Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 18
18
MOEGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um nýju heilsukortin
Hugmynd ekki óskyld
umræðu í flokknum
Ráðherra segir gagnrýni lækna byggða
MEGINMARKMIÐ heilsukorta og annarra hagræðingatillagna heil-
brigðisráðherra í heilbrigðiskerfinu eru að hans eigin sögn að tryggja
að ekki verði hróflað við hornsteinum velferðarkerfisins. Guðmundur
Árni staðhæfir að gagnrýni heimilisiækna sé á misskilningi byggð.
Lára Margrét Ragnarsdóttir, fyrsti maður Sjálfstæðisflokksins í heil-
brigðisnefnd Alþingis, segir að hugmyndin að baki kortunum sé ekki
óskyld umræðu sem átt hafi sér stað innan Sjálfstæðisflokks í þá átt
að auka kostnaðarvitund almennings í heilbrigðiskerfinu. Henni finnst
koma til greina að sjúklingar greiði fæðiskostnað á spítulum en
Guðmundur Árni telur slíkt ekki æskilegt eins og sakir standa. Dag-
legur fæðiskostnaður vistmanns á heilbrigðisstofnun er á bilinu 500-
1.200 kr. samkvæmt fyrstu svörum í könnun heilbrigðisráðuneytisins.
Aðspurður um gagnrýni heimilis-
lækna á _ heilsukortin sagði Guð-
mundur Árni að _ hún væri á mis-
skilningi byggð. „Ég vísa þá til þess
að ég geng út frá því að lang-
stærsti hluti þjóðarinnar, 99%, vilji
njótá þeirra réttinda sem hann hefur
keypt sér í heilbrigðiskerfinu og
annars staðar með skattgreiðslum
sínum og greiði heilsukortin. Af því
leiðir að það er á misskilningi byggt
að hér sé um sérstakan sjúklinga-
skatt að ræða,“ sagði Guðmundur
Árni og minnti á að innifalin væri
heilsugæsla, sérfræðiþjónusta,
sjúkrahúsvistun og lyf og sannað
þætti að 90% þjóðarinnar þyrftu á
einhveiju þessa að halda á hverju
ári. Þá mætti ekki gleyma því að
gjald fyrir heilsukort væri aðeins
19.10. 1993 Nr.
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4543 3718 0006 3233
4546 3912 3256 0090
4842 0308 1995 3028
ÖLL ERLEIMD KORT
SEM BYRJA Á:
4506 43** 4507 46**
4543 17**
4560 09**
4938 06**
4506 21**
4560 08**
4920 07**
4988 31**
kort úr umferö og sendiö VISA íslandi
sundurklippl.
VERÐLAUN kr. 5000,-
t og vísa á
vtSA
Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk
Simi 91-671700
5,48 kr. á hverjum degi fyrir einn
einstakling.
Ennfremur sagði Guðmundur að
komið hefði fram- að menn vildu
sfyðja og styrkja heilbrigðiskerfið.
„I því ljósi, þegar þokunni hefur
verið létt af ýmsum misskilningi í
þessum efnum, vona ég að fólk skilji
að hér er um sérmarkaðar tekjur
til heilbrigðis- og tryggingarmála
að ræða til að efla það og viðhalda.
Hér er því mannúðin og samhjálpin
í fyrirrúmi þvert á það sem heimilis-
læknarnir halda,“ sagði Guðmundur
og vísaði því algjörlega á bug að
mikill kostnaður yrði vegna heilsu-
kortanna. Hann yrði alls ekki einn
fjórði af tekjum eins og einhvers
staðar hefði verið haldið fram, í
mesta lagi 20 milljónir.
Vissulega nefskattur
Lára Margrét Ragnarsdóttir,
fyrsti maður sjálfstæðismanna í
heilbrigðisnefnd, segist ekki taka
jafn djúpt í árinni og heimilislæknar
í gagnrýni sinni á heilsukort til al-
mennings en vissulega sé þó um
nefskatt að ræða. Af því séu sjálf-
stæðismenn ekki of hrifnir en oft
verði að gera fleira en gott þyki í
neyð og gjaldið leggist auðvitað á
alla jafnt, ekki eingöngu sjúka. Að
auki minnir hún á að framkvæmdin
við útgáfu og innheimtu heilsukorta
gæti orðið flókin og dýr.
Þrátt fyrir þessa gagnrýni segir
Lára Margrét að hugmyndin að
baki kortunum sé ekki algjörlega
óskyld umræðu sem átt hefði sér
stað innan Sjálfstæðisflokksins í þá
átt að auka kostnaðarvitund al-
mennings í heilbrigðiskerfinu.
Hefðu menn þá m.a. talið koma til
greina að sjúklingar greiddu ákveð-
ið gjald, upp að vissu þaki, af kostn-
aði við sjúkrahúsvist með þeim for-
merkjum að þeir ver stöddu greiddu
lægra gjald og í sumum tilfellum
ekki neitt. Þá hefði komið fram sú
hugmynd að við innheimtu skatts
yrðu útgjöld vegna heilbrigðisþjón-
ustu skilin frá öðrum útgjöldum
Windows 3.1
PC grunnnámskeið
Word fyrir Windows og Macintosh
WordPerfect fyrir Windows
Excel fyrir Windows og Macintosh
Paradox fyrir Windows
Novell námskeið fyrir netstjóra
Word og Excel framhaldsnámskeið
Hagstætt verð og afar
veglegar kennslubækur
fylgja með námskeiðum.
