Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAPIÐ VIÐSKlPTI/flTVlNNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993
sími 622262
ALLTTILAD
ÞRÍFA BÍLINN
^ - ----V
Græðandi lína
Heilsufæði húðarinnar
□ Græðandi Banana Boat ALOE VERA gel, 99,7%
hreint. Hreinasta og ódýrasta Aloe Vera gelið á
markaðnum. 6 túpu- og brúsastærðir trá kr.
295,-.
□ Græðandi Banana Boat E-gel. Fæst einnig hjá
Samtðkum psoriasis- og exemsjúklinga.
□ Græðandi Banana Boat BODY LOTION með
100% Aloe Vera, A, B, D og E-vítamíni.
□ Húðstinnandi Banana Boat collagen &
elastin-gel.
□ Mýkjandi og hrukkuhindrandi Banana Boat A-gel.
□ Næringarkremið Banana Boat Brún-Án-Sólar. 3
gerðir: Fyrir andlit, fyrir viðkvæma og fyrir
venjulega húð.
□ Nærandi Banana Boat djúpsólbrúnkugel fyrir
Ijósaböð.
□ Banana Boat sólbrúnkufestir fyrir Ijósaböð.
□ Húðnærandi og frískandi Banana Boat sturtu- og
baðgelán sápu.
□ Naturlca hrukkubanlnn GLA+, 24. tima krem.
□ Naturlca kvefbaninn Akta Propolis.
□ Naturica Sólbrún-lnnan-Frá Beta Karotin-hylki.
□ C-vftamín torðatötlur frá Naturlca og GNC.
□ Alnáttúrulegi svitalyktareyðirinn Le Crystal
Naturel kristalsteinninn.
□ Mega Acidophilus 12 sinnum sterkari en
venjulegur.
□ Yfir 20 tegundir af sjampóiog hárnæringu. M.a.
Banana Boat flækjubaninn, upplýsandi Banana
Boat hárnæring, sem lýsir háríð á náttúrulegan
hátt, djúphreinsandi Naturade Aloe Vera sjampó,
uppbyggjandi Naturada Aloe Vera sjampó fyrir
þurra og slitna hárenda og skaðað hár af völdum
hárliðunarefna eða hárlitunar.
Biddu um Banana Boat, heilsufæði
húðarinnar, i apótekinu eða
snyrtivöruversluninni. Fæst líka í
ÖLLUM heilsubúðum utan
Reykjavíkur, líkamsræktar- og
sólbaðsstofum og hjá Samtökum
psoriasis- og exemsjúklinga (Banana
Boat E-gelið).
Heilsuval,
Barónsstíg 20,1*11275 og 626275.
Útflutningur
Vatn frá Akureyri í 1900
verslunum á Boston svæðinu
Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
TVÖ vatnssölufyrirtæki í eigu íslenzkra aðila hafa náð öruggri
fótfestu á smásölumörkuðum í Bandaríkjunum, Aqua og
Thorsspring. Aðaleigandi Aqua er Kaupfélag Eyfirðinga, en
aðaleigandi Thorsspring er Vífilfell (Coca Cola á Islandi). Aqua
hefur aðalstöðvar sínar í Boston en Thorsspring í Chicago.
Þorkell Pálsson, framkvæmda-
stóri Aqua í Boston, tjáði frétta-
manni Morgunblaðsins að Aqua-
vatn væri nú fáanlegt í 1.900
verzlunum í Boston og nágrenni.
Átta fyrirtæki sjá um dreifingu
þess og það er nú fáanlegt í
Massachusetts, Main, New
Hampshire og Rhode Island. Sagði
Þorkell að áherzla hefði verið lögð
á að yanda dreifingarkerfið á tak-
mörkuðu svæði frekar en að leggja
Svíþjóð
stórt svæði undir í einu. Á fyrsta
fjórðungi næsta árs er ráðgert að
hefja jafn vandaða dreifingu í
Washington D.C. en sleppa New
York-svæðinu a.m.k. í bili, vegna
mikillar samkeppni og ringulreiðar
sem ríkir á þeim markaði.
Aqua-vatnið er selt í fjórum
stærðum neytendaumbúða; 12
únsur (sama magn og er í venju-
legri gosdrykkjardós) 0,5 lítra,
eins lítra og 1,5 lítra umbúðum.
Verðið er mjög svipað og á Evian-
vatni frá Kanada, sem dreift er
um öll Bandaríkin og hefur náð
mjög góðum markaðshlut. 1,5 lítra
umbúðir kosta 1,99 dollar (um 140
kr.) út úr búð og sagði Þorkell að
það væri sexfalt verð almenns
benzínsverðs á sama svæði.
