Morgunblaðið - 05.10.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 05.10.1993, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 Ríkisstjórnin samþykkir að hrinda í framkvæmd breyttri stefnu í vísinda- og tæknimálum Fjárframlög aiikiri Vísinda- og tækniráð í stað Vísindaráðs og Rannsóknaráðs RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt breytta stefnu í vísinda- og tækni- málum og verður henni hrint í framkvæmd á næstu misserum. Frum- varp um Vísinda- og tækniráð sem taka á við núverandi hlutverki Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisjns verður lagt fyrir Alþingi í haust. Fjárframlög til vísinda- og tæknistarfsemi verða aukin veru- lega, m.a. með fjármagni sem fæst við sölu ríkisfyrirtækja. Rannsókna- tengt framhaldsnám verður eflt og stofnaður hefur verið sjóður til að standa straum af því. Stofnaðar verða tímabundnar stöður rann- sóknaprófessora án kennsluskyldu við æðri menntastofnanir og leitað verður ieiða til að hvetja fyrirtæki til að leggja meira af mörkum til rannsókna og þróunarstarfs. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum mánuðum unnið að því að efla rann- sókna- og vísindastarfsemi í landinu. Á sl. vetri skilaði sérfræðinganefnd á vegum OECD skýrslu um vísinda-, tækni-_ og nýsköpunarstefnu á ís- landi. í kjölfar þeirrar skýrslu skipaði Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra nefnd til að gera tillögur til ríkisstjórnar um vísinda- og tækni- stefnu. í nefndinni áttu sæti þeir Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Islands. Með nefndinni störfuðu Þor- steinn Gunnarsson frá menntamála- ráðuneytinu og Eiríkur Baldursson frá Rannsóknaráði ríkisins. Tillögur nefndarinnar voru reifaðar í ríkis- stjórn á síðastliðnu vori og kynntar á Alþingi. Ný stefna Hin nýja stefna var kynnt á blaða- mannafundi sem menntamálaráðu- neytið hélt í gær. Jafnframt því að að vísinda- og tæknistarfsemi í land- inu verður efld verða gerðar auknar kröfur um vinnubrögð og árangur. Áhersla er lögð á að íslensk vísinda- og fræðistörf standist alþjóðlegan samanburð og reglulega verði lagt mat á þessa starfsemi. Skipulags- breytingar verða gerðar á stjórn þess- ara mála og treyst samstarf stjórn- valda, vísindamanna og atvinnulífs. Frumvarp um Vísinda- og tækni- ráð, sem taka mun við breyttu hlut- verki Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins, verður lagt fyrir Alþingi í haust. Samstarfshópi ráðuneyta verð- ur falið að fjalla um vísinda- og tæknimálefni í tengslum við gerð ijárlaga. Miðað verður við þriggja ára áætlun í senn um fjárlög til rann- sókna- og tæknistarfsemi þótt form- lega verði framlögin ákveðin í fjárlög- um hvers árs. Ætlað er að 800 millj- ónir króna muni skila sér til ríkis- sjóðs á næstu fimm árum vegna sölu ríkisfyrirtækja og mun þetta fé verða notað til að efla vísinda- og tækni- starfsemi í landinu. Sagði Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra að ef sala ríkisfyrirtækja skilaði ekki þessum fjármunum yrði fé veitt til verkefna á ijárlögum hvers árs. Fjárframlög aukin Fjárframlög til vísinda- og tækni- starfsemi verða aukin, sérstaklega ijá*framlög til sjóða hins opinbera og skulu umsækjendur keppa um styrki frá sjóðunum til rannsókna sinna. Tekið verður upp eftirlit með