Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993
Guðmundur Vignir
Jósefsson — Minning
Fæddur 24. febrúar 1921
Dáinn 12. október 1993
"V .
I dag kveð ég hinstu kveðju góð-
an vin og traustan samstarfsmann
um árabil, Guðmund Vigni Jósefs-
son, fyrrverandi gjaldheimtustjóra
og vararíkissáttasemjara.
Guðmundur Vignir fæddist 24.
febrúar 1921 í Reykjavík. Foreidrar
hans voru Guðríður Guðmundsdótt-
ir, húsmóðir frá Hvammsvík í Kjós,
og Jósef Blöndal Magnússon, tré-
smiður í Reykjavík. Föður sinn
missti Guðmundur Vignir tveggja
ára gamall. Af fjórum systkinum
hans eru nú tvö á lífí. Eiginkona
''“'hans, Jóhanna Sólveig Guðmunds-
dóttir, lést árið 1992.
Guðmundur Vignir og Hanna
Veiga eignuðust þtjár dætur. Þær
eru Guðríður lögfræðingur, Helga
Ingibjörg sjúkraþjálfari og Ásta
Valgerður sjúkraþjálfari. Fyrir
hjónaband eignaðist Guðmundur
Vignir eina dóttur, Hólmfríði.
Guðmundur Vignir lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1941, lögfræðiprófí frá
Háskóla íslands árið 1948 og stund-
aði síðan nám í stjómsýslurétti við
Sorbonne-háskóla í París. Hann
varð héraðsdómslögmaður árið
1948 og hæstaréttarlögmaður árið
^1957.
Aðalstörf Guðmundar Vignis
hafa verið þessi: Fulltrúi á skrif-
stofu borgarstjórans í Reykjavík
1947-1951, skrifstofustjóri bæjar-
verkfræðings í Reykjavík 1951-
1962 og gjaldheimtusljóri 1961-
1992. Hann var þá jafnframt lög-
fræðingur Gjaldheimtunnar.
Auk aðalstarfa gegndi Guðmund-
ur Vignir margvíslegum öðmm
störfum, m.a. kennslustörfum við
Menntaskólann í Reykjavík, Há-
skóla íslands og fleiri skóla. Hann
var blaðamaður við Morgunblaðið í
ígripum, átti sæti í Félagsdómi um
árabil og gegndi starfí vararíkis-
sáttasemjara 1979-1991. Þá hlóð-
ust á hann margvísleg trúnaðarstörf
allt frá því að hann var formaður
Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd-
enta í Háskóla íslands,_ formaður
Stúdentaráðs Háskóla íslands og
formaður Stúdentafélags Reykja-
víkur. Hann gegndi meðal annars
formennsku í Lögfræðingafélagi ís-
lands og Norrænu embættismanna-
nefndinni, var í yfírkjörstjóm við
borgarstjómarkosningarnar í
Reykjavík 1974-1990, þar af odd-
viti hennar 1986-1990, var formað-
ur Innheimtustofnunar sveitarfé-
•íaga 1971-1987 og formaður
bamavemdamefndar Reylqavíkur
1950-1962.
Guðmundur Vignir starfaði með
mér sem vararíkissáttasemjari
1979-1991 og reyndist mér ráðholl-
ur og tillögugóður í hvívetna. Hann
var ekki mikið fyrir að láta á sér
bera, en þeim mun betri bakhjarl
og ráðgjafí. Allir, sem þekktu vel
til starfa Guðmundar Vignis, vissu
hve grandvar hann var, traustur og
réttsýnn. Hann var í senn góður
lögfræðigur og góður maður. Það
er hægt að lýsa manninum Guð-
mundi Vigni á margan hátt. Hann
var í senn lærður og virtur lögfræð-
ingur, mikill tungumálamaður með
fágaðan bókmenntasmekk, sjálf-
menntaður sagnfræðingur og mikill
unnandi klassískrar tónlistar. í
þröngum hópi góðra vina var hann
ennfremur fágætur húmoristi, sem
unun var að blanda geði við — eigin-
leikar sem þeir vissu lítið um, sem
aðeins höfðu kynnst honum við
embættisverkin, sem hann vann af
sérstakri alúð og nákvæmni. Hin
síðari ár stóð hugur Guðmundar
Vignis mjög til útiverU og hann iðk-
aði golf af kappi.