Aqua-vatnið er allt átappað í
umbúðir á Akureyri og kvað Þor-
kell það hagkvæmt fyrir heima-
menn. Það kæmi mjög svipað út
í verði vatnsins, því flutningsgjald
er hið sama hvort sem vatnið er
átappað í neytendaumbúðir eður
stærri umbúðir. Aðalatriðið er að
þetta vatn hefur náð öruggri fót-
festu á þeim mörkuðum sem stefnt
var að.
Thorsspring-vatnið íslenzka á
Chicago-svæðinu hefur einnig
áunnið sér vinsældir og sala þess
fer alltaf vaxandi.
Misjafnar skoðanir Svía
á „innrás útlendinganna “
Samruni Volvo og Renault og miklar fjárfestingar útlendinga í sænskum fyrirtækjum
hafa kynt undir heitum umræðum
í SVÍÞJÓÐ fer nú fram mikil umræða um vaxandi ítök útlend-
inga í sænskum atvinnufyrirtækjum og það er einkum samein-
ing Volvo og Renault-verksmiðjanna frönsku, sem hefur orðið
til að kynda undir henni. í augum Svía hefur Volvo verið nokk-
urs konar tákn fyrir mátt og megin sænsks iðnaðar og margir
óttast, að örlög þess muni einnig verða örlög margra annarra
sænskra fyrirtækja.
SAS-flugfélagið, sem hefur tap-
að miklu fé á síðustu árum eins
og Volvo, er annað dæmi um þetta
en það leggur nú mikla áherslu á
Alcazar-áætlunina en hún snýst
um náið samstarf og jafnvel sam-
runa fjögurra evrópskra flugfé-
Iaga. SAS er að vísu aðeins í
sænskri eigu að þriðjungi en höf-
uðstöðvarnar hafa verið í Stokk-
hólmi og fyrir aðeins hálfum mán-
uði var aðalframkvæmdastjóri
þess Svíi, Jan Carlzon. Hann er
nú hættur og verði Alcazar að
veruleika, verður Stokkhólmur
aðeins útibú frá aðalstöðvunum,
sem verða annars staðar.
Sprenging í fjárfestingum
útlendinga
Þótt minna hafi farið fyrir henni
er mikil aukning erlendrar fjár-
festingar í sænskum fyrirtækjum
ekki síður eftirtektarverð. Hefur
hún komið í kjölfar frjálslegra
reglna um kaup útlendinga á
sænskum hlutabréfum og veru-
legrar gengisfellingar sænsku
krónunnar. Á fyrstu átta mánuð-
um þessa árs stóðu útlendingar
undir 28% veltunnar í kauphöllinni
í Stokkhólmi og fjárfestingarhlut-
ur þeirra á markaðnum var 24%.
1991 var hann aðeins 10%.
Afleiðingin er sú, að útlendingar
eiga nú 44% hlutafjár í fjarskipta-
fyrirtækinu Ericsson í stað 27%
um síðustu áramót. í lyfjarisanum
Astra er hlutur útlendinga 38%; í
kúluleguframleiðandanum SKF
34%; í heimilistækjafyrirtækinu
Electrolux 26% og eignaraðild út-
lendinga að Skandinaviska En-
skilda Banken fór úr 3% í 15% á
árinu.
Tilfinningaþrungin viðbrögð
Þessi þróun hefur vakið upp til-
finningaþrungin og mjög hörð við-
brögð hjá mörgum Svíanum. Sem
dæmi um það má nefna Leif Ostl-
ing, forseta Scania-vörubílaverk-
smiðjanna. Honum finnst Volvo-
Renault-samningurinn harmleikur
og kallar Volvo-forstjórann Pehr
Gyllenhammar „mesta skemmdar-
varg í sænskum iðnaði“. Undir
þetta hafa margir tekið en samt
hafa stjórnvöld, verkalýðsfélögin,
ýmis samtök viðskiptalífsins og
hluthafa komist að annarri niður-
stöðu.
R’íkisstjórn borgaraflokkanna,
stjórnarandstaða jafnaðarmanna
og verkalýðssamtökin eru einhuga
í stuðningi sínum við samruna
Volvo og Renault og þeir hjá Volvo
vita ósköp vel, að Saab-bílaverk-
smiðjurnar, systurfyrirtæki Scan-
ia, lifa því aðeins, að bandaríska
stórfyrirtækið General Motors
keypti 50% hlut í þeim. Aðalfram-
kvæmdastjórí þeirra er nú breskur.
