Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 Rauða skíkkjan sýnd að nýju í Háskólabíói Var tekin upp á Islandi rigning*- arsumarið 1966 RAUÐA skikkjan, ein fyrsta stormyndm sem gerð var hér á landi með þátttöku Islendinga, verður sýnd á almennum sýningum í Há- skólabíói í þessari viku. Kvikmyndin var tekin hér á landi, í Dan- mörku og Svíþjóð sumarið 1966 og hlaut töluverða athygli. Danski leiksljórinn Gabriel Axel leikstýrði myndinni. Kvikmynd hans „Gesta- boð Babettu" fékk óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin fyrir fáeinum árum. Gísli Alfreðsson, einn þeirra ís- lensku leikara sem lék í myndinni, sagði að hún væri eins konar Rómeó og Júlíu ástarsaga. Söguþráðurinn væri byggður á dönsku fornsögunni Signý og Hagbarður og snerist um hvemig ástir tækjust á milli ungs fólks úr stríðandi ættum. Hann sagði að eitt af því sem einkenndi myndina væri veðurfarið á Islandi sumarið 1966. „Veðrið var með ein- dæmum vont og segja má að það hafí verið slagveður allt sumarið. Ég man t.d. eftir því að 25. júlí var nærri meters djúpur snjór á Vaðla- heiði en tökur fóru aðallega fram í Öxarfirði. ^ Annars setti veðrið skemmtilegan svip á margar senur í myndinni," sagði Gísli sem var 33 ára á þessum tíma. Ævintýralegt sumar Gísli segir að sumarið hafi, fyrir margra hluta hluta sakir, verið ævintýralegt. Hann hafí t.d. komist í kynni við marga þekkta leikara, sem léku í myndinni, t.d. rússneska leikarann Olec Vidov sem seinna hafi flúið frá Rússlandi, og um sum- arið hafi hann lært að fljúga. „Ásamt því að leika í myndinni var ég framkvæmdastjóri þýskrar myndar um Sigurð Fáfnisbana og flaug fram og til baka um landið, t.d. til að velja eldfjall en fyrir tök- ur á myndinni var auglýst eftir eld- fjalli og fjöldinn allur af bændum Rauða skikkjan RAUÐA skikkjan fjallar um hvernig ástir takast með börnum höfðingja ór tveimur stríðandi ættum. Að ofan sést atriði úr myndinni. hringdi og bauð eldfjall í myndina." Litaður sandur Eins og áður segir fóru tökur aðallega fram í Öxarfírði en allar innitökur fóru fram í Svíþjóð. Þá þurfti að endurtaka bardagasenur, sem teknar höfðu verið í Grindavík, á Sjálandi. „Þeim tókst einhvern veginn að klippa þetta saman en til þess að senurnar skæru sig ekki úr varð að lita sandinn á Sjálandi svartan," sagði Gísli en aðspurður sagði hann að myndin hefði fengið misjafnar viðtökur hér á landi og hinum Norðurlöndunum. Hins veg- ar hefði hún verið valin önnur besta erlenda myndin í Bandaríkjunum árið 1968 og besta mynd ársins víðsvegar í Asíu, t.d. í Japan. Kvikmyndin var m.a. kostuð af leikstjóranum og handritshöfundin- um Gabriel Axel og segir Gísli að hún hafi nánast sett hann fjárhags- lega á höfuðið en ekki alls fyrir löngu hlaut kvikmynd hans „Gesta- boð Babettu" óskarsverðlaun sem besta mynd ársins. Aðrir framleið- endur myndarinnar voru Edda-film og J.Ankerstjerne. Aðalleikarar auk Gísla eru Gitte Henning frá Dan- mörku sem á þessum tíma var fræg söngkona, Borgar Garðarson, Flosi Ólafsson, Gunnar Björnstrand frá Svíþjóð, Hakon Jærnberg frá Sví- þjóð og Olec Vidov frá Rússlandi en einnig fer fjöldi íslendinga með lítil hlutverk í myndinni. Framkvæmdastjórn skipuðu Bent Christensen, Johan Bonnier og Benedikt Árnason sem jafnframt var aðstoðarleikstjóri. Svínakjöt hefur lækkað í verði um 35-40% á tíu árum Mikil verkefni framundan til - að jafna samkeppnisstöðuna - segir Kristinn Gylfi Jónsson formaður Svínaræktarfélags íslands VERÐ á svínakjöti til framleiðenda hefur lækkað að undanfömu og er 12% lægra en það var að meðaltali á síðasta ári og dæmi eru um enn meiri verðlækkanir. Verðið hefur lækkað að raungildi ár frá ári og er nú 35-40% lægra en fyrir tíu ámm. Forsvarsmenn svína- bænda segja að þetta sé vegna framfara í greininni og verðið muni lækka áfram á næstu ámm. Þeir leggja áherslu á að tU að keppa við innflutning kjöts á jafnréttisgrundvelli þurfi að lækka kostnað, meðal annars opinberar álögur, sem hækki verð afurðanna. Þeir segja að það sé tímaskekkja að halda að hægt sé að vernda aðrar búgreinar með því að halda svínaræktinni niðri, kjötiö verði hér á markaði hvort sem það verði framleitt hér eða flutt inn. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Einangrunarstöð HUS einangrunarstöðvar Svínaræktarfélags Islands er risið i Hrísey og verður tilbúið til notkunar í næsta mánuði. Þangað verða fluttar norskar gyltur um áramót. Málefni svínaræktarinnar kom- ust í sviðsljósið á dögunum þegar tilraun var gerð til innflutnings á skinku. Kristinn Gylfi Jónsson, for- maður Svínaræktarfélags íslands, segir hins vegar að verðlækkun á svínakjöti standi ekki í beinu sam- bandi við þá uppákomu, heldur hafí framboðið aukist meira en eftir- spurnin á þessu ári auk þess sem ýmsar aðgerðir sem bændur hafí gripið til á búum sínum hafí verið að skila sér. Hins vegar hafi útsölu- verð á svínakjöti út úr búð lækkað mjög þá daga sem umræðan um skinkuna var í hámarki, vegna þess að verslanir og kjötvinnslur hafí þá lækkað álagningu sína og jafnvel selt kjöt þessa daga án álagninar. - Kristinn Gylfi segir að svína- bændur hafi verið að ná betri tökum á framleiðslunni. Búin hafi stækkað og hagræðing aukist. Auk þess hafí orðið veruleg umskipti í um- hverfísþáttum svínaræktarinnar á síðastliðnum tveimur árum í kjölfar reglugerðar um aðbúnað og heil- brigðiseftirlit á svínabúum og ráðn- ingu sérmenntaðs dýraiæknis í svinasjúkdómum. Þá segir hann að 9-10% aukning í framboði á svína- kjöti og minna ráðstöfunarfé neyt- enda hafi stuðlað að lækkun kjöt- .yerðsins. Nú er til dæmis hægt að fá svínalæri á 485 kr. kílóið en fyr- ir nokkrum vikum var útsöluverð í sömu verslun 550 kr. Kristinn seg- ir að verðið kunni að hækka eitt- \ hvað aftur þegar meiri jöfnuður komist á markaðinn en á lengri tíma muni sjást áframhaldandi verð- lækkun. Enn langt í land Þó íslenskir svínabændur hafí verið að auka hagræðingu á búum sínum standa þeir langt að baki bændum í bestu svínaræktarlönd- um, eins og til dæmis Danmörku. Danskir svínabændur fá um 110 krónur fyrir kjötkílóið á meðan ís- lenskir fá rétt innan við 300 krónur um þessar mundir. Kristinn Gylfí segir að vissulega eigi íslenskir svínabændur enn langt í land með að ná dönskum starfsbræðrum sín- um og verði ekki fyllilega sam- keppnisfærir við þá á næstu árum. Hann segir þó að í raun ætti ekki að vera dýrara að framleiða svína- kjöt á Kjalarnesi en Jótlandi, ef framleiðslunni væri sköpuð sömu skilyrði. Kristinn Gylfi nefnir nokkur at- riði þegar hann er spurður um mis- mun á samkeppnisstöðu íslenskra og danskra svínaræktenda. Þar munar mest um verð á fóðri. Svína- fóðrið er tvöfalt dýrara hér en í Danmörku. Helstu ástæðurnar eru 25% kjarnfóðurskattur sem rennur í ríkissjóð, flutningskostnaður og niðurgreiðslur EB á fóðri. Danskir bændur gefa svínunum lyfjablandað fóður. Það eykur vaxtarhraðann og fóðurnýtinguna, þannig að þeir geta sparað verulega í fóðurkostnaði. Lyfíablöndun í fóður er bönnuð hér á landi. Þá er danski svínastofninn mun betri en sá íslenski. Dönsku búin eru mun stærri en þau íslensku. Hér eru að meðaltali 30 gyltur á búi en 100 í Danmörku og þar eru mörg 600-1.200 gyltna bú en stærstu búin hér eru með 250-350 gyltur. Svínarækt er dæmigerð búgrein þar sem hag- kvæmni stærðarinnar nýtur sín, að sögn Kristins Gylfa. Þá fá Danimir hagstæð stofnlán til langs tíma. Hér greiðir svínaræktin gjald í Stofnlánadeild landbúnaðarins en fæstir fá lán úr henni vegna stærð- arreglna og þurfa því að fjármagna stofnkostnað á almennum lánsfjár- markaði. Síðast en ekki síst hefur hin alkunna færni Dana í svínarækt sín áhrif. Kristinn segir að í Dan- mörku sé löng hefð fyrir svínarækt og þekkingin flytjist gjarnan milli kynslóða innan sömu fjölskyldn- anna, á meðan flestir íslenskir