Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 1
56SIÐUR B 237. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Shevardnadze biður Rússa um aðstoð SUj órnarher- inn í upplausn Tbilisi. Reuter. EDUARD Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, sagði í gær, að stjórnar- herinn i landinu væri í upplausn og gæti ekki náð aftur hjálpar- laust því landi, sem fallið hefði í hendur uppreisnarmönnum í vestur- hluta iandsins. Sagði hann stjórn sína ekki eiga annars kost en biðja Samveldi sjálfstæðra ríkja eða Rússa um aðstoð. Á sunnudag féll bærinn Samtredia í vesturhluta landsins í hendur uppreisnarmönnum og er höfuðborgin, Tbilisi, nú einangruð frá Svartahafi. Á fundi með menntamönnum í Tbilisi sagði Shevardnadze, að stjórnarherinn væri að leysast upp eftir ósigrana að undanförnu fyrir aðskilnaðarsinnum í Abkhazíu og uppreisnarmönnum Zviads Gamsakhurdia, fyrrverandi forseta Georgíu. „Án hjálpar Rússa, Úkra- ínumanna og annarra samveldis- ríkja munum við ekki geta endur- heimt landsvæðin," sagði She- Times eyk- ur söluna London. Reuter. Thatcher áritar bókina ENDURMINNINGAR Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, voru gefnar út í Bret- landi í gær. Thatcher hefur haft sig mjög í frammi í breskum fjöl- miðlum að undanförnu til að kynna bókina og myndin var tekin þeg- ar hún áritaði bækur í Harrods-versluninni í Lundúnum. Eiginmað- ur hennar, sir Denis Thatcher, stendur á bak við hana. Thatcher heldur bráðlega í heimsferð til að kynna endurminningarnar. vardnadze en fyrr um daginn hafði hann þó lýst yfir, að herinn væri fullfær um að snúa vörn í sókn. Uppreisnarmenn Gamsakhurdia náðu bænum Samtredia á sitt vald á sunnudag og er það mikið áfall fyrir stjórnina í Tbilisi því að bær- inn er mikilvægasta miðstöð járn- brautarsamgangna í Georgíu. Hafa uppreisnarmenn nú tíu bæi á sínu valdi í vesturhluta landsins. Shev- ardnadze hét því hins vegar, að Kutaisi, næststærsta borg í landinu og aðeins í 30 km fjarlægð frá Samtredia, myndi aldrei falla. Bandarískir ráðamenn óvenju skorinorðir í blaðaviðtölum Sjá „Var andvíg end- ursameiningu ...“ á bls. 23. Reuter BRESKA dagblaðið The Times hefur aukið dagsöluna um að meðaltali 24% frá því að það lækkaði lausasöluverð um helm- ing 6. september sl. Kemur þetta fram í tölum sem breska upplag- seftirlitið gerði opinberar í gær. Var meðalsala Timesí september 440.291 eintak á dag miðað við 354.280 eintök að meðaltali á dag í ágústmánuði. Svo virðist sem aukning Times hafi helst bitnað á blaðinu The Daily Telegraph en sala þess minnkaði um 1,94% í 1.007.687 eintök. Blaðið Independ- ent, sem gagnrýndi verðlækkun Times hvað harðast og sagði hana tilraun til að bola sér út af markað- inum, jók hins vegar sölu sína um 2%. Alls jókst sala á dagblöðum í Bretlandi um 4,09% í september. Christopher hótar Serbum loftárásum vegna Sarajevo Kokkar í kennsluferð FRÖNSK skólayfirvöld hafa undanfarnar vikur staðið fyrir átaki í skólum landsins undir yfirskriftinni „Bragðið af Frakklandi" til að kenna krökkum að meta franska matargerð. Hér má sjá nokkra kokka, með skólatöskur á baki, halda út í skólana. London. The Daily Telegraph, Reuter. RÁÐAMENN í Washington láta í Ijós mikla ónægju með stefnu Breta og Frakka í málefnum Bosníu og segjast nú telja að samskiptin við Austur-Asíuríkin séu orðin mikilvægari en söguleg tengsl við Evrópu. Þetta kemur fram í viðtölum sem bandaríska stórblaðið The Washing- ton Post átti við Bill Clinton forseta og Warren Christopher utanríkis- ráðherra og birtust á sunnudag. Breskir embættismenn fullyrða að Bandaríkjastjórn sé að reyna