Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993
FAGOR
FAGOR FE-83
Magn af þvotti 5 kg.
Þvottakerfi 17
Vinduhraði 850 sn/mín
Sér hitastillir *-90°C
Ryðfrí tromla 42 I
Sparneytin
Hraðþvottakerfi
Áfangaþeytivinda
Sjálfvirkt vatnsmagn
Hæg vatnskæling
Hljóðlát
RONNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 6Ó
Kynningarfundur
DALE
CARNEGIE*
Þjálfun
Miðvikudagskvöld ki.
20.30 að Sogavegi 69
Námskeiðið
Guðrún Jóhannesdóttir
D.C. kennari
I Eykur hæfni og árangur einstaklingsins
-■ Byggir upp leiðtogahæfnina
Hi Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn
I Skapar sjálfstraust og þor
I Árangursríkari tj á n i n g
I Beislar streitu og óþarfa áhyggjur
I Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari í
daglegu lífi
Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt.
Innrítun og upplýsingar í síma: 812411
O
3 CE
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konrád Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegies námskeiðin.
Skólp og siðferði
eftir Magnús Jón
Arnason
Sinnaskipti
Þorgils Óttar Mathiesen bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins í Hafn-
arfirði fór mikinn í fréttatímum rík-
issjónvarpsins og Stöðvar tvö sunnu-
dagskvöldið 5. september. Þar kall-
aði hann rammasamning við fyrir-
tækið Hagvirki-Klett hf. um útrásir
siðlausan og taldi þ,að skyldu sína
við kjósendur að berjast gegn samn-
ingnum.
Seint á ferðinni
Þessum sinnaskiptum Þorgils Óttars
fagna ég innilega og þykir mér held-
ur ánægjulegt að fá hann sem liðs-
mann í baráttuna. Hann er reyndar
nokkuð seint á ferðinni því að um-
fjöllun um þetta mál hefur nú tekið
hart nær heilt ár í bæjarstjóm Hafn-
arfjarðar. En betra er seint en aldrei
og alltaf er gott að bæta við sig fylg-
ismönnum.
Að vísu vil ég ekki, kurteisinnar
vegna, ganga svo langt að kalla
samninginn siðlausan, því að siðlausa
samninga gera aðeins siðlausir
menn. Og það er. ansi harkalegt að
kalla flokkssystkin Þorgils Óttars í
bæjarstjóm Hafnarfjarðar siðlaus.
Hvort þau eru siðlaus læt ég aðra
um að dæma, enda ætla ég mér ekki
að taka þátt í deilum á þeim bæ.
Tillaga um útboð
En þó að ég fagni því að Þorgils
Óttar-skuli nú loksins vera þeirrar
skoðunar að þetta verk skuli bjóða
út þá tel ég rétt að greina Hafnfirð-
ingum frá því hve langan tíma það
tók bæjarfulltrúann að ná þessari
niðurstöðu.
Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar
þann 29. október 1992 vartil umfjöll-
unar fráveitumannvirkj við Vestur-
götu, Heijólfsgötu og Óseyrarbraut.
Höfundur þessarar greinar, bæj-
arfulltrúi Alþýðubandalagsins, lagði
til að verkið yrði boðið út. Þá tillögu
felldu fiokksfélagar Þorgils Óttars
og fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjar-
ráði. Þess í stað samþykktu þeir til-
lögu bæjarstjóra þess efnis’fcð bæjar-
félagið óski eftir „tilboði frá Hag-
virki-Kletti um hönnun fyrirkomulag
og kostnað við verkið."
Þá strax mátti ljóst vera hvert
stefndi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks vora búnir að
ákveða að afhenda fyrirtækinu
samninginn á silfurfati.
Þegar ég tók málið upp á næsta
fundi bæjarstjómar spunnust um það
allmiklar umræður og á þeim fundi
var Þorgils Óttar andvígur útboði og
taldi ekki ástæðu til að bjóða verkið
út.
