Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 35 þá ekki síst fjölskyldu sinni. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og var rökfastur, en um leið umburðarlynd- ur og jákvæður. Guðmundur Vignir hefur notið mikils trausts og virð- ingar sakir mannkosta sinna, hæfi- leika og þekkingar og að verðleik- um. Vignir var meðalmaður á hæð, fríður sýnum og samsvaraði sér vel, hann var dökkur á hár, en hærðist með aldrinum. Hann var jafnan vel klæddur og framganga hans fáguð og virðuleg. Þau hjón voru vakin og sofin yfir þörfum og velferð bama sinna, en umgengni Vignis við börn var þögul en nærgætin athygli, ekki síst vit- ræn, fremur en bein afskipti eða ærsl, sem ekki var háttur hans. Vignir bar ekki vandamál sín á torg, en hann hafði auk missis eig- inkonu sinnar, sem var honum allt, átt við heilsubrest að stríða hin síð- ari árin. Hann gekkst undir hjarta- aðgerð fyrir fáum árum, en náði sér undravel og hratt á strik og hélt fullri starfsorku sinni. Einungis tveimur mánuðum eftir andlát Hönnu Veigu greindist hann með krabbamein, en jafnframt meðferð þess hélt hann áfram störfum sínum af áhuga og lét raunar ekki af þeim meðan stætt var og hann taldi vinnuveitanda samboðið. Hann var afskaplega þakklátur samstarfs- fólki, vinum og ættingjum fyrir hlut- deild í veikindum hans, svo og lækn- um þeim og hjúkrunarliði sem önn- uðust hann, og eru þessum aðilum öllum færðar bestu þakkir dætra og skylduliðs. Magnús Jóhannesson. Þegar starfsmenn opinberra stofnana ná ákveðnu aldursmarki er þeim gert að hætta störfum, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Um þetta gilda ákveðnar reglur, svo sem flestir vita. Guðmundur Vignir Jó- sefsson hæstaréttarlögmaður lauk löngum og farsælum starfsferli sín- um sem gjaldheimtustjóri í Reykja- vík hinn 29. febrúar 1992. Eðli máls samkvæmt setjast flest- ir í helgan stein á þessum tímamót- um. Guðmundur Vignir var hins vegar í fullu starfsfjöri og gat vel hugsað sér að halda áfram málflutn- ingsstörfum. Það var mikið lán að hann skyldi gefa kost á að ganga til liðs við okkur sem störfum við embætti ríkislögmanns. Hann kom til starfa þar strax eftir að störfum hans sem gjaldheimtustjóra lauk. Guðmundur var hæstaréttarlög- maður og hafði í störfum sínum flutt fjölmörg mál fyrir dómstólum. Hin- um nýju störfum fylgdu hins vegar verkefni á öðrum sviðum lögfræð- innar en hann hafði áður fengist við sem gjaldheimtustjóri. Það segir sig sjálft að það hlýtur að hafa ver- ið mikið átak fyrir mann, kominn á þennan aldur, að taka þannig að sér ný verkefni. Þá var einnig framund- an umbylting í réttarfari, sem allir er á þessum vettvangi stafa þurftu að tileinka sér með-tilheyrandi end- urmenntun. Þetta reyndist engin hindrun fyrir þann ásetning Guð- mundar að halda áfram störfum meðan heilsa leyfði. Við kynntumst honum ekki að- ' eins sem duglegum og hæfum mál- flutningsmanni, heidur einnig sem einstaklega þægilegum og góðum félaga með ljúft viðmót og ríka kímnigáfu. Öllum sínum störfum skilaði hann með miklum ágætum. Það lýsir styrk Guðmundar að hann reyndist afkastamikill í störf- um sínum á þessu tímabili, þrátt fyrir að mörg þung áföll hafi dunið yfir á þeim