. Sýning- una nefna þau. „Glerþrennu", og er vel við hæfi, þar sem sýningin er í raun sett upp sem sýningar á verkum þriggja einstaklinga, að- greindar í sama rýminu. Hjóninn Svafa Björg Einarsdótt- ir og Lharne Tobias Shaw búa og starfa í Englandi og hafa eftir upplýsingum í sýningarskrá að dæma náð að yekja þar á sér nokkra athygli. Á sýningunni eru verk þeirra um flest óiík; Svafa er öðrum þræði að myndskreyta þjóð- sögnr eða orðatiltæki, meðfram því sem hún sýnir önnur verk, en Lhame Tobias er fyrst og jfremst að takast á við efnið og möguleika þess í formsköpun. Verk eins og „Hjónadjöfulinn" (nr. 3) eða „Fólk er býr í glerhúsum ..." (nr. 42) kunna að vekja mönn- um bros, en tæpast lengi; þetta framtak er meira í ætt við það sem má finna í minjagripasölum en varanleg listaverk, sem vinna á við nánari kynni. Af því tagi eru hins vegar þau verk Svöfu, þar sem efnið sjálft fær að njóta sín á ein- faldan en tignarlegan hátt, líkt og í „Kross“ (nr. 39) og „Lífsfley" (nr. 2S), sem bera af verkum henn- ar hér. „NorðurljóS" (nr. 37), „Öfl“ (nr. 40) og ,„Geysir“ (nr. 41) eru einnig vandaðir gripir, sem sýna vel hæfni hennar sem glerlista- manns. Þeir munir sem Lharne Tobias sýnir hér eru árangur tilrauna hans með efnið, einkum snúningsverkin nr. 26-31 og fléttuverkið nr. 32, en skilja lítið eftir annað en skreyti- giidið. Þó nær hann fram einkar fallegum litum í sumum verkanna, t.d. nr. 28, og skálarnar eru gott dæmi um að hið einfalda getur tekið öðru fram. Inga Elín Kristinsdóttir hefur komið sér upp ágætri vinnustofu á Álafossi í Mosfellsbæ og hefur ver- ið ötul við sýningarhald á þessu ári, en þetta mun vera fjórða sýn- ingin sem hún á þátt í á þessu ári. Hér sýnir hún blöndu verka sem eru í svipuðum anda og list- unnendur hafa séð á fyrri sýning- um og þekkt verk eins og „Ljóri I og 11“ (nr. 43 og 44) sem mynda eins konar ramma utan um sýning- arhluta Ingu Elínar. Hér má benda á andlitsmyndir (nr. 57-65) sem verða stöðugt líflegri hjá listakon- Inga Elín Kristinsdóttir. unni og einnig er hér ný sería und- ir heitinu „Fagur fiskur í sjó“ (nr. 51-53), sem hefur tekist afar vel. Þijú verk Ingu Elínar drógu þó að sér mesta athygli undirritaðs, en það eru „Blár snjór“ (nr. 45) og „Sjór“ (nr. 46 og 47). „Blár snjór“ hefur til að bera djúpan, bláan lit, auk þess sem grænt greinist á miili, en hinir eru glærir; þykkt glersins og mótun er öll einkar fagmannlega unnin. Hér er á ferðinni vel unnin sýn- ing, sem að nokkru leyti vegur þó salt á mörkum glerlistar og skraut- gripa. Þessi mörk eru hið eilífa við- fangsefni glerlistarinnar og það er gaman að fylgjast með góðu lista- fólki takast á við þau í verkum sín- um. „Glerþrenna" þeirra Lharne Tobias Shaw, Svöfu Bjargar Ein- arsdóttur og Ingu Elínar Kristins- dóttur í Hafnarborg í Hafnarfirði 'er lokið. JONINA BJORG í sýningarsalnum Portinu við Strandgötu í Hafnarfirði stendur nú yfir einkasýning Jónínu Bjargar Gísladóttur, en hún hefur sett hér upp rúmlega tuttugu abstrakt vatnslitamyndir. Sýningunni hefur listakonan gefið yfirskriftina „Utan seilingar"; titlar verkanna vísa einnig til þeirrar dulúðar eða lífs- spurninga, sem erfitt er að festa hendur á. Því miður gefur sýningarskrá (sem er í raun aðeins listi yfir verk- in) engar upplýsingar um listakon- una sjálfa, nám hennar, feril, eða fyrri þátttöku í listsýningum. Vegna þessa geta sýningargestir ekki vísað til neinnar fyrri kynning- ar við skoðun sýningarinnar og er það í þessu tilviki bagalegt, þó ekki þurfí alltaf að vera svo. Eitt helst einkenni vatnslita er léttleikinn og hið miida gegnsæi, sem litirnir bjóða upp á. Listamenn velja því oftast að vinna með þess- um miðli vegna birtunnar sem ávallt skín í gegn frá fletinum og vegna