Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTOBER 1993 GOLFHIRÐULINAN , FRÁ ohnson -fyrír gólfdúka ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR SIEMENS Siemensfrystikistur á betra veröi en nokkru sinni fyrr! GT27B02 (2501 nettó) = 42.900 kr. stgr. GT34B02 (3181 nettó) = 47.900 kr. stgr. GT41B02 (4001 nettó) = 51.900 kr. stgr. Munið umboösmenn okkar víða um landið. SMITVI& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 628300 Afdrifaríkt svefnleysi Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Svefnlaus í Seattle („Sleepless in Seattle"). Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri: Nora Ephron. Hand- rit: Ephron, Davis S. Ward, Jeff Arch. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Meg Ryan, Bill Pullman, Rosie O’DonnelI, Rob Reiner. Rómantískar gamanmyndir gerast varla mikið meira aðlað- andi en Svefnlaus í Seattle eftir Noru Ephron. Einhvern veginn tekst henni að hitta á alla réttu hnappana í sögu af ekkjumanni á vesturströnd Bandaríkjanna sem kemst í fjarsamband í gegnum son sinn og