Morgunblaðið - 05.10.1993, Page 13

Morgunblaðið - 05.10.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 13 > I ) ) ) > > : ■ V í i i i H Nýjar bækur Ljóðabók eftir Jón Dan TALMYNDIR nefnist ný ljóða- bók eftir Jón Dan. í bókinni eru tveir Ijóðaflokkar, Myndir og vötn og Dagar. í fyrri flokknum eru 11 myndir, þar af þijár sem höfundur nefnir talmynd- ir. í síðari flokknum, sem er ljóða- bálkur, eru 18 ljóð, 18 myndir með einu og sama viðfangsefni. Eftir Jón Dan hafa komið út nokkrar ljóðabækur, m.a. Berfætt orð 1967, en hann er kunnastur fyrir skáldsögur sínar og smásögur. Meðal þeirra verka eru smásagna- safnið Þytur um nótt 1956 og skáld- sögurnar Sjávarföll 1958, Tvær bandingjasögur 1960 og Atburðirn- ir á Stapa 1973. Bókin er 48 síður, unnin í Off- setfjölritun og kápu gerði Jón Örn Þorseinsson. Verð 1.197 kr. Jón Dan Bjartsýnn KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari hefur nú enn meiri ástæðu en áður tii bjartsýni. Hann brosti líka breitt við móttöku bjartsýnisverð- launa Bröstes í Kaupmannahöfn síðastliðinn föstudag. Verðlaunin, sem nema 385.000 íslenskum krónum, hafa síðan 1981 verið veitt íslensk- um listamanni ár hvert. Hann þarf að hafa sýnt bjartsýni í viðhorfum og verkum og í frásögn Bröste-fyrirtækisins að þessu sinní segir að rauði þráðurinn á framabraut Kristjáns sé „per aspera ad astra“ - í gegnum erfiðleikana til stjarnanna. A myndinni eru Peter Bröste, Sigur- jóna Sverrisdóttir, Kristján og Poul Jörgensen, sem flutti ávarp við verðlaunaveitinguna. Tríó Reykjavíkur Tónlist Ragnar Björnsson Þremenningarnir í Tríói Reykja- víkur, þau Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Haralds- son hófu 4. starfsárið með tónleik- um á sunnudagskvöldið í Hafnar- borg, að venju. Raunar má bæta einum aðilanum við sem hluthafa í tónleikaröð þremenninganna, en það eru þeir mörgu styrktaraðilar sem með Ijárframlögum gera þessa tónleika mögulega, eins og Gunnar Kvaran nefndi í ávarpi sínu. Annars eru skýringar á verkefnum og höf- undum vafasamar, eins og flytjend- ur gáfu að þessu sinni. Inn í slíkar kynningar geta auðveldlega slæðst yfirlýsingar sem áheyrendur eru ekki sammála um eða þurfa a.m.k. nánari skýringar. Þremenningarnir höfðu með sér gest, sá var danskur fiðluleikari, kona með alþýskt nafn, Elisabeth Zeuthen Schneider. Sú er kynnt í efnisskrá sem margfald- ur verðlaunahafi fyrir fíðluleik í heimalandi sínu, Danmörku. Hefur komið fram sem einleikari með öll- um helstu hljómsveitum dönskum, verið aðstoðarkonsertmeistari í óperuhljómsveitinni í Kaupmanna- höfn og nú kennari við Konunglega Konservatoríið í Kaupinhöfn. Elisa- beth og Halldór léku fyrsta verk kvöldsins, Sónatínuna í G-dúr op. 100 eftir A. Dvorak. Strax var auð- heyrt að Elisabeth er góður fiðlu- leikari, tónöryggi gott, tónninn breiður - nokkuð litaður, og sýndi góða og örugga tækni, t.d. í scherzo-kaflanum. Hinsvegar náðu þau ekki langt út fyrir það venju- lega í flutningi sónatínunnar, nót- umar voru á sínum stað, en flutn- ingurinn var um of varkár, líklega Öryggi ökumanns og farþega hefur forgang hjá NISSAN. Yfirbyggingin er styrkt sérstaklega með styrktarbitum í öllum hurðum. Komið og reynsluakið NISSAN Sunny 4x4 Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 síma 91-674000 Elisabeth Zeuthen Schneider. eðlilegt, samvinnan of stutt og fiðluleikarinn bundinn blaðalestri, sem hlýtur að hefta sveiflun í Dvor- ak. Hið þekkta G-dúr tríó J. Haydns var næst á efnisskránni. Þar sýndi Elisabeth að hún er ágætur kamm- ermúsiker, hins vegar kom og í Ijós að ekki hefur náðst að spila sig saman fyllilega, spilamátinn ekki á sama fleti, þó náði Rondóið að glitra á köflum. Píanókvartettinn í g-moll op. 25 eftir J. Brahms var stórvirki kvöldsins, í það hafði auðheyrilega mestur æfingatíminn farið og safa- ríkur tónn strokhljóðfæraleikar- anna var þarna sem í heimahögum, með Halldór sem samnefnara á Hindsbergflyglinum. Margt skilaði sér mjög vel í þessum ólíku en þrungnu fjórum þáttum verksins. Guðný greip þarna til víólunnar og skilaði hlutverkinu eins og vænta mátti, þó vantar ennþá meiri söng í tóninn. Bestir voru kannske mið- þættirnir tveir, Andante con moto- þátturinn mjög fallega mótaður. Síðasti þátturinn dálítið þunglama- legur, eins og flytjendurnir ætluðu sér um of, endurtekningin var þó miklu afslappaðri mótt metrononinn hafi aðeins verið færður upp. NISSAN Þú ert öruggari á nýjum Sunny 4x4 sem kostar aðeins kr. 1.461.000.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.