Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 Frumvarp til fjáraukalaga lagt fram á Alþingi Halli ríkissjóðs 13.5 milljarðar HALLI á rekstri ríkissjóðs á þessu ári verður 13,5 milljarðar króna samkvæmt fjáraukalögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Sam- kvæmt þeim minnka tekjur ríkissjóðs um 3.166 milljónir en útgjöld aukast um 4.102 milljónir. Samtals verða því gjöld umfram tekjur tæpum 7,3 milljörðum hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þau voru afgreidd með rúmlega 6,2 milljarða halla um síðustu áramót. Sam- kvæmt ríkisreikningi fyrir áríð 1992 var ríkissjóður rekinn með 10.6 milljarða halla það ár. í greinargerð með fjárauka- lögunum kemur fram að skuldbind- ingar stjómvalda í tengslum við • • Vítissódi í opinm skemmu í Hafnarfirði Drengir fengu sóda yfir sig MILLI 100 og 150 kg af vítissóda voru geymd í sekkjum í opinni skemmu á athafnasvæði Lýsis og mjöls í Hafnarfirði þegar þrír 10 og 11 ára drengir í Hafnarfirði fóru inn í skemmuna að leika sér á sunnudag. Drengirnir fengu sóda yfir sig og fundu fyrir sviða í húð en varð ekki meint af. Að sögn Guðmundar H. Einarssonar, forstöðumanns Heilbrigðiseftir- lits Hafnarfjarðar, hefur fyrir- tækið hætt starfsemi en eigendur þess Iofuðu að fjarlægja sódann úr húsinu í gær. í samtali við Morgunblaðið sagði Daði Ragnarsson, faðir eins drengj- anna, að strákarnir hefðu sótt í að leika sér í kringum saltgeymslu á svæði Lýsis og mjöls en á sunnudag hefðu þeir tekið eftir því að hús á svæðinu var opið og því hefðu þeir farið þar inn. Þar hefðu verið 5-6 pokar af vítissóda og hefði sódi far- ið á hendur strákanna þegar þeir voru að skoða sekkina. Þá hefði svið- ið undan og sögðust þeir vera veikir þegar þeir komu heim. í samráði við lækni á slysadeild voru þeir settir í sturtu og sódinn skolaður af þeim og sagði Daði að þeim hefði ekki orðið meint af að öðru leyti en því að húð hefði roðnað undan sódanum. kjarasamninga síðastliðið vor hafi valdið rúmlega tveggja milljarða króna útgjaldaauka. Einkum er um að ræða framlög til viðhaldsverk- efna og auknar niðurgreiðslur á matvælum. Samdráttur Þá hafa ýmsar breytingar á skattalögum, meðal annars í tengsl- um við kjarasamningana, skert tekjur ríkissjóðs samanlagt um einn milljarð króna. Einnig munu áform um sölu ríkiseigna ekki ganga eftir á árinu en gert var ráð fyrir 1,5 milljarða tekjum af því. Loks hefur viðvarandi samdráttur í þjóðarút- gjöldum skert tekjur ríkissjóðs og aukið útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því verða tekjur af launa- og veltusköttum minni en áætlað var og á gjaldahlið munu framlög til greiðslu atvinnu- leysisbóta verða um 1,2 milljörðum króna hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. í greinargerðinni kemur einnig fram að aukinn hallarekstur ríkisins endurspeglist í aukinni lánsfjárþörf. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun verður lánsfjárþörfin 14 milljarðar króna á þessu ári í stað níu millj- arða sem fjárlög áætluðu. 