Andvígur útboði
Á bæjarráðsfundi þann 21. janúar
1993, var lagt fram tilboð frá Hag-
virki-Kletti um hönnun og gerð út-
rása. Bæjarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins ítrekaði þá tillögu sína um
að verkið yrði boðið út. Þorgils Óttar
VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS
SACHS
SACHS KÚPLINGAR I
' FARARBRODDI
■' PJÖRUTÍU
ÁR!
MAN - BENZ - VOLVO - SCANIA
Framleiðendur vandaðra vöru- og
fólksflutningabifreiða nota
SACHS kúplingar og höggdeyfa
sem upprunalega hluta
í bifreiðar sínar .
Það borgar sig að nota
það besta!
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FÁLKANS
sat þann fund sem varafulltrúi Jó-
hanns Gunnars Bergþórssonar. Á
fundinum var Þorgils Ottar andvígur
útboði, veitti tillögunni ekki stuðn-
ing, hvorki þá né á bæjarstjórnar-
fundum þar á eftir.
Á næstu mánuðum var fráveitan
af og til í umræðu bæjarfulltrúa.
Þorgils Óttar þagði þunnu hljóþi allan
tímann. Hann varð ekki var við sið-
leysið og hann var óviss um skyldur
sínar við Hafnfírðinga. Hann taldi
ekki ástæðu til að bjóða verkið út.
Samningrir samþykktur
Rammasamningnr við Hagvirki-
Klett var lagður fram á fundi bæjar-
ráðs Hafnarfjarðar þann 20. ágúst
1993. Bæjarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins lagði enn á ný til að verkið
yrði boðið út. Bæjarráðsmenn Sjálf-
stæðisflokksins lögðu til að tillagan
yrði felld. Bæjarráðsmenn Alþýðu-
flokksins lögðu til að afgreiðslu yrði
frestað. Óg skrípaieikurinn varð ofan
á. Afgreiðslu var frestað.
Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins
lagði þá til að embættismönnum
bæjarins væri falið: „að kanna fjár-
hagsstöðu og getu Hagvirkis-Kletts
hf. til að fullnusta samninginn. Að
lokinni þeirri athugun verði tekin
endanleg ákvörðun." Bæjarráðs-
menn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks
samþykktu að vísa þessari tillögu frá
með þeim rökstuðningi að hún væri:
„óþörf“! Þessir ábyrgu fulltrúar kom-
ast að þeirri gagnmerku niðurstöðu
að óþarfi sé að kanna ijárhagsstöðu
fyrirtækis sem er í greiðslustöðvun
og hefur nýverið náð nauðasamning-
um við kröfuhafa. Þeir viti allt um
það og þess vegna sé sjálfsagt að
afhenda fyrirtækinu samning sem
hljóðar upp á 200-250 milljónir
króna.
Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins
lagði þá til að vegna stærðar og
umfangs málsins yrði því vísað til
bæjarstjórnar, æðstu stofnunar
Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarráðsmenn
Sjálfstæðis- og Álþýðuflokks vísuðu
einnig þeirri tillögu frá. Síðan sam-
þykktu þeir rammasamning við Hag-
virki-Klett hf. sem mun kosta hafnf-
irska skattgreiðendur 200 til 250
milljónir króna.
Með útboði
Eftir 10 mánaða umhugsunartíma
skilur Þorgils Óttar loksins um hvað
málið snýst og kemst að þeirri niður-
stöðu að réttast sé að bjóða verkið út.
Þann 26. ágúst síðastliðinn, viku
eftir að bæjarráðið hafði staðfest
rammasamninginn við Hagvirki-
Klett um útrásir, sendi Þorgils Óttar
Mathiesen bæjarráði bréf þar sem
m.a. segir: „Ég er andvígur að geng-
ið sé til samninga við umrætt verk-
takafyrirtæki án undangengis al-
menns útboðs...“
Þessa síðbúnu skoðun sína ítrekar
hann síðan á bæjarráðsfundi þann
2. september með bókun sem er sam-
hljóða bréfi hans frá 26. ágúst. En
ennþá hefur Þorgils Óttar Mathiesen
ekki reynt að hnekkja ákvörðun
bæjarráðs. Hann lætur sér nægja að
bóka andstöðu sína við samninginn.
