Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 t Móðir mín, ANNÝ HERJÓLFSDÓTTIR BICHOFF, lést 17. október í Johns Hopkins Hospital, Baltimore. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Aðalsteinsson. t Móðir okkar, ANNA MARÍA BALDVINSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum aöfaranótt 17. október. Karl Guðmundsson, Ragnar Guðmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT RÓBERTSDÓTTIR, * Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, —. andaðist aðfaranótt sunnudagsins 17. október í Landspítalanum. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir okkar, MAGNÚS HELGI HELGASON frá Stafholti, Grindavík, lést á Borgarspítalanum 28. september sl. Útför hefur farið fram. Systkini hins látna. t Tengdafaðir minn og afi okkar, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, Framnesvegi 16, Reykjavik, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 16. október. Guðmundur A. Jóhannsson, Lilja Sólrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Kristfn Guðmundsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Lækjarhúsum, Borgarhöfn, Skipasundi 34, lést f Borgarspíalanum 17. október. Jóhanna Sigurðardóttir, Sigurborg Sigurðardóttir, Jóhann Kristmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móðir okkar, dóttir og systir, HALLDÓRA LINDA INGÓLFSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 17. október. Guðmundur Kristmannsson, Margrét, Bryndís, Rúnar, Hafsteinn, Þóra Þorsteinsdóttir, Sigurþór Hallgrímsson og systkini. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR ÓLI LÁRUSSON, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, áðurtil heimilis f Melgerði 20, Reykavfk, lést sunnudaginn 17. október í Borgarspítalanum. Guðrfður Pétursdóttir, Jón A. Kristinsson, Guðmar Pétursson, Elsa Ágústsdóttir, Einar Pétursson, Valgerður Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning Hjáhnfríður Lilja Berg- sveinsdóttir ljósmóðir Mig langar til að minnast ömmu minnar, Hjálmfríðar Lilju Berg- sveinsdóttur, í örfáum orðum. Amma mín var Ijósmóðir, lengst af í Reykjarfjarðarhreppi í Norður- Ísaíjarðarsýslu en seinna eftir að hún fluttist í bæinn vann hún ýmis störf. Amma var mikill persónuleiki, sjálfstæð og sterk bæði andlega og líkamlega. Við ljósmóðurstörfin þurfti hún oft að ganga yfir hálsa og dali og fara yfir firði á litlum árabát. Oft sagði hún mér sögur af því þegar einhver kona var í barnsnauð og hún þurfti að fara í hvaða veðri sem var, oft í biindbyl, en amma lét það ekkert á sig fá og óhætt er að segja að amma mín var hreystimenni allt til dauðadags. Þegar ég hugsa um þann tíma sem ég fékk að kynnast henni er það fyrsta sem mér kemur í hug hve oft við sátum og vorum að kveðast á eða skanderast. Amma kunni ótal ljóð og vísur og það var vonlaust verk að kveða hana í kút- inn. Viku áður en hún dó, þegar ég og kærastinn minn komum að heimsækja ömmu á spítalanum, gerði hann veikburða tilraun til að kveða hana í kútinn en óhætt er að segja að amma pakkaði honum snyrtilega saman þó hann telji sig nokkuð sleipan að skanderast. Stundum sátum við amma og spiluðum Marías, drukkum maltöl og borðuðum harðfísk. Amma gerði margar tilraunir til að fá mig til að borða kindahausa - svið - en það tókst ekki. Þau kvöld sem ég gisti hjá ömmu var aldrei farið að sofa fyrr en búið var að fara með bæn- imar en þær kunni hún ófáar og tók það drjúga stund að fara með bænarununa. Amma var mjög trúuð og hafði gaman af að lesa góðar bækur. Hún var mikill dýravinur og öll dýr fundu samastað hjá ömmu og hændust að henni. Þegar ég var lítil, eða heldur yngri en ég er núna, var mesta til- hlökkun jólanna að opna pakkann frá ömmu: kerti og spil, súkkulaði