Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 „Mér hvísla raddir“ „Dragið mig ekki á torgin“ Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Hallberg- Hallmundsson: Skyggnur. Brú 1993. I New York situr Hallberg Hall- mundsson, yrkir, þýðir og kynnir ís- lenskar og skandinavískar bók- menntir. Hallberg hefur verið af- kastamikill undanfarin ár, má í því sambandi nefna tvær frumsamdar ljóðabækur (þrjár með Skyggnum) og þýðingu á ljóðtim bandarísks brautryðjanda í skáldskap, Stephen Crane. í fyrsta hluta Skyggna birtist vel tregi þess manns sem hefur verið lengi fjarri ættjörðinni. Upphafsljóð- ið, Lóukvæði, er til marks um þetta: „Og þó er gleðin í rödd þinni einatt svo angurvær/ - okkur svipar til um margt -/ bíið þitt blandið trega“. Náttúruljóð, í senn frá heiði og plássi, einkenna þennan hluta bók- arinnar. Ort er af einlægni og með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó glitt- ir í heimsmanninn á stöku stað. Frá Þrastarskógi með sinn „unaðs- ilm“ er brugðið sér í Tíunda stræti í New York í öðrum hluta. Þótt um heiðan dag sé er ofbeldi þeirrar borg- ar samt við sig og skýtur skáldinu skelk í bringu. Hér eru lipurlega kveðin ljóð og þrátt fyrir allt bjart- sýnni (að treganum slepptum) en oft áður: Mér hvísla raddir úr runnum grasi og ruslatunnum að enn sé vor. Það vella upp hlátrar úr hversdagsmasi sem hvatvís andvarinn ber til mín. Og hvíthærð sólin á sorpið skín - Það suða flugur um skam og gor. Þá kemur efmn með ógnarþjósti og allt það rengir sem nema vit því íslenskt dagatal innst í bijósti er eitt í gildi. Ég sé og finn en treysti hvorugu lykt né lit svo langtum norðar er hupr minn. Þriðji hluti Skyggna er lengstur og þar eru ljóð sem í anda og að vinnubrögðum leiða hugann að fyrri bókum Hallbergs og skipa sér í flokk með bestu ljóðum hans. Kaldhæðnin Hallberg Hallmundsson er á sínum stað og vissan um fallvalt- leikann. Oft er spjótum beint að skáldinu sjálfu, háðið hvergi sparað. Þúfur heima og heiman Um þann sem heiman fór er ort: „víð lönd fann ég/ en þó jafnþröng/ og þúfnakoliana sinugráa/ í sveitinni forðum./ Og sigurströng/ var síst mín för/ né hafandi í minnum." Það má kannski segjá að Hallberg slái um of á þessa strengi, bæði fyrr og nú. Öllum hættir við endurtekningum og þær slæva þann brodd sem ljóð þurfa að hafa. Skyggnurmáflokkaundir„ástarljóð til íslands“. Þær sýna að vissu leyti bitra heimssýn, en þó öllu umburðarlyndari en áður. Eins og hjá mörgum sem dvalist hafa langd- völum erlendis er það ekki fyrst og fremst fólk og mannlíf sem Hallberg virðist sakna heldur náttúran og undur hennar, oft hin smágerðasta fegurð. Maður eins og Hallberg Hallmund- sson gleymir sér þó ekki í bláma hins liðna, sakleysi bemskunnar heldur getur sagt með nokkru stolti: „Ég held mér fast í hversdagsleikans gráma." Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jón Dan: Talmyndir. Ljóð. Bóka- útgáfan Keilir 1993. Þótt Jón Dan sé að öllum líkind- um talinn ná hæst í skáldsögum sínum og ekki síst smásögum hafa ljóð hans vakið athygli. Fremst í flokki eru ljóðin í Berfættum orð- um (1967). Nú sendir hann frá sér Talmyndir. Víða í Talmyndum, m.a. í Tal- mynd af andborgara/smáborgara eru dregnar upp skoplegar sjálfs- myndir sem hafa ádeilubrodd og má skoða sem framlajg til umræð- unnar um aldraða. I þessu ljóði stendur: Dragið mig ekki á torgin einfeldning til að vitna Heimtið ekki að ég sæki spilakvöld og dansleiki Eg er fímmtíu og eitt prósent andborgari Og síðar í ljóðinu má lesa: Lofíð mér að eyða kvöldinu án afkáraskapar gerið mig ekki að skrípamynd af unglingi í gatslitnu hylki Aldurinn, ævin, „ævitíminn sem fer“ er helsta yrkisefni Jóns Dan. Hann speglar fallvaltleikann í ljóði eftir ljóði. Eitt besta ljóðið, Fyrir- bæri á góðviðrisdegi, sem lýsir létt- klæddum og áhyggjulausum stúlk- um á heitum degi er ekki einu sinni laust við hugsunina um aldurinn. Þær „halda áfram að eldast" þrátt fyrir fegurð sína, jafnvel sólin er „með laumuspil". Jón Dan Njála er vissulega óþijótandi náma, enda leggur Jón Dan út af henni í ljóði um Kára þar sem helsti viðburður lífsins er ekki brenna eða hefnd heldur Hildi- gunnur. Vegferð mannsins Lengri ljóð Jóns Dan eru yfirleitt sprottin úr hversdagsheimi og skorinorð sem slík, styttri ljóðin og hnitmiðaðri (samanber Ljóð úti í garði og í flughröðum straumi) hafa frekar upp á táknmál að bjóða. Líkingar eru sóttar til náttúrunnar, en vegferð mannsins er jrkisefnið. I flughröðum straumi segir á myndrænu máli sögu sem annað skáld túlkaði með orðunum að tíminn vildi ei tengja sig við hann. Jón Dan orðar þetta skemmtilega: „Tími! Ég taldist/ aldrei til þinnar hirðar.“ Ljóðið er vel ort eins og fleiri ljóð bókarinnar og bendir til þess að þrátt fyrir aldur standi Jón Dan sig með prýði í þeirri list „að andæfa". Bókin er líka samstæð að því leyti að flest ljóðin eru eins og fyrr segir um aldurinn, tímafljótið eða „tímalaugina" sem skáldið kallar svo. -----»-♦ ♦---- Myndband Bjarkar er í hópi þeirra bestu MYNDBAND Bjarkar Guð- mundsdóttur, Human Behavio- ur, er í hópi bestu tónlistar- myndbanda allra tíma sam- kvæmt könnun tímaritsins Roll- ing Stones. í nýjasta hefti hins þekkta bandaríska tímarits Rolling Stone er að fínna lista yfir eitt hundrað bestu tónlistarmyndbönd allra tíma, samkvæmt vali ganrýnenda blaðsins. Human Behaviour er í 96. sæti á þessum lista, en aðeins hljóta fímm myndbönd frá yfir- standandi ári náð fyrir augum gagnrýnendanna. Björk er eini evrópski flytjandinn í hópi þessara fímm, en meðal þeirra eru banda- rísku hljómsveitimar REM og Pearl Jam. Björk gerði myndband- ið í samvinnu við franska leikstjór- ann Michel Gondry, en það hefur verið spilað mikið á bandarísku tónlistarstöðinni MTV undanfarna mánuði. Sledgehammer með Peter Gabriel frá 1986 varð fyrir valinu sem besta myndband allra tíma, en Madonna á flest myndbönd á listanum, alls sex. Sigríður Ella í Jónshúsi HÚS Jóns Sigurðssonar við 0ster Voldgade númer 12 í Kaupmanna- höfn er rammi um tónleikaviðburð laugardaginn 30. október nk. kl. 17. í fréttatilkynningu segir: „Sópransöngkonuna Sigríði Ellu Magnús- dóttur er reyndar óþarfí að kynna fyrir Islendingum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún heldur tónleika í Jónshúsi. Sigríður Ella kemur hingað frá Englandi, þar sem hún er búsett og þetta er eina tækifær- ið sem gefst til að heyra hana syngja, á meðan hún staldrar við í Kaupmannahöfn. Á tónleikunum í Jónshúsi 30. októ- ber mun Sigríður Ella syngja íslensk sönglög eftir