Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 Landlæknir um framburð geðlæknis Heimilt að brjóta trúnað varði það almannaheill EF LÆKNIR telur að hegðun manns geti varðað almannaheill gera Iög ráð fyrir að honum sé heimilt að brjóta trúnað við sjúklinginn, segir Ólafur Ólafsson landlæknir eftir að dómur féll í máli manns, er ákærður var fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Dómurinn byggði meðal annars á framburði geðlæknis, sem maðurinn hafði leitað til. Sagðist landlæknir ekki vita til þess að dómur hafi áður verið byggður með þessum hætti á framburði læknis. Ólafur sagðist ekki vera kunnugur sem beinlínis varðar almannaheill. í málsatvikum í þessu tilviki en ljóst væri að læknir yrði að véra trúr sjúkl- ingi sínum. Lög gerðu þó ráð fyrir að dómari gæti kallað til lækni ef hann hefði grun um að vitnisburður læknisins gæti haft áhrif á dóminn. Meginreglan að gæta trúnaðar „Eins og okkur er kennt er það í þeim tilfellum sem hugsanlega gæti annars hlotist af skaði sem varðar almannaheill," sagði landlæknir. „Það er ef læknir fengi vitneskju um meiri háttar skemmdarverk eða glæp VEÐUR öðru lagi getur dómari óskað eftir upplýsingum læknis ef hann telur -að það hafí úrslitaþýðingu fyrir dóm- inn. Þá getur læknir krafist þess að veita upplýsingarnar í einrúmi og síðan er það dómarans að ákveða hvort hann notfærir sér þær. Þetta eru meginreglumar en að öllu jöfnu gildir sú regla að læknir verður að halda trúnað við sjúkling sinn.“ Þá benti Ólafur á að í þeim tilvik- um sem læknir er kallaðurtil og fram fer opinber geðrannsókn ber honum að greina frá niðurstöðum sínum. Fjármálaráðherra fimmtugur • Morgunblaðið/Þorkell FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra varð fímmtug- ur í gær. Hann og kona hans, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, héldu afmælishóf á Hótel Borg síðdegis og var það mjög fjölmennt. Hér má sjá þau Friðrik og Sigríði Dúnu taka á móti foreldrum afmælisbarns- ins, Áslaugu Friðriksdóttur og Sophusi Guðmundssyni. IDAGkl. 12.00 Heimiid: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspó kl. 16.15 f gœr) 1/EÐURHORFUR I DAG, 19. OKTOBER YFIRLIT: Skammt norður af Melrakkasléttu er 1.005 mb smálægð og grunntlægðardrag frá henni suðvestur um Grænlandssund. 1.010 mb lægð milli (slands og Færeyja hreyfist norðaustur og lægðadrag á sunn- anverðu Grænlandshafi fer austur. SPÁ: Norðan- eða norðvestankaldi. Víða éi og vægt frost um norðan- vert landiö en bjart veður að mestu sunnanlands og vestan, frostlaust að deginum en víðast næturfrost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hægviðri, bjartviðri og frost víða um land framanaf degi. Þykknar upp með suðlægri átt um vestanvert landið slð- degis, llkleaa snjókoma eða slydda með kvöldinu og hlýnar nokkuö. HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÓSTUDAG: Suðlæg eða suðvestlæg ótt og hlýtt, einkum á föstudag. Vætusamt sunnanlands og vestan en þurrt að mestuá Norðaustur- og Austurlandi. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 880600. Heiðskírt / r r . / r , r f f Rigning & Léttskýjað * / * * / / * / Slydda & Hálfskýjað * * * * * * * ♦ Snjókoma & Skýjað Alskýjað V 'v' V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v súld = Þoka itig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígeer) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Dálftið hefur snjóað á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, og er því nokkur hálka ávegum og þá einkum á fjallvegum á þessum svæðum. Hálendisvegir og slóðir hafa verið nokkuð greiðfærir en búast má við að hálka og snjór sé kominn þaraö einhverju leyti núna, en þær leiðir eru ekki skoðaðar og engar upplýsingar hafa fengist um þær. Vfða er unnið við vegi og eru vegfarendur beðnir um að fara eftir merkingum ó þeim vinnusvæðum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hltl 5 6 veður skýjað skýjað BJörgvin 8 skúr Helsinki 4 iéttskýjað Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Narasarssuaq 0 skýjað Nuuk 1 snjðk.