Aktiespararna, samtök lítilla
hluthafa í Svíþjóð, hafa sett sig
upp á móti Volvo-Renault-samn-
ingnum en aðeins vegna þess, að
þau efast um, að hlutur Volvo í
honum sé rétt metinn. Þá hafa þau
einnig áhyggjur af einkavæðingu
ÍSLENSKUFORRIT FYRIR MACINTOSH-TÖLVUR
Nú er vœntanlegt ú markað forritið Ritvöllur, sem er sérstaklega hannað til að auðvelda ritun tslensks máls.
Forritið getur leiðrétt stafsetningarvillur, hirt beygingu orða, sýnt samheiti og flokkað orð, auk margs fleira.
Ritvöllur er ud öllu leyti Ýmsir möguleikcir eru
hannadur hér á landi. fyrir hendi þegar kemur
Pess vegna eru allir aö pví aö yftrfara
valxluggar á íslemku texta, svo sem flokkun
auk þess sem viindud og athugun á tíöni oröa
íslensk handbók fylgir. og oröflokka.
Hiegt er aö láta Ritvöll hirta ítarley íslensk
heygmyar oröa, hér t.d. nafii- samheitaoröabók er
orös í eintölu og fleirtölu, meö innbyggö i Ritvöll, meö
eöa án greinls. Komi sama orö- leyfi frá Minninyarsjóöi
mynd fyrir i öörum oröflokki er Pórbergs Póröarsonar og
beyýng pess einnig sýnd. Margrétar fónsdóttur.
Beyyinyar sagnoröa eru Haigt er aö láta Ritvöll
t.d. bxöi sýndar í fram- yfirfara skjöl óg sé orö
sögulmtti og viötenginyar- ekki er rétt stafsett,
hcetti, í nútíö og pátíö, kemur forritiö meö
auk pess sem sjá má baiöi tillögur aö oröurn
yennynd o$ miömynd. sem koma til greina.
Ritvöllur mun aðeins kosta
kr.
T.d. verður hœgt að greiða helminginn við kattp ájorritinu
og restina með greiðslukorti sem greiðist u.p.b. maimði síðar.
FvrirdHa^
Apple-umboðið
Skipholti 21, Rvk. Sími 91 -624800
Renault, sem nú er að mestum
hluta í eigu franska ríkisins.
Stuðningur við
alþj óðavæðingu
„Við erum hlynntir alþjóðavæð-
ingu, opnum þjóðfélögum án
landamæra þar sem unnt er að
flytja fjármagnið til að vild,“ segir
Lars-Erik Forsgardh, formaður
Aktiespararna, og Bjöm Karlin,
formaður samtaka, sem beita sér
fyrir aukinni hlutafjáreign al-
mennings, bendir á, að þar til
nýlega hafi hlutafjáreign útlend-
inga verið lítil í Svíþjóð þrátt fyrir
þann fjölda alþjóðafyrirtækja, sem
þar er að finna.
Karlin segir, að hlutafjáreign
útlendinga í Svíþjóð njóti mikils
stuðnings enda þurfi Svíar, sem
sótt hafa um aðild að Evrópu-
bandalaginu, að tengjast evrópska
efnahagskerfinu nánari böndum.
Auk þess hafa sænsk fyrirtæki
keypt mikið af erlendum fyrirtækj-
um á síðari árum, ekki síst í tijá-
vöruiðnaðinum.
Hagur fyrirtækjanna liafi
forgang
Mörg dæmi eru um samruna
sænskra fyrirtækja og erlendra,
sem hefur gagnast Svíum vel, til
dæmis sameining Asea og Brown
Boveri í Sviss og Avesta og Brit-
ish Steel, sem nú heitir Avesta
Sheffield. Hvað Volvo varðar er
samt ekki undarlegt þótt margir
óttist, að samruninn við Renault
muni verða til að fækka störfunum
í Svíþjóð.
Per-Olav Edin, aðalhagfræðing-
ur LO, sænska alþýðusambands-
ins, segir hins vegar, að það viður-
kenni, að fyrirtækin verði fyrst
og síðast að líta til sinna eigin
hagsmuna en ekki landsins.
„Vissulega þykir okkur leitt
hvernig komið er fyrir Volvo en
fái skynsemin að ráða hljótum við
að fallast á samrunann. Við Svíar
höfum verið allt of háðir Volvo og
Saab en þegar fram í sækir mun
störfum fækka í þessum greinum.
Með þessu móti geta umskiptin
gengið betur fyrir sig og það er
til hagsbóta fyrir félagsmenn í
sambandinu.“