verkefnum og áranerur op- fr*>rn- kvæmd metin reglulega. Mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í vísinda- og tæknimálum hefur aukist mjög á síð- ustu árum. Ríkisstjórnin leggur því sérstaka áherslu á að íslenskir vís- indamenn, stofnanir og fyrirtæki nýti sem best tækifæri til samstarfs við erlenda aðila, m.a. á grundvelii milli- ríkjasamninga. Gildistaka EES- samnings hefur mikia þýðingu í þessu efni. Rannsóknatengt framhaldsnám verður eflt. í því skyni hefur m.a. verið stofnaður sérstakur sjóður til að styrkja framhaldsnámið og veittar til hans 33 milljónir króna. Miklar kröfur verða gerðar til þeirra verk- efna sem njóta styrks úr sjóðnum. Samræming Af öðrum þáttum áaetlunarinnar má nefna að stofnaðar verða tíma- bundnar stöður rannsóknaprófessora án kennsluskyldu við æðri mennta- stofnanir. Leitað verður leiða til að hvetja fyrirtæki til þess að leggja meira af mörkum til rannsókna- og þróunarstarfs en nú er gert. Mennta- málaráðherra er falið að hafa for- göngu um endurskoðun laga um máiefni sem varða vísindi og tækni á grundvelli þessarar stefnu. Vísinda- og tæknistarfsemi og hagnýting hennar dreifist á stjórnsýslusvið margra ráðuneyta við núverandi skipulag. Því er samræmingar þörf við stefnumótun og framkvæmd hennar. Stærstur hluti vísinda- og tæknistarfseminnar, yfirstjórn mála- flokksins þar með talin, fellur undir menntamálaráðuneytið. Því er talið eðlilegt að menntamálaráðherra verið falið samræmingarhlutverk í náinni samvinnu við önnur ráðuneyti og hagsmunaaðiia. m/25% afsl. 1.312 660 825 1.049 1.650 2.099 786 944 2.399 681 Dæmi Peysur...... Bolir....... Pils........ Buxur....... Jakkar ..... Kjólar...... Skyrtur....... Skór....... Kápur....... Náttsloppar Vegna hagkvæmra innkaupa bjóðum viö fatnað frá Englandi og Þýskalandi ásamt snyrtivörum frá Frakklandi á verði, sem á sér ekki hliðstæðu hérlendis. Að auki bjóðum við 25% kynningarafslátt af öllum vörum í takmarkaðan tíma! Morgunblaðið/Þorkell Ný vísindastefna kynnt OLAFUR Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Ólaf- ur G. Einarsson menntaniálaráðherra kynna vísindastefnu ríkissljórn- arinnar á blaðamannafundinum. Landsþing Þroskahjálpar haldið um helgina Fjárhagslegt öryggi fjölskyldna með fötluð böm verði tryggt ÁHERSLA var lögð á að upplýsingastreymi til fjölskyldna fatlaðra barna yrði eflt og fjárhagslegt öryggi fjölskyldnanna tryggt á lands- þingi Þroskahjálpar um helgina. Yfirskrift þingsins var „Fjölskyld- ur ungra barna“ og kom þar að sögn Ástu B. Þorsteinsdóttur, formanns Þroskahjálpar, m.a. fram að brotalöm væri í upplýsinga- flæði til foreldra fatlaðra barna, að sífellt væri verið að skera nið- ur fjárhagslegan stuðning við aðstandendur fatlaðra og enn væri á brattann að sækja varðandi skólagöngu fatlaðra barna í almenn- um grunnskólum. Átak, nýstofnað félag þroskaheftra, var tekið inn í samtökin á fundinum. Á landsþinginu var áhersla lögð á fjölskyldur ungra barna og fjallað um það þegar fatlað barn bættist í fjölskylduna. Skorið á lítið Ásta sagði að inn í þær umræður hefðu fléttast áhyggjur fundar- manna af frekari hugmyndum um sparnað enda væri erfitt að skera_ á þjónustu sem iítil væri fyrir. „Ég nefni sem dæmi að mjög margir foreldrar fatlaðra barna hafa áhyggjur af