Skráning í
síma 616699
i Tölvuskoli Reykiavikur
c7.-..-.-.-.-.-.vi B Borgartúni 28, sími 91 -616699
á misskil|iingi
enda bentu skoðanakannanir til að
fólk væri tilbúnara til að greiða til
heilbrigðismála en annarra þátta.
Aðspurð um kostnaðarhlutdeild
sjúklinga í fæði á sjúkrahúsum
minnti Lára Margrét á að sjúklingar
á sjúkrahúsum fengjum bæði aðgerð
og uppihald frítt á meðan þeir sem
færu í aðgerðir utan sjúkrahúsa
yrðu að greiða fyrir hvort tveggja.
Með tilliti til þessa þætti henni koma
til greina að sjúklingar á spítulum
greiddu fæðiskostnað með því skil-
yrði öryrkjar, börn, aldraðir og fólk
sem hefði lítið á milli handanna
greiddi lægra gjald.
Fæðiskostnaður
Að sögn Jóns H. Karlssonar, að-
stoðarmanns heilbrigðisráðherra, er
verið að gera könnun á fæðiskostn-
aði á heilbrigðisstofnunum í ráðu-
neytinu og hafa fyrirliggjandi svör
gefið til kynna að kostnaður sé afar
mismunandi eftir stofnunum, allt
frá 500 til 1.200 kr. á vistmann á
dag. Jón kvað þennan mun ekki
þurfa að vera óeðlilegan þar sem
eðli stofnananna væri ólíkt, t.d.
þyrfti að útbúa sérfæði fyrir marga
sjúklinga á sjúkrahúsunum, en engu
að síður væri ástæða til að kanna
hvað lægi að baki hans á einstökum
stofnunum.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Starfsmenn Selfossveitna bs. vinna við að koma dælunni fyrir
í holu 10 í gær.
Selfossveitur byggðasamlag
Þrýstingur kominn
aftur á veitukerfið
Sumir sváfu kappklæddir í vatnsleysinu
Selfossi.
UNNIÐ var að því yfir helgina
að setja niður dælu í holu 10,
eina af aðalholum hitaveitu
Selfossveitna bs., en unnið var
að viðhaldi á dælunni þegar
aðalæð veitunnar fór í sundur
á föstudag og dæla í holu 13
bilaði. Gert var ráð fyrir því í
gærkvöldi að þrýstingur á
veitukerfinu yrði kominn í lag
í dag, þriðjudag.
Ekki varð verulega kalt í hús-
um á veitusvæðinu, Selfossi, Eyr-
arbakka og Stokkseyri, en þó
urðu sumir íbúanna á svæðinu
meira varir við vatnsskortinn en
aðrir. Þar var einkum um að
ræða íbúa í hæstu húsum og í
kjöllurum. Þar sem kaldast varð,
svaf fólk kappklætt.
Að loknu umstangi við holu
10 verður hafist handa við að ná
upp dælunni í holu 13 til viðgerð-
ar, en þessar tvær holur eru af-
kastamestar.
- Sig. Jóns.
Dómsmálaráðherra gefur Alþingi skýrslu um spilavélar
Oheimilt að hindra að
HHI beití nýjustu tækni
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra sagði á Alþingi í gær að einká-
leyfi Happdrættis Háskóla íslands til reksturs peningahappdr’ættis
væri bundið í lögum og hann hefði ekki heimild til að hindra að Há-
skólinn notaði nýjustu tækni við rekstur slíks happdrættis. Happdrætt-
ið hyggst setja upp samtengdar spilavélar víðs vegar um Iandið. Alþing-
ismenn hvöttu ráðherra til að fresta því að gefa út reglugerð um spila-
vélarnar meðan leitað yrði samninga við þau fjögur líknarsamtök sem
fjármagna starfsemi sína með spilakössum.
Þorsteinn Pálsson gaf Alþingi í dómsmál’aráðherra að hindra að Há-
gær skýrslu um málefni Happdrættis
Háskóla íslands og Almannavarna
vegna þeirra deilna sem upp hafa
komið um spilavélar sem Háskóla-
happdrættið hyggst reka. Þau fjögur
samtök sem undanfarin ár hafa fjár-
magnað starfsemi sína með spila-
kössum, Rauði krossinn, Slysavama-
félag íslands, SÁÁ og Landsbjörg,
hafa gagnrýnt fyrirætlan Háskólans
harðlega og einnig dómsmálaráð-
herra fyrir að ætla að skrifa undir
reglugerð um spilavélarnar.
Veitast að ráðherra
Þorsteinn Pálsson sagði að for-
maður Rauða krossins hefði á laugar-
dagsmorgun haft símasamband við
sig og spurt um stöðu þessa máls.