þess hversu hreinir litirnir verða í þeirri birtu. En þó að vatn- slitir séu þannig afar aðgengilegur miðill og virðist auðveldir í notkun, þá þarf mikla nákvæmni og hæfni til að gera með þeim góð listaverk; smávægilegustu pensilstrokur geta breytt ásýnd heilu verkanna og jafnvel ráðið öllu um hvort þau verða að frambæriiegum iistaverk- um eða ekki. Jónína Björg byggir ekki á birtu miðilsins hér, heldur leitar hún í þessum verkum eftir styrk litarins. Litirnir eru oftar en ekki eru nokk- uð dökkir og þungir og þannig ólík- ir því sem fólk á að venjast; litur- inn hefur jafnvel fengið að renna og blandast á stöku stað, þannig að hann er ekki jafn tær og hann þyrfti að vera í fletinum. Þetta er einkum áberandi þar sem sterkir litir eru notaðir djarflega, t.d. í „Lausnir" (nr. 19), þar sem bleikir og fjólubláir litir ráða ríkjum, og „Vegferð" (nr. 21), þar sem dökk- bláir, rauðir og'gulir litir fylla flöt- inn. Þessi óvenjulega notkun vatns- lita sést einnig vel í verkum eins og „Dul“ (nr. 6), þar sem fjólublá- ir og bláir litir eru mest áberandi. — Slíka úrvinnslu litaflata hefði hentað betur að framkvæma með t.d. olíuiitum, þar sem styrkur litar- ins hefði orðið meiri. Listakonunni tekst einna best upp þegar hún notar mildari og bjartari liti, eins og t.d. í „Það vor- ar“ (nr. 1), en þar nýtur miðillinn sín ágætlega. Einnig hefur hún notað pastelliti til styrktar í einu verki (nr. 14), og kemur sú aðferð vel út; ef til vill hefði mátt nota hana víðar. Myndbygging er ekki flókin í þessum verkum. Einföld boglína sker flötinn og litafletir ráðast út frá henni; um sumt minnir þetta á fyrstu abstraktmyndir Kandinsky, en hér vantar allan þann léttleika, sem þar var að finna; það eru ein- hver þau þyngsli yfir þessum myndum, sem gera það að verkum að í heild ná þau sér ekki á strik. Stöku verk gefur þó góðar vonir og vinnur á við nánari skoðun, t.d. „A ísnum“ (nr. 5), en slíkt hlýtur að vera aðall frambærilegrar myndlistar. Sýning Jónínu Bjargar Gísla- dóttur stendur tii sunnudagsins 10. október. Leðurblökuvængir FORTIÐARÞRA Myndlist Bragi Asgeirsson Það er undarlegur gjörningur, sem um þessar mundir er fram- kvæmdur í listhúsinu Einn einn á Skólavörðustíg, og sjálfur hug- myndasmiðurinn ber hið sérstæða nafn Alexandra Kostrubala. Ekki svo að skilja að slíkar uppákomur hafí ekki sést áður, og þær eru alls ekki óalgengar erlendis. Er hér um að ræða, að listakonan hefur innréttað húsakynnin sem heimili með tilheyrandi virkt og til- fallandi óreiðu sem fylgir lifnaðar- háttum nútímamannsins. Auk þess er hún bersýnlega haldinn nokkurri fortíðarþrá, sem stöðugt sækir á í rótlausum og menguðum heimi, og sér stað í gömlum húsmunum og myndum á veggjunum. T.d. er heill veggur undirlagður ljósmynd af æskuheimili listakonunnar I Banda- ríkjunum, en hún hefur víða flakkað og er m.a. menntuð í Noregi, Sví- þjóð og íslandi, þar sem hún giftist sænskum manni og er búsett í heimalandi hans. Tilfallandi gestur er trakteraður með kaffí og kexkökum ef viil og viðmót húsráðenda vinsamlegt. Hvar listin svo byijar í þessu og hvar hún endar er ekki gott að segja, en menn fínna fyrir vissri nánd í kraðakinu og svo eru gömlu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Kvikmyndahátíð Listahátíðar Leðurblökuvængir („Flagger- muswinger"). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri og handritshöfundur: Emil Stang Lund. Aðalhlutverk: Jon Eikemo, Anneke von der Lippe, Hildegun Riise, Anitta Su- ikkari. Norska myndin á Kvikmyndahátíð Listahátíðar er eftir Emil Stang Lund og byggir á þremur sögum rithöfundarins Hans E. Kinck (1865 - 1926). Hún heitir því sérkennilega nafni Leðurblökuvængir og sögurn- ar, sem allar gerast í fjalllendi upp til sveita eru mjög ólíkar þótt þær gerist í sama landslaginu, sem kvik- myndatökumaðurinn Paul René Roestad myndar oft á undurfallegan máta; norskir kvikmyndagerðar- menn líta á landið sitt ekki ósvipað og íslenskir sínar heimaslóðir. Tvennt eiga sögurnar þó allar sameiginlegt, þær eru með þjóð- sagnakenndum biæ og í þeim er ríkuleg tilfínning fyrir einangrun sveitafólksins eins og fyrsta og besta sagan lýsir með óborganlegum hætti. Hún segir af hjónum og ung- um dreng þeirra sem búa mjög utan alfaraleiðar en í hvert sinn sem vart verður mannaferða í grenndinni ijúka þau upp til handa og fóta og gaia og góla á förumenn í von um að þeir líti í heimsókn, sem aldrei virðist gerast. Gengur forvitnin svo langt að heimilifaðirinn týnir lífínu eitt sinn þegar hann er að sperra sig fram af fjallabrún og andlátsorð- in við konuna eru: Sástu hver þetta var nokkuð? Þetta er grátbrosleg og hnyttin saga um útnárahátt og dauð- ans forvitni. Saga númer tvö er á alvarlegri nótum og segir af piparkerlingu, ungri þó, sem dreymir um ástarfund með myndarlegum syni prestsins, á með honum sælunótt en sér svo á eftir honum í hendurnar á ungri heimasætu án þess samt að gráta örlög sín mikið. Það er ekki mikið kjöt á beinunum hér en Emil Stang Lund tekst á stuttum tíma að lýsa þrá og löngunum konunnar og óend- urgoldinni ást og hvernig draumórar hennar gera hana á einhvern hátt utanveltu í samfélaginu. Þriðja og síðasta sagan er lengst og myrkust. Hún er líka sú eina sem gerist um vetrarmánuðina og er einkar þunglyndisleg og frostbitin saga um mann sem virðist alitaf við það að sturlast en grípur í fiðluna sína þegar hann þarf að fá útrás og leikur þá á hana í djöfulmóð. Líklega hefði þurft einhvern meiri tíma til að undirbyggja söguna því erfítt er að finna til með manninum og kringumstæðum hans. Myndin hefst á undarlegum kappöskrum á milli hans og föður hans og eftir það er atburðarásin of skrykkjótt og þunglamaleg til að hanka mann en eins og í hinum sögunum spilar ein- angrunin og hvernig hún orkar á fólk, stórt hlutverk. Leikurinn í myndunum er góður en öll eru söguefnin forvitnileg und- ir mestanpart öruggri leikstjórn og þau gefa skemmtilega mynd af litl- um heimi í einangrun við útjaðar norsku byggðanna. Varlega munirnir gott sýnishorn ameríska draumsins, eða réttara sagt brota- brot hans. Alls kyns smámunir verða á vegi gestsins t.d. sjónvarp af minnstu gerð í einu horninu, en það má einnig horfa á það með aðstoð stækkunargiers sem er til- tækt, og eins konar rauðir plast- barkar eru í innra herberginu og horfí maður inn í þá koma í ljós fleiri myndir úr fortíðinni. í innra herberginu fellur sýningin vel inn í rýmið sem vænta má, því Varlega („Careful"). Sýnd í Há- skólabíói. Leikstjórn og kvik- myndataka: Guy Maddin. Hand- rit: George Toles. Aðalhlutverk: Gosia Dobrowolska, Kyle McCulloch, Sarah Neville, Paul Cox. Nýjasta mynd kanadíska leik- stjórans og Vesturíslendingsins Guy Maddins, sem er gestur Kvik- myndahátíðar Listahátíðar, heitir Varlega og dregur nafn sitt af þeirri miklu snjóflóðahættu sem persónur hennar búa við allt sitt líf í fjalla- þorpinu Tolzbad í Bæjaralandi. Þær gætu farist í snjóflóði við minnstu háreysti og jafnvel húsdýrin hafa misst raddböndin til að fyrirbyggja slys. Það gerist þó æ erfiðara að hemja ró sína því undir sælu yfir- borði krauma heitar tilfinningar, ást og hatur og örvænting og ekki síst blóðskömm. Við höfum áður fengið gaman- myndir Maddins hingað á hátíðir, Sögur af Gimlispítala, sem fjallaði að það er sláandi heimilislegt og hefur oftar en ekki yfirgnæft það sem til sýnis hefur verið. Þá er á sýningunni sitthvað af frumrissum að málverkum, en sú framkvæmd yfirleitt stutt á veg komin. Heimspeki listakonunnar er nokkuð augljós, en samt saknar maður einhverra upplýsinga á milli handanna og þarna hefði gestabók á gömlu og dúkuðu borði átt heima, sem hluti heildarmyndarinnar. Listmunir Thurn og Taxis boðnir upp DAGANA 12.