Morgunblaðið - 05.10.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993
29
ÍEISN HARÐLÍNUMANNA
Vamarsveitir þingsins yfír-
bugaðar á skömmum tíma
SÉRSVEITIR rússneska hersins
gerðu árás á Hvíta húsið í Moskvu
um klukkan sjö að staðartíma.
Varnarsveitir harðlínumanna
vopnaðar hríðskotarifflum veittu
harða andstöðu. Tíu skriðdrekar
og fjölmargir brynvarðir bílar
aðstoðuðu sérsveitirnar í árásinni.
Skutu nokkrir skriðdrekanna
sprengikúlum á efri hæðir þing-
hússins á meðan hermenn brutu
sér leið inn í húsið. Nokkuð var
dregið úr sóknarþunganum eftir
sex klukkustundir og síðdegis í
gær gáfust varnarsveitir þingsins
og þingmenn upp. Með þessum
blóðugustu bardögum í Moskvu á
þessari öld var lokið þessari loka-
rimmu í deilum Borís Jeltsíns
Rússlandsforseta við fulltrúaþing-
ið. Hún hafði staðið í nokkur ár
en að mestu leyti farið friðsam-
lega fram. A sunnudaginn varð
hins vegar ljóst að lokakaflinn
yrði blóðugur.
ÞÚSUNDIR mótmælenda söfnuð-
ust síðdegis á sunnudag saman und-
ir Lenínstyttunni á Októbertorgi
skammt frá þinghúsinu. Mannfjöld-
inn var æstur og krafðist þess að
lögreglumenn á svæðinu hyrfu á
brott. Er þeir urðu ekki við þeim til-
mælum kom til átaka. Mótmælend-
urnir voru mun fleiri en lögreglu-
mennirnir, um fimmtán þúsund tals-
ins, og náðu um hálffjögurleytið að
staðartíma að brjóta sér leið að þing-
húsinu án þess að mæta teljandi
andstöðu.
Þegar þangað var komið og Hvíta
húsið hafði verið „frelsað" eftir viku
umsátur sveita Jeltsíns komu þeir
Rúslan Khasbúlatov þingforseti og
Alexander Rútskoj varaforseti út til
fundar við fólkið. „Allt vald til sovét-
anna,“ hrópaði múgurinn er þeir birt-
ust.
Rútskoj talaði til fólksins úr gjall-
arhorni af svölum hússins og sagði
það hafa sýnt mikið hugrekki. „Fé-
lagar, nú verðið þið að ráðast á skrif-
stofu borgarstjórans og Ostankíno
[höfuðstöðvar sjónvarpsins]," hróp-
aði hann og byijaði að gefa sveitum
sínum skipanir.
Það tók ekki langan tíma fyrir
uppreisnarmennina, vopnaða vél-
byssum, að ganga tæplega hundrað
metra leið að borgarstjóraskrifstof-
unum handan götunnar og upp
tröppurnar. Þeir fáu hermenn sem
þar voru til varnar veittu enga mót-
stöðu. Eftir stuttar samningaviðræð-
ur var þeim leyft að fara á brott
með því skilyrði að þeir skildu vopn
sín eftir.
Vörubíl var bakkað inn um aðal-
RRUSTÁN UM HVÍTA HUSIÐ
Talið er aö allt að 500 manns hafi falliö í bardögum um
Hvíta húsiö eftir aö hermenn hliöhollir Jeltsín forseta.
réöust á þinghúsiö í gær. Þingmenn og vopnaöir stuðnings-
menn þeirra hafa hafst viö í húsinu frá því aö Jeltsín
leysti upp þingið 21. september.
Eldar á mörgum hæðum
eftir sprengjuárásir
stjórnarhermanna
Mi-24
orruslu-
þyrla
1 Rússneska þingið (Hvíta húsið)
2 Mír-hótelið (bráöabirgðahöfuðstöövar
hermanna innanríkisráðuneytisins)
3 Bandariska sendiráðið
4 Skrifstofa borgarstjóra Moskvu
5 Hringvegurinn
6 Utanríkisráðuneytið
7 Kreml
8 Rauðatorgið
N-'
Gangur
orrustunnar
3. OKTÓBER
10:50 — Allt að 15.000 stuðningsmenn
þingsins brjótast gegnum raðir
hermanna við Hvíta húsið.
12:25 - Fyrstu skotunum hleypt af.
13:25 - Mótmælendur brjótast inn í
borgarstjóraskrifstofurnar.
14:45 - Jeltsín lýsir yfir neyðarástandi.
16:40 - Uppreisnarmenn vopnaðir eldflauga-
vörpum ráðast á sjónvarpshúsið.
21:00 - Uppreisnarmenn hörfa frá sjónvarps-
húsinu eftir að 62 menn höfðu látiö lífiö
4. OKTOBER
04:20 - Jeltsín skipar hernum að taka byggingar úr höndum uppreisnarmanna.
04:45 - Hermenn ráðast á Hvíta húsið.
