Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 48
’s?mG691W<hs!MBRÉFN69Ím, VóSTHÓLF^SOIO^/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
*
Islenskur
sjór til
Las Vegas
KYNNING og markaður
KOM hf. fékk beiðni um það
fyrir helgi að sendra tvo lítra
af tærum sjó Norður-Atlants-
hafsins til Las Vegas í Nevada
með DHL-hraðsendingar-
þjónustunni.
í Las Vegas á að fara að
opna nýtt ævintýrahótel sem
byggt er í stíl sjóræningja fyrri
tíma.
Hótelið heitir Treasure Island
(Gulleyjan) eftir samnefndri bók
Roberts Louis Stevensons og er
þema og útlit hótelsins sótt í
efni bókarinnar.
íslenski sjórinn sem sóttur var
út í Gróttu á Seltjamamesi verð-
ur notaður þegar Sjóræningjaflói
sem er í hótelinu verður formlega
Sjóflaskan
GUÐLAUG B. Guðjónsdóttir
hjá KOM hf. með flöskuna sem
farin er til Las Vegas.
vígður eftir nokkra daga.
Flaska með söltum sjó er lögð
af stað vestur um haf til Gulleyj-
ar.
Verð á svínakjöti
lækkað um 12%
VERÐ á svínakjöti hefur lækkað um 8% að undanförnu og fyrr
á árinu lækkaði það um 4-5%. Verð til framleiðenda er nú um
12% lægra en það var að meðaltali á síðasta ári og 35-40% lægra
en fyrir tæpum áratug. Svínabændur segja að þessi verðlækkun
sé vegna mikils framboðs af svínakjöti og hagræðingar í fram-
leiðslu.
Kristinn Gylfi Jónsson, formaður
Svínaræktarfélags íslands, segir að
svínabændur hafi verið að ná betri
tökum á framleiðslunni. Búin hafi
stækkað og hagræðing aukist. Þá
hafi orðið verulegar framfarir
vegna hertra reglna í kjölfar reglu-
gerðar um aðbúnað og heilbrigðis-
eftirlit á svínabúum og ráðningu
sérmenntaðs dýralæknis svínasjúk-
dóma. Kristinn Gylfi segir að 9-10%
aukning í framboði af svínakjöti og
minna ráðstöfunarfé neytenda hafi
átt verulegan þátt í verðlækkuninni
í ár. Hann bendir á að nú sé hægt
að fá svínalæri fyrir 485 kr. kílóið
en fyrir nokkrum vikum hafi útsölu-
verðið í sömu verslun verið 550 kr.
Einangrunarstöð í Hrísey
Svínaræktarfélagið hefur byggt
einangrunarstöð í Hrísey og um
áramótin koma þangað 10-12 gylt-
ur með fangi sem keyptar verða frá
Noregi. Þær verða notaðar til kyn-
blöndunar íslenska svínastofnsins
og binda svínabændur miklar vonir
við árangur kynbótanna. Tilgang-
urinn er að gera framleiðsluna hag-
kvæmari með því að auka fóðumýt-
ingu og vaxtarhraða svínanna en
íslensku svínin standa erlendum
stofnum langt að baki vegna ára-
tuga banns við innflutningi erfða-
efnis.
Vonast svínabændur til að verð-
lækkun svínaafurða haldi áfram,
meðal annars vegna þessara að-
gerða, þannig að þeir geti búið sig
undir samkeppni við innfluttar
svínaafurðir í kjölfar GATT-samn-
inga.
Sjá bls. 46: „Mikil verkefni..."
Ráðherra leitar sátta
í spilakassadeilunni
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra lýsti því yfir á fundi með
formönnum Rauða krossins, Landsbjargar, Slysavarnafélags íslands
og SÁÁ seint í gærkvöldi að hann muni kalla á sinn fund fulltrúa
Happdrættis Háskóla Islands í dag, þriðjudag, og kanna grundvöll
þess að taka upp að nýju samningaviðræður um skiptingu spilakassa-
markaðarins og beita sér fyrir því að viðunandi niðurstaða náist fyrir
báða deiluaðila.
Ekki kom fram á fundinum hvort
ráðherra hyggist hafa frumkvæði að
breytingu reglugerðar sem heimilar
HHI rekstur spilakassa, en Guðjón
Magnússon, formaður Rauða kross
íslands, segir að samtökin fjögur
gangi út frá því að samkomulags-
grundvöllur bresti ef ráðherra gefi
út reglugerðina í núverandi mynd.
Formennimir gerðu ráðherra grein
fyrir afstöðu sinni til leyfisveitingar-
innar og lýstu yfir einlægum vilja til
að hefla viðræður við HHÍ að nýju.
Bjartsýnir á lausn
í samtali við Morgunblaðið kváð-
ust Guðjón, Einar Siguijónsson, for-
seti Slysavamafélags íslands, og
Ólafur Proppé, formaður Lands-
bjargar, vera ánægðir með niður-
stöðu fundarins. „Um hádegi mun
liggja fyrir hvaða niðurstaða verður
af fundi ráðherra og fulltrúa HHÍ,
og við emm bjartsýnir á að ráðherra
takist að koma með einhveija við-
sættanlega lausn, enda gerði hann
okkur grein fyrir þeim vilja sínum
að gera allt sem hægt er til að koma
á sáttum,“ segir Einar.
Sjá nánar á bls. 18, 20 og
miðopnu.
Fundað í gærkvöldi
Morgunblaðið/Þorkell
FULLTRÚAR samtakanna á fundi með dómsmálaráðherra, sem hófst kl. 21 í gærkvöldi. Frá vinstri:
Guðjón Magnússon, formaður RKI, Ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, Ari
Edwald, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorstejnn Pálsson dómsmálaráðherra, Einar Sigurjónsson,
forseti SVFÍ, Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, og Ólafur Proppé, formaður Landsbjargar.
