Morgunblaðið - 05.10.1993, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993
55
Rekstrarhalli ríkis-
sjóðs verði 9,8
milljarðar króna
FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyrir árið 1994 gerir ráð fyrir
9,8 milljarða króna halla á ríkissjóði, eða fimmtungi minni
halla en á yfirstandandi ári og nemur hann 2,5% af lands-
framleiðslu, samanborið við 3,2% á þessu ári. Hrein lánsfjár-
þörf ríkissjóðs er áætluð 12 milljarðar. Heildartekjur ríkis-
sjóðs eru áætlaðar 103,5 milljarðar og lækka um rúmlega
1 milljarð að raungildi frá yfirstandandi ári en skatttekjúr
lækka meira, eða um 1,5 milljarða kr. Heildarútgjöld verða
113,3 milljarðar og lækka að raungildi um ríflega 3,5 millj-
arða frá endurskoðaðri áætlun þessa árs, eða um rúmlega
3% milli ára.
Tekjur og gjöld ríkissjóðs 1993 og 1994*
Áætlun Frumvarp
TEKJUR: 1993 1994 * skv áætlun 1993 og
Tekju- og eignaskattar millj.kr. % millj.kr. % Breyting frá áætlun 1992 frumvarpi tii fjarlaga 1994
Einstaklinga 15.146 14,9 16.910 16,3 I 111,6%
Fyrirtækja 4.650 4,6 3.655 3,5
Virðisaukaskattur 40.000 39,4 37.950 36,7 -5.1% I
Aðrir skattar 25.592 25,2 26.556 25,7 | j 3^8%
Tryggingagjald 9.300 9,2 10.850 10,5 i
Aðrar tekjur 6.917 6,8 7.550 7,3 9,2%
Samtals: 101.605 100 103.471 100 □ 1,8%
GJÖLD: Rekstrarkostnaður 44.200 38,8 42.984 37,9 -2,8% H
Tryggingabætur, niður- greiðslur og framlög 43.295 38,0 43.876 38,7 □ 1,3%
Vaxtagreiðslur 10.000 8,8 11.700 10,3 I ÍTÖ%1
Viðhald 3.361 2,9 3.267 2,9 -2.8% wm
Fjárfesting 13.084 11,5 11.465 10,1 I 112.4%
Samtals: 113.940 100,0 113.292 100,0 D 0,6%
Laun og önnur rekstrargjöld A-
hluta ríkissjóðs eru áætluð 43 millj-
arðar og lækka um 5% að raungildi
milli ára. Sértekjur stofnana ríkisins
eru áætlaðar 6,6 milljarðar, sem er
óbreytt milli ára í krónum talið.
Heildarlaunagjöld eru áætluð 34,1
milljarður kr. en áætlað er að árs-
verkum ríkisstarfsmanna fækki um
1,1% frá fjárlögum þessa árs.
Gera á sérstakt átak til að
■ GREIÐSLUR ríkisins
vegna mjólkurframleiðslu og
sauðfjárframleiðslu lækka sam-
tals um 240 milljónir króna milli
áranna 1993 og 1994. Gert er
ráð fyrir að heildarneysla á
mjólkurvörum standi nokkurn
veginn í stað milli áranna en
neysla á kindakjöti hefur minnk-
að verulega að undanförnu og
umframbirgðir safnast upp
vegna þess að framleiðsla hefur
ekki dregist saman í takt við
minnkandi neyslu. Gert er ráð
fyrir að 55 miiljónum verði veitt
úr ríkissjóði tii að ijármagna
sérstakt átak í sölu kindakjöts
á næsta ári.
■ FJÁR VEITING til bygg-
ingar nýs Hæstaréttarhúss
verður 185 milljónir á næsta ári
samkvæmt íjárlagafrumvarpi
en á þessu ári nemur hún 100
milljónum.