ás.klst. Ósló 8 skýjað Stokkhólmur 7 hálfskýjað Þórshöfn 10 rigning Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 8 heiðskfrt Barcelona 20 hálfakýjað Berlín 8 léttskýjað Chicago S þokumóða Feneyjar 16 þrumuveður Frankfurt 8 skýjað Glasgow S mistur Hamborg 8 heiðskfrt London 12 léttskýjað LosAngeles 14 hálfskýjað Lúxemborg 6 skýjað Madrtd 14 alskýjað Malaga 22 lóttskýjað Mallorca 21 skýjað Montreal 10 alskýjað NewYork 16 skýjað Orlando 19 þokumóða Parls 8 skýjað Madelra 20 skýjað Róm vantar Vín 7 alskýjað Washington 14 léttskýjað Winnlpeg 0 léttskýjað Mikið tap á Listahátíðinni 1992 Fastákveðnir styrkir framvegis í fjárlögum FYRIRHUGAÐ er að framvegis verði veittir fastákveðnir styrkir í fjárlögum til Listahátíðar í stað þess að samið verði um að ríkið taki þátt í að greiða halla á henni. I fjáraukalögum sem lögð hafa verið fram á Alþingi kemur fram, að endanlegt uppgjör á Listahátíð í Reykjavík 1992 sýni að halli á hátíðinni sé 3,6 milljónum króna meiri en áður var gert ráð fyrir. Á fjáraukalögum fyrir árið 1992 var veitt 6 milljóna króna aukafjárveit- ing vegna halla á hátíðinni en sam- kvæmt samningi ríkisins við Reylq'avíkurborg greiðist rekstrar- halli af listahátíðinni að hálfu af hvorum aðila fyrir sig og sama gild- ir um Kvikmyndahátíð sem fram fer í ár. Að auki falla niður öll opin- berg gjöld sem lögð eru á listahátíð- arnar. Fram kemur að ekki sé talið ráð- legt að gera annan slíkan samning vegna Listahátíðar í Reykjavík 1994 fremur en vegna annarra sambærilegra viðburða, til dæmis Listahátíðar í Hafnarfirði eða M- hátíða. Fyrirhugað sé að framvegis verði veittir fastákveðnir styrkir í fjárlögum til slíkra listviðburða. Erlent lýsisskip kyrrsett í Neskaupstað Olli töluverðu tjóni í V opnafjarðarhöfn UM 2 þúsund tonna lýsisskip, Northern Navigator, sem skráð er í Panama, var kyrrsett í Neskaupstað síðastliðinn laugardag að beiðni lögmanns Vopnafjarðarhrepps. Skipinu var siglt á bryggju á Vopna- firði í síðustu viku og er tjónið á bryggjunni metið á um sex milljónir kr. en engin greiðsluábyrgð hefur borist frá tryggingafélagi skipsins. Kyrrsetningin er til tryggingar tjóninu. Bjarni Stefánsson sýslumaður í Norðfírði segir að þetta mál sé mjög óvenjulegt. ekki eðlilegft að málin gangi svona fyrir sig,“ segir Bjarni. Flestir í áhöfn skipsins eru Kóreu- búar. Bjarni sagði að svo gæti farið að ef engin trygging bærist til greiðslu tjónsins að skipið yrði boðið upp. Það er um 2 þúsund tonn og hefur margoft lestað lýsi á Aust- fjarðahöfnum. Sjópróf voru haldin í Norðfirði sl. föstudag. Skipið átti að leggja úr höfn í Norðfirði sl. laugardag til Rotterdam hlaðið lýsi af Austfjarða- höfnum. Skipið liggur nú fyrir akk- erum í Norðfjarðarhöfn. „Vaninn er sá þegar svona kemur upp á að tryggingafélagið leggi fram trygg- ingu og skipið haldi áfram. Það hef- ur engin trygging komið og það er Alþjóðlegt þolfimimót í Suður-Kóreu Magnús vann brons ÞOLFIMIKENNARINN og smiðurinn Magnús Scheving keppti á sterku alþjóðlegu þolfimimóti í Seoul í Suður-Kóreu um helgina og vann bronsverðlaun. Tíu bestu keppendum sem kepptu á heimsmeistaramót- inu í Japan fyrr á árinu var boðið til þátttöku á mótið í Kóreu. Hann náði sama árangri á heims- meistaramótinu og það var heims- meistarinn Kenjimura frá Japan sem vann sigur, en keppandi frá Brasilíu varð í öðru sæti. Magnús hefur gert samning við orkudrykkjaframleið- andann Aquarius til að geta helgað sig þolfiminni fram yfir heimsmeist- aramótið sem verður í mars á næsta ári. Magnús undirbýr sig nú af kappi fyrir íslandsmótið í þolfimi sem verð- ur á Hótel Islandi 5. desember og vonast til að komast aftur á heims- meistaramótið á næsta ári. Þátttak- an í mótinu í Kóeru var liður í undir- búningi fyrir þessi mót. Eftir fyrri dag keppninnar var Magnús í fyrsta sæti en eftir mikla keppni annan daginn varð hann að láta sér lynda þriðja sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.