svínabændur séu frumhetjar. Stjórnvöld þurfa að gera sitt Kristinn segir að þó nokkuð hafí áunnist séu mikil verkefni framund- an hjá svínabændum sjálfum og eins þurfi stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að jafna samkeppnis- stöðuna. Leiðbeiningaþjónusta við svínabændur hefur verið aukin og aðstæður á búunum hafa farið batn- andi. Búin hafa verið að stækka og segist hann sjá fyrir sér áfram- haldandi þróun í þá átt og að fram- leiðslan verði í framtíðinni á færri en stærri búum. Hann segir að mismun á fóðurverði verði erfitt að jafna út. Hins vegar gangi ekki að ríkið sé að skattleggja aðfönggrein- arinnar ef hún eigi að standast sam- keppnina. Stjórnvöld þurfi einnig að breyta lögum og reglum um Stofnlánadeild landbúnaðarins þannig að gjaldtöku til hennar verði hætt ásamt vaxtaniðurgreiðslu og tryggja þurfí svínabændum fram- kvæmdalán í Stofnlánadeildinni. Hann segir erfitt að réttlæta það að gjald á svínakjöt sé notað til að greiða fyrir mistök vegna loðdýra- ræktarinnar. Þá séu stærðarmörk Stofnlánadeildarinnar löngu úrelt og hamli stækkun búa sem þó sé lífsnauðsyn fyrir greinina. Svínabændur hafa nú fengið leyfi til að flytja inn svín til kynbóta, en fyrir því hafa þeir barist í 60 ár. Fluttar verða inn 10-12 gyltur með fangi frá Noregi og koma þær um áramót. Þær verða settar í einangr- unarstöð sem Svínaræktarfélagið er að reisa í Hrísey og mun félagið reka stöðina fyrir eigin reikning. Gylturnar gjóta í byrjun næsta árs og afkvæmi grísanna verða flutt á búin til kynblöndunar þannig að eftir þrjú ár ætti að koma á markað kjöt af blendingum. Að sögn Krist- ins Gylfa er tilgangurinn með inn- flutningnum að auka hagkvæmni framleiðslunnar með því að auka fóðurnýtingu og vaxtarhraða svína- stofnsins. Þá sé vonast til að svínin vaxi til meiri þunga en íslensku svínin, án þess að safna fitu. Hann segir að norski svínastofninn sé ekki jafn góður og sá danski en leyfi hafí ekki fengist til innflutn- ings danskra svína vegna sjúk- dómahættu. Kristinn segir að íslenskir svína- bændur styðji núverandi stefnu stjómvalda, að banna blöndun fúkkalyfja og annarra lyfja og vaxt- arhvetjandi efna í fóður, þó að það komi niður á hagkvæmni fram- leiðslunnar. Þó reglur Evrópu- bandalagsins geri ráð fyrir að ekki eigi að fínnast lyfjaleifar í kjötinu við slátrun gripanna sé mikilvægt að halda sérstöðunni og vera með hreina og ómengaða framleiðslu. Segir hann að hér sé fyrst og fremst um huglæg gæði vörunnar að ræða sem muni hafa aukið vægi í hugum neytenda í framtíðinni og telur að ef breytt yrði um stefnu myndi ákveðinn hluti neytenda snúa baki við henni. Sérstaða íslenska svína- kjötsins að þessu leyti og annarra íslenskra búvara ætti síðan að geta nýst íslenskum bændum í sam- keppninni við innflutning þegar að honum kæmi. Tímaskekkja „Svínakjötið er á frjálsum mark- aði og hörð og vaxandi samkeppni er milli framleiðenda og sláturleyf- ishafa vegna aukins framboðs. Svínakjötið á auk þess í samkeppni við aðrar kjöttegundir og kjötið í samkeppni við ýmsar aðrar vörur sem hafa verið að taka af því mark- að. Loks er ljóst að íslendingar eru aðilar að nýju GATT-samkomulagi sem mun hafa í för með sér inn- flutning á kjötvörum. Aðstæðurnar eru því allar að breytast og við verðum að búa okkur undir þær. Hugsunarhátturinn verður einnig að breytast. Nú verða gömlu sjón- armiðin, sem hafa verið ofarlega í huga stjórnmálamanna og bænda- forystunnar, það er að halda verði svínaræktinni og alifuglaræktinni niðri með álögum og hindra fram- farir til að framleiðsla þeirra taki ekki markað frá hefðbundnu bú- greinunum, að víkja fyrir stað- reyndum nútímans. Þssi sjónarmið eru tímaskekkja. Þess vörur verða hér á markaðnum og ef við framleiðum þær ekki sjálf- ir verða þær fluttar inn,“ segir Kristinn Gylfí Jónsson. i i i í I I < < c ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.