Ríkisstjómin óánægð með seinagang í vamarliðsviðræðum
Kvartað við starfandi
sendiherra Bandaríkja
ÞORSTEINN Ingólfsson, ráðu-
neytissljóri utanríkisráðuneytis-
ins og formaður nefndar ís-
Ienskra stjórnvalda sem á í við-
ræðum við bandarisk stjórnvöld
um framtíð varnarstöðvarinnar á
Kefiavíkurflugvelli, kallaði í gær
starfandi sendiherra Bandaríkj-
Samkeppnishindranir á myndbandamarkaðnum
Húsleit gerð hjá Myndmarki
SAMKEPPNISSTOFNUN fékk sinn fyrsta dómsúrskurð fyrir heim-
ild til húsleitar með lögregluvaldi í húsakynnum Myndmarks og
var hún gerð fyrir helgi. Var það gert vegna gruns um að Mynd-
mark, sem er samtök myndbandaútgefenda og myndbandaleiga,
færi ekki að úrskurði Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs
um að láta af ólögmætum viðskiptaháttum á myndbandamarkaðn-
um.
Samkeppnisstofnun kvað upp
þann úrskurð í byijun september
að ólögmætar samkeppnis-
hindranir væru á myndbanda-
markaðnum, meðal annars í
tengslum við Myndmark. Stofnun-
in komst m.a. að þeirri niðurstöðu
að myndbandaleigur sem kysu að
standa utan samtakanna nytu lak-
ari viðskiptakjara en leigur sem
aðild ættu að þeim. Einnig að
samráð væri um hækkun leigu-
verðs og lágmarksverð og að fyrir-
tækjum sem vildu ganga í félagið
og njóta viðskiptakjara félags-
manna væri gert að hækka verð
fyrir útleigð myndbönd. Sam-
keppnisráð staðfesti þessa
ákvörðun Samkeppnisstofnunar
fyrir skömmu. Samkeppnisstofn-
un kærði einnig formann og vara-
formann Myndmarks til Rann-
sóknarlögreglu á þeim forsendum
að þeir hefðu gefíð stofnuninni
rangar upplýsingar við rannsókn
málsins.
Ekki farið að úrskurði
Hjá yfirmönnum Samkeppnis-
stofnunar fengust ekki upplýs-
ingar um ástæður húsleitarinnar
hjá Myndmarki. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins lék grunur
á að Myndmark hefði ekki farið
að úrskurði stofnunarinnar og
haldið áfram að beita myndbanda-
leigur þvingunum til að ganga í
samtökin og halda uppi leiguverði
og því hefði verið ákveðið að óska
eftir heimild til leitar í húsnæði
Myndmarks til að kanna skjöl sam-
takanna. Ekki fengust upplýsingar
um niðurstöðu rannsóknarinnar.
anna á íslandi á sinn fund, þar
sem hann lýsti yfir óánægju ís-
lenskra stjórnvalda með þann
drátt sem orðinn er á viðræðum
Bandaríkjamanna og íslendinga.
„Starfandi sendiherra Bandaríkj-
anna mun að sjálfsögðu greina sín-
um stjómvöldum í Washington frá
okkar samtali, eins og eðlilegt er,“
sagði Þorsteinn í samtali við Morg-
unblaðið í gær. Aðspurður hvort
hann teldi að þessi ákveðni þrýsting-
ur íslenskra stjórnvalda á hin banda-
rísku yrði til þess að hraða málinu
svaraði ráðuneytisstjórinn: „Ég þori
ekki að fullyrða um það, en það
hefur legið í loftinu að boðað verði
til fundar mjög bráðlega. Vonandi
verður þetta til þess að svo verði.“
Þorsteinn vísaði m.a. á fundi sín-
um með starfandi sendiherra Banda-
ríkjanna til þess að Bandaríkjamenn
hefðu í upphafi lagt áherslu á að
hraða málinu. Jafnframt mun Þor-
steinn hafa bent á að ef viðræðum
yrði ekki hraðað, væru takmörk fyr-
ir því hversu lengi yrði hægt að
halda algjörum trúnaði um megin-
atriði viðræðnanna.
Utandagskrárumræða í dag
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra neitaði á fundi með utan-
ríkismálanefnd í gærmorgun að
greina frá gangi viðræðna við Banda-
ríkjamenn um framtíð vamarstöðvar-
innar í Keflavík. Ólafur Ragnar
Grímsson, fulltrúi Alþýðubandalags-
ins í utanríkismálanefnd, hefur í
framhaldi fundarins óskað eftir utan-
dagskrámmræðu á alþingi um utan-
ríkismál. Hún verður í dag kl. 15.
Sjá ennfremur forystugrein,
frétt og yfirlýsingu utanríkis-
ráðuneytisins á bls. 19.
♦ ♦ ♦
íslenzkur sjómaður
slasast í Smugunni
Með þyrlu
til Tromsö
UNGUR sjómaður af Hólma-
drangi, sem er að veiðum í Smug-
unni, er á sjúkrahúsi í Tromsö í
Noregi eftir að hafa verið sóttur
um borð með þyrlu frá Svalbarða
á laugardaginn.
Maðurinn fékk djúpan skurð á
nefið og sótti Super Puma björgun-
arþyrla frá Svalbarða hann og flaug
með hann 300 mílur til Svalbarða.
Þaðan var svo flogið með manninn
á sjúkrahús í Tromsö.
Að sögn Gústafs Daníelssonar,
framkvæmdastjóra Hólmadrangs,
heilsast manninum vel.