06:35 - Þyrlur vopnaðar eldflaugum umkringja þinghúsið.
06:40 - Skriðdrekar skjóta á þinghúsiö.
08:15 - Rúslan Khasbúlatov, forseti þingsins, segist vil ja semja
en ekki gefast upp.
10:15 - Sérsveitir ráðast inn í Hvíta húsið.
REUTER
dyrnar og vopnaðir menn hlupu inn.
Þeir fundu fyrir nokkra aðstoðar-
menn borgarstjórans og drógu þá
út. Sumir þeirra voru barðir með riff-
ilskeftum og mynduðust stórir blóð-
pollar á götunni. Aðrir voru teknir
í gíslingu og færðir yfir í Hvíta húsið.
Einn talsmanna Khasbúlatovs
sagði allt að hundrað menn úr sér-
sveitum innanríkisráðuneytisins hafa
lýst yfir stuðningi við þingmenn og
upp úr hálf sex brunuðu brynvarðir
bílar, þéttsetnir stuðningsmönnum
Rútskojs, í átt til Ostankino. Menn-
irnir í bílunum veifuðu rauðum fán-
um er þeir lögðu af stað frá þinghús-
inu. Sumir þeirra voru vopnaðir byss-
um en aðrir veifuðu járnkylfum og
virtist sem nokkrir sérsveitarmenn
frá innanríkisráðuneytinu væru með-
al þeirra. Tuttugu mínútum síðar
heyrðist skothríð frá höfuðstöðvum
sjónvarpsins er sveitir uppreisnar-
manna gerðu árás á sjónvarpsstöðina
með eldflaugavörpum og vélbyssum.
Ávarp Jeltsíns
Borís Jeltsín hafði fyrr um daginn
komið með þyrlu frá sumarhúsi sínu
til Kreml og lýsti hann því yfir að
allar helstu stofnanir landsins styddu
hann, innan skamms yrði stillt til
friðar. Hann lýsti yfir neyðarástandi
í Moskvu skömmu fyrir sex á sunnu-
dag, í fyrsta skipti frá því í valdarán-
inu í ágúst 1991. Einnig kallaði hann
til tvær fallhlífaherdeildir frá borg-
inni Tula suður af Moskvu. Nokkram
klukkustundum síðar bytjuðu sveitir
hliðhollar Jeltsín að streyma til borg-
arinnar.
„í dag ákvarðast örlög Rússlands
og örlög barna okkar. Ofl borgara-
styrjaldar munu ekki sigra. Þau eru
reiðubúin að koma til valda glæpa-
mönnum sem hafa vermt hendur sín-
ar í blóði saklausra borgara," sagði
forsetinn í yfirlýsingu, sem lesin var
upp í sjónvarpi. „Ég trúi á almenna
skynsemi okkar og styrk. Við búum
yfir þeim kostum í mun ríkara mæli
en ævintýramennirnir sem nú skjóta
á Moskvubúa," sagði forsetinn.
Þá gaf hann einnig út tilskipun
þar sem tekið var fram að ef hann
léti lífið myndi Viktor Tsjernómyrdín
forsætisráðherra taka við völdum.
Loks svipti hann Alexander Rútskoj
formlega embætti varaforseta og
tignargráðum í hernum.
Utan höfuðborgarinnar virtust
flestir leiðtogar ætla að bíða og sjá
hvernig valdabaráttan færi en heim-
ildir herma að nær allir yfirmenn
heraflans í landinu hafi lýst yfir
stuðningi við Jeltsín. í Pétursborg
fyrirskipaði hinn fijálslyndi borgar-
stjóri Anatolí Sobtsjak hert eftirlit
við allar borgarstofnanir til að koma
í veg fyrir að þær lentu í höndum
uppreisnarmanna.
Hart barist við Ostankíno
Á meðan var hart barist fyrir utan
Ostankíno-sjónvarpsmiðstöðina og
stöðvuðust útsendingar stöðvar
Samveldisins um hálfáttaleytið. Hjá
rússneska sjónvarpinu, sem er í sama
húsi, var sett upp neyðarfréttamið-
stöð og tilkynningum frá Jeltsín og
ráðherrum hans sjónvarpað um va-
rasendi.
Fremstir í liði uppreisnarmanna
voru menn úr hinum nýnasísku sam-
tökum Rússnesk þjóðarsamstaða,
vopnaðir Kalashníkov-vélbyssum. Til
varnar í sjónvarpshúsinu voru menn
úr OMON-sérsveitum lögreglunnar.
í forystu sveita uppreisnarmanna var
Albert Makasjov hershöfðingi og í
samningaviðræðum við varnarliðana
reyndi hann að fá þá til að gefast
upp.
Mikil spenna ríkti í Moskvu þegar
hér var komið sögu og í samtali við
útvarpsstöðina Ekho Moskvy sagði
Jegor Gajdar aðstoðarforsætisráð-
herra að hann óttaðist að hið „blóð-
uga, brúna tjald fasismans" myndi
falla yfir Rússland ef uppreisn
kommúnista og fasista heppnaðist.
