Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993
37
Haraldur Sigmunds-
son — Minning
Fæddur 21. apríl 1928
Dáinn 13. október 1993
Ég ætla hér að minnast kærs
móðurbróður míns, Haralds Sig-
mundssonar eða Hadda eins og hann
var jafnan kallaður meðal frænd-
fólks og vina. Hann kvaddi þessa
jarðvist á einum fegursta degi þessa
hausts, eftir löng og erfíð veikindi.
Haraldur var fæddur 21. apríl
árið 1928 á Þingeyri við Dýrafjörð,
sonur hjónanna Fríðu Jóhannesdótt-
ur og Sigmundar Jónssonar kaup-
manns, minna kæru móðurforeldra.
Hann menntaðist til verslunarstarfa
og vann mestallan starfsferil sinn á
því sviði. Eftirlifandi eiginkona hans
er Halldóra Þórhallsdóttir frá
Bakkafirði og eiga þau fimm böm,
sem öll hafa erft bestu eiginleika
foreldra sinna.
í minningunni er Haddi mér svo
kær, ekki aðeins vegna skyldleika,
heldur vegna þess að hann í sínu
lífí, gaf mér og fjölskyldu minni svo
mikið af sjálfum sér. Þegar ég ung
og nýlofuð fluttist til Reykjavíkur,
stóð heimili Hadda frænda ávallt
opið fyrir mér og mínum. Það var
mikill styrkur fyrir unga stúlku sem
var að læra að axla ábyrgð og koma
undir sig fótunum með maka sínum
og bami, að fínna að sér væri tekið
þar sem jafningja. Það viðmót fund-
um við alltaf hjá Hadda og Dóru.
Einhvern veginn er það svo að
þegar maður fer langt að heiman,
að þá myndast skarð fyrir skildi,
þegar nálægðar foreldra nýtur ekki
við. Þetta skarð fylltu Haddi og
Dóra. Hann tók þátt í öllum merkis-
atburðum fjölskyldu minnar ásamt
því að leyfa okkur að gleðjast með
sér og sínum á góðum stundum.
Fyrir það mun ég ávallt vera þakk-
lát. Móður minni var Haddi ekki
bara bróðir, heldur fremur kær son-
ur, enda yngstur og sá af systkinun-
um sem hún annaðist mest. Milli
þeirra vom alla tíð nánir kærleikar.
Nú kveð ég kæran frænda og
óska honum Guðs blessunar í nýjum
heimkynnum. Aðstandendum hans
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökþ fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem).
Blessuð sé minning frænda míns.
Gerður Matthíasdóttir.
Haraldur Sigmundsson, frændi
minn og samstarfsmaður í um 30
ár, er látinn og fer útför' hans fram
í dag. Haraldur var sonur Sigmund-
ar Jónssonar kaupmanns og konu
hans Fríðu Jóhannesdóttur, en þau
störfuðu allan sinn starfsaldur á
Þingeyri.
Sigmundur var í móðurætt einn
af fjölmörgum afkomendum séra
Eiríks Vigfússonar, sem fluttist að
Stað í Súgandafírði 1812 ásamt
konu sinni Ragnheiði Halldórsdóttur
og bömum, en frá þeim er kominn
stór stofn hagleiks- og dugnað-
arfólks í Dýrafírði, Súgandafírði og
Önundarfírði, einkum góðir smiðir.
Tvíburabróðir Sigmundar var Guð-
mundur Jónsson frá Mosdal, út-
skurðameistari á ísafirði, sem um
langt árabil kenndi ungu fóki á
ísafirði frumatriði á smíðum og út-
skurði, sem margir höfðu gagn af.
Móðurbróðir Haralds var Gunnar
Andrew Jóhannesson íþróttakennari
og hvers konar fyrirgreiðslumaður
ísfírðinga. Hann var mikið lipur-
menni og sjálfkjörinn skátahöfðingi
ísfírðinga um hans daga. Afabróðir
Haralds í móðurætt var Mattías
Ólafsson, jafnan kenndur við
Haukadal í Dýrafírði. Hann var al-
þingismaður Vestur-ísfírðinga um
skeið.
Þannig stóðu að Haraldi traustir
stofnar í báðar ættir. Sjálfur var
hann fremur hlédrægur og dagfars-
prúður maður, sem ekki vildi trana
sér fram á nokkurn hátt. Fljótlega
eftir verzlunarpróf hóf hann störf
hjá Olíuverzlun íslands hf. og þar
starfaði hann lengi við bókhald fé-
lagsins, við innra eftirlit og uppgjör
við umboðsmenn og útsölustaði fé-
lagsins, og þar bar fundum okkar
saman.
Haraldur var samvizkusamur og
ötull starfsmaður, sem kom sér vel
við þá, sem við hann þurftu að
skipta. Hann var vinur vina sinna,
og á góðum stundum gat hann ver-
ið einlæglega kátur og glaður, og
tók þá gjaman upp harmoníkuna
til að lífga upp á stemmninguna.
