Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 18 Atriði úr myndinni Píanóinu. Píanó í farangrinum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Píanóið („The Piano“). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri og handritshöfundur: Jane Campion. Aðalhlutverk: Sam Neill, Holly Hunter, Harvey Keitel. Nýja Sjáland. 1993. Það eru atriði á söndum niður við sjávarsíðuna í upphafi nýsjá- lensku Cannesverðlaunamyndar- innar Píanósins eftir Jane Campi- on, sem minna hressilega á ís- lenskt umhverfi eins og það hef- ur verið notað í íslenskum bíó- myndum eins og Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannes- dóttur. Kuldinn og dumbungur- inn í loftinu, svartur sandurinn og ólgandi hafið virkar mjög kunnuglega á íslenskan áhorf- anda. Nýsjálensk kvikmyndagerð er líka eins og íslensk, lítil um sig og óþekkt stærð á alþjóðlegan mælikvarða en er að bijótast út úr einangruninni m.a. með mynd- um eins og Píanóinu, sem hefur farið hvarvetna um heiminn og hlotið viðurkenningar og vakið athygli á nýsjálenskri kvik- myndagerð. Myndin er enda sterk og dramatísk ástarsaga um óvenju- legan þríhyrning í óbyggðum Nýja Sjálands seint á síðustu öld. Ung og mállaus skosk móðir tíu ára stúlku er gefin bóndadurgi er býr á afskekktum stað á Nýja Sjálandi. Hún heldur þangað með píanó sem hún á en þegar hún nær landi og hittir bónda sinn selur hann gripinn nágranna- bónda. Sá verður ástfanginn af konunni og býðst til að láta hana hafa píanóið aftur ef hún fer að vilja hans. Takast brátt með þeim ástir mikar en durgur gerist óró- legur og síðar afbrýðisamur og lætur til skarar skríða. Myndin er ákaflega vel leikin af Holly Hunter, Sam Neill, sem leikur bóndann, og Harvey Keit- el, sem er í hlutverk ástmanns- ins. Campion virðist hafa sér- stakt lag á að fást við leikara og nær úr þeim því besta sem þeir eiga. En hún er engu síður útsjónarsöm og leikin í að mynda kaldranalegri ástarsögunni um- hverfi við hæfi. Hið hrjóstruga, afskekkta og illfæra skóglendi og sólarlausa, dökka birta er umbúnaður sem hæfir vel sálar- stríðinu í þessari þjóðsagna- kenndu sögu um heitar mannleg- ar tilfinningar þar sem þær ann- ars virðast útlægar. Á þessum stað verður píanóið ekki aðeins tjáningartæki síns mállausa eig- anda og skiptimynt í'ástarieik. heldur tákn um siðmenningu sem konan vill ekki sleppa fyrr en á sínum forsendum. Það er ekki síst hin svipsterka Hunter, er áður hefur getið sér nafn sem Hollywoodstjarna, sem heldur dramatíkinni lifandi. Hennar hljóði og niðurbældi leik- ur í hlutverki hinnar ákveðnu og ástföngnu skosku konu er það besta sem hún hefur sýnt á hvíta tjaldinu. Einnig er Neill góður sem bóndi hennar sem ekki er fær um að sýna aðrar tilfinning- ar en bælda reiði og afbrýðisemi og loks er Keitel hreinasta af- bragð sem ástmaðurinn mjúki, hlutverk sem er ólíkt honum að fást við en hann gerir það með glans. Ódúrir dii kar HARÐVKJARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SfMI 671010 Dragtir Kjólar Blússur Pils Odýr náttfatnaöur i 12, sími 44433. c(§xa Skjótvirkur stíflueyðir Eyöir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878-fax 677022 „ÞETTA ER KAFFIÐsem BERÁ BORÐ FYRIR MIG OG MÍNA GESTI" VEITINGAMAÐUR: Ný blanda - ríkara bragö. Þeir sem þekkja gott kaffi, vita hvað til þarf. Úrvals Old Java kaffibaunir, þurrkun og brennsla við kjörskilyrði. Þannig er Maxwell House kaffi. Maxwell House drekka þeir sem þekkja kaffi. MAXWELL HOUSE ...engu öóru líkt! HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.