Þúsundir stjórnarandstæðinga
söfnuðust saman fyrir utan sjón-
varpshúsið á meðan um það var bar-
ist og hvöttu uppreisnarmenn til
dáða. Gengu gamlar konur á milli
rnanna og afhentu þeim tómar flösk-
ur til að útbúa bensínsprengjur, svo-
nefnda molotov-kokkteila. „Gerðu
eitthvað. Við verðum að bjarga börn-
unum okkar,“ hrópaði ein konan er
hún þrýsti flösku í lúku vestræns
blaðamanns. Margir í mannþröng-
inni voru með skildi sem þeir höfðu
náð af óeirðalögreglumönnum í átök-
um fyrr um daginn. Margir virtust
einungis hafa komið af forvitni til
að fylgjast með því sem var að ger-
ast. Aðrir virtust líka hafa óljósar
hugmyndir um tilgang bardaganna.
„Ég styð hvorki Rútskoj, Khasbúl-
atov né Jeltsín. Mér finnst bara að
við verðum að gera eitthvað til að
stöðva upplausn samfélags okkar,“
sagði maður á þrítugsaldri, vopnaður
lögregluskildi og járnstöng.
Um tíuleytið komu fimm herbílar
með 200 sjálfboðaliða til viðbótar að
sjónvarpshúsinu til að aðstoða and-
stæðinga Jeltsíns. Hermenn hliðholl-
ir forsetanum byijuðu skömmu síðar
að streyma að húsinu og beijast við
uppreisnarmenn. Um miðnætti komu
um 300 stjórnarhermenn að sjón-
varpshúsinu og réðust inn í húsið
eftir stutta skothríð. Stóð þá hluti
jarðhæðarinnar í ljósum logum og
uppreisnarmennirnir flúðu. Tóku
hermennirnir sig til og afvopnuðu
alla stuðningsmenn Rútskojs sem í
náðist við sjónvarpshúsið. Við og við
heyrðust skot fram eftir nóttu en
uppreisnarmennirnir gerðu ekki aðra
árás. í gær var því lýst yfir að alls
hefðu sextíu og tveir fallið í bardag-
anum um sjónvarpshúsið.
í fréttatilkynningu á ensku, sem
gefin var út aðfaranótt mánudags-
ins, sagði fréttastofan Interfax að
fréttastofan hafi verið frelsuð af
„sérsveitum“ eftir að hafa verið um
hríð á valdi uppreisnarmanna.
Spennan magnast
Upp úr miðnætti á sunnudag byij-
uðu þúsundir stuðningsmannna
Jeltsíns að safnast saman fyrir utan
ráðhús Moskvu til að sýna honum
stuðning í verki. „Jeltsín, Jeltsín,"
hrópaði fólkið og margir höfðu búið
til bensínsprengjur.
í Hvíta húsinu, síðasta vígi upp-
reisnarmanna eftir að baráttunni um
sjónvarpshúsið lauk, lýsti Rútskoj
yfir „útigöngubanni". Var þeim
stuðningsmönnum hans, sem voru í
húsinu, bannað að fara milli hæða
eða um ganga hússins þangað til
klukkan sjö um morguninn. Fyrir
utan húsið biðu um þúsund stuðn-
ingsmenn þingsins yfir nóttina eftir
því að stjórnarherinn réðist til at-
lögu. „Við erum að búa okkur undir
bardaga,“ sagði háskólaneminn
Alexander sem vann hörðum hönd-
um við að fylla flöskur af bensíni.
Aðrir voru önnum kafnir við að reisa
götuvígi. „Við munum beijast til síð-
asta blóðdropa," sagði Júrí, miðaldra
maður í herklæðum. Töluverð um-
ferð herbifreiða var um borgina yfir
nóttina og einstaka sinnum skutu
andstæðingar Jeltsíns að þeim.
Tsjernómyrdín flutti sjónvarps-
ávarp og sagði hann hermenn
streyma til borgarinnar til að koma
á ró. „Þrátt fyrir erfiðleikana hefur
stjórnin fulla stjórn á hlutunum,"
sagði forsætisráðherrann. Heimildir
meðal embættismanna Jeltsíns for-
seta herma að sumir háttsettir hers-
höfðingjar hafí verið tregir til að
láta sveitir sínar blandast inn í deil-
una. Útvarpsstöð nokkur sagði sum-
ar hersveitir hafa lýst yfír hollustu
við jafnt þingið sem forsetann. Mík-
haíl Gorbatsjov fyrrum Sovétleiðtogi
lýsti einnig yfír miklum áhyggjum
af ástandinu og sagði nauðsynlegt
að Jeltsín kallaði allt herlið frá borg-
inni og drægi til baka tilskipun sína
um neyðarástand. Það vakti hins
vegar athygli að hann gagnrýndi
ekki uppreisn manna Rútskojs.