Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 Kaskótrygging í heilbrigðiskerfinu eftir Guðbjörgu Þórð- aráóttur og Björku Vilhelmsdóttur Eins og öllum er kunnugt hafa undanfarið verið gerðar breytingar í heilbrigðiskerfínu, þannig að sjúk- lingar bera nú sjálfír aukinn kostn- að þeirrar þjónustu sem þeir fá á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og hjá sérfræðingum. Einnig greiða sjúklingar nú að mestu fyrir lyf sín sjálfir, nema í undantekningartil- fellum. Það sem að framan er talið er óheillaþróun og er ekki á bæt- andi. Þess vegna getum við, félagsráð- gjafar á Landspítalanum, ekki orða bundist vegna nýjust'u frétta úr heilbrigðisráðuneytinu. Nú eiga landsmenn að kaupa sér aðgangs- kort að heilbrigðisþjónustunni en greiða ella margfalt fyrir læknis- þjónustu utan sem innan sjúkra- húsa. Að okkar mati er þetta and- stætt grundvallarhugsjónum vel- ferðarkerfísins og ber að vara alvar- lega við því. Velferðarkerfi okkar er þannig hugsað að allir beri jafna ábyrgð á kostnaði sem hlýst af elli, æsku, örorku, slysum og/eða sjúk- dómum. Sparnaðurog skattheimta Heilbrigðisráðherrar hafa stært sig af miklum sparnaði í kjölfar niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir þann meinta sparnað sem talað er um, á nú enn og aftur að seilast í vasa almennings. Nú á að gera það í formi nefskatts því ekki má, samkvæmt stefnu ríkis- stjórnarinnar, kalla þetta sínu rétta nafni, þ.e. skattahækkun. Þó væri hækkun tekjuskatts mun heiðar- legri og réttlátari skattheimta en „Við mótmælum harð- lega þessum hugmynd- um um aðgangskort að heilbrigðisþjónustunni. Enn er ekki búið að afgreiða þetta mál end- anlega í ríkisstjórninni og því hafa allir mögu- leika á að hafa áhrif.“ nefskatturinn sem er hlutfallslega hærri fyrir lágtekjufólk en hátekju- fólk. Aðrar leiðir mætti fara til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðis- þjónustuna. Samkvæmt upplýsing- um fjölmiðla frá skattsvikanefnd verða ríki og sveitafélög af 11 millj- örðum á ári vegna skattsvika. Því álítum við mun réttlátari tekjuöflun að efla til muna skattaeftirlit og eyrnamerkja heilbrigðisþjónustunni hluta þess fjármagns sem kæmi inn við það. Heilbrigðiskerfíð verður að vera rekið með skattgreiðslum sem eiga að vera í hlutfalli við tekjur fólks, út á það gengur samneysla og jöfnuður. Það er því alveg óskilj- anlegt að „kaskó-korta-hugmynd- in“ skuli komin frá flokki sem kenn- ir sig við alþýðuna og jöfnuð. Hvert leiðir þessi stefna? Verði þessi óheillaleið farin, þ.e. nefskatturinn, er hætta á að þessar 2.000 krónur hækki fljótlega, sé málið skoðað í ljósi reynslunnar. A næsta ári yrði gjaldið e.t.v. orðið að 3.000 kr. og eftir 2-3 ár að 10.000 kr. o.s.frv. Einnig er hætt við að næsta skref verði að leggja til enn frekari greiðslur fyrir ákveðna þætti heilbrigðisþjón- ustunnar. Þær greiðslur, sem þegar hafa verið settar, eru strax farnar að valda því að fólk leitar ekki lækn- is þótt þörf sé, heldur lætur heils- una sitja á hakanum. Sú hugmynd að fólk borgi fyrir að leggjast inn á sjúkrahús, er varasöm stefna. Verður í framhaldi af því e.t.v. far- ið að krefjast greiðslna fyrir dýrar rannsóknir þannig að efnafólk geti notið þjónustunnar en ekki það efnaminna? Verður hægt að kaupa sig framar á biðlista eftir aðgerð- um? Svona má lengi telja og getur hver og einn notað sitt hugarflug. Kerfið gegn sjúklingnum Við sem erum félagsráðgjafar á ríkisspítölunum þekkjum til þess stóra hóps fólks sem átt hefur við heilsuleysi að stríða og er með lág- markstekjur eða lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Þess vegna getum við fullyrt, að fyrir fólk með lágar ráðstöfunartekjur er 2.000 kr. há upphæð. Eðlileg viðbrögð hjá fjölskyldum sem aldrei ná endum saman er að láta raf- magns-, síma-, hita- og leigureikn- inginn ganga fyrir aðgangskorti að ódýrari