í einkalífi sínu var Haraldur
gæfumaður. Hann eignaðist ágæta
konu, Halldóru Þórhallsdóttur, og
saman eignuðust þau fimm böm,
sem nú em öll uppkomin. Ég sendi
henni og fjölskyldunni allri einlægar
samúðarkveðjur á þessari skilnað-
arstundu. __
Önundur Asgeirsson.
t
Ástkær systir okkar,
LÁRA DAGMAR SÖRENSDÓTTIR PÉTURSSON,
andaóist á heimili sínu í Boulder, Colorado, hinn 13. þ.m.
Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd vandamanna,
Stefán, Árni og Sigurbjörn Sörenssynir.
t
Eiginmaður minn, faöir okkar og fósturfaðir,
KJARTAN KJARTANSSON,
Mávanesi 8,
Garðabæ,
andaðist á heimili sínu aðfaranótt 17. október.
Fyrir hönd aöstandenda,
Hallfríður Guðnadóttir.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
systir, amma, langamma og langalang-
amma,
SÓLVEIG HRÓBJARTSDÓTTIR
frá Hellisholti,
Vestmanneyjum,
sfðast til heimilis f Hvannhólma 2,
Kópavogi,
andaðist í Landspítalanum 15. október.
Hjörtur Kr. Hjartarson,
Klara Hjartardóttir,
Marta Hjartardóttir,
Óskar Hjartarson,
Aðalheiður Hjartardóttir,
Hafsteinn Hjartarson,
Ágústa Hróbjartsdóttir,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Jóhanna Arnórsdóttir,
Elfas Kristjánsson,
Danfel Guðmundsson,
Ruth Kristjánsdóttir,
Gústaf Sigurjónsson,
Frfða Ágústsdóttir,
t
Sonur minn,
EINAR ÞORKELL ARNKELSSON,
Miðleiti 3,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miövikudaginn 20. októ-
ber kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans,
er bent á líknarstofnanir.
Elfn Ág. Jóhannesdóttir
og systkini hins látna.
t
Kveðjuathöfn um hjartkæra móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SÓLVEIGU BJARNADÓTTUR,
Vífilsgötu 15,
Reykjavfk,
verður í Fossvogskirkju föstudaginn
22. október kl. 13.30.
Jarðsett veröur að Ingjaldshóli laugar-
daginn 23. október kl. 15.30.
Álfheiður Bjarnadóttir, Sævar Guðmundsson,
Ari Eyberg Sævarsson,
Guðleif Sunna Sævarsdóttir,
Jóhanna Bjarndfs Sævarsdóttir,
Sólveig Birna Sigurðardóttir, Þór Þorgeirsson,
Álfheiður Þórsdóttir,
Bjarni Sævar Þórsson.
t
Eiginkona mín,
ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR HANSEN,
fyrrum húsfreyja á Svaðastöðum
f Skagafirði,
til heimilis á Hóiavegi 25,
Sauðárkróki,
lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, sunnudaginn
17. október.
Fyrir hönd barna, tengdadóttur, barnabarna og barnabarnabarns,
Friðrik Pálmason.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSLAUG KATRÍN LÍNDAL,
verður jarösungin frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 20. október kl. 15.00.
Jósafat J. Líndal,
Erla Líndal, Gylfi Ásmundsson,
Jóhanna Zoega, TómasZoega,
Kristfn Lfndal,
Jónatan Á. Líndal, Helga G. Þorbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA SIGRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR,
Brekkubyggð 32,
Blönduósi,
sem andaðist í Héraðssjúkrahúsinu Blönduósi 16. október,
verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 23. október
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragna Rögnvaldsdóttir,
Sigrfður Rögnvaldsdóttir,
Ævar Rögnvaldsson,
Bára Þorvaldsdóttir,
Lýður Rögnvaldsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg dóttir mín, systir okkar og mágkona,
KRISTÍN BJARNADÓTTIR,
Árvegi 8,
Selfossi,
áður til heimilis f Breiðumörk 5,
Hveragerði,
verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 21. október
kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Styrktarfélag
vangefinna.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Tómas Bjarnason, Hildur Bjarnadóttir,
Guðmundur Bjarnason, Guðrún Bjarnadóttir,
Steinunn Bjarnadóttir, Kolbrún Bjarnadóttir,
Hafsteinn Bjarnason, Björk Bjarnadóttir,
Birgir Bjarnason
og fjölskyldur.
t
Ástkær maður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GISSUR KRISTJÁNSSON,
Kleppsvegi 120,
Reykjavík,
verður jarðsunginn fró Áskirkju miðviku-
daginn 20. október kl. 10.30.
Elfnborg Stefánsdóttir,
Jóna Gissurardóttir, v
Guðbjörg Gissurardóttir,
fna Gissurardóttir, Halldór Skaftason,
Kristján Gissurarson, Þórunn Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofa ríkissáttasemjara verður lokuð eftir
hádegi í dag, þriðjudaginn 19. október, vegna
jarðarfarar GUÐMUNDAR VIGNIS JÓSEFSSONAR,
fyrrverandi vararíkissáttasemjara.
Ríkissáttasemjari.