sjúkraþálfuninni og æ oftar heyrast sögur um hversu erfið- legá gengur að saskja þessa þjón- ustu. Ofan á niðurskurðinn bætist seinagangur í kerfinu. Seint gengur t.d. að fá úrskurð um hvort barn fær greidda sjúkraþjálfun. Svo heyrum við að ekki sé alltaf ráðið í starf sjúkraþjálfara sem hætta. Sama gildir með hjálpartækin. Mikil tregða er í að afgreiða þau og á meðan eru fjölskyldurnar að vandræðast án þeirra. Tilhneiging er líka til að auka kostnaðarhlutdeild í hjálpartækj- um,“ sagði Ásta og bætti við að margar fjölskyldur yrðu varar við að umönnunarbætur vegna barna lækkuðu án skýringa. ■ Landsþingið sendi frá sér fjórar ályktanir og er einmitt í einni þeirra lýst yfir áhyggjum varðandi trygg- inga- og réttindamál fatlaðra barna þar sem sjúkraþjálfun hafi verið skert, svo og umönnunarbætur og fé til hjálpartækja. í annarri kemur fram að sameining syeitarfélaga sé brýnt hagsmúnamál til að tryggja þjónustu í heimabyggð. Athugasemd Vinnueftirlits EYJÓLFUR Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins, hefur beðið Morgunblaðið að koma eftirfarandi á framfæri: „í Morgunblaðinu birtist sl. laug- ardag frétt sem bar yfirskriftina „Sömu reglur gilda um allar laug- ar“ og innihélt athugasemd frá Óla Hilmari Jónssyni, deildarstjóra hjá Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins, vegna fréttar sem birtist í blaðinu daginn áður um úttekt á öryggi við útsogs- og niðurfallsrist- ar sundlauga sem Vinnueftirlitinu hefur verið falið að framkvæma. Vegna þessa vill Vinnueftirlitið taka fram að engar reglur eru til um þann búnað sem hér um ræðir heldur er hér til umfjöllunar tækni- blað RB nr. 70, „Frágangur og ör- yggi við laugar og setlaugar m.t.t. barna“, en slík blöð eru einungis til leiðbeiningar. Þetta er reyndar hin gagnlegasta leiðbeining fyrir t.d. hönnuði slíkra lauga að okkar mati. í tækniblaðinu er m.a. að finna teikningar af niðurfallskerf- um og útreikningsaðferðir sem að gagni koma við að hanna búnað sem ekki skapar hættulegt sog í niður- fallsristum. Þar er hins vegar engar teikningar eða aðrar leiðbeiningar að finna um hönnun rista eða hlífa yfir niðurfalls- eða útsogsopum. Mikilvægt er hins vegar að þessi búnaður sé rétt hannaður þannig að vörn sé í raun örugg, styrkur nægur miðað við þá umgengni sem vænta má og að ekki sé unnt að festast í búnaðinum. Það gæti reynst erfitt og kostnaðarsamt að breyta sjálfum niðurfalis- og hring- rásarkerfum eldri lauga til sam- ræmis við leiðbeiningar RB og minnka þannig sogkraft og því þarf væntanlega að koma við lilífum af hentugri gerð þar sem sog getur skapað hættu eða breyta ristum sem notaðar eru. Kröfur til slíkra hlífa og rista hafa hins vegar ekki verið skilgreindar eins og áður greinir. Það er rétt sem Óli Hilmar segir að í RB-tækniblaðinu segir að ristar skuli vera þannig gerðar að engin hætta sé á því að menn sogist að þeim og að þar sem hættulegt sog er til staðar þurfi „að tryggja að mannslíkami geti ekki undir neinum kringumstæðum lokað niðurfalls- rist“ eins og þar segir orðrétt. Þetta er augljóst markmið en engar teikn- ingar, málsetningar eða önnur út- færsla fylgir. Það er þetta sem átt var við í fréttinni sl. föstudag sem Óli Hilmar gerði athugasemd við.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.