500 í bænum AÐ SÖGN lögreglu tóku um 500 manns þátt í göngunni í gær. Sumir voru ekki háir í loftinu eins og þessi ungi þátttakandi sem fengið hefur að hvíla lúin bein. Morgunblaðið/Þorkell Askorunin afhent LILJA Stefánsdóttir, varaformaður Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, afhenti Guðmundi Árna Stefánssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, áskorunina við Alþing- ishúsið. Foreldrar barna á leikskólum og dagheimilum spítala 615 skrifa undir áskorun SEX hundruð og fimmtán manns, foreldrar barna á leikskólum og skóladagheimilum Ríkisspítala, Landakots- og Borgarspítala, skrifuðu undir áskorun til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þess efnis að hann dragi strax til baka tilmæli sín um uppsögn starfsfólks leikskólanna og tryggi áframhaldandi rekstur í núver- andi mynd. Ráðherra var afhent áskorunin í gær. Foreldrar, börn og aðrir að- standendur þeirra söfnuðust sam- an við ráðhúsið og gengu yfir í Mæðragarðinn um kl. 16 í gær. Héldu þar þijár mæður framsögu- erindi en að því loknu var áskorun með undirskriftum 615 foreldra afhent Guðmundi Áma Stefáns- syni heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Engin lausn fundin í henni er m.a. vitnað í bréf ráðherra frá 30. september þar sem segir að „sem minnst röskun verði á högum starfsfólks leikskól- anna og þeirra barna sem þar njóta nú vistar". Tekið er fram í áskor- uninni að engin lausn hafí komið fram varðandi vistun bamanna. „Við teljum það ábyrgðarleysi af yðar hálfu að ætla að leysa þetta viðkvæma mál á einungis þremur mánuðum. Fóstrur og annað starfsfólk hafa í einhveijum mæli tryggt sér önnur störf og vistun nýrra barna hefur stöðvast. Nú þegar hafa áform yðar um sparnað á þessu sviði valdið fjölskyldum áhyggjum og óvissu um framtíð- ina,“ segir m.a. í áskoruninni. EB setur 7% toll á Járnblendiverksmiðjuna vegna undirboða Refsitollur þýðir að hagin" verksmiðjmmar vænkast ♦ ♦ ♦ Arás í miðbænum 19 ÁRA piltur var fluttur kjálka- brotinn á sjúkrahús eftir líkams- árás í miðbæ Reykjavíkur aðfara- nótt laugardagsins. Að sögn Rannsóknarlögreglu rík- isins varð pilturinn undir í átökum við 18 ára pilt sem sparkaði í hann eftir að hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði meðal annars. Árásarmaðurinn var handtekinn og yfirheyrður en síðan látinn laus. EVRÓPUBANDALAGIÐ ráðgerir innan skamms að leggja á 7% undirboðstoll á kísiljárn Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga eftir að bandalaginu þótti sannað að Járnblendiverksmiðjan værí sek um undirboð á mörkuðum EB. Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri verksmiðjunnar segir að verð á þessum mörkuðum hafi þegar hækk- að og þrátt fyrír refsitollinn muni hagur verksmiðjunnar vænkast með hækkandi kísiljárnverði. Hann þvertekur fyrir að Járnblendi- verksmiðjan hafi stundað undirboð. Evrópubandalagið sakaði Jám- blendiverksmiðjuna fyrst 1983 um undirboð og komu þá fulltrúar frá bandalaginu og skoðuðu bókhald verksmiðjunnar. í framhaldi af því var gert samkomulag um lágmarks- verð sem átti að renna út 1988, en komið var í veg fyrir það með nýrri í dag Þolfimi Magnús Scheving vann brons á þolfimimóti í Suður-Kóreu 4 Keiko til íslands? Hugmyndir eru um að senda há- hyrninginn Keiko til heilsubótar við Islandsstrendur 22 Rauða skikkjan Kvikmyndin Rauða skikkjan verður endursýnd í vikunni en hún var tekin hér á landi fyrir 27 árum 46 Leiðari Frétt Morgunblaðsins og ummæli forsætisráðherra 24 Iþróttir ► Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari KR og Hörður Helga- son tekur við stjórninni hjá IA - Atli Helgason, fyrirliði