Þá skal því ekki gleymt, að húm-
anistinn Guðmundur Vignir var lat-
inumaður í skóla og latínumaður
alla ævi. Lifssýn hans verður að
minni hyggju best lýst með því að
vitna í hið fomkveðna: „Bene vixit
qui bene latuit“, sem þýða mætti
þannig: „Sá lifir vel, sem lætur ekki
mikið á sér bera.“
Mér em minnisstæðar margar
samverustundir með Hönnu Veigu
og Guðmundi Vigni bæði innanlands
og utan, ekki síst í Tromsö árið
1990, þegar við sóttum fund nor-
rænna sáttasemjara og ferðuðumst
þar um nágrennið. Hanna Veiga
vann hug og hjörtu samferðafólks-
ins svo fróðleiksfús, félagslynd og
glaðsinna sem hún var. I raun og
vem verður ekki rætt um Guðmund
Vigni nema Hönnu Veigu sé minnst.
Hlutur hennar í lífi þeirra hjóna
verður aldrei ofmetinn, enda dáði
Guðmudnur Vignir hana. Betri lífs-
fömnaut hefði hann ekki getað
fengið.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þau góðu hjón, Guðmund
Vigni og Jóhönnu Sólveigu. Það er
dýrmætt að hafa kynnst slíku fólki
og átt með þeim nokkra samleið.
Dætmnum og fjölskyldum þeirra,
svo og vinunum í Rauðalæk 50,
sendum við Kristín kona mín og
samstarfsfólkið á skrifstofu ríkis-
sáttasemjara innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðlaugur Þorvaldsson.
Guðmundur Vignir Jósefsson f.v.
gjaldheimtustjóri lést í Reykjavík
hinn 12. október si. á 73. aldursári.
Að loknu námi í lögfræði réðst
hann til starfa sem fulltrúi í skrif-
stofu borgarstjórans í Reykjavík
árið 1974, var skrifstofustjóri bæj-
arverkfræðings frá 1951 til 1962,
en þá varð hann gjaldheimtustjóri
í Reykjavík og gegndi því starfí um
30 ára skeið.
Á löngum og farsælum starfs-
ferli var hann kallaður til margvís-
Iegra trúnaðarstarfa á vegum
Reykjavíkurborgar og ríkisins, en í
annríki daganna gaf hann sér jafn-
framt tíma til að sinna ábyrgðar-
störfum á vegum ýmissa félagssam-
taka, þar sem hann var valinn til
forystu.
Guðmundur Vignir var einn af
stofnendum Reykjavíkurdeildar í
samtökum norrænna borgarstarfs-
manna, TBO, árið 1952. Hann var
ritari deildarinnar um langt skeið
og oddviti hennar frá 1980 til 1987.
Við TBO-félagamir minnumst með
þakklæti þeirra ára sem við fengum
að njóta samfylgdar hans og eigin-
konu hans Jóhönnu Sólveigar Guð-
laugsdóttur. Vinátta þeirra og óeig-
ingjöm störf í þágu TBO verða seint
fullþökkuð. Við varðveitum minn-
inguna um góðan dreng og vottum
dætrum hans og fölskyldum þeirra
samúð okkar.
Haukur Pálmason.
í dag fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík útför kærs vinar, Guð-
mundar Vignis Jósefssonar, hæsta-
réttarlögmanns og fyrrverandi
gjaldheimtustjóra, er andaðist 12.
október sl., sjötíu og tveggja ára
að aldri.
