Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú ert með margvísleg áform á pijónunum varð- andi viðskipti en verður fyr- ir töfum og truflunum. Upp- lýsingar eru villandi. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert að ganga frá samn- ingum. Ferðaáætlun þarfn- ast endurskoðunar. Einhver óvænt útgjöld geta komið upp. Tvíburar (21. maf - 20. júní) Taktu ekki á þig neinar fjár- hagsskuldbindingar fyrir aðra. Hafðu hagsýni og skynsemi að leiðarljósi í dag. Krabbi , (21. júní - 22. júlí) Mikill tími fer í það i dag að aðstoða aðra. Þú hefur lítinn tíma út af fyrir þig í dag, en getur slappað af þegar kvöldar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Fyrirhuguðum fundi getur verið frestað í dag svo þú færð tíma til að sinna heim- ili og fjölskyldu. Eitthvað er hugurinn á reiki. Meyja (23. ágúst - 22. september) <T.J Hugsun þín er skýr og dóm- greindin góð. En þú verður að sýna nærgætni í sam- skiptum við aðra. Varastu óþarfa gagnrýni. V°g ^ (23. sept. - 22. október) Sumir eru að ganga frá ferðaáætlun. Þú hefur góða dómgreind í peningamálum og getur gert mjög góð kaup í dag. -*j Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) HiS Láttu það ekki koma þér á óvart þó einhver segi ekki allan sannleikann í dag. Ósarhkomulag getur komið upp varðandi peninga. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Þú einbeitir þér í vinnunni í dag og sérð verkefni þitt í nýju Ijósi. Hafðu gott sam- band við einhvern nákominn í kvöld. Steingeit j. (22. des. - 19. janúar) Fyrirlestur eða námskeið hvetur þig til dáða. Þér mið- ar samt hægt í vinnunni í dag og kemur ekki öllu í verk sem þú ætlaðir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú ert að kanna nýjar Ieiðir í vinnunni og gefur þér lítinn tíma til að sækja mann- fundi. Ræddu hugmyndir þínar við ráðamenn. _;| ___________________________ Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Gestakoma og truflanir veita þér lítinn tíma til að sinna hágsmunum fjölskyld- unnar í dag. Leitaðu ráða hjá fagmanni. i Stjörnuspdna á aó lesa sern dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stadreynda. DYRAGLENS /}Fj ÉG Vt£E>lS>T Bfitfca. \ Etoa GEFA FUNDI£> HEmk FLUGUE.. HVAB> LEGGUQ PÚ TIL rf-7 , V/NGASXU V/D EtN - HVEIZN FLbDHEST/HN . GRETTIR TOMMI OG JENNI ÞO VAdS.r FUÓTVK AP hussa PetSAK. ÞoGee&tKÞerrA. þo NOTAÞtKi HBtLAHH UE L > /M...EUC.), l/viytdp/ éGNÚ \SES7/ mmm UOSKA (*«£>/ ag ésVA’fu or FERDINAND SMAFOLK IN TME SIXTH CHAPTER OF PR0VERBS, IT 5AV5, 0 60 TO THE ANT, THOU SLU66ARP..C0N5I0ER. I4ER UUAV5, ANP BE U)ISE// I TRIEP TMAT..THE ANT PIPN KNOU) THE AN51a)ER, EITHER.. I sjötta kafla Orðskviðanna segir: „Far þú til maurs- Ég reyndi það... en maurinn vissi ekki svarið heldur.. ins, letingi... skoða háttu hans og verð hygginn." BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson „Þetta getur ekki verið rétt. Þeir hafa víxlað áttum. Keppnisstjóri!“ Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 52 ♦ ÁG954 ♦ 76 ♦ DG54 Vestur Austur ♦ 3 ♦ Á9764 ¥ 1063 I II ¥ D87 ♦ KD8543 ♦ Á9 ♦ 1082 ♦ ÁK9 Suður ♦ KDG108 ¥ K2 ♦ G102 ♦ 763 Spilið er frá Jöklamóti Bridsfélags Hornafjarðar sem fram fór um síð- ustu helgi og lauk með sigri austf- irsku bræðranna Pálma og Guttorms Kristmannssona. Þeir komu þó hvergi nærri sögunni sem þessu spili fylgdi, en hetjurnar krefjast nafn- leyndar. Út um allan sal voru menn að spila þtjú grönd í AV og taka hina upplögðu níu slagi: 600 í AV. En ein tala á skorblaðinu stakk nokk- uð í stúf: 550 í NS fyrir þrjú grönd, dobluð og unnin! Er nema von menn álykti að 90 gráðu halli hafí komið á-höfuðáttimar við það borð. „Nei, þetta er rétt skrifað," urruðu AV að keppnisstjóra, sem var að leita sannleikans í málinu. „Þeir unnu þijú grönd dobluð.“ Þetta voru sagnimar: Vestur Norður Austur Suður — 2 hjörtu* 2 spaðar Dobl** Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Allir pass ♦ Veikt með lýarta og láglit ** ineint sem refsidobl, en skilið sem úttekt Eftir að hafa gælt við smáan tígul nokkra stund, ákvað vestur að þetta væri rétti tíminn til að spila út í lit makkers og lagði spaðaeinspilið á borðið. Austur sá ekki betur en þri- sturinn væri frá einhveiju bitastæðu, svo hann drap á ásinn og spilaði meiri spaða. Góð tíðindi fyrir sagnhafa, sem fylgdi fast og ákveðið á eftir með fleiri spöðum. En svo mikið lá honum á að koma spaðaslögunum í hús, að hann tók fyrir misgrip traustataki um tígulgosann og slengdi honum á borðið. Vestur var fljótur að leggja drottninguna á og stífla litinn. Spil- aði siðan hjarta. Gosinn veiddi drottninguna frá austri og síðan var svínað fyrir tíuna (eftir að hafa tekið þá spaðaslagi, sem áður urðu útund- an). Fjórir á spaða og fimm á hjarta. Það eru níu slagir. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í deildakeppni Skáksambands íslands um helgina kom þessi staða upp í 1. deild viðureign þeirra Ingvars Ásmundssonar (2.325), sem hafði hvítt og átti leik, og Braga Halldórssonar (2.170). Bragi var að seilast í eitr- að peð, lék 17. - Db4xb2? 18. Dxa4! - Dxal, 19. Bcl (Svarta drottningin á nú engan reit og bara eftir að fanga hana) 19. - Re7, 20. 0-0 - Rd5, 21. Db3 - Bd6, 22. Hdl! (Svartur vonaðist eftir 22. Bd2?? - Bh2+ og vinnur) 22. — Hhg8, 23. Bd2 — Dxdl+, 24. Dxdl og hvítur vann auðveldlega á liðsmuninum. Fjórar umferðir af sjö voru tefldar og er staðan þessi í 1. deild: 1. Tafifélag Reykjavíkur 25'/2 v., 2. Skákfélag Akureyrar 20'A v. 3. Skáksamband Vestfjarða 19. v. 4. Hellir 16 v. 5.-6. Skákfélag Hafnarfjarðar og TR, B-sveit 14‘/i v. 7. Taflfélag Garðabæjar 11 v. 8. Ungmennasamband A-Hún- vetninga 7 v. Seinni hluti keppn- innar verður tefldur í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.