heilbrigðisþjónustu. Hveiju getur þetta fólk átt von á þegar að veikindum kemur? Verður þá sagt: „Þú tryggir ekki eftir á“? Að vísu svaraði heilbrigðisráðherra þessari spurningu í dægurmálaút- varpi Rásar 2, þannig að fólk gæti fengið endurgreitt frá Trygginga- stofnun kostnaðinn ef viðkomandi greiddi fyrir kortið sitt eftir á. Ef þetta fyrirkomulag yrði tekið upp myndi að sjálfsögðu enginn greiða, fyrr en hann væri búinn að fá þá þjónustu sem aðgangskortið greiðir niður. Hver er þá tilgangurinn? Er þá ekki eðlilegra að gera upp í lok ársins með þeim hætti að allir þeir Hafnfírðingar, hvað er á seyði í miðbænum? eftirBjarna Þórðarson Þeir sem leið eiga um miðbæ Hafnarfjarðar munu veita þvi at- hygli, að farið er að reisa útveggi hins umdeilda stórhýsis. Ég hafði eiginlega gert ráð fyrir að fram- kvæmdaaðilamir, Miðbær Hafnar- flarðar hf., mundu gefast upp áður en byggingin kæmist á það stig. Allt bendir því til að þeim takist að koma upp einhveijum útveggj- um sem síðan munu standa þama um einhver ár öllum til ama og leiðinda. Hvers vegna held ég þessu fram? Það geri ég vegna þess að framkvæmdaaðilar munu ekki fá ijármagn til þess að halda verkinu áfram. Þær raddir heyrast sem segja að þeir séu þegar búnir að tryggja fjármagn og það sé ekki vandamál í þessu sambandi. Ég leyfí mér að halda fram hinu gagnstæða. Miðbær Hafnarfjarðar hf. er Iík- lega búinn að fá bæjarábyrgð á skuldabréf, sem em að fjárhæð um 220-250 milljónir. Það hefur ekki verið vandamál að selja þessi bréf á verðbréfamarkaði með ávöxtun- arkröfu um og yfir 10%. Um leið og Miðbær Hafnaríjarðar hf. ætlar að bjóða til sölu bréf, sem einung- is em tryggð með veði í sjálfri fasteigninni, munu kaupendur slíkra bréfa, bankar, sparisjððir, tryggingafélög og lífeyrissjóðir, aíþakka boðið enda alls ekki gott. Hversu margar byggingar em nú þegar komin í eigu þessara stofn- ana eftir nauðungaruppboð? Halda „Eru forsvarsmenn Miðbæjar Hafnarfjarð- ar hf. reiðubúnir til þess að svara því, hvernig þeir ætla að fjármagna bygging- una? Þetta er ekkert einkamál þeirra því að við Hafnfirðingar sitj- um uppi með hálf- byggðan húskassa ef illa fer.“ menn að bankamir hafi hug á að bæta við sig hóteli í safn þeirra hótela sem þeir eiga fyrir? Stofnun sem kaupir skuldabréf, tryggt með veði í þessari byggingu, mun gera sig að viðundri á fjámnálamarkaðn- um í dag. Nú er meir lagt upp úr öryggi ávöxtunar en var fyrir nokkmm ámm þegar misvitrir fjármálaspekúlantar keyptu eða ráðlögðu kaup á skuldabréfum með miklum afföllum en að sama skapi áhættusömum. Þegar upp var staðið sátu menn oft eftir með sárt ennið, jafnvel sakiausir eig- endur hlutdeildarbréfa í verðbréfa- sjóðum. Ekki trúi ég því, sem ýmsir halda fram, að eitthvert verðbréfafyrirtæki ábyrgist fjár- mögnum þessa ævintýris. Em forsvarsmenn Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. reiðubúnir til þess að svara því, hvemig þeir ætla að fjármagna bygginguna? Þetta er ekkert einkamál þeirra Bjarni Þórðarson því að við Hafnfírðingar sitjum uppi með hálfbyggðan húskassa ef illa fer. Hér er slíkir hagsmunir í húfí að það er með ólíkindum hvemig forsvarsmenn bæjarins virðast fljóta sofandi að feigðarósi. Að lokum þetta: Ég hélt að allir væra sammála um að íslendingar hefðu þegar fengið sig fullsadda á fjárfestingarsukki og alls kynns íjármálaóreiðu. Er ekki algjör óþarfí að fleygja milljörðum króna í hús sem engin þörf er fyrir önnur en hugsanlega sú að einhvetjir óraunsæir stjómmálamenn geti séð drauma sína rætast? Höfundur er tryggingastærðfræðingur, búsettur í Hafnarfirði. Guðbjörg Þórðardóttir sem lögðust inn á sjúkrahús eða þurftu að leita eftir dýrri sérfræði- þjónustu á árinu borguðu sínar 2.000 krónur, hinir sleppa. Á þessu sést að verið er að búa til nýja tekju- stofna fyrir heilbrigðisþjónustuna sem beint em teknir af sjúklingum