að kenna öðrum um eigin mistök í utan- ríkismálum. I gær var skýrt frá því að Chistopher hefði sent Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, bréf þar sem Bandaríkjamenn hóta sprengju- árásum á vegum NATO ef Serbar herði enn umsátur sitt um Sarajevo. Clinton sagði stjórnvöld í London og París hafa svikið Bosníumenn með því að hafna þeirri stefnu sinni að gera loftárásir á heri Serba til að bjarga múslimum. Einnig hafí vopnasölubann á landið einvörðungu haft þau áhrif að gera vígstöðu Serba, sem hafa aðgang að vopna- búrum gömlu Júgóslavíu, betri en andstæðinganna. „Þetta skildi ég alls ekki og ég teí enn að þetta hafl verið röng stefna,“ sagði forsetinn. Clinton segir John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, hafa tjáð sér að það gæti merkt fall stjórnar sinnar ef hann féllist á tillögur Clintons. Bretar og Frakkar hafa ávallt bent á að þeir væru með mörg þúsund friðargæsluliða á jörðu niðri og þeir gætu orðið auðveld skotmörk Serba ef Vesturveldin tækju afstöðu í átök- unum í Bosníu. Major hefur ekki sjálfur svarað ummælum bandaríska forsetans í viðtalinu en beðið Hvíta húsið um orðrétt afrit af viðtalinu. Christopher utanríkisráðherra gaf í' skyn að samstarf Atlantshafsríkj- anna væri ekki lengur forgangsverk- efnið í utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. Austur-Asía skipti meira máli, Vestur-Evrópa væri ekki lengur mik- Reuter ilvægasta heimssvæðið, margir ráða- menn í Evrópu ættu erfítt með að sjá út fyrir eigin sjóndeildarhring og hann sagðist hafa andstyggð á þeirri hneigð þessara manna til að kenna Bandaríkjamönnum um allt sem mið- ur færi. Ásíuleiðtogar forðuðust slíka hegðun. Evrópumenn væru að skamma Bandaríkin fyrir að hafa „ekki leyst vandann sem Evrópu- mönnum tókst ekki sjálfum að leysa“. Ónafngreindur, breskur embættis- maður var lítt hrifínn af röksemda- færslu bandaríska forsetans. „Hann hefur klúðrað öllu sem hann hefur snert á í utanríkismálunum — Bosn- íu, Sómalíu og nú Haiti. Tónninn i viðtalinu bendir til þess að bann sé að reyna að veijast gagnrýni vcgna þess að hann hefur ekki staðið við kosningaloforðin.“ Aðrir embættis- menn reyndu í gær að draga úr mikil- vægi ágreiningsins, töldu ummælum Clintons fyrst og fremst vera ætlað að svara gagnrýni á þingi. Sam- skipti Breta og Bandaríkjamanna væru ágæt og í slíku sambandi, þar sem eining ríkti i mörgum málum, væri skynsamlegt að tjá sig af hrein- skilni þegar skoðanir væru skiptar. Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ekkert gagn væri að því að reyna að finna sökudólga. Hann sagðist vera í forsvari fyrir banda- lagi sem væri byggt á „gagnkvæmu trausti“ og sagðist halda að hægt yrði að koma í veg fyrir klofning þess. Veiddu kvótalaust í rússneskri landhelgi Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SEX norsk fiskveiðiskip hafa undanfarið stundað veiðar í rússneskri landhelgi, í tengslum við rússnesk-norska vísindaáætlun, án nokkurra kvótatakmarkana. Hefur norska sjávarútvegsráðuneytið nú krafist þess að afli skipanna verði tekinn með í kvóta Rússa. Norska blaðið Nordlys segir að nokkur skipanna hafi veitt verulega umfram það magn, sem þeim var upprunaiega úthlutað af norskum stjórnvöldum. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að stjórna sókn í stofnana og beijast gegn kvóta- svindli og er þetta mál því afar óheppilegt. Veiðar skipanna sex hófust í kjöl- far samkomulags, sem undirritað var í fyrrahaust, um að reyna að þróa strandveiðar Rússa. Rússar reyndust hins vegar ekki hafa úthlutað neinum kvótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.