Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 41 Minning Séra Robert Brad- shaw - Minning Fimmtudaginn 30. september var jarðsunginn á írlandi séra Robert Bradshaw sem þjónaði kaþólskum mönnum hér á landi og boðaði ka- þólska trú þeim sem hiýða vildu á hann frá 1976 til 1992. Hann and- aðist í Krasnoyarsk í Síberíu 23. september. Séra Robert fæddist í Tipperary á írlandi 6. júlí 1929 og var því aðeins 64 ára gamall þegar hann lést. Hann hóf prestnám við St. Patrick’s College í Thurles 1947 en hélt svo áfram námi við University- Seminary í Maynooth. Hann þáði prestvígslu í Maynooth, Kildare- sýslu, 1955, til þjónustu í Cashel og Emly-biskupsdæmi. Síðar þjónaði hann í Dublin-bisk- upsdæmi, var prestur þar við mun- aðarleysingjaheimili og aðstoðar- prestur í tveim sóknum. Einnig starfaði hann þar af fullorðins- fræðslu. Að hálfu þriðja ári liðnu sneri hann aftur á heimaslóðir sínar og þjónaði þar í hálft fjórða ár við heimili munaðarlausra stúlkna og almenn sóknarstörf en hélt síðan til London til Jjjónustu við írska innflytjendur. I London kynntist hann Heenan kardínála sem var andlegur leiðtogi yfirstjómar Mar- íu-Legíónarinnar í Suður-Englandi. Þann félagsskap stofnaði írskur maður að nafni Frank Duff og skrif- aði séra Bradshaw síðar ævisögu hans. Maríu-Legíónin starfar víða um heim að trúboði og' reynir að Minning Jóhanna María Jóhannesdóttir Fædd 19. október 1917 Dáin 25. september 1993 Hún amma mín er dáin. Eftir margra mánaða baráttu við krabbamein þá er dauðinn henni líkn og ég er viss um að Guð tek- ur á móti henni með opnum örm- um. Þegar ég lít til baka og hugsa um hana ömmu mína þá eru það góðar og skemmtilegar minningar sem streyma fram, því að í kring- um þessa konu var aldrei nein lognmolla. Upp í hugann koma minningar um þær stundir sem við systurnar ásamt mökum okkar og börnum, hittumst hjá henni „ammslí okkar“, eins og við kölluð- um hana, og honum Binna. Þá var nú oft glatt á hjalla, mikið spjallað og hlegið og átti hún það til að taka létt dansspor í eldhúsinu og tralla með. Enda sagði hún stund- um sjálf: „Hún ammslí er ekkert blávatn, hún er á öllum aldri“. Og svei mér þá, ég held að þar hafi hún svo sannarlega haft rétt fýrir sér. Enda var hún ammslí þeim góða kosti gædd að taka líf- inu létt og á mannamótum var hún ætíð þar sem fjörið var mest. En hún hafði líka stórt hjarta og aldi ei spurði hún að því hvort þa væri Jón eða séra Jón sem bank aði upp á hjá henni, allir voru jafi velkomnir og allir fengu sim skammt af hressileika hennar og gæsku. En kallið óumflýjanlega kom. Amma veiktist og lagðist í rúmið. En í veikindum sínum átti hún góða að og vil ég nota tækifærið til þess að þakka henni Ósk frænku okkar fyrir hennar ómet- anlegu hjálp síðastliðið ár. En þó að amma sé dáin þá lifir minning hennar. Við geymum í hug okkar um ókomna tíð minningu um hana eins og hún var: Brosandi, kát og hress. Þannig hefði hún viljað hafa það. Elsku Binni minn, ég bið góðan Guð að styrkja þig í þinni sorg, eins og okkur öll hin sem sjáum á eftir góðri konu. Að gefa af eigum sínum er iítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. (Kahlil Gibran) Ilrafnhildur Magnúsdóttir. leiða það fólk á veg trúar og réttr- ar breytni sem afvega hefur farið í lífinu. 1965 var hann kvaddur til ír- lands á ný og tók við prófessors- stöðu í kennimannlegri guðfræði í Thurles. Að sumrinu vann hann að útbreiðslustörfum fyrir kirkjuna í ýmsum löndumm. Séra Bradshaw bar það mjög fyrir bijósti að geta farið til Rúss- lands og boðað þar trú og frá árinu 1969 fór hann þangað á hverju sumri í því skyni. 