tíma. Eiginkona hans lést í agsúst á sl. ári eftir erfið viek- indi. í kjölfar þess komu upp alvar- leg veikindi hans sjálfs. Hann var staðráðinn í að beijast til þrautar við sjúkdóminn og lét ekki bugast. Slíkur baráttumaður var hann. Hann hélt ódeigur áfram störfum sínum meðan kraftar entust. Við þökkum Guðmundi nú að leið- arlokum fyrir ánægjulegt samstarf og kveðjum hann með söknuði. Dætrum Guðmundar og fjölskyldu hans allri vottum við samúð okkar. Guð blessi minningu Guðmundar Vignis Jósefssonar. Samstarfsmenn við embætti ríkislögmanns. Hellismótið byrjar um helgina Skák Margeir Pétursson FJÓRIR stórmeistarar og sjö alþjóðlegir meistarar eru skráð- ir til leiks á alþjóðaskákmót Taflfélagsins Hellis í Reykjavík. Það hefst á laugardaginn í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti. Þátttakendur verða alls 20 talsins, þar af sjö erlendir meistarar. Tefldar verða níu umferðir eftir svissn- esku kerfi. Upprennandi ís- lenskir skákmenn eiga þess kost að vinna sér inn áfanga að al- þjóðlegum titlum. Erlendu þátttakendurnir eru frá sex löndum. Sá þeirra sem lengst kemur að er alþjóðlegi meistarinn Bolat Asanov frá Kasakstan. Þetta mót er einskonar millistig á milli hefðbundnu lokuðu mótanna og þeirra opnu. Fyrirkomulagið er nokkuð tíðkað erlendis og hentar sérlega vel til að gefa sem flestum skákmönnum á uppleið tækifæri. Þátttakendur verða þessir, tald- ir eftir upp eftir stigum: Helgi Ólafsson SM 2.530 Bischoff, Þýskalandi SM 2.515 Hannes H. Stefánsson SM 2.500 Gausel, Noregi AM 2.500 McNab, Skotlandi SM 2.490 Kristensen, Danmörku AM 2.470 Þröstur Þórhallsson AM 2.440 VanMil, Hollandi AM 2.435 Pliester, Hollandi AM 2.420 Björgvin Jónsson AM 2.405 Asanov, Kasakstan AM 2.385 Helgi Áss Grétarsson 2.365 Jón Garðar Viðarsson 2.325 Halldór G. Einarsson 2.320 Róbert Harðarson 2.320 Andri Áss Grétarsson 2.310 Sigurður D. Sigfússon 2.295, Guðmundur Gíslason 2.270 Snorri G. Bergsson 2.265 Dan Hansson 2.250 Miðað við þátttakendalistann ættu að vera afar góðar horfur á íslenskum sigri á mótinu og áföng- um að titlum. FIDE einvígið byrjað aftur Eftir þriggja vikna hlé settust þeir Anatólí Karpov og Jan Tim- man aftur að tafli á sunnudag í Djakarta í Indónesíu og tefldu þrettándu skákina. Timman hafði hvítt og komst ekkert áleiðis. Honum láðist að leika a2-a3 og hindra Karpov í að létta á stöð- unni með uppskiptum. Síðan leyst- ist skákin fljótt upp í jafntefli. Karpov hefur því enn tveggja vinninga forskot, Tim- man á því enn einhvetja möguleika á að verða opinber heimsmeistari Alþjóðaskáksambandsins, en nái Karpov einum vinningi meira í forskot fer að verða útséð um úrslit. 13. einvígisskákin: Hvítt: ían Timman . Svart: Anatólí Karpov Réti byijun 1. Rf3 - Rf6, 2. g3 - d5, 3. Bg2 - c6, 4. 