Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 11 Nýjar bækur ■ Mál og menning hefur gefíð út bókina Almenn efnafræði II - Efnahvörf, eftir Hafþór Guðjóns- son. Bókin er ætluð til efnafræði- kennslu í framhaldsskólum og er sjálfstætt framhald af bókinni Al- menn efnafræði - Efnin og um- hverfið, sem Mál og menning hefur áður gefið út. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Megininntak bókarinn- ar er efnahvörf og útreikningar sem þeim tengjast. Höfundur leitast við að tengja efnafræðina sem best við atriði úr nánasta umhverfi nútíma- fólks. Grunnhugtökin sem bókin fjallar um eru iðulega skýrð í sögu- legu ljósi, þannig að nemendur fá nokkra innsýn í sögu efnafræðinn- ar. Bókin er búin aragrúa verkefna og lausnirnar eru birtar í bókarlok. Með því að leysa verkefnin jafnóð- um geta nemendur sjálfir sannreynt hvort þeir hafi náð tökum á efninu. Fjölmargar skýringarmyndir eru í bókinni og ýmsar gagnlegar töflur er að fínna í sérstökum viðauka. Bókin er 204 bls. unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Þorgerður Hlöðversdóttir vann flestar skýringarmyndirnar. Bókin kostar krónur 3.599. Niðurstaða o g færsla • Myndlist Bragi Asgeirsson í listhomi klæðaverzlunar Sævars Karls Ólasonar sýnir fram til 27. október Birgir Björnsson nokkur myndverk og er þetta fyrsta einkasýning hans hér á landi. Birgir virðist hafa lokið námi við auglýsingadeild MHÍ 1985, en síðan hélt hann utan og nam við „Vetslandets Kunstakademi" í Björgvin á árunum 1986-88. Ekki kemur það fram í sýn- ingarskrá hvaða deild Birgir nam við í skólanum, en hann virðist hafa verið nokkuð upp- tekinn við ljósmyndun á þessum árum, því að hann heldur tvær sýningar á ljósmyndum í „Café Opera“ í Björgin. Ljósmyndin gegnir vissulega víða miklu hlutverki í nútíma- málverki og okkar eldri málarar studdust iðulega við ljósmyndir, hvað annars sem þeir sjálfir full- yrtu og létu hafa eftir sér, og rataði um stund sem algild speki í bækur sbr. Edward Munch. En þessir menn kunnu nú eitt- hvað fyrir sér, sem verður æ sjaldgæfara eftir því sem fram líða stundir og listnám í dag er iðulega hlaup úr einu í annað, þar sem hvergi er. dokað nema um stund við námsefnin, og eng- ar aðrar innri lífæðir kannaðar en sem fram geta komið á tölv- um og í fræðilegri umræðu. Á sýningu Birgis eru ein- göngu málverk, en það hefði verið fróðlegt að sjá sýnishorn af ljósmyndum hans til að kynn- ast einnig viðhorfum hans á því sviði og hafa einhvern haldbær- an samanburð. Það er nefnilega dálítið vand- séð á málverkunum hvert lista- maðurinn sé að fara, sem þarf þó ekki að vera frágangssök því að það getur einmitt bent á frjótt hugmyndaflug og að viðkomandi sé óhræddur við að takast á við hlutina og sé ekki að nudda sér upp við einhvetja naflafagra spekinga. Hins vegar virðist málunartæknin vera eitthvað á reiki, sem heldur ætti ekki að vera frágangssök ef tekið er mið af „nútímalegum viðhorf- um“, þótt hér sé ég síður með á nótunum og telst hér „gamal- dags“'. Birgir fylgir myndum sínum úr hlaði með nokkrum rituðum tilvísunum, sem eru í eðli sínu algild sannindi eins og t.d.: „Mynd er ekki eftirmynd. Mynd er frummynd. Mynd er niður- staða og færsla. Málarinn er skapari. / í sumum myndanna er vísað í gerð og eðli náttúrunn- ar. / En fyrst og fremst vísar sérhver mynd í sjálfa sig, málar- ann og hefðir." Ekki er maður mikið nær eft- ir lesturinn og skoðun mynd- anna, en það er eins gott að hafa eitthvað slíkt með á fyrstu sýningu ófróðum til leiðbeining- ar og sem drög að stefnumörk- un. Eitt verka Birgis Björnssonar. Myndverkin á sýningunni virðast einnig vera drög að ein- hverju öðru og marktækara, brotabrot hugmynda, sumt er betur gert en annað eins og gengur og þannig er neisti í mynd nr. 5 „Á ströndinni" og minnir jafnvel örlítið á hina ágætu Skagen-málara. Annað sem vakti athygli mína voru myndirnar „María mey ófísk“ (3), Sjálfsmynd „án skeggs“ (4) og „Sólsetur“ (15). Leikfélag Reykjavíkur Sala aðgangskorta jókst um rúmlega 45% Sala jókst á aðgangskortum hjá Leikfélagi Reykjavíkur þetta leikár og greinilegt að fólki líst mjög vel á verkefni vetrarins. Spanskflugan var frumsýnd 18. september og hefur. verið uppselt á allar sýningar til þessa. Elín Helena eftir Árna Ibsen var ekki við hæfi ungra og/eða við- kvæmra áhorfenda. Milli þijú og fjögur þúsund manns koma í leikhúsið í viku hverri. (Fréttatilkynning) Fyrirlestur með Gurudev Heimsvitund - Sjálfsvitund Hvernig getur sjálfsvitund eiiistaklingsins íngsins Gurudev (Yogi Amrit Desai) upphafsmaöur Kripalujóga stuðlað að bættu heimsástandi ? Fyrirlesturinn verður í íþróttaliúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, fostudaginn 22. október, kl. 19:45 - 22:00. jögastfMn HEIMSUOS Skeiíúnni 19, 2. hæð, sími: 91-679181. Verð: 1.000 kr. Aðgöngumiðasala í Jógastöðinni Heimsljósi alla virka daga frá kl. 17:00 - 19:00 og við innganginn frá kl. 18:30. frumsýnd 6. október. Þessi sýning fékk góða dóma gagnrýnenda og er uppselt á 10-15 sýningar fram í tímann. Ronja ræningjadóttir kom aftur á fjalirnar 10. október en þessi sýning naut mikilla vinsælda á síðasta leikári. 50. sýning verður laugardaginn 30. október. Englar í Ameríku eftir Tony Kushner verður frumsýnt föstu- daginn 22. október. Bent er á að atriði og talsmáti í sýningunni er V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! VESTFROST A FRABÆRU VERÐI Frystikistur í mörgum stœrðum • Yfir 25 ára reynsla á fslandi. • Niðurfall í botni fyrir afþíðingu • óryggisrofar v/hitabreytinga og bama • Spamaðarstilling - djúpfrystirofi • Ljós í loki • Danfoss kerfi Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð Úrval kœli- og frystiskápa Orkusparandi - Tvœr pressur f sambyggðum skápum Hœgri eða vinstri opnun Djúpfrystirofi - öryggisrofi Danfoss kerfi ocs'Gka • FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 • •ÓÝRAR FRYSTIKISTUR, K Æ L I - OG FRYSTISKÁPAR*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.