Sigfús Einarsson, Sig- valda Kaldalóns, Emil Thoroddsen og Þórarinn Guðmundsson. Hún mun einnig flytja erlend sönglög eftir Dvorák, Schubert og Sibelius og þjóðlög m.a. í útsetningu Donizettis, Britten, Brahms og Obradors. Undir- leikari hennar er Steen Lindholm, sem er einkum þekktur sem hljóm- sveitarstjóri og kórstjómandi. Steen Lindholm lauk námi í orgelleik og hljómsveitarstjóm frá Konunglegu tónlistarakademíunni í Kaupmanna- höfn. Hann hefur m.a. heimsótt ís- lensku óperuna sem stjómandi árið 1990. Gítartónleikar Ténlist Jón Ásgeirsson Arnaldur Amarson gítarleikari kom fram á vegum Gerðubergs, nánar tiltekið í tónleikaröðinni „Einleikstónleikar Gerðubergs". í efniskránni eru tvær ágætar grein- ar um gítarinn, uppruna og hlut hans í menningarsögunni, sú fyrri eftir dr. Önnu M. Magnúsdóttur, er nefnist Rætur spænska gítars- ins, og sú seinni, sem ber yfírskrift- ina Maðurinn með bláa gítarinn en þar fyallar Reynir Axelsson um samnefnt kvæði eftir Wallace Ste- vens. Án þess að það snerti efni greinanna, er ekki úr vegi að fjalla um uppruna tónmyndandi strengs og þar með tilorðingu allra strengjahljóðfæra. Mjög snemma lærðu menn að þurrka dýragamir, sem strekktar vora t.d. á viðartein- unga. Þurrkun gamanna var þá fullkomin, er þeir gáfu frá sér tón Tónlist Ragnar Björnsson Tónleikamir sl. laugardag hófust með framflutningi á nýskrifuðu orgelverki, svo nýju að ekki hafði enn gefíst tími til að gefa því nafn, en verkið skrifaði Hjálmar H. Ragnarsson. Verkið er í einhvers konar a,b,a-formi, hefst með sterk- um hljómum, nokkrum, þá kemur milliþáttur með síendurteknar tón- hugmyndir sem stöðugt hlaða utan á sig röddum og verkið endar á einskonar mynd af upphafinu. Ekki flókið í uppbyggingu og ekki erfítt í flutningi en milliþátt- og því er talið, að öll strengjahljóð- færi, þ.á m. harpan og reyndar einnig allar gerðir af skinntromm- um, séu jafn gömul verkmennta- sögu mannsins. I Grískri goðafræði er sagt að Hermes, sendiboði guðanna, hafí svo til nýfæddur smíðað fyrstu lýr- una úr skjaldbökuskel, eins og greint er frá í Hermesarkvæði, sem er eignað Hómer og að Appolon hafi hafi hrifíst mjög af leik hans. Þrátt fyrir að ekki sé vitað um upprana orðsins kíþara, era tilgát- ur um að það þýði í raun skjald- baka og era til óteljandi útfærslur á þessu nafni, eins og t.d. zitar og gítar. Þekktar era margvíslegar gerðir strengjahljóðfæra frá öllum tímum og er gítarinn eins og hann er í dag, ekki gamall. Frumgerðir hans vora nefndar ýmsum nöfnum, eins og t.d. vihuela. Þrátt fyrir goðsögnina um Hermes, er talið að kíþara eigi sér uppruna í Litlu- Asíu og jafnvel í Afriku, þar sem urinn krefst spennu og kannski hefðí verið viturlegra að hafa reg- istrant og þurfa aldrei að stoppa hrynjandina þegar bætt var inn röddum. Að frátöldum þessum ágalla flutti dómkirkjuorganleik- arinn Marteinn Hunger verið ágæt- lega. Hvort tónsmíðin hefur í sér lífsneista, leiðir framtíðin í ljós, en organistinn talaði í kynningu um þetta „stórkostlega verk“ og þá ætti ekki að þurfa frekari vitnanna við, en venjan er sú að dæma verk- in fyrst eftir flutning á þeim og þá ekki síður af áheyrendum en flytjanda. Vonandi á þó Hjáimar eftir að skrifa enn stórkostlegri verk fyrir orgel. Dómkirkjukórinn