Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993
21
Hrossabeitartil- .
raun í Borgarfirði
Ilvannatúni í Andakíl.
NU á haustdögum er að ljúka umfangsmikilli hrossabeitartilraun.
Undirbúningur tilraunarinnar hófst sl. sumar og er ætlunin að hún
standi i að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Tilraunin er samstarfs-
verkefni Bændaskólans á Hvanneyri, Kannsóknastofnunar landbún-
aðarins og Landgræðslu ríkisins og veitir framleiðnisjóður landbún-
aðarins styrk til hennar. Umsjón með tilrauninni hafa Anna Guðrún
Þórhallsdóttir og Ingimar Sveinsson á Hvanneyri.
Markmið rannsóknanna er að og magn merkiefnisins mælt. Litur
ákvarða átmagn hrossa á þurrlendi
og votlendi við mismikinn beitar-
þunga og rannsaka þær breytingar
sem kunna að verða á gróðursam-
setningu og uppskeru lands við mis-
þunga hrossabeit. Einnig er fylgst
með atferli hrossanna í tilrauninni.
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á
hrossabeit hérlendis og engar tölur
liggja fyrir um hversu mikið hross
taka til sín á beit. í ljósi vaxandi
hrossafjölda í landinu þykir aðkal-
landi að afla upplýsinga um þetta
atriði svo og áhrif langvarandi og
þungrar hrossabeitar á gróðursam-
setningu og uppskeru lands.
Tilraunin fer fram á Hesti í And-
akíl og að Litlu Drágeyri í Skorrad-
al þar sem girtar hafa verið 16 ha
girðingar sem skipt er niður í þijú
hólf, 7,1 ha, 5 ha og 3,8 ha að stærð.
Fimm hross ganga í hveiju hólfi.
Til að ákvarða át hrossanna eru
þeim gefnir kögglar sem í eru merki-
efni og plastagnir. Nákvæmlega er
vitað hversu stóran skammt af
merkiefninu hvert hross fær og
hvaða lit af plastögnum. Merkiefnið
er ómeltanlegt og kemur því allt
fram í skítnum sem og plastagnirn-
ar. Sýni er tekið úr taðkögglunum
Vinir Dóra á
Hvanunstanga
Vinir Dóra eru á ferð um Norður-
land um þessar mundir og fyrstu
tónleikar þeirra í þessari lotu verða
á Hvammstanga. Tónleikarnir verða
haldnir á Hótel Vertshúsi, miðviku-
daginn 6. október og hefjast kl. 20.
» ♦ ♦
tXFW
Skjótvirkur stíflueyóir
stíflum
Eyðir
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Shell- og Esso
-stöðvar
og helstu byggingavöru-
verslanir.
Dreifing: Hringás hf.,
sími 677878 - fax 677022
Tilbúinn
stíflu
eyöir
plastagnanna segir til um hvaða
hrossi hver taðhrúga tilheyrir. Með
útreikningum er síðan hægt að
reikna átmagn hrossanna. Aðferð
þessi hefur ekki verið reynd hérlend-
is áður, en virðist reynast vel.
Mikil þyngdaraukning
Hross í tilraunina voru fengin frá
bæjum í Skorradal, Andakíl og
Lundarreykjadal. Þriðjudaginn 28.
september sl. skoðuðu eigendur
hrossanna og aðrir aðstandendur til-
raunina. Augljóst var hvaða hólf
höfðu verið þungbeitt og hvaða létt-
beitt og var gróður orðinn snöggur
í þungbeittu hólfunum. Þetta kom
einnig greinilega fram á þyngd
hrossanna þar sem þyngdaraukning-
in yfir sumarið var langmest í létt-
beittu hólfunum, allt að 30 kíló
fyrstu vikuna sem er ótrúleg aukn-
ing. Einnig kom á óvart að hrossin
voru að bæta við sig alveg fram á
síðustu viku tilraunarinnar nú í lok
september. Verður fróðlegt að fylgj-
ast með framvindu tilraunarinnar
næstu árin.
- D.J.
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Hugað að hrossunum
INGIMAR Sveinsson, annar umsjónarmaður með hrossabeitartilraun-
inni, hugar að hrossunum.
■ ÞEIR SEM þurfa að hringja til
ríkja sem áður tilheyrðu fyrrum
Júgóslavíu þyrftu að athuga að ný
landsnúmer tóku gildi 1. október.
Nýju númerin eru eftirfarandi: Kró-
atía 385, Slóvenía 386, Bosnía-Her-
. segóvína 387, Makedónía 389 og
Júgóslavía (Serbía og Svartfjalla-
land) 381. Einnig verða síðar tekin
í notkun ný númer fyrir telex- og
gagnaflutningaþjónustu og má fá
nánari upplýsingar um telexnúmerin
í síma 06 og um gagnanetsnúmerin
í síma 636336.
Allir viðskiptavinir okkar
í október fá einn pakka af
Wrigley's Extra
afhentan með matnum
. A ^ ^XSl
V \\ / adalsð
Tonnlæknafelag Islands mælir
med notkun xyhtos sem
adalsætuefnis i tyggigummii
'V
li
vegna þess að okkur er annt um
tannheilsu þína
Y\
g McDonaicis
B ® B TM
OPIÐ 10:00-23:30
VEITINGASTAÐUR OG „BEINT-Í-BÍLINN“, SUÐURLANDSBRAUT 56