Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 5 íslenskur landbúnaður Vildirþú vera dn hans? Staðreyndir um landbúnað sem þú þarft að kunna skil á: Verð á búvörum hefur stórlækkað á liðnum árum - á sama tíma og flest önnur útgjöld heimilanna hafa hækkað! Frá áramótum '89/'90 hefur raunverð helstu búvara frá bændum stórlækkað. Mjólk hefur lækkað um 12%, nautakjöt um 25%, lamba- kjöt um 11%, svínakjöt um 13%, kjúklingar um 17% og egg um 22%. Vísitölufjölskyldan ver nú 16,5% af ráðstöfunartekjum sínum til matarkaupa á móti 20% á árinu 1990. Islenskir bændur hafa hagrætt meira en flestir aðrir á liðnum árum - og þeir munu halda áfram á sömu braut til hagsbóta fyrir sjálfa sig og íslenska þjóð! Bændur eiga allt sitt undir því að þeim takist að framleiða sem besta vöru á eins lágu verði og frekast er unnt. I þeim efnum hefur náðst mikill árangur á skömmum tíma. Sem dæmi um það má nefna að á síðasta áratug fækkaði mjóÍkurframleiðendum um tæp 35%. Á sama tíma jókst framleiðsla hvers kúabónda um tæp 50% og raunverð til bænda fyrir mjólk lækkaði um tæp 24%. Nú miðast framleiðsla í landbún- aði nær eingöngu við neyslu á innanlandsmarkaði og er Island eitt örfárra landa í heiminum þar sem útflutningsbætur hafa verið lagðar af með öllu. „Stuðningur“ við landbúnað hefur minnkað um 32% - en samt hefur verð til neytenda lækkað verulega á liðnum árum! Utgjöld ríkisins til landbúnaðarins hafa lækkað um tæplega þriðjung frá árinu 1991. Hvergi annars staðar í ríkisbúskapnum hefur tekist að lækka útgjöldin jafn mikið. Miðað við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1994 mun lækkunin nema 40% frá 1991. Beingreiðslur eru ekki laun til bænda - heldur breytt form á niðurgreiðsl- um sem lækkar verð til íslenskra neytenda. Beingreiðslur eru hluti af afurðaverði sem renna beint f búreksturinn í þeim tilgangi að lækka verð á landbúnaðarvörum til neytenda, eins og niðurgreiðslur gerðu áður. Beitarálag og ástand gróðurs hefur gjörbreyst til batnaðar - og íslenskir bændur ætla sér áffam stórt hlutverk í náttúruvernd, ræktunarstarfi og sjálfbærri nýtingu auðlindanna á komandi árum. Bændur líta á sig sem mikilvæga landverði íslensku þjóðarinnar. f áratugi hafa þeir unnið af krafti að jarðarbótum og margþættu rækt- unarstarfi. Landgræðsla og skógrækt eru vax- andi þáttur í starfi bænda víðsvegar um landið. íslenskir bændur eru ekki á móti sam- keppni - en þeir hafna erlendri sam- keppni sem byggir á undirboðum og rányrkju! íslenskir bændur hafa lýst sig fylgjandi nýju GATT-samkomulagi um frjálsari viðskipt-i með landbúnaðarvörur enda verði komið í veg fyrir rányrkju og þau undirboð í milliríkjaviðskiptum sem ríkt hafa, þar sem stór lönd geta í krafti útflutningsbóta skákað þeim minni. Islendingar hafa tekjur langt umfram gjöld af íslenskum landbúnaði - og sá hagnaður getur hæglegti stóraukist í náinni framtíð! Þegar á heildina er litið má ætla að verðmæta- sköpun í landbúnaði sé a.m.k. 20-25 milljarðar króna á ári. Á móti þessari verðmætasköpun koma 7 milljarða króna heildarútgjöld ríkisins til landbúnaðar og tengdra verkefna í ár. Meiri- hlutinn skilar sér til baka í lægra vöruverði til neytenda, aðgerðum í landgræðslu, skógrækt o.fl. Með sívaxandi kröfum umheimsins um gæði og hreinleika matvæla, umhverfisvænar framleiðsluaðferðir o.s.frv. eru kostir íslenskra landbúnaðarvara ótvíræðir. Þetta styrkir stöðu íslensks landbúnaðar á innanlandsmarkaði og opnar nýja möguleika til útflutnings. VtS Mývatn. Ljósmynd Sigurgeir Sigurjónsson HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.