Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 52

Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 mumnn // l/'S gongum um deiIdivLO me£ kana. þegar fcr aá i/anta, Lequpiáss." Ást er ... 11-13 ... aðgefahonum rafknúna golfkerru í afmælisgjöf TM Reg. U.S Pal Off. — all rights reserved e 1992 Los Angeles Times Syndicate Pabbi, ég er að gera osta- köku. Hvort viltu frekar kúmenost eða hvítlauksost? ) HÖGNI HREKKVISI . /itrSAkíADO &TOrUNA OS KttrTTINN Hann CR ótrALEGue sóe>i.« Plior0itmWíiíítí> BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Merktar eða ómerktar lögreglubifreiðir Frá Ómari Smára Ármamssyni: Bréf Egils Sigurðssonar um ómerkta lögreglubíla birtist í Vel- vakanda föstudaginn 1. október sl. í bréfinu er Egill m.a. að finna að notkun ómerktra lögreglubifreiða við eftirlitsstörf. Honum „líkar ekki að lögreglumenn liggi einhvers stað- ar í leyni og komi þeim, sem brjóti umferðarreglur í opna skjöldu. Lög- reglan eigi eða vera þar sem hennar er þörf - og ekki í felum.“ Lögreglan hefur uppi eftirlit hvort sem er á merktum og ómerktum bifreiðum. Að öllu jöfnu er megin- áherslan lögð á eftirlit á merktum bifreiðum. Það er stefna löggæsluyf- irvalda að lögreglan eigi að vera sem sýnilegust. í því felst ákveðinn varn- aður og áminning til almennings um að honum beri að virða þau lög og þær reglur sem í gildi eru. Flestir þeir sem kærðir eru fyrir brot á umferðarlögunum eru staðnir að verki af lögreglumönnum á merktum bifreiðum. Þó eru meiri líkur á að fólk veigri sér við að bijóta reglurn- ar ef það sér lögreglumenn eða merkta lögreglubíla. Lögreglan get- ur ekki eins og gefur að skilja verið alls staðar á sama tíma. Það veit fólk og gengur á lagið. Þess vegna notar lögreglan hér sem og lögreglan víðast hvar annars staðar í heiminum einnig ómerktar bifreiðar til umferð: areftirlits sem og annars eftirlits. í því á eihnig að felast varnaður og jafnframt auknir möguleikar. Næsta bifreið gæti verið ómerkt lögreglu- bifreið og því er enn meiri ástæða fyrir vegfarendur að virða lögin. Ahætta þeirra er meiri fyrir bragðið. Hins vegar eiga þeir (og þeir eru fleiri) sem ætla sér að virða reglurn- ar ekki að hafa neinar áhyggjur. Það þurfa þeir einungis sem hafa miður góða samvisku og vilja geta brotið reglurnar í þeim tilvikum er lögreglan er hvergi nálægt. Þessi einstaklingar vilja vita hvenær þeir áhættulítið telja sig geta brotið regl- urnar. Það geta þeir hins vegar ekki af neinu öryggi ef þeir eiga von á að næsta bifreið getur verið ómerkt lögreglubifreið. Enda verða margir þeir sem þannig hugsa undrandi þegar þeir eru staðnir að verki af lögreglumönnum á merktri bifreið. Umferðarreglurnar gilda venjulega allan sólarhringinn allan ársins hring, án tillits til þess hvort lögregl- an sé einhvers staðar nálægt eða ekki. Egill íjallar um í bréfi sínu þá „ráðstöfun lögreglustjórans að setja upp sjónvarpsskerma á víð og dreif um borgina". Honum skal bent á það að sú hugmynd kom upp og var rædd í umferðarnefnd borgarinnar, en ekki hjá lögreglunni. Það skal þó ekki dregið úr því að hugmyndin er góð og sú reynsla, sem fengist hefur erlendis af notkun slíkra myndavéia er jákvæð. Þess misskiln- ing hefur gætt í umræðunni um þessar vélar að þær fylgist með og taki stöðugt mynd af þeim, sem um tiltekin gatnamót aka. Hið rétta er að búnaðurinn er stilltur þannig að einungis eru teknar myndir af þeim, sem aka inn á tiltekin gatnamót á móti rauðu ljósi. Ekki öðrum. Mark- miðið er að fylgjast með þeim sem bijóta af sér. Ekki hinum. Ef að uppsetningu slíks búnaðar verður mun lögreglan eflaust annast rekst- ur hans sem og eftirfylgju mála, sem upp kunna að koma. Egill segir órökstutt að færa eigi löggæsluna frá ríki til borgar. Þetta slagorð hefur heyrst áður sem svar við lausn einhvers sem menn ekki þekkja. Það getur vel verið að skoða megi þann möguleika að til styrktar löggæslu ríkis megi sveitarfélög taka að sér afmörkuð löggæsluverk- efni og þannig gefa þeim meira vægi en nú er, ef niðurstaðan verður sú að ástæða sé til að sinna þeim betur en nú er gert. Það yrði hins vegar meiriháttar slys ef sveitarfé- lög tækju alfarið að sér löggæsluna hér á landi, enda er slíkt ekki til umræðu í neinni alvöru. í Bandaríkj- unum eru löggæslueiningar fjöl- margar. Þar annast borgir og sveitir rekstur löggæslu auk ríkis. Þar er helsta vandamálið sambands- og samskiptaleysi löggæslustofnana og það þrátt fyrir það að Bandaríkja- menn ráði yfir einu besta upplýs- ingakerfi í heimi. Annað vandamál er það hvernig stjórnmálamenn borga og bæja nota lögregluna í