Vík- ings, í VaJ rannsókn á vegum EB. Jón segir að þeir sem hafi gengið hvað harð- ast fram í því að selja kísiljám á mörkuðum EB á sem lægstu verði séu framleiðendur í Kína og í fyrr- verandi lýðveldum Sovétríkjanna. Verður okkur til góðs Fjölmargir framleiðendur vom til athugunar hjá EB að þessu sinni vegna meintra undirboða, þar á meðal framleiðendur í Noregi, Svf- þjóð, Venesúela, Brasilíu, Júgóslav- íu sem þá var, Egyptalandi, Suður- Afríku og fleiri löndum. „Niðurstað- an varð sú að þeir ætla að leggja undirboðstoll á öll þessi lönd. Þeir telja sig hafa sannað á okkur undir- boð. Við erum afar ósáttir við þá niðurstöðu," segir Jón. Niðurstaða af athugun EB varð sú að Járnblendiverksmiðjan byði kísiljárn á 0,8% lægra verði en það kostar að framleiða vömna. Að sögn Jóns gefur EB sér þá forsendu að slík framleiðsla eigi að vera með 6% af veltu í hagnað. Jón segir að eftir sinni bestu vit- und verði tollurinn á Jámblendi- verksmiðjuna um 7% en yfír 70% á framleiðendur í fyrrverandi lýðveld- um Sovétríkjanna. Um 30% tollur verður lagður á Suður-Afríku og Egyptaland. „Útkoman úr þessu öllu verður sú að, þrátt fyrir að við séum ósáttir við að vera sakaðir um undirboð, þá verður þetta okkur sennilega til góðs vegna þess að verðið kemur til með að hækka,“ segir Jón. I Bandaríkjunum, hefur slíkur tollur þegar verið lagður á fram- leiðslu frá Kína, fyrrverandi Iýð- velda Sovétríkjanna, Venesúela og Brasilíu. „Þetta hefur greinilega valdið vemlegri hækkun á verði til okkar í Bandaríkjunum," segir Jón. Jón segir að margir af fyrri við- skiptamönnum Járnblendiverk- smiðjunnar, sem sögðu skilið við hana og keyptu ódýrara kísiljám annars staðar frá, séu famir að skila sér aftur. „Það er greinilegt að þeir em nú tilbúnir að sætta sig við það verð sem krafíst er og þetta á við um Evrópulöndin og Bandarík- in. Þetta þýðir aftur að verð á kísil- jámi í Japan gæti orðið lágt vegna mikils framboðs þar. Hins vegar kemur meðalverðið til með að verða ívið hærra en verið hefur. Bandarík- in hafa tekið þriðjung, Japanir þriðj- ung og Evrópulöndin þriðjung af okkar vömm og hugsanlegt er fyrir okkur að draga úr sölunni til Jap- ans. Þegar upp er staðið getur þetta verið hið besta mál fyrir okkur," segir Jón. I athugun að sjón- varpa frá landsfundi FLEST bendir til þess að beinar sjónvarpsútsendingar verði frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll 21.-25. október nk. á rás Sýnar. Friðrik Friðriksson, bókaútgefandi og aðalhvata- maður sjónvarpsútsendinga af fundinum, segir að ef af verður yrði Landsfundarsjónvarp 1993, eins og það verður kallað, liður í þjónustu við alla þá sem ekki geta sótt landsfundinn. Gert er ráð fyrir að ræður á landsfundinum verði sendar út beint og auk þess verði um annars konar dagskrárgerð að ræða. Frumkvæði að sjónvarpsútsend- ingum frá fundinum er komið frá yngri kynslóðinni í flokknum og segir Friðrik að ætlunin sé að hafa sérstakan sjónvarpsstjóra til að stjórna útsendingunum. Inn í út- sendingar frá fundinum verður skotið öðmm framleiddum dag- skrárliðum sem tengjast þeim mál- um sem þar er fjallað um. Einnig er ráðgert að hafa lítinn upptöku- sal á staðnum þar sem viðtöl verða við landsfundargesti auk þess sem fréttir verða sagðar af fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.