Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 21 Hrossabeitartil- . raun í Borgarfirði Ilvannatúni í Andakíl. NU á haustdögum er að ljúka umfangsmikilli hrossabeitartilraun. Undirbúningur tilraunarinnar hófst sl. sumar og er ætlunin að hún standi i að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Tilraunin er samstarfs- verkefni Bændaskólans á Hvanneyri, Kannsóknastofnunar landbún- aðarins og Landgræðslu ríkisins og veitir framleiðnisjóður landbún- aðarins styrk til hennar. Umsjón með tilrauninni hafa Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Ingimar Sveinsson á Hvanneyri. Markmið rannsóknanna er að og magn merkiefnisins mælt. Litur ákvarða átmagn hrossa á þurrlendi og votlendi við mismikinn beitar- þunga og rannsaka þær breytingar sem kunna að verða á gróðursam- setningu og uppskeru lands við mis- þunga hrossabeit. Einnig er fylgst með atferli hrossanna í tilrauninni. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á hrossabeit hérlendis og engar tölur liggja fyrir um hversu mikið hross taka til sín á beit. í ljósi vaxandi hrossafjölda í landinu þykir aðkal- landi að afla upplýsinga um þetta atriði svo og áhrif langvarandi og þungrar hrossabeitar á gróðursam- setningu og uppskeru lands. Tilraunin fer fram á Hesti í And- akíl og að Litlu Drágeyri í Skorrad- al þar sem girtar hafa verið 16 ha girðingar sem skipt er niður í þijú hólf, 7,1 ha, 5 ha og 3,8 ha að stærð. Fimm hross ganga í hveiju hólfi. Til að ákvarða át hrossanna eru þeim gefnir kögglar sem í eru merki- efni og plastagnir. Nákvæmlega er vitað hversu stóran skammt af merkiefninu hvert hross fær og hvaða lit af plastögnum. Merkiefnið er ómeltanlegt og kemur því allt fram í skítnum sem og plastagnirn- ar. Sýni er tekið úr taðkögglunum Vinir Dóra á Hvanunstanga Vinir Dóra eru á ferð um Norður- land um þessar mundir og fyrstu tónleikar þeirra í þessari lotu verða á Hvammstanga. Tónleikarnir verða haldnir á Hótel Vertshúsi, miðviku- daginn 6. október og hefjast kl. 20. » ♦ ♦ tXFW Skjótvirkur stíflueyóir stíflum Eyðir fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 Tilbúinn stíflu eyöir plastagnanna segir til um hvaða hrossi hver taðhrúga tilheyrir. Með útreikningum er síðan hægt að reikna átmagn hrossanna. Aðferð þessi hefur ekki verið reynd hérlend- is áður, en virðist reynast vel. Mikil þyngdaraukning Hross í tilraunina voru fengin frá bæjum í Skorradal, Andakíl og Lundarreykjadal. Þriðjudaginn 28. september sl. skoðuðu eigendur hrossanna og aðrir aðstandendur til- raunina. Augljóst var hvaða hólf höfðu verið þungbeitt og hvaða létt- beitt og var gróður orðinn snöggur í þungbeittu hólfunum. Þetta kom einnig greinilega fram á þyngd hrossanna þar sem þyngdaraukning- in yfir sumarið var langmest í létt- beittu hólfunum, allt að 30 kíló fyrstu vikuna sem er ótrúleg aukn- ing. Einnig kom á óvart að hrossin voru að bæta við sig alveg fram á síðustu viku tilraunarinnar nú í lok september. Verður fróðlegt að fylgj- ast með framvindu tilraunarinnar næstu árin. - D.J. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Hugað að hrossunum INGIMAR Sveinsson, annar umsjónarmaður með hrossabeitartilraun- inni, hugar að hrossunum. ■ ÞEIR SEM þurfa að hringja til ríkja sem áður tilheyrðu fyrrum Júgóslavíu þyrftu að athuga að ný landsnúmer tóku gildi 1. október. Nýju númerin eru eftirfarandi: Kró- atía 385, Slóvenía 386, Bosnía-Her- . segóvína 387, Makedónía 389 og Júgóslavía (Serbía og Svartfjalla- land) 381. Einnig verða síðar tekin í notkun ný númer fyrir telex- og gagnaflutningaþjónustu og má fá nánari upplýsingar um telexnúmerin í síma 06 og um gagnanetsnúmerin í síma 636336. Allir viðskiptavinir okkar í október fá einn pakka af Wrigley's Extra afhentan með matnum . A ^ ^XSl V \\ / adalsð Tonnlæknafelag Islands mælir med notkun xyhtos sem adalsætuefnis i tyggigummii 'V li vegna þess að okkur er annt um tannheilsu þína Y\ g McDonaicis B ® B TM OPIÐ 10:00-23:30 VEITINGASTAÐUR OG „BEINT-Í-BÍLINN“, SUÐURLANDSBRAUT 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.