Á þessari kveðjustund er margs
að minnast. Ég hafði fyrstu spurnir
af Guðmundi Vigni, þegar ég hóf
störf sem skrifstofustjóri borgar-
verkfræðings haustið 1963, en í því
starfí hafði Guðmundur gegnt fram
á árið 1962, en þá gerðist hann
fyrsti gjaldheimtustjórinn í Reykja-
vík. Var auðheyrt á starfsfólki skrif-
stofunnar, að það bar mikla virðingu
fyrir Guðmundi og störfum hans og
var því enginn leikur að ganga í
hans spor sem eftirmaður hans.
Stuttu eftir að ég tók við skrifstofu-
stjórastarfínu átti ég því Iáni að
fagna að kynnast Guðmundi per-
sónulega og þróuðust þau kynni í
trausta vináttu. í starfí átti starfs-
vettvangur okkar eftir að liggja víða
saman, fyrst vegna starfa okkar
fyrir Reykjavíkurborg og síðar
vegna lögmannsstarfa okkar eftir
að ég hætti störfum hjá Reykjavík-
urborg, en Guðmundur gætti hags-
muna Gjaldheimtunnar fyrir dóm-
stólum meðan hann starfaði sem
Gjaldheimtustjóri og var það alla tíð
gert með festu en sanngimi. Tel ég
að allir sem til þekktu séu um það
sammála að Guðmundur hafí verið
fyrirmyndar embættismaður, vinnu-
samur, reglusamur og áreiðanlegur.
Gjaldheimtustarfíð er vanþakklátt
starf, en það skipulagði Guðmundur
með þeim hætti að allir vissu hvaða
reglur giltu og gátu treyst því að
aðrar og betri reglur giltu ekki fyr-
ir aðra.
Þrátt fyrir erfitt embætti þótti
Guðmundi gaman að glíma við starf
sitt sem sýndi sig í því að hann starf-
aði til síðasta dags, er lög leyfðu,
eða til loka febrúar 1992. Sagði
Guðmundir á sinn skemmtilega hátt
að hann hefði verið heppinn að
starfslok hans urðu á því ári, því
að þá hefði verið hlaupár og hefði
hann því fengið einn aukadag. Eftir
starfslok sín hjá Gjaldheimtunni hóf
Guðmundur vinnu hjá ríkislögmanni
og starfaði þar að lögfræðilegum
álitsgerðum og fleiri lögfræðilegum
verkefnum meðan heilsa leyfði. Veit
ég að embætti ríkislögmanns var
ekki svikið af þeirri vinnu.
Þrátt fýrir mikið vinnuálag gaf
Guðmundur sér tíma til að taka
þátt í ýmissi félagsstarfsemi og var
þar jafnan kjöririn til forystustarfa
vegna gáfna sinna og forustuhæfí-
leika. Fór sérstakt orð af honum
fyrir skemmtilegar tækifærisræður
hans, en hann var hinn mesti húm-
oristi þó að ekki bæri hann það utan
á sér. Hann var áberandi fróður,
enda víðlesinn af lestri góðra bóka.
Þá var hann tungumálamaður góður
og snjall meðal annars í latínu, en
hana kenndi hann í menntaskólan-
um á sínum yngri árum.
En það var ekki aðeins í starfí
okkar sem leiðir okkar lágu saman,
heldur einnig í leik. Eru ófáar stund-
irnar sem við lékum saman golf og
spjölluðum saman um heima og
geima út í guðsgrænni náttúrunnj.
Þá áttum við saman skemmtilegar
samverustundir með konum okkar,
bæði hér á landi og erlendis. Sökn-
um við einnig sárt eiginkonu Guð-
mundar, Jóhönnu Sólveigar Guð-
laugsdóttur, eða Hönnu Veigu eins
og hún var kölluð, en aðeins rúmt
ár er Iiðið frá því að hún var borin
til grafar aðeins sextíu ára að aldri.