-21. október fer fram uppboð í listasafni Regens- burg kastala í Bæjaralandi. Þar verða falboðnir hlutir sem verið hafa í eigu Thurn og Taxis fjöl- skyldunnar í fimm aldir, þó að mest sé um hluti frá 19. og 20. öld. Um er að ræða 3500 uppboðs- númer sem eru húsgögn, silfurmun- ir, postulín, gler, skartgripir, klæðn- aður og leikföng. Auk þess verða boðnar upp 75.000 flöskur af víni frá vínkjallara fjölskyldunnar í Emmeram kastala í Regensburg. Áætlað er að selt verði fyrir 5.6 milljón punda eða rúmlega hálfan milljarð íslenskra króna. í fréttatilkynningu segir: Ágóð- anum verður varið til að greiða erfðafjárskatt fjölskyldunnar, en Prins Johannes Thurn og Taxis lést fyrir þrem árum og lét eftir sig unga ekkju Gloríu (stundum kölluð pönkaraprinsessan) og þrjú börn. Hlutirnir verða til sýnis fyrir al- menning frá 3. til 10. október. Gef- in hefur verið út tilkomumikil sýn- ingarskrá vegna uppboðsins. Sig- ríður Ingvarsdóttir fulltrúi Sothe- by’s á íslandi sagði: „Mikið úrval af listmunum í öllum verðflokkum sem eru flest mjög vel farin verða boðin upp í kastala Thurn og Taxis fjölskyldunnar í Regensburg. Boðið verður í listmunina víðs vegar úr heiminum, auk þess er búist við gífurlegum fjölda fólks til að taka þátt í þessu sögufræga listaverka- uppboði. Þetta er í fyrsta skipti sem Sotheby’s heldur listaverkauppboð af slíkri stærð og í jafntilkomum- iklu umhverfi. Þetta verður án efa mikilvægur og minnisstæður at- burður“. á afar frumlegan hátt um Vesturís- lendinga, og Erkiengilinn, en mynd- ir Maddins eru engum líkar, hvorki í útliti né innihaldi, nema hverri annarri. Eitt einkenni þessa sér- stæða húmorista er afskekkt sögu- svið hvort sem það er Gimli, Ark- angelsk eða Tolzbad. Annað er út- lit myndanna og myndgerðin sjálf sem er ekki svo lítill hluti af gamn- inu og þriðja er sauðsvartur húmor- inn sem er sprenghlægilegur þegar best tekst til. íslendingar voru með þeim fyrstu til að meta Maddin að verðleikum en Bretar virðast t.d. vera að uppgötva hann núna í gegn- um Varlega. Aðaipersónur myndarinnar eru bræðurnir Jóhann, sem lítur móður sína hýru auga, Franz, sem á ömur- lega ævi innan um kóngulóarvefi uppi á háalofti af ástæðum sem ekki eru kunnar, og Grigorss, sem elskar Klöru sem aftur elskar föður sinn meira en góðu hófi gegnir. Klara vinnur í námu þar sem aðeins konur í kjólfatnaði vinna en Grig- orss, er vinnur sem þjónn í nálægum kastala (Eru bukthreyfingar þínar eðlilegar? er hann spurður fyrsta daginn í vinnunni), hyggst myrða föður hennar undir einangruðu snjóflóði. Inní þetta blandast geitur og draugar og blásturshorn nokk- urnveginn í jöfnu hlutfalli. Ótalmargt annað er á seyði í Tolzbad þar sem allar hurðir eru þríhyrndar en eins og í öðrum myndum Maddins er sagan afar þjóðsagnakennd og melódramað sápulegt. Hann sækir stílinn í myndir þriðja áratugarins, gætir þess að rispa hljóðrásina hæfilega og litanotkunin er mjög sérstæð og fornaldarleg, myndin er ýmist gul, rauð, græn eða blá. Einnig eru hin ógnvænlegu pappaíjöll dýrlega frumstæð. Þannig dregur Maddin athyglina alltaf að sjálfri mynd- gerðinni og gerir hana órjúfanlegan part af gamninu. Bygging frásagnarinnar er næst- um eðlileg miðað við fyrri verk Maddins en best tekst honum upp þegar hann lýsir lífinu í Tolzbad í byijun og ef á að taka eitthvað eitt útúr er óborganleg hádramatísk senan á milli elskendanna Klöru og Grigorss í háloftunum en af því loftið er svo þunnt gera þau ekki annað en að geispa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.