Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993
I
þegar hann lætur henni
Ég skrifaði: Við erum í drauma- Haltu þig í fjarlægð frá mér, góði.
ferð í sólskinseyju í Paradís. . . Ég er með bráðsmitandi kvef!
i
!
HÖGNI IIKKKKVÍSI
Pitrgiwn.Malitl'
BRÉF ITL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Frekjan í KR-ingnm
Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni:
Þegar Kristján Ragnarsson, for-
maður LÍÚ, var spurður að því í
Sjónvarpinu fyrir stuttu, eftir að
Rússar höfðu hótað slitum á öllu
sjávarútvegssamstarfi og vinslitum
að auki í kjölfar heimsóknar íslenska
sjávarútvegsráðherrans til Rúss-
lands hér um daginn, svaraði hann
að það væri nú í lagi. Þar töpuðust
minni hagsmunir fyrir meiri og því
bæri íslenskum stjórnvöldum að
hvetja íslenska sjóræningjatogara til
áframhaldandi veiða í Smugunni.
Þ.e. arðránið í Smugunni gæfi meiri
verðmæti í aðra hönd en allt sjávar-
útvegssamstarf til samans við Rúss-
ana s.s. ýmsar gagnkvæmar veiði-
heimildir, landanir þeirra og við-
skipti í íslenskum höfnum, að
Víkveiji sá auglýsingu í Sveitar-
stjórnarmálum frá Lánasjóði
Vestur-Norðurlanda. Yfirskrift aug-
lýsingarinnar var svolítið sérstök:
„ Við veitum lán til athafnaskálda
sem yrkja framfaraverk á Vestur-
Norðurlöndum. “
Hvenær skyldu íslenzkar lána-
stofnanir auglýsa í þessa veru?
Sennilega verður það um svipað
leyti og geimverur tylla tám á Snæ-
fellsjökul!
En áfram með smjörið, það er
auglýsinguna:
„Lánasjóður Vestur-Norðurlanda
er í eigu Norðurlandanna allra og
er samvinnuverkefni til eflingar og
þróunar atvinnulífi í Færeyjum, á
Grænlandi og íslandi. - Sérstök
áherzla er lögð á verkefni sem geta
þróað nýja framleiðslu til útflutn-
ings, eða bætta þjónustu og nýsköp-
unarverkefni, sem byggja á hugvits-
auðlind þegnanna.“
ísland er sum sé eitt þriggja
Vestur-Norðurlanda. Hin eru Fær-
eyjar og Grænland. Eyríkin þijú í
veraldarútsæ.
XXX
Lánasjóður Vestur-Norðurlanda
höfðar þarna til athafna-
skálda, sem yrkja vilja upp á er-
lenda krít. Það er ekki á hverjum
degi sem gullkistuverðir fjölþjóð-
ógleymdu víðtæku samstarfi okkar
við þá og aðrar þjóðir á vísindalegum
grunni á lífríki sjávarins.
Það er ekkert mál að slátra svona
samstarfi ef það gefur smávegis í
aðra hönd þegar búið er að þraut-
pína fiskimiðin við Islandsstrendur
svo mikið að hrun blasir við í flestum
fiskistofnum hér við land. Þeirri
uppþurrkun hefur þetta sama KR-lið
í LÍU stjórnað með öllum botntrolls-
togurunum sínum.
Þetta er sama liðið og hefur líka
stjórnað því að sífellt er þrengt
meira að smábátaútgerðinni hér á
landi, svo hinir mjög svo sjávaróvist-
vænu risatogarar LÍÚ sætu helst
einir að íslandsmiðum. Þessir sömu
KR-ingar hafa talað um það í alvöru
að láta banna mestalla smábátaút-
gerð hér á 'landi þar sem of lítið
legra banka, í þessu tifelli samnor-
ræns, falbjóða lán til framfara og
nýsköpunar á ísa köldu landi. Og
ekki mun af veita aukinni atvinnu
eða meiri verðmætasköpun, hvorki
hér i samdrættinum eða á ijáreyjum
frænda okkar. Þar er atvinnuleysi
reyndar muna meira en hér og fólks-
flótti til Danmerkur (Jótlandsheiða?)
meiri en góðu hófi gegnir.
Skuldastaða íslendinga er að
vísu, enn sem komið er, skárri en
Færeyinga. Samt sem áður eru er-
lendar langtímaskuldir okkar um
230 milljarðar króna og verða 265
milljarðar, eða næstum ein milljón
króna á hvern íslending, börn og
gamalmenni meðtalin, endað næsta
ár. Afborgapir og vextir af þessu
skuldaijalli nema rúmum 50 millj-
örðum króna á næsta ári eða lang-
leiðina í 7 af hveijum tíu krónum
af útflutningstekjum okkar!
XXX
Alþýðublaðið fjallar um skulda-
mál norðvesturþjóða í forystu-
grein í vikunni er leið:
„Hildarleikur efnahagslífsins í
Færeyjum er nærtækur. Forystu-
menn stjórnarandstöðunnar hafa
stundum sakað stjórnarliða um að
veifa draugasögum frá Færeyjum
fyrir framan Islendinga. Því miður
eru hér engar draugasögur eða
væri eftir af þorskstofninum handa
eyðileggingartogurunum einum
saman.
Þau veiðarfæri sem stóru togar-
arnir nota hafa skrapað allan sjáv-
arbotninn fram og til baka í svo
margan gang að nú finnst vart nokk-
ur misfella eða botngróður á botni
landgrunnsins, nema í nánd við
skipsflök þar sem þessi togaralýður
íýmir ekki að toga í hræðslu við að
skemma óvistvænu veiðarfærin sín.