án tillits til aðstæðna og/eða tekna. Við mótmælum harðlega þessum hugmyndum um aðgangskort að Björk Vilhelmsdóttir heilbrigðisþjónustunni. Enn er ekki búið að afgreiða þetta mál endan- lega í ríkisstjóminni og því hafa allir möguleika á að hafa áhrif. Höfundar eru félagsráðgjafar á Landspítalanum. Björk Vilhelmsdóttir á kvennadeild og Guðbjörg Þórðardóttir á krabbamcinslækningadeild. „Buddumiar iífæð í brjóstinu slær eftir Siglaug Brynleifsson íslendingar lifa á fiskveiðum og úrvinnslu aflans að langmestu leyti. Þegar aflinn dregst saman, rýrast tekjur ríkissjóðs og allra lands- manna, og þá koma til ráðstafanir ríkisvaldsins til að draga úr eyðslu og þjónustu, aukin skattbyrði og álögur. Þesar ráðstafanir em mjög óvinsælar og kvörtunum og kvein- stöfum linnir ekki. Nýr skattstofn nefnist skattur á fjármagnstekjur. Fjármagni lands- manna er dreift á margar hendur í ýmsum formum. Einstaka ein- staklingur á einhveijar inneignir og margir hlutabréf eða verðbréf, stofnanir og félagssamtök eiga mörg hver digra sjóði. Af öllu þessu fjármagni greiðast vextir og nú er það helst til ráða að skattleggja hluta vaxtatekna einstaklinga og stofnana. Þorri landsmanna skilur að aðsteðjandi vandræði vegna tregs sjávarfangs veldur þessum ráðstöfunum. Meðal þessara sjóða eru lífeyrissjóðir sem eru einhveijir digmstu sjóðir landsmanna. Meðal þeirra eru lífeyrissjóðir verkalýðsfé- laga og launamanna. Stjómendur þessara sjóða leitast við að auka tekjur þeirra með ýmsum hætti, t.d. kaupum á verðbréfum, lánum til opinberra aðila o.s.frv. Þegar Þorsteinn Erlingsson setti saman ljóðlínuna hér að ofan, hafði hann í huga þá einstaklinga sem er einkar annt um peninga sína, svo mjög, að viðhorf þeirra til náungans mótast af hagkvæmri ávöxtun eigin fjármagns eingöngu. Slíkir ein- staklingar vom á dögum Þorsteins Erlingssonar fremur fátíðir og vom oft nefndir ýmsum niðrandi nöfn- um. Þorsteinn Erlingsson taldi sig jafnaðarmann, kynntist hreyfmgu sósíalista á sínum tíma í Kaup- mannahöfn og var einlægur hug- sjónamaður í baráttunni fyrir bætt- um hag verkalýðsins, sem þá var að myndast sem stétt í vaxandi þéttbýli, einkum við Faxaflóa. „Stofnun stéttarfélaga helzt í hend- ur við landnám framleiðsluhátta auðvaldsskipulagsins hér á landi“ (Ólafur R. Einarsson: Upphaf ís- lenskar verkalýðshreyfíngar 1887- 1901. Rv. 1970). Síðan hefur margt gerst. Aukin ijármagnsmyndun og gjörbreyttir atvinnuhættir, þó er fiskurinn enn fjöregg þjóðarinnar og örlög hennar eru, ef svo má segja, tengd afla- brögðum í sjó. Félagsnauðung að verkalýðsfélögum og greiðsluskylda félaga í sjóði þeirra hefur aukið fjár- magnsmyndun innan hreyfíngar- Siglaugur Brynleifsson „Og þegar ríkisvaldið hyggst leggja fjár- magnsskatt á þá hina digru sjóði félaganna, þá er brugðist ókvæða við og hafðar uppi hæpnar samlíkingar við t.d. almannatrygging- ar.“ innar. Og enn er eitt sem hefur aukið tekjur þessara sjóða sem er ábatinn af atvinnuleysinu, verka- lýðsfélög hljóta prósentugreiðslur fyrir hvern styrkþega atvinnuleysis- bóta. Frumheijum hreyfíngarinnar myndi þykja það undarlegt að verkalýðshreyfingin græddi á at- vinnuleysisplágunni. En sjóðirnir þrútna og tímgast með útsjónarsemi og hugkvæmni forustumanna hreyfíngarinnar í fjármálum. „Buddunnar lífæð í bijóstinu slær“ og það ört hjá því skelegga baráttuliði verkalýðsfélaganna. Og þegar ríkisvaldið hyggst leggja fjármagnsskatt á þá hina digru sjóði félaganna, þá er brugð- ist ókvæða við og hafðar uppi hæpn- ar samlíkingar við t.d. almanna- tryggingar, gamalmenni og alla sjúklinga landsins (samkvæmt út- listunum félagshyggjumanna eru allir sjúklingar hér á landi algjörir öreigar) og hótað harkalegum að- gerðum gegn væntanlegum „níð- ingsverkum," á bankastjórum verkalýðsfélaga og Alþýðusam- bandsins. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.