stjórnmálalegum tilgangi á kostnað löggæslunnar. Sömu aðilar annast einnig rekstur fangelsa og standa straum af kostnaði við rekstur rétt- arkerfisins að hluta. Þeirra helsta umkvörtunarefni í dag er það að þeir standi ekki lengur undir rekstrarkostnaðinum, enda ráði þeir ekki lengur við þann mikla vanda sem er í raun viðfangsefni löggæsl- unnar. Helsta von Bandaríkjamanna í dag er fólgin í samhæfingu og samstarfi, en ekki sundrungu, eins og raddir hafa heyrst um hér á landi. Nú er krafa bæjar- og borgarfulltrúa í Bandaríkjunum sú að ríkið ogjafn- vel herinn komi þeim til aðstoðar í verstu tilvikunum. Til samanburðar má geta þess að í Bandaríkjunum eru framin 9 morð á hveija 100.000 íbúa og ástandið fer versnandi. Hér á höfuðborgarsvæðinu er þessi tala 0,9 morð á hveija 100.000 íbúa og hefur farið fækkandi. í Reykjavík eru 14 rán tilkynnt til lögreglunnar á ári með sömu viðmiðun, en í Bandaríkjunum eru þau 270. Þegar tíðni alvarlegra afbrota hér á landi er borin saman við hliðstæð afbrot erlendis er samanburðurinn enn sem komið er íslendingum mjög í vil. Þeir sem tala fyrir eða vilja raska eða jafnvel bijóta niður þá miklu vinnu og það góða uppbyggingastarf sem lögreglan hér á landi hefur sinnt undanfarin ár taka á sig mikla ábyrgð svo ekki sé meira sagt. ÓMAR SMÁRI ÁRMANNSSON, aðstoðar yfirlögregluþjónn. Guðmundur Jónsson Frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur: Ágæti Guðmundur Jónsson. Hér er svar við fyrirspurn þinni um vaxtareikning í Morgunblaðinu 30. september sl. Þannig er að inneignarvextir hjá mér eru vegið meðaltal vaxta á al- mennum sparisjóðsbókum hjá við- skiptabönkum og sparisjóðum. Þess- ir vextir eru nú 0,9% á ári, sem er vissulega lágt. Ifmeignir hjá mér eru tilfallandi, óbundnar og til skamms tíma og vextirnir eru í samræmi við það sem almennt gerist varðandi slíkt. Vextirnir eru reiknaðir frá því inneign kemur í ljós og á meðan hún varir. Það er þitt að velja hvar þú ávaxt- ar þína peninga og vonandi finnur þú betri leið til þess, en ég býð. Eg legg inneign þína inn á hvaða reikn- ing sem er í hvaða innlánsstofnun sem er, um leið og þú hefur sam- band, eða sendi þér hana ef þú svo kýst heldur. Með bestu kveðju. GUÐJÓN SIGURBJARTSSON, fjármálastjóri. Víkverji skrifar Ihvert skipti, sem fólk stendur agndofa frammi fyrir fréttum um ofbeldi á götum Reykjavíkur, vakna spurningar um hvað valdi þessum ósköpum. Yfirleitt eiga karlmenn hlut að máli. Ofbeldisverk þriggja unglingsstúlkna gagnvart jafnöldru fyrir helgina vekja óhug og enn er spurt: hvað veldur? Einn af viðmælendum Víkveija um helgina sagði, að nú væri kæru- leysi í uppeldi barna á undanförnum áratugum að koma niður á þjóð- inni. Þá var átt við, að lífsbaráttan hefði orðið til þess, að báðir foreldr- ar hafi orðið að vinna úti til að tryggja afkomu fjölskyldunnar og börnin skilin eftir við mismunandi aðstæður. Afleiðingar þess, að börnin alist upp við aðstæður þar sem hvorugt foreldra er heima við, mætti sjá á götum höfuðborgarinn- ar í vaxandi ofbeidi. Þetta er ein skýring á vaxandi ofbeldi, sem sjálfsagt er að ræða um. Þótt byggt hafi verið upp víð- tækt dagvistunarkerfi er umhugsun foreldra eitt og barnagæzla á barnaheimilum annað. xxx • • nnur skýring, sem ekki er hægt að horfa fram hjá er sú, að nú uppskerum við, eins og aðrar þjóðir, áhrif ofbeldismynda í sjónvarpi. Þegar heilu kynslóðirnar alast upp við að horfa á ofbeldis- myndir í sjónvarpi er hætt við, að börnum og unglingum þyki ofbeldi í raunveruleikanum jafn eðlilegt og ofbeldi á sjónvarpsskjánum. Ollum er ljóst, að sjónvarp hefur mikil áhrif á fólk og fávizka að halda, að það séu bara jákvæð áhrif. Auðvitað verða áhorfendur líka fyr- ir áhrifum af hinum neikvæðu hlið- um sjónvarpsins og þá ekki sízt börn og unglingar, sem í sumum tilvikum eiga kannski erfitt með að greina á milli þess, sem þau sjá í sjónvarpi og þess, sem gerist í raun- veruleikanum. xxx Hið hörmulega fyrir okkur ís- lendinga er það, að við höfum alla möguleika á að byggja hér upp fyrirmyndarþjóðfélag. Þjóðin er svo fámenn, að það á að vera tiltölulega auðvelt, eða alla vega auðveldara en hjá milljónaþjóðum, að veita hveijum nýjum þjóðfélagsþegn nægilega athygli, huga að menntun hans og uppeldi með þeim hætti að hann vaxi úr grasi, sem nýtur einstaklingur. Þetta er okkur hins vegar að mistakast. Islenzkt samfélag er fjölskyldu- íjandsamlegt samfélag, sagði fyrr- nefndur viðmælandi Víkverja. Of- beldisverkin á götum Reykjavíkur benda óneitanlega til.að það geti eitthvað verið til í því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.