0-0 - Bg4, 5. b3 - Rbd7, 6. Bb2 - e6, 7. c4 - Bd6, 8. d3 - 0-0, 9. Rbd2 - De7, 10. Dc2 - e5, 11. h3 - Bxf3, 12. Rxf3 - Hfe8, 13. e3 - Ba3, 14. Bxa3 — Dxa3, 15. cxd5 - Rxd5, 16. Hfdl - a5, 17. d4 - e4, 18. Re5 - Rxe5, 19. dxe5 — Hxe5, 20. Bxe4 — Hxe4, 21. Dxe4 - Rc3, 22. Dc2 - Rxdl, 23. Hxdl - De7, 24. Hd4 - Hd8, 25. De4 - Df8, 26. h4 — g6, 27. De5 Jafntefli. Kasparov nálgast sigurinn Nú er eingöngu dagaspursmál hvenær úrslit ráðast í heimsmeist- araeinvígi Kasparovs og Shorts í London. Eftir jafntefli í 18. skák- inni á laugardaginn er staðan IIV2 —6V2 Kasparov í vil og hann þarf aðeins hálfan vinning í viðbót til að veija titilinn og vinning til að tryggja sér sigur. Hann hefur hvítt í 19. skákinni í dag. Af 18. skákinni að dæma hefur Kasparov loksins fundið sér nokk- uð trausta vöm gegn leik Fisch- ers, 6. Bc4, í Najdorf afbrigðinu: Hvítt: Nigel Short Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bc4 — e6, 7. Bb3 — b5, 8. 0-0 - Be7, 9. Df3 - Dc7, 10. Dg3 - 0-0, 11. Bh6 - Re8, 12. Hadl - Bd7m, 13. Rf3 - a5!? Endurbætir taflmennsku svarts í skákinni Kasparov—Gelfand, Linares í febrúar. Þar tefldi svart- ur mjög illa: 13. — b4?! 14. Re2 — a5, 15. Rf4! - Kh8, 16. Bg5 - Rf6, 17. Dh4 - Bb5?, 18. Rd4! - Be8, 19. Rdxe6! — fxe6, 20. Rxe6 — Da7, 21. e5 — dxe5, 22. Rxf8 — Bxf8, 23. Bxf6 - gxf6, 24. Hd8 - Rd7, 25. Dg4 gefíð. 14. a4 - b4, 15. Re2 - Rc6, 16. Rf4 - Bf6, 17. Rd3 - e5!, Fer langt með að jafna taflið. Hvítu riddararnir eru ekki í stakk búnir til að taka þátt í baráttunni um d5 reitinn. 18. Be3 - Be7, 19. Rd2 - Rf6, 20. f3 - Hfe8, 21. Khl - Be6, 22. Hfel - Hac8, 23. Df2 - d5!, 24. Bb6 - Db8, 25. Bc5 - Bxc5, 26. Rxc5 — Rd4, 27. Rxe6 — fxe6, 28. exd5 — Rxb3, 29. Rxb3 — exd5, 30. Rxa5 — Da8, 31. Rb3 - Dxa4, 32. Hal - Dc6, 33. He2 - d4, 34. Del - Dd6, 35. Ha5 - d3 Jafntefli. Svava til Euro-Disney Skáksambandi íslands bauðst nýverið að senda unga keppendur á Euro-Disney atskákmótið í sam- nefndum skemmtigarði rétt hjá París í Frakklandi. Þar munu etja kappi böm fædd 1979 og síðar. Keppt verður bæði í drengja- og telpnaflokki. Úrtökumót fyrir stúlkur fæddar 1979 og síðar fór fram um helgina í húsakynnum SÍ í Reykjavík. Það verður Svava Bjarney Sigbertsdóttir, 13 ára nemandi í Árbæjarskóla sem fer til Euro-Disney fyrir jólin. Röð þeirra efstu varð þessi: 1. Svava Bjarney Sigbertsdóttir 8‘/2 v. af 9 mögulegum. 2. Berta Ellertsdóttir, Grunda- skóla á Akranesi 7 v. 3. -4. Harpa Ingólfsdóttir, Hjalla- skóla í Kópavogi og Margrét Hanna Bragadóttir, Langholts- skóla í Reykjavík 6 v. 5. Halldóra Þorsteinsdóttir, Hofs- staðaskóla í Garðabæ 5*/2 v. 6. Anna María Þorsteinsdóttir, Húsaskólá Reykjavík 5 v. 7. Ingibjörg Birgisdóttir, Hóla- brekkuskóla, Reykjavík 4 v. Halldóra, sem lenti í 5. sæti, er aðeins níu ára. Henni einni tókst að marka á sigurvegarann. Minning Benedikt Benedikts son málarameistari Fæddur 12. október 1910 Dáinn 9. október 1993 í dag er til moldar borinn á Akur- eyri tengdafaðir minn og vinur, Benedikt Benediktsson, málara- meistari, sem lengst af bjó í Strand- götu 43 en hin allra síðustu ár í Skarðshlíð 24. Ekki er að efa að eldri borgarar á Akureyri muna Benedikt, svo mörg og giftudijúg spor sem hann skildi eftir sig þar í bæ á löngum starfsferli. Benedikt Aðalsteinn Benediktsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur 12. október 1910 í Garðsvík á Svalbarðs- strönd. Foreldrar hans voru Bene- dikt Magnússon söðlasmiður og bóndi í Garðsvík og kona hans Helga Jóhannesdóttir en þau voru bæði ættuð úr Þingeyjarsýslu. Benedikt Magnússon dó langt um aldur fram, aðeins 34 ára, fjórum mánuðum fyr- ir fæðingu Benedikts