■ EMBÆTTI skattstjóra
Vestmannaeyja verður lagt
niður á næsta ári og starfsemi
sem hann hefur haft með hönd-
um verður flutt til skattstjóra
Suðurlandsumdæmis, að því er
segir í fjárlagafrumvarpi fyrir
næsta ár.
■ EKKI er gert ráð fyrir að
gjaldskrá Ríkisútvarpsins
hækki á næsta ári og áætlaður
6 milljóna króna tekjuafgangur
hjá stofnuninni. Samt er reiknað
með að sala auglýsingatíma
dragist saman um 8% til viðbót-
ar við þann samdrátt sem orðið
hefur á þessu ári. Einnig er
gert ráð fyrir að afnotagjöld hjá
um 8.000 tryggingaþegum falli
niður og einnig eru felld niður
afnotagjöld hjá öllum starfs-
mönnum útvarpsins sem náð
hafa þriggja ára starfsaldri.
■ ÁBURÐARVERÐ á ekki
að hækka á næsta ári. Á undan-
förnum árum hefur verið unnið
að umfangsmikilli hagræðingu
í rekstri Áburðarverksmiðj-
unnar í Gufunesi sem hefur
skilað sér í minni tilkostnaði.
Nú skilar rekstur fyrirtækisins
33 milljóna króna arði í ríkissjóð.
■ ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN
verður tekin í notkun fyrri htuta
árs 1995. Áætlað er að 340
milljónir króna innheimtist með
sérstökum eignarskatti á næsta
ári, sem er svipuð upphæð og á
Sessu ári.
I ÓVERULEGAR breytingar
verða á verði áfengis og tóbaks
á næsta ári samkvæmt áætlun-
um fjárlagafrumvarpsins. Gert
er ráð fyrir að tekjur af sölu
áfengis og tóbaks verði 9,4 millj-
arðar króna á næsta ári og lækki
um 3% frá áætlun fjárlaga 1993.
styrkja þjónustu ríkisins við al-
menning með sameiningu stofn-
ana. I fyrsta áfanga snýr það að
embættum sýslumanna og inn-
heimtustofnunum ríkisins en
áformað er að ná með þeim að-
gerðum um 100 millj. kr. sparn-
aði á næsta ári.
Tryggingabætur og framlög
nema 43,9 milljörðum og lækka um
0,7% milli ára en vaxtagreiðslur af
lánum ríkissjóðs hækka um 1.700
millj. kr. milli ára eða um 17%.
Hækkunin stafar annar vegar af
því að innlausn spariskírteina er
talin hækka um tæpan milljarð
kr. og er áætluð 2,3 milljarðar
og hins vega hækka vaxtagreiðsl-
ur um álíka fjárhæð vegna fjár-
mögnunar á fjárlagahalla yfir-
standandi árs.
Til viðhalds á byggingum ríkisins
verður varið 3,3 milljörðum sem er
25% lækkun frá áætiun yfirstand-
andi árs en þar af fara 2,6 milljarð-
ar til viðhalds vega. Framlög til fjár-
festingar eru áætluð 11,5 milljarðar
sem er óbreytt frá fjárlögum þessa
árs. Til stofnkostnaðar verður varið
6,8 milljörðum en þar af eru 3 millj-
arðar vegna vegagerðar.
Ríkiseignir seldar
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að seldar verði eignir rikisins fyrir
500 millj. kr. á næsta ári en þar
segir einnig að nú þyki sýnt að
eignasala skili ríkissjóði ekki nema
100 millj. kr. á yfirstandandi ári
en ekki 1.500 millj. eins og frum-
varp þessa árs gerði ráð fyrir.