Hann hefur aldrei lagt til að verkið
væri boðið út og aldrei ljáð tillögu
þess efnis atkvæði sitt.
Stundum og stundum ekki
Auðvitað ber að fagna þvi að
Magnús Jón Árnason
„Þessum sinnaskiptum
Þorgils Óttars fagna ég
innilega og þykir mér
heldur ánægjulegt að
fá hann sem liðsmann í
baráttuna. Hann er
reyndar nokkuð seint á
ferðinni því að umfjöll-
un um þetta mál hefur
nú tekið hart nær heilt
ár í bæjarsljórn Hafn-
arfjarðar. En betra er
seint en aldrei og alltaf
er gott að bæta við sig
fylgismönnum“
bæjarfulltrúinn skuli hafa komist að
þessari niðurstöðu en það hlýtur að
valda kjósendum Þorgils Óttars Mat-
hiesens nokkrum áhyggjum hve lengi
hann er að átta sig á hlutunum. Frá
því að mál koma fram í bæjarkerfinu
þarf bæjarfulltrúinn að minnsta kosti
10 mánaða umhugsunartíma til að
komast að niðurstöðu.
Ef einhver stórmál, segjum 100
til 200 milljónir, koma fyrir bæjar-
stjóm á næstunni, þá er eins víst að
Þorgils Óttar hugsi og hugsi, - og
komist ekki að niðurstöðu fyrr en á
miðju næsta ári. Og þá fá kjósendur
Sjálfstæðisflokksins væntanlega
ekki að vita hvað Þorgils Óttar er
að hugsa fyrr en eftir kosningar.
Ef þeir kjósa hann þá á annað borð.
En hvað varðar rammasamninginn
við Hagvirki-Klett, þar hefur Þorgils
Óttar náð farsælli niðurstöðu eftir
nær heils árs umhugsunartíma og
því ber að fagna. Við getum þá snú-
ið bökum saman í baráttunni gegn
siðleysinu sem Þorgils Óttar segir
ríkja í herbúðum Sjálfstæðis- og Al-
þýðuflokksins í Hafnarfirði.
Hitt er svo annað mál hvort við
eigum samleið þegar baráttan hefst
við hræsnina, sem felst í því að hafa
stundum þessa skoðun og stundum
hina, allt eftir því hvort prófkjör eða
önnur mannvíg eru framundan.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði.
Bókaútgefendur álykta
Tilræðið við William Ny-
gaard alvarleg áminning
STJÓRN Félags íslenskra bóka-
útgefenda harmar það svívirði-
lega tilræði sem forstjóra Asche-
houg-forlagsins í Noregi, William
Nygaard, var sýnt þann 11. októ-
ber sl. í ályktun frá félaginu seg-
ir að atburður þessi sé þeim mun
alvarlegri þar sem margt bendi
til að liann tengist útgáfu Nyga-
ards á bók Salman Rushdie,
Söngvum Satans.
Reynist sá grunur á rökum reistur
er það alvarleg áminning til ráða-
manna á Vesturlöndum að snúast
gegn þeim dauðadómi sem ráðamenn
í íran hafa kveðið upp yfir Rushdie,
þýðendum hans og útgefendum, af
meiri festu og heilindum en hingað
til, segir í ályktuninni.
þá segir ennfremur: „Gera verður
stjórnvöldum í íran ljóst að önnur
lönd munu aldrei sætta sig við eða
umbera þennan fráleita dóm. Stjóm
Félags íslenskra bókaútgefenda
skorar á íslensk stjórnvöld að beita
sér af fyllstu alvöru í þessu máli.“