og ullarsokkar. Þó að þetta þyki kannski ekki merkilegar gjafír hér á landi í dag, var þetta alltaf besti pakkinn. Þessi örfáu orð nægja ekki til að gefa skýra mynd af þessari sér- stöku konu en eru kannski frekar smá þakkar- og kveðjuorð til henn- ar. Elsku amma, megir þú hvíla í friði. Ég fel forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M.J.) Sigrún Nikulásdóttir. Laugardaginn 9. október síðast- liðinn er ég kom í heimsókn til Hjálmfríðar tengdamóður minnar upp á Landspítala, þá vissi ég að það var komið að kveðjustundinni. Ég var kominn tii að kveðja hana í hinsta sinn og reyna á minn van- máttuga hátt að votta henni þakk- læti mitt iyrir þá góðu viðkynningu sem ég hef orðið aðnjótandi síðast- liðin 18 ár. Það gladdi mig að hún þekkti mig, enda þótt mikið væri af henni dregið. Þetta var dásamlegur haustdag- ur, einstaklega fallegt, bjart veður og sólin sendi geisla sína inn til t Elskuleg dóttir okkar, DÖGG BJÖRNSDÓTTIR, lést af slysförum í Lúxemburg 16. október sl. Útförin auglýst síðar. Sigríður Aradóttir og Björn Finnbjörnsson. Bróðir okkar, t ÁRNI ÞÓRARINN ÁRNASON, frá Holti í Aðalvík, til heimilis á Hringbraut 136, Keflavík, lést þann 15. október. Kristján Árnason og systkini. Sigrfður S. Jónsdóttir, Fanney Jónsdóttir, Sigurður Hauksson, Sólveig Jónsdóttir, Gestur Þorgeirsson, Björg Jónsdóttir, Grfmur Sæmundsen og barnabörn. hennar þegar ég dró gluggatjöldin aðeins til hliðar. Úti fyrir lágu haustlaufín á sólbjörtu malbikinu eins og þau vissu ekki um hlutverk sitt lengur eftir að hafa fallið frá greinum sínum. Öðru hvoru komu svo vindsveipir sem þyrluðu þeim upp og var þá eins og þau yrðu að glitrandi litlum verum sem svifu í ioftinu í geislum haustsólarinnar uns þau féllu aftur til jarðar. Þau finna að lokum sinn samastað og taka þannig aftur þátt í hinni eilífu hringrás lífsins. Hjálmfríður andað- ist sunnudaginn 10. október kl. 18.30 og hafði þá sama fallega haustveðrið ríkt og daginn áður. Ég ætla ekki að taka saman lífs- hlaup Hjálmfríðar hér, til þess var það of viðburðaríkt að það rúmist innan þessara kveðjuorða, en vil aðeins geta þess að hún var fædd að Aratungu í Steingrímsfirði hinn 1. febrúar 1910, dóttir hjónanna Sigríðar Guðrúnar Friðriksdóttur og Bergsveins Sveinssonar bónda og kennara sem þar bjuggu, og var hún fjórða í röð fimmtán systkina. Eftir því sem árunum fjölgaði í okkar viðkynningu fór ekki hjá því að hún segði mér meira og meira frá sjálfi sér og sinni lífsreynslu. Þetta hafa verið brot hér og brot þar, ekki endilega í réttri tímaröð heldur vel sagt frá hveiju sinni, hvort heldur um var að ræða gleði- legan atburð eða erfíða reynslu. Úr þessum brotum fléttaðist svo saga góðrar konu sem hafði ríka þörf fyrir að hjálpa öðrum og þá einkum þeim sem henni fannst hafa á einhvem hátt orðið útundan í líf- inu, og alltaf fýlgdi hún sinni sann- færingu, þó svo hún samrýmdist ekki alltaf skoðunum annarra. Ann- ar þáttur var líka ríkjandi í fari hennar og það var fróðleiksþörf hennar, en hún las mikið af bókum og gat lesið heilu næturnar ef því var að skipta og veit ég að henni leið þá mjög vel. Þá velti hún líka oft fyrir sér tilgangi lífsins og hvað tæki við að jarðvist lokinni og var gaman að ræða þau mál við hana því hún hafði sínar sérstöku skoðan- ir og var ákaflega víðsýn hvað það varðaði. Ég er forsjóninni mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst Hjálmfríði, því hún hefur sett sinn lit á tilveru mína og aukið mér skilning á marg- breytileika mannlífsins. Sigurþór Jakobsson. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- cálKD P E R l A in sími 620200 EKFIDtYnUOIt 1 Him BSJA sími 689509 v J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.