skjaldbökuskel er enn notuð sem hljómbotn fyrir strengjahljóðfæri. Arnaldur Amarson lék verk eftir Guiliani og Sor, sem era klassískir höfundar, og síðan komu ekta gít- arverk eftir Mompou, Poncé, Cre- spo, Rodrigo og Torroba en aðeins eitt nútímaverk, Skizze fúr Gitarre, eftir David Padrós, samið 1989. er vel þjálfaður í kór, hljómurinn að vísu svolítið mattur og ástæðan aðallega karlaraddimar sem hljóma svolítið óskólaðar, en hljóm- ur kórsins mundi breytast ef næðist að staðsetja raddirnar réttar. Lag Páls ísólfssonar, Ég kveiki á kert- um mínum, var skýrt í flutningi, en of hratt sungið til þess að inni- leiki og auðmýkt efnisins skilaði sér. Lag Hjálmars Ragnarssonar, Jesús Maríuson, við texta Jóhann- esar úr Kötlum, er stemmningsríkt lag og aðgengilegt, og skilaði sér vel. E.t.v. hefði verið heppilegra að hafa lag Jakobs Hallgrímssonar á öðrum stað í efnisskrá, því nokk- uð minnti það á undangengið lag Hjálmars en mikil perla er Ijóð Þorsteins Valdimarssonar, Ó undur lífs. Á gömlu leiði, eftir þá Jónas Hallgrímsson og Atla Heimi, fínnst mér ekki að lag Atla verði mjög eftirminnilegt, en að syngja á orð- unum þitt og sitt er nokkuð sem kórar þurfa sérstaklega að hafa í huga, í þetta sinn gleypti kórinn Skissurnar eru áheyrilegar og vora mjög vel leiknar og ómstreytur verksins útfærðar á fínlegan máta. Verkin eftir Guliani og Sor voru mjög vel leikin og sömuleiðis Kom- póstelasvítan eftir Mompou. Fyrir utan tæknina hefur Amaldur náð mjög góðum tökum á „vibrato", sem vegna byggingar hljóðfærisins er erfítt í framkvæmd. Amaldur nær fram óvenju miklu „vibrato", er silfrar tóninn og var þessi fal- lega tónmyndum sérlega glæsileg í þremur mexíkóskum þjóðlögum, eftir Ponce og smálagi eftir Jorge Gómez Crespo. Tvö síðustu verkin á efnisskrá Árnaldar era eftir Rodr- igo og Torroba, falleg gítartónlist sem Arnaldur lék mjög vel. Amaldur er mjög góður gítar- leikari en á þó til þann mannlega þátt, að fipast smálega hér og þar og missa af einum og einum tónl en umfram allt er þó leikur hans „syngjandi fagur“, með silfruðum tóni og fallegri hendingarmótun. Amaldur er að taka sér stöðu, þar sem allir íslenskir gítarleikarar vilja standa og hvort rúm verður þar fyrir marga mun tíminn velja um, úr stóram hópi góðra gítarleikara. þessi orð. í laginu Áminning eftir Þorkel Sigurbjömsson við texta úr Pétursbréfi era hefðbundin vinnu- brögð Þorkels mjög áberandi. Áminning er töluvert erfíð í flutn- ingi, sem kórinn skilaði þó vel og af ágætu öryggi og var, ásamt meistaraverki Heinrich Schútz, best fluttu kórverk tónleikanna. Síðast á efnisskránni var Faðir vor, við heldur máttlausa músík eftir Jakob Handl f. 1550. Á tón- leikunum kom fram kvartett sem lék á barokkhljóðfæri konsert eftir Vivaldi. Flytjendur vora Ragnheið- ur Haraldsdóttir, sem lék á alt- blokksflautu, Peter Tompkins á barokkóbó, Elín Guðmundsdóttir á sembal og Judith Þorbergsson á barokkfagott. Þetta er mjög vand- meðfarin hljóðfæraskipan og nokk- uð vantaði enn á gott jafnvægi milli hljóðfæranna og ró og stöðug- leika, einkum í báða allegro-þætt- ina, en Dómkirkjan er heldur ekki auðveldasta hús í borginni fyrir slíkan flutning. Tónlistardagar í Dómkirkjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.