1976 fékk hann lausn frá störfum sínum í írlandi og ætlaði þá að hefja störf í Rúss- landi en af pólitískum ástæðum varð nokkur frestur á leyfi til þess og koma hann í staðinn hingað til íslands því þáverandi biskup, Hinrik Frehen, taldi að Maríu-Legíónin gæti orðið kirkjunni hér að liði. Hér hafði verið stofnaður slíkur starfshópur 1956, fyrir atbeina ungs Ira, Jims O’Hanlon, en hann entist ekki nema til 1964. Þessa starfsemi vildi nú séra Bradshaw endurvekja og starfaði að því með honum írskt fólk. Séra Bradshaw starfaði fyrst í Landakoti en fluttist 1978 í Breið- holt og starfaði þar í 9 ár. Á þeim tíma var Maríukirkja byggð og Breiðholtssvæðið gert að sérstakri sókn. Í desember 1987 var honum falið sóknarprestsstarfið á Akureyri og þaðan undirbjó hann starfsemi og opnun kaþólskrar kapellu á ísafirði. Þegar hann kom í árlega heim- sókn sína til Rússlands (þá til Úkra- ínu) haustið 1991 hitti hann sendi- fulltrúa Vatíkansins og bað sendi- fulltrúinn hann að koma til þjón- ustu við kirkjuna í Rússlandi. Séra Bradshaw fékk leyfi erkibiskups síns í Cashel og Emly til þess og kvaddi hann því ísland í febrúar 1992, hélt fyrst heim til írlands en síðan til Novosibirsk og síðar til Krasnoyarsk í Síberíu. Síðustu ár sín hér fann hann til veikinda sem ágerðust eftir að hann kom til Rússlands. Var hann loks StiEið inn á nýtt heimilisfang ► Setjum bíltœki ogfarsíma í bíla. ► Sala og viðgerðir. ► Þjónustafagmanna eins og hún bestgerist. Gkesilegt opnunartilboð! Blaupunkt geislaspilari með útvarpi 29.990» Nýbýlaveqi 12, sími 44433. NESRADIO Síðumúla 3-5,108 Reykjavík. Sími 811118. Fax: 811854. tekinn til aðgerðar á sjúkrahúsi í Krasnoyarsk en þá bilaði hjarta hans og hann var kvaddur burt úr þessum heimi. Menn voru ekki alltaf á einu máli um að aðferð Maríu-Legíónar- innar til trúboðs og leiðsagnar við fólk væri sú besta sem völ væri á en séra Bradshaw var ekki í neinum vafa um það og því hélt hann ótrauður -áfram starfi sínu og unni sér lítillar hvíldar. Hvort sem menn voru sammála honum um starf hans eða ekki held ég að enginn hafi verið í vafa um að hann hafi verið „trúr til dauða“ þeim málstað sem var honum allt í þessu lífi og því efast enginn um að hann hafi átt góða heimvon. Sungin verður messa fyrir sál hans í Kristskirkju í Landakoti mið- vikudaginn 6. þ.m. kl. 18. Megi hann hvíla í friði. Torfi Ólafsson. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi46E v/Reykjanesbraut. Kópavogi, sími 571800 Fjöldi bifreiöa á tilboðsverði. MMC Galant GLSi 4x4 ’90, hvítur, 5 g., ek. 67 þ., rafm. í öllu, hiti í sætum, saml. stuðarar, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1270 þús. MMC Lancer GLX ’89, sjálfsk., ek. 47 þ., spoiler o.fl. V. 780 þús. Toyota Corolla Líftback '88, sjálfsk., ek. 98 þ., góður bíll. Tilboðsverð 550 þ. stgr. sjálfsk., ek. 180 þ., leðursæti, rafmi í öllu o.fl. Toppeintak. V. 850 þ., sk. á ód. Toyota Coroila XL Sedan '88, steingrár, 4 g., ek. 85 þ. Tilboðsv. 440 þ. stgr. ur, ek. 64 þ. V. 950 þ. Toyota Corolla Twln Cam 16v '85, hvít- ur. Gott eintak. V. 395 þús. Toyota Corolla XL ’88, svartur, 4 g., ek. 56 þ. Toppeintak. V. 550 þús. stgr. Ford Bronco II XL ’85, sjálfsk., ek. 50 þ. á vél. V. 650 þús. stgr. Mazda 323 1.5 GLX Sedan ’86, sjálfsk. V. 330 þús. Cherokee Chief, 4 L, '87 3ra d., sjélfsk., ek. 130 þ. V. 1150 þ. Sk. ód. Toyota Corolla Liftback GTi 16v ’88, 5 g., ek. 98 þ. V. 750 þús. Chevrolet Blazer Thao ’86, grár (tvílitur), sjálfsk., ek. 86 þ. km. Gott eintak. V. 1050 þús. Chrysler Voyager V-6 '90, brúnsans, sjálfsk., ek. 101 þ., 7 manna, einn eig- andi. V. 1390 þús. MMC L-300 4x4 '88, 8 manna, grár, 5 g., ek. 87 þ. V. 1090 þús., sk. á ód. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 44 þ. V. 760 þús. Cherokee Pioneer 2,5L '84, sjálfsk., ek. 79 þ. mílur. V. 690 þús., sk. á ód. (eða 2 bilum). MMC Colt GLXi ’91, 5 g., ek. 47 þ. V. 890 þús. Daihatsu Feroza DX ’89, svartur/grár, 5 g., ek. 60 þ. km., topplúga o.fl. V. 850 þús., sk. á ód. MMC Pajero bensín '86, brúnsans, 5 g., ek. 89 þ., Óvenju gott eintak. V. 790 þús. MMC Lancer 4x4 station '88, 5 g., ek. 107 þ. V. 750 þús., sk. á ód. Mazda 323 LX 3 dyra, ’87, sjálfsk., ek. 82 þ. V. 395 þ. Gott eintak. Mazda 626 LX 2000 '88, sjálfsk., hvítur, ek. 55 þ. V. 750 þús. MMC Lancer GLX ’89, 5 g., ek. 86 þ. V. 690 þús. Sk. ód. Chevrolet Blazer S-10 '91, sjálfsk., ek. 35 þ., vínrauður, álfelgur o.fl. V. 2,5 millj. MMC Lancer GLXI ’93, sjálfsk., ek. 8 þ., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1530 þús. Ath. Bón og þvottur á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.