tengdaföður míns. Nokkrum árum eftir lát manns síns flutti Helga til Akureyrar með börn sín en þau voru auk Benedikts, dæturnar Sigrún, f. 1899, og Aðal- björg, f. 1904. Þær eru nú báðar látnar fyrir allnokkrum árum. Eins og nærri má geta setti föð- urleysið mark sitt á uppvaxtarár Benedikts, sem þegar á unglingsár- um fann til sterkrar ábyrgðar gagn- vart fjölskyldu sinni. Þeim fækkar nú óðum, sem í reynd muna erfiða krepputima þriðja áratugar aldar- innar, þegar duglegir menn tóku fegins hendi hverri þeirri vinnu er bauðst. Benedikt var þar sannarlega engin undantekning 0g gekk að ýmsum störfum bæði til sjós og lands. Hann nam málaraiðn á Akur- eyri upp úr 1930 og var síðan einn af stofnendum Málarasveinafélags Akureyrar og um árabil einn helsti forystumaður þess. Árið 1935 gekk hann að eiga Hugrúnu Stefánsdóttur, Jónassonar skipstjóra og útgerðarmanns á Ak- ureyri og k.h. Guðrúnar Gíslínu Frið- riksdóttur. Hugrún er fágæt mann- kostakona og hún reyndist manni sínum samhentur förunautur í löngu og ástríku hjónabandi. Þau stofnuðu heimili á Strandgötu 43 í húsi því er tengdafaðir Benedikts reisti og fáum árum síðar keyptu þau húsið þegar tengdaforeldrarnir fluttu að Knarrarbergi í Kaupangssveit. Á ýmsum tíma voru leigjendur í hluta hússins á Strandgötu 43. Með þeim öllum og húsráðendum tókst vinátta, sem hélst æ síðan. Segir það sína sögu. Á Strandgötu fæddust dæturnar fjórar, Erla, f. 1938, búsett í Reykja- vík, tvíburarnir Helga Björk, búsett í Svíþjóð, og Margrét Birna, búsett á Svalbarðsströnd, fæddar 1944, og Gíslína Þorbjörg, f. 1951, búsett á Akureyri. Benedikt var einstakur fjölskyldu- faðir, hlýr og umhyggjusamur og reyndi ávallt eftir bestu getu að hlúa vel að sínum. Hann var gætinn í fjármálum en þó aldrei naumur, vildi engum skulda, minnugur vafalaust uppvaxtaráranna, er móðir hans var verkakona á Akureyri með stopula vinnu, en hún lést þegar Benedikt var 19 ára gamall. Tengdafaðir minn var það sem sumir kalla „starfsmaður af gamla skólanum"; honum var einstaklega annt um hvert það verk, sem hann bar ábyrgð á og lét jafnan vönduð vinnubrögð fyrir öðru ganga. Hann var mikill reglumaður í starfi og öllum lífsháttum, siðprúður og hátt- vís. Með öðrum var hann hrókur alls fagnaðar, þegar svo bar undir, enda bæði fjölfróður og gamansam- ur. Ávallt var það barnabörnunum mikið tilhlökkunarefni að fara til afa og ömmu á Akureyri og fljótlega var lítil hönd komin í þykkan og hlýjan lófa afa og hann leiddur út í garð eða í fjöruna þar sem svo margt var að sjá og afa var svo lagið að útskýra. Benedikt naut góðrar heilsu þar til fyrir nokkrum árum, að erfiður sjúkdómur lagðist á hann með vax- andi þunga og hefur nú dregið hann til dauða. Veikindi sín bar hann með æðrulausu jafnaðargeði, og naut hann þá umhyggju og alúðar konu sinnar og dætra. Síðustu mánuðina dvaldi hann á Dvalarheimilinu Hlíð þar sem umönnun var öll til fyrir- myndar. Kæra Hugrún, á þessari skilnað- arstundu senda þér ættingjar og venslafólk hjartanlega kveðju. Hálfdan Helgason. FLUGLEIDIR IIÓTEL L8FTLE1M1 Islenskur efnivlður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il | S. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.