Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 37

Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 37 Sveit Samvinnuferða-Ijandsýiiar bikarmeistari Fjórði bikarmeist- aratitill Aðalsteins Jörgensens í röð ___________Brids______________ Guðm. Sv. Hermannsson SVEIT Samvinnuferða-Landsýn- ar vann nokkuð öruggan sigur í Bikarkeppni Bridgesambands Is- lands um helgina. Sveitin vann sveit Björns Theódórssonar í úr; slitaleiknum með 67 stiga mun. í sigursveitinni spiluðu Helgi Jó- hannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Björn Eysteinsson, Páll Valdi- marsson, Ragnar Magnússon og Guðmundur Sv. Hermannsson. Þetta er í fjórða skipti í röð sem Aðalsteinn vinnur Bikarkeppnina og hann hefur því ekki tapað síð- ustu 20 bikarleikjum sínum. í sveit Björns Theódórssonar spil- uðu auk hans Gísli Hafliðason, Ein- ar Svansson, Kristján Blöndal og Stefán Guðjohnsen. Þeir unnu sveit HP-kökugerðar frá Selfossi í und- anúrslitunum á laugardag í æsi- spennandi leik. Selfyssingarnir Kristján Már Gunnarsson, Helgi E. Helgason, Björn Snorrason, Grímur Árnason, Ólafur Steinason og Stef- án Jóhannsson unnu fyrstu þijár loturnar i leiknum og höfðu 37 stiga forustu fyrir síðustu lotuna. En í henni skoruðu Björn og félagar hans 48 stig gegn 11 svo leikurinn var því jafn, 112-112. Þá var leikurinn framlengdur um 4 spil og þar skor- aði sveit Bjöms 26 stig gegn 6 og komst því í úrslitaleikinn. Það þótti vel við hæfi því Björn átti fimmtugs- afmæli á sunnudaginn. I hinum úrslitaleiknum vann sveit Samvinnuferða sveitina TVB-16 með yfirburðum, 155-28. Síðar- nefnda sveitin vann sveitir Trygg- ingamiðstöðvarinnar og VÍB á leið sinni í undanúrslitin en spilaði langt undir getu í undanúrslitunum. Sveit- ina skipuðu Trausti Valsson, Ólafur H. Ólafsson, Borgþór Pétursson, Jón Páll Siguijónsson, Júlíus Snorrason og Sigurður Siguijónsson. Jafnt framanaf Úrslitaleikurinn, sem spilaður var á sunnudag, var lengst af jafn og spennandi. Samvinnuferðir unnu fyrstu 16 spila lotuna með 50 stigum gegn 30. Aðra lotuna vann Bjöm, 33-26 og þriðja lotan fór 45-44 fyr- ir Samvinnuferðir. Það munaði því 14 stigum fyrir fjórðu og síðustu lotuna en þá virtist úthaldið bregð- ast sveit Bjarnar og Samvinnuferða- menn unnu lotuna 54-1 og því leik- inn með 175 stigum gegn 108. Samvinnuferðir græddu á þessu spili í síðustu lotunni. A/Enginn Norður ♦ 752 ¥ ÁK9754 ♦ KIO ♦ 72 Austur ♦ G105 ¥3 ♦ Á92 ♦ KDG964 Suður ♦ 843 ¥ D10862 ♦ G87 ♦ Á8 Vestur Norður Austur Suður KB GSH SG HJ 1 lauf pass 1 tígull 1 hjarta 2 lauf 3 hjörtu 3 spaðar pass 4 tíglar pass 5 lauf/ -50 AJ BT BE ES 1 lauf pass 1 spaði 3 työrtu pass 4 hjörtu dobl pass 4 spaðar 5 hjörtu dobl/ -500 í opna salnum fengu Kristján Blöndal og Stefán Guðjohnsen nokkuð rúm til að skiptast á upplýs- ingum en völdu samt að spila 5 lauf frekar en 4 spaða sem vinnast í AV. Þótt Birni Theódórssyni og Einari Svanssyni tækist að stela miklu sagnrými við hitt borðið þróuðust sagnir heppiíega fyrir Bjöm Ey- steinsson og Aðalsteinn Jörgensen og þeir komust í 4 spaða. Einar ákvað þá að taka fórnina í 5 hjörtu sem fóru þijá niður, 500 í stað 420, og Samvinnuferðir græddu 11 stig. Úrslitakeppnin var spiluð í húsi Bridgesambandsins í Sigtúni og lað- aði til sín töluvert af áhorfendum þótrt menn yrðu að horfa á spila- mennskuna við borðið upp á gamla mátann. Kristján Hauksson var keppnisstjóri og Valgerður Krist- jónsdóttir ritari Bridgesambandsins afhenti verðlaun í mótslok. Vestur ♦ ÁKD9 ¥ G ♦ D6543 ♦ 1053 HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ - NAMSTÆKNI Viltu margfalda afköst í starfi og námi um alla framtíð? Viltu lesa meira af góðum bókum? Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Skráðu þig þá strax á næsta hraðiestrarnámskeið sem laust pláss er á, en það hefst miðvikudaginn 6. október nk. Næsta námstækninámskeið sem laust pláss er á , hefst 23. október. Skráning alla daga í síma 641091. H RAÐLESTRARSKOLIIM N ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Ep 1978- 1993 H Hinn þekkti húðfræðingur LAURENCE AUFRÉRE kynnir og veitir persónulega ráðgjöf varðandi notkun á hinum áhrifaríku kremum frá STENDHAL. Miðvikudaginn 6. okt. kl. 9.00-17.00. Snyrtivöruv. Miðbær, Vestmannaeyjum. Stendhal B Bikarmeistarar í brids Morgunblaðið/Þorkell NÝBAKAÐIR bikarmeistarar með verðlaun sín. Frá vinstri eru Guðmundur Sv. Hermannsson, Björn Eysteinsson, Ragnar Magnússon, Helgi Jóhannsson, Páll Valdimarsson og Aðalsteinn Jörgensen. Hjá okkur eru gömlu tœkin mikils virði. t.d. þegar keypt er nýtt Panasonic myndbandstœkl tökum vlð gamla tœkið sem _ króna innborgun, og þá sklptlr engu máll hvort tœkið sé t lagl, það eina sem sklptlr máll er eltt myndbandstœki upp í myndbandstœki. Panasonic MVM DÐAN DSTÆKI FuUkomlð Nlcam HIFI Stereo myndbandstœkl búið öllum þelm mögulelkum sem góð myndbandstœk! þurfd að bera ásamt því að splla NTSC myndbönd ( amerískt kerfl). Frábœrt tœki. PANASONIC NV—F55 FM»0o‘*‘C*!£2ll \ Verð gamla tækíð samtals kr. 79.900. —stgr. -10.000.- 69.900, - Dœmi um afborgunarverð 18 mán. Visa raðgr. ca. kr. 4.954 . pr. mán. BRAUTAfMHOLTI £> KBINOLU m munIlán

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.