Allar neðansjávarmyndatökur og
aðrar alvörurannsóknir á högum
fiskistofnanna á íslandsmiðum sýna
að það er helst í námunda við sokk-
in skipsflök sem allnokkur botngróð-
ur og annað eðlilegt botnlíf þrífst.
En það er einmitt í og við þennan
gróður og misfellur að botninum sem
þorskseiðin sem og fiestöll seiði ann-
arra fiskistofna landgrunnsins dafna
langbest. Sem skiljanlegt er þvl þar
er ekki bara æti af fjölbreyttum
toga, heldur er þar nánast eina skjól-
ið að fá á þessum slóðum fyrir stærri
fiskum sem alltaf synda með kjaftinn
opinn, rétt eins og þeir væru líka í
LÍÚ.
Ef þessi KR-ingalýður fær áfram
að ráða íslenska sjávarútvegsráðu-
neytinu eins mikið og hann hefur
gert til þessa verður bara um tvennt
að ræða fyrir þessa þjóð ef hún á
að lifa áfram í þessu landi á næstu
árum og áratugum. Að taka sjávar-
útvegsráðuneytið með byltingu og
banna öll eyðileggingarveiðarfærin
umsvifalaust, eða að kaupa ca. 5.000
skipsflök víðsvegar að úr veröldinni
og dreifa þeim með reglulegu milli-
bili um landgrunnið á uppeldisslóð
þorsksins og annarra nytjafiska ís-
lendinga.
Það virðist ekki vera um fleiri
valmöguleika að ræða á meðan við
höfum LÍÚ-strengjabrúðuna Þor-
stein Pálsson í sjávarútvegsráðu-
neytinu, eða hvað?
MAGNÚS H.
SKARPHÉÐINSSON,
Grettisgötu 40b,
Reykjavík.
ímyndaðar vofur á ferli. Færeyska
efnahagshrunið er köld staðreynd.
Nú síðast í fyrradag [11. október]
tók danska bankaeftirlitið þá
ákvörðun að setja Fossbanka í Fær-
eyjum í greiðslustöðvun. Fjöldi hús-
eigenda í Færeyjum sem misst hafa
vinnu og heimili hafa sent viðskipta-
bönkum sínum húslykilinn í pósti
og flutt úr landi. Færeyjar eru gjald-
þrota.
Eyjaskeggjar urðu fómarlömb
erlendra lána sem flest eru til kom-
in vegna fyrirgreiðslupólitíkusa sem
hafa ausið ríkisfé til kjördæma sinna
án umhugsunar til arðs af ævintýra-
legum fjárfestingum. Lántökur og
kjördæmaskipan haldast í hendur ...
Færeyjar eru ekki langt frá ís-
landi. Hvorki landfræðilega né efna-
hagslega. Því fyrr sem ráðamenn
gera sér grein fyrir þessu, því betra.
Tíminn er að renna frá okkur.“
Það kann að vera gott og blessað
að taka erlend lán, ef lánin ganga
til framkvæmda sem skila kostnaði
sínum skjótt aftur, fjölga störfum
og skapa verðmæti. Arðsemin verð-
ur að ráða ferð. Hjá athafnaskáldum
sem öðram. Útlánatöpum banka og
fjárfestingarsjóða verður að linna.
Sem og erlendri skuldasöfnun sem
sniðgengur arðsemissjónarmið.
Annars förum við sömu leið og
frændur okkar Færeyingar.
Farartæki eru alltaf dýr
Frá Torfa Ólafssyni:
Að undanförnu hefur staðið yfir
hörð umræða um samgöngutækja-
mál Seðlabankanna. Í því sambandi
rifjaðist upp hjá mér minning frá
„góðu gömlu“ dögunum, þegar ég
var ungur starfsmaður í Landsbanka
íslands því þar var einnig um „sam-
göngutækjamál" að ræða.
Á þeim tímum unnu tveir sendlar
í bankanum. Þeir voru á sífelldum
þönum út og suður og fóru að mestu
leyti fótgangandi því þá vora fjar-
lægðir minni og flest það í miðbæn-
um sem menn þurftu á að halda,
Þegar þeir þurftu að fara lengri leið-
ir, fengu þeir tvo strætisvagnamiða,
fram og til baka, en þá var, ekki
síður en nú, tafsamt að ferðast með
þeim ökutækjum því langt var milli
vagna.
Þá var sú tillaga eitt sinn lögð
fram á fundi bankastjórnar, og
bankaráðs, ef ég man rétt, að kaupa
reiðhjól til afnota fyrir sendlana því
fyrirkomulagið eins og það var væri
tímafrekt. Þá svaraði einn banka-
stjórinn, sem einna gætnastur þótti
í fjármálum, að ekki þýddi neitt að
kaupa hjól því strákarnir mundu
bara rífast um það. Þá spurði tillögu-
maðurinn hvort ekki mætti kaupa
tvö hjól, sitt handa hvorum. Banka-
stjórinn brást ókvæða við því og
spurði tillögumann hvort honum
dytti það í hug í alvöru að fara svo
gálauslega með peninga bankans og
almennings að ijárfesta í tveim reið-
hjólum. Og þar sem allir sáu ljóslega
hvílíkt bruðl það væri var málið tek-
ið út af dagskrá og ekki rætt næstu
árin.
Af þessu má glögglega sjá, mínir
elskanlegir, hversu áþekk vandamál-
in eru áratug eftir áratug, þótt
mælikvarðinn hafi að vísu breyst.
Mættum vér draga nokkurn lærdóm
af þessu og breyta sem mest í anda
forvera vorra sem höfðu hinar fornu
dyggðir, Sparsemi og ráðdeild, betur
í heiðri en börn þessarar aldar.
TORFI ÓLAFSSON,
Melhaga 4,
Reykjavík.
Víkveiji skrifar