Atvinnutry ggingagj ald innheimt hjá fyrirtækjum og launþegum
Iðgjald einstaklinga
verði 0,5% af launum
TIL AÐ styrkja fjárliagsstöðu Atvinnuleysistryggingasjóðs og mæta
um leið hluta af tekjutapi ríkissjóðs vegna áformaðrar lækkunar virð-
isaukaskatts af matvælum um næstu áramót, sem talið er verða 2,5
milljarðar kr., hefur ríkisstjórnin ákveðið að innheimta sérstakt at-
vinnutryggingagjald af launþegum sem nemur 0,5% af heildarlaunum
og að hækka tryggingagjald atvinnurekenda um 0,35%. Til að draga
úr áhrifum þessarar gjaldtöku á afkomu tekjulágra barnafjölskyldna
verður barnabótaaukinn hækkaður um 150 milljónir króna. Skv. upp-
lýsingum fjármálaráðuneytisins á þetta að leiða til þess að fjögarra
manna fjölskylda með um 200 þúsund kr. mánaðarlaun verði jafnsett
eftir sem áður.
Spáð er 5% atvinnuleysi á næsta
ári og að heildarbætur Átvinnuleys-
istryggingasjóðs verði um 3,6 millj-
arðar kr. Framlög ríkissjóð til sjóðs-
ins eru áætluð 2.950 millj. kr. og
gert er ráð fyrir að tekjur af iðgjöld-
um sem launþegum og atvinnurek-
endum verði gert að greiða verði
alls um 1.650 millj. kr. Þar af nemi
iðgjald launamanna um einum miilj-
arði kr. en frá þeirri upphæð drag-
ast svo auknar barnabætur að upp-
hæð 150 millj. kr. Sérfræðingar íjár-
málaráðuneytisins sögðu á frétta-
mannafundi í gær að heildaráhrif
þessara skattabreytinga yrðu þau,
að skattar launafólks myndu minnka
á næsta ári og kaupmáttur aukast
vegna þeirra. Þannig ætti kaupmátt-
ur fjögurra manna fjölskyldu með
250 þús. kr. mánaðarlaun að aukast
um 0,9% þegar tekið væri tillit til
þessara skattabreytinga. Ástæðan
væri fyrst og fremst sú að virðis-
aukaskattur af matvælum lækkaði
um 700-800 milljóna króna hærri
upphæð en næmi aukinni skatt-
heimtu af álagningu atvinnutrygg-
ingagjaldsins.
Skattur á skrifstofu- og
verslunarhúsnæði fellur niður
Stefnt er að upptöku 10% skatts
á fjármagnstekjur um mitt næsta
ár sem er áætlað að skili 100-150
millj. kr. Persónuafsláttur og barna-
bætur verða óbreyttar á fyrri hluta
næsta árs en hækka svo um mitt ár
í takt við lánskjaravísitölu. í lok síð-
asta árs samþykkti Alþingi breyting-
ar á lögum um vaxtabætur sem
koma til framkvæmda á næsta ári.
Talið er að þær muni spara ríkis-
sjóði um 400 millj. kr.
Þá eru fyrirhugaðar umfangs-
miklar breytingar á tekjustofnum
sveitarfélaga vegna niðurfellingar
aðstöðugjalds á þessu ári. Er annars
vegar gert ráð fyrir að útsvar sveit-
arfélaga hækki um 1,5% að meðal-
tali á næsta ári en tímabundin 1,5%
hækkun tekjuskatts ríkisins á þessu
ári lækki um sama hlutfall um ára-
mótin. Þá mun skattur á verslunar-
og skrifstofuhúsnæði falla niður sem
þýðir um 500 millj. kr. tekjutap fyr-
ir ríkissjóð en á móti er gert ráð
fyrir að sveitarfélög hækki fasteig-
nagjöld af atvinnuhúsnæði um svip-
aða upphæð en endanleg útfærsla
iiggur ekki fyrir. Tekjuskattur fyrir-
tækja mun lækka úr 3 milljörðum á
þessu ári í 2,5 milljarða 1994 sem
m.a. stafar af því að lækkun skatt-
hlutfallsins lækkar úr 39% í 33% um
næstu áramót.