„Að fengnum þeim svörum tilkynnti
hann mér að Rauði krossinn myndi
veitast að mér vegna málsins og í
öðm lagi tilkynnti hann mér að
ákveðið hefði verið að taka málið upp
á Alþingi," sagði Þorsteinn og bætti
við að það væri nýtt fyrir sér að
samtök úti í bæ ákvæðu hvað rætt
yrði á Alþingi.
Dómsmálaráðherra sagði að það
væri ekki persónuleg afstaða hans
sem réði því hvort synja ætti eða
heimila Háskóla íslands um leyfi til
þessarar starfsemi heldur væri
ákveðið í lögum að Háskólinn skuli
afla fjár til bygginga með happ-
drætti. Þá hefði Háskólinn einkarétt
til að reka peningahappdrætti og
þegar lögum um Happdrætti Háskól-
ans hefði verið breytt árið 1986 hefði
heimild til happdrættisrekstursins
verið færð út. Þorsteinn sagðist hafa
litið svo á, að það væri ekki hlutverk
skólinn nýtti sér nýjustu tækni við
rekstur peningahappdrættis; ráð-
herra væri það nánast óheimilt og
umrædd reglugerð kvæði nánast ein-
göngu á um framkvæmdaatriði, svo
sem vinningshlutfall. Þá sagði Þor-
steinn að það væri í hæsta máta
ómálefnalegt að hann léti undan
þrýstingi og hæfí hrossakaup um
framkvæmd á lögum um Happdrætti
Háskólans og lögum um almanna-
vamir.
Borgaraleg skylda
Þorsteinn sagði að Rauði krossinn
hefði tilkynnt sér að hann hygðist
segja upp gildandi samningum við
Almannavarnir ríkisins um björgun-
arstörf og neyðaraðstoð á hættutím-
um gerði dómsmálaráðherra alvöru
úr því að veita Happdrætti Háskól-
ans leyfið. Þorsteinn sagði að slík
uppsögn væri sjálfsagt lögleg að-
gerð, en það væri borgaraleg skylda
að viðlagðri refsingu taka þátt í starfi
Almannavarna á hættutímum, fara
í björgunarsveitir samkvæmt ákvörð-
unum Almannavarna og hlíta fyrir-
mælum þeirra í einu og öllu á grund-
velli þess skipulags sem það hefur
þjálfað og byggt upp.
Þorsteinn sagðist í sumar hafa
hvatt málsaðila til samstarfs og í
kjölfarið hefðu farið fram gagnlegar
umræður en þær hefðu ekki borið
árangur. Höfuðágreiningurinn hefði
verið um hvort Háskólinn ætti að fá
að setja upp happdrættiskassa á
stöðum utan veitingahúsa og hótela.
Þorsteinn sagði í lok skýrslu sinn-
ar að stjórnvöld myndu standa vörð
um hlutverk samtakanna ijögurra
sem og Háskólans. Þá benti hann á
að samkvæmt lögfræðiáliti Tryggva
Gunnarssonar væri lagagrundvöllur
fyrir ijáröflun þessara samtaka vafa-
samur. Ef samtökin myndu óska eft-
ir viðræðum um að styrkja laga-
grundvöllinn væri sjálfsagt að verða
við því. Einnig væri sjálfsagt að
ræða við þá sem hagsmuna ættu
þama að gæta um hvort hægt væri
að koma til móts við þá ef tekjur
þeirra minnkuðu og hvemig skipta
ætti tekjum milli þeirra.
Hvatt til samkomulags
Margir þingmenn tóku til máls
eftir að ráðherra hafði flutt skýrslu
sína. Kom fram í máli þeirra flestra
að nauðsynlegt væri að leysa málið
með samkomulagi og var dómsmála-
ráðherra hvattur til að fresta því að
gefa út reglugerðina um spilakass-
ana. Einn þeirra var Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra sem
sagðist túlka ræðu Þorsteins á þann
veg að hann hefði ákveðið að fresta
afgreiðslu reglugerðarinnar til að
vinna tíma. Fram kom hins vegar
síðar í umræðunni að ekki hefði ver-
ið ákveðið hvenær reglugerðin yrði
gefin út en það myndi m.a. skýrast
eftir fund sem ráðherra átti með
deiluaðilum í gærkvöldi.
Þá lýstu margir þingmenn áhyggj-
um yfír því að spilastofum, sem Happ-
drætti Háskólans hyggst setja á fót,
muni fylgja félagsleg vandamál og
spilafíkn aukast. Veltu þingmenn því
meðal annars fyrir sér hvort það
væri siðferðilega rétt að stofnun á
borð við Háskólann þyrfti að fjár-
magna starfsemi sína með þsssum
hætti. Þingmenn Alþýðubandalagsins
hvöttu til þess að frumvarp Guðrúnar
Helgadóttur alþingismanns um að
afnema 20% einkaleyfísgjald af Happ-
drætti Háskólans yrði samþykkt og
lýsti Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra því yfír að hann teldi
að þetta gjald ætti að renna beint til
Háskólans með ákveðnum hætti.