Er það huggun harmi gegn að tími
samfunda þeirra er kominn.
Kæru Guðríður, Helga Björg og
Ásta Vala. Við hjónin dáumst að
þeirri þrautseigju og fómarlund,
sem þið sýnduð foreldrum ykkar í
hinum löngu veikindum þeirra og
biðjum þess að minningin um góða
foreldra megi vera ykkur huggun í
söknuði ykkar.
„Hinir dánu em ekki horfnir að
fullu. Þeir era aðeins komnir á und-
an.“ (Cyprianus.)
Helgi V. Jónsson.
Kær vinur er kvaddur í dag. Lát
hans kom ekki að óvöram, þegar
litið er nokkrar vikur eða mánuði
aftur í tímann, en erfitt hefði verið
að trúa því fyrir réttum tveimur
áram, þegar Guðmundur Vignir og
Hanna Veiga og við voram hress
og glöð á ferðalagi um Þýskaland,
að nú væra þau bæði horfin yfír
móðuna miklu.
Á ævinni kynnist maður mörgu
fólki, en í þeim hóp skera sig fáein-
ir menn úr, fyrir að því er virðist
meðfædda réttlætiskennd., Einn
þeirra var Guðmundur Vignir. Það
væri margt öðravísi hjá þjóð okkar
ef fleiri hefðu fengið í vöggugjöf
og uppeldi skyn á að breyta rétt og
þroskað það með sér.
Það var kannski þess vegna sem
hann virtist alltaf í jafnvægi og
sáttur við tilverana. Guðmundur
Vignir hafði yndi af listum, hlustaði
á tónlist og var víðlesinn. Og það
merkilega var að hann virtist muna
frá orði til orðs og gat alltaf vitnað
í hliðstæður úr bókum í umræðum
og var það oft til að varpa nýju ljósi
á efnið og oftar en ekki fylgdi kímni-
bros sem kom viðstöddum í gott
skap.
Það var gæfa að kynnast Guð-
mundi Vigni og eiga samvistir við
hann. Við þökkum fyrir góðar minn-
ingar sem hann hefur skilið eftir
hjá okkur. Við biðjum Guð að
styrkja dætur hans og sendum þeim,
mökum þeirra og börnum samúðar-
kveðju.
Ingibjörg Skúladóttir,
Karl Eiríksson.
Guðmundur Vignir Jósefsson
réðst til Reykjavíkurborgar árið
1947, þegar faðir minn gegndi starfí
borgarritara. Urðu þeir nánir sam-
starfsmenn og góðir vinir um 17
ára skeið. Minnist ég þess að faðir
minn hafði orð á því að hann mæti,
að öðram ungum mönnum ólöstuð-
um, Guðmund Vigni mest þeirra
sem hann kynntist í löngu starfí
sínu hjá Reykjavíkurborg.
Eftir að ég réðst til Reykjavíkur-
borgar á árinu 1966 starfaði ég
einnig náið með Guðmundi Vigni
að málefnum Gjaldheimtunnar, sem
hann stýrði styrkri hendi frá stofnun
1962, þar til hann lét af starfí gjald-
heimtustjóra vegna aldurs á sl. ári,
eða í nærfellt 30 ár.
Afstaða Guðmundar Vignis til
vandasamra mála, sem þar komu
til úrlausnar, var einatt málefnaleg
og vel grunduð og þekking hans á
skattamálum og öllu því sem lýtur
að innheimtu var víðtæk og yfir-
gripsmikil. Ríki og borg áttu sam-
eiginlega afburða starfsmann.
Traust þeirra átti hann óskorað.
Guðmundi Vigni hefur eflaust oft
þótt erfítt að geta ekki tekið alltof
vel í úrlausn mála margra þeirra,
sem til hans komu. Hann varð að
gæta jafnræðis, þess að ívilna ekki
einum umfram aðra. En undir niðri
var gjaldheimtustjórinn ætíð hlýr
og sannur og í hópi góðra vina var
glaðværð hans og kímni ómissandi
og verður ógleymanleg.
Við Sigurlaug áttum því láni að
fagna að öðlast vináttu Guðmundar
Vignis og Hönnu Veigu, en hún lést
á liðnu ári. Við söknum þeirra og
söknum þess að geta ekki vegna
fjarvera fylgt vini okkar síðasta
spölinn. Dætranum og öðram að-
standendum sendum við einlægar
samúðarkveðjur.
Jón. G. Tómasson.
Guðmundur Vignir Jósefsson
hæstaréttarlögmaður, lést í Land-
spítalanum þriðjudaginn 12. október
1993.
Hann var fæddur í Reykjavík 24.
febrúar 1921 og voru foreldrar hans
hjónin Jósef Gottfred Blöndal Magn-
ússon trésmiður í Reykjavík og kona
hans Guðríður Guðmundsdóttir frá
Hvammsvík í Kjós. Faðir Jósefs var
Magnús snikkari í Reykjavík, Árna-
sonar bónda og ljósföður í Stokk-
hólma Sigurðssonar og konu hans
Margrétar Magnúsdóttur. Móðir
Jósefs var Vigdís Ólafsdóttir, prests
í Viðvík Þorvaldssonar, prófasts í
Holti Böðvarssonar, og konu hans
Kristínar Bjömsdóttur, prests í Ból-
staðarhlíð Jónssonar. Foreldrar
Guðríðar vora Guðmundur, bóndi í
Hvammsvík í Kjós, Guðmundsson
og kona hans Jakobína Jakobsdóttir
bónda á Valdastöðum í Kjós Guð-
laugssonar.
Bemskuheimili Guðmundar
Vignis stóð í hjarta Reykjavíkur, í
húsi sem faðir hans hafði byggt, en
er nú horfið og var Túngata 2. Þeim
Jósef og Guðríði varð fímm barna
auðið, en þau eru auk Vignis: Magn-
ús fyrrverandi iðnverkamaður í
Reykjavík, Jakobína gjaldkeri í
Reykjavík, sem er látin, Elín fyrr-
verandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
og Gottfreð sem lést í frumbemsku.
Heimilisfaðirinn lést á besta aldri
árið 1923, hafandi búið við vaxandi
heilsuleysi allt frá því er eldsvoðann
mikla bar að höndum í Reykjavík
árið 1915, en hann mun ekki hafa
ætlað sér af í þeirri viðureign, sem
liðsmaður branaliðssveitar bæjarins,
og hlotið af varanlegan heilsubrest
er ágerðist og leiddi til dauða hans.
Ekkjan stóð þá uppi með ung böm
sín fyrirvinnulaus, og má nærri geta
hvílíkt áfall það hefur reynst. Með
útsjónarsemi, dugnaði og góðra
manna hjálp tókst þó að halda heim-
ilinu, en koma varð bömunum fyrir
til lengri og skemmri dvalar hjá
ættingjum og venslamönnum og var
Guðmundur Vignir m.a. um tíma
vistaður á Gijóteyri í Kjós og sótti
skóla þar í sveit. Guðmundur Vignir
naut því skammt föður síns og föð-
urminningar óljósar, en mikils mat
hann dugnað og atlæti móður
sinnar.
Guðmundur Vignir mun snemma
hafa hneigst til náms og bóka og
settist í Menntaskólann í Reykjavík
og lauk þaðan stúdentsprófí árið
1941. Lagaprófi frá Háskóla íslands
lauk hann árið 1947 og sótti síðar
eitt ár tíma í stjórnsýslurétti við
Sorbonne-háskóla í París. Flest ef
ekki öll ár vann hann með skóla og
þá hin margvíslegustu störf, m.a.
við kennslu, en stuðnings og aðstoð-
ar móður sinnar, systkina og ætt-
menna naut hann einnig og var
þakklátur fyrir.
Að námi loknu tóku við ýmis störf
hjá Reykjavíkurborg, en Iengst af
var Guðmundur Vignir Gjaldheimtu-
stjóri í Reykjavík og jafnframt lög-
maður Gjaldheimtunnar. Þá var
hann um árabil vara ríkissáttasemj-
ari, en síðustu tvö árin starfaði hann
hjá Ríkislögmanni.
Guðmundur Vignir var einkar
starfssamur embættismaður, trúr
og nákvæmur, og réttsýni hans og
mikilli þekkingu viðbragðið. Hann
var eftirsóttur til hvers konar trún-
aðarstarfa á opinberum vettvangi
sem ekki verða talin hér.
Það mun hafa verið í tíð Vignis
sem skrifstofustjóra bæjarverk-
fræðings að þar hóf störf ung glæsi-
leg stúlka, Jóhanna Sólveig Guð-
laugsdóttir, sem var ellefu áram
yngri, og felldu þau brátt hugi sam-
an og giftu sig á 21. afmælisdegi
hennar 21. mars árið 1953. Hún var
dóttir hjónanna Guðlaugs Jónsson-
ar, rannsóknarlögreglumanns og
fræðimanns í Reykjavík, og konu
hans Helgu Ingibjargar Kristjáns-
dóttur, en þau hjón vora bæði ættuð
úr Kolbeinsstaðahreppi á Snæfells-
nesi. Hanna Veiga og Vignir eignuð-
ust þrjár dætur, sem era: Guðríður
lögfræðingur í Hafnarfírði, fædd 11.
júlí 1953, maki Magnús Jóhannes-
son viðskiptafræðingur, þau eiga
tvö böm; Helga Ingibjörg sjúkra-
þjálfari í Reykjavík, fædd 9. ágúst
1954, maki Tryggvi Þórðarson líf-
fræðingur, þau eiga tvö böm; og
Ásta Valgerður sjúkraþjálfari í
Reykjavík, fædd 7. desember 1962,
maki Guðmundur Már Kristinsson
háskólanemi. Dóttir _ Guðmundar
Vignis með Helgu M. Ásgeirsdóttur
er Hólmfríður, húsmóðir í Ólafsvík,
fædd 15. maí 1946, maki Erlingur
Helgason skipstjóri, þau eiga fímm
böm.
Hanna Veiga og Vignir hófu bú-
skap í risíbúð á Melunum, en byggðu
síðar, m.a. með tveimur bræðram
hennar og fjölskyldum þeirra, fjór-
býlishús við Rauðalæk 50 í Reykja-
vík þar sem þau bjuggu síðan.
Hanna Veiga og Vignir voru afskap-
lega samhent hjón, nutu innihalds-
ríks lífs á notalegu og smekklegu
heimili og voru gæfufólk. Ástríki
þeirra var mikið og fjölskyldutengsl
og samheldni með foreldram og
dætrum hið sama. Hanna Veiga lést
í ágúst 1992, sextug að aldri, eftir
níu mánaða baráttu við krabbamein,
og var öllum harmdauði sem hana
þekktu.
Guðmundur Vignir var mennta-
maður í fyllstu og bestu merkingu
þess orðs. Hann hafði dálæti og
þekkingu á bókmenntum, sögu, list-
um og tungumálum, sem sjaldgæf
er orðin, svo ekki sé minnst á jafn
jarðbundinn hlut og lögfræði. Hann
unni hinu fagra, ekki síst tónlist,
og hafði afskaplega næmt auga
fyrir hinu fíngerða og smáa. Hann
var háttvís maður með afbrigðum
og kurteis, virðulegur í fasi, en þó
kíminn þegar við átti, enda skop-
skyn hans ríkt en um leið fágað.
Hann var ekki allra, en gerði sér
ekki mannamun, var afskiptalítill
um annarra hagi, en þó einatt ná-
lægur þegar á þurfti að halda og