Miklar tollalækkanir á iðnaðar-
vörum eru áformaðar vegna gildis-
töku EES-samningsins um næstu
áramót en fyrirsjáanlegu tekjutapi
vegna þeirra verður að mestu mætt
með álagningu vörugjalda. Því til
viðbótar er gert ráð fyrir hækkun á
vörugjaldi gosdrykkja og sælgætis
til að vega á móti áformaðri lækkun
virðisaukaskatts af matvælum úr
24,5% í 14%.
Landsútsvar sem olíufélögunum
hefur verið gert að greiða og runnið
hefur í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
verður fellt niður á næsta ári en á
móti hækka vörugjöld á bensíni sem
á að skila 125 millj. kr. viðbótartekj-
um á næsta ári.
Nýjar lántökur verða
12 milljarðar króna
Lántökum ekki lengur skipt í innlendar og erlendar
HEILDARLÁNSFJÁRÞÖRF ríkissjóðs er áætluð 27,9 milljarðar króna
á næsta ári. Greiddar afborganir af teknum lánum nema 15,9 milljörð-
um, samanborið við 6,2 milljarða á þessu ári en hækkunin milli ára
stafar aðallega af uppgreiðslu dollaraláns hjá Citibank sem nemur
um 7,5 milljörðum kr. Einnig eykst innlausn spariskírteina um 2,5
milljarða milli ára að talið er. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs, þ.e. nýjar
lántökur umfram afborganir af eldri lánum, árið 1994 er því talin
verða 12 milljarðar króna, samanborið við 14 milljarða árið 1993.
Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs og
annarra opinberra aðila (húsnæðis-
kerfisins, fjárfestingarlánasjóða og
opinberra fyrirtækja) dregst nokkuð
saman milli ára, en hún er talin
verða 23 milljarðar kr. árið 1994, 3
milljörðum kr. minni en á yfirstand-
andi ári. Eru heildarlántökur hins
opinbera á næsta ári áætlaðar um
64 milljarðar kr. og afborganir 41
milljarður.
Allar lántökur á markaði
Með frumvarpi til lánsfjárlaga
verður horfið frá því að skipta lán-
tökuheimildum í innlendarogerlend-
ar sérstaklega og verður leitað lán-
tökuheimilda fyrir ríkissjóð, ríkisfyr-
iitæki og ríkislánastofnanir til nota
innanlands eða utan eftir því sem
aðstæður á markaði leyfa hvetju
sinni, en frá og með næstu áramót-
um eiga nær allar hömlur á fjár-
magnsflutningum milli landa að vera
afnumdar. Á næsta ári verður ríkis-
sjóður að mæta fjárþörf sinni að
fullu á markaði.
Ráðgert er að veitt verði ný lán
til fyrirtækja og sjóða í B-hluta ríkis-
sjóðs á næsta ári að fjárhæð 6,3
milljarðar kr., þar af eru 3,7 milljarð-
ar til Lánasjóðs ísl. námsmanna og
2,5 milljarðar til atvinnutrygginga-
deilar Byggðastofnunar en áætlað
er að innheimtar afborganir af eldri
lánum verði 5,1 milljarður. Stofn-
framlög ríkisins til alþjóðafjármála-
stofnana og til kaupa á hlutabréfum
í innlendum fyrirtækjum eru áætluð
500 millj. kr. á næsta ári en þar á
meðal er óskað eftir heimild þingsins
til 200 millj. kr. hlutafjárframlags í
íslenska járnblendifélaginu.
Aukinn sparnaður
Talið er að inniendur spamaður
verði um 25 milljarðar kr. á þessu
ári, þar af er kerfisbundinn sparnað-
ur 17 milljarðar eða fimmtungi minni
en á síðasta ári en aukning frjáls
sparnaðar verður hins vegar meiri
eða 8 milljarðar. Á næsta ári er
áætlað að heildarsparnaður verði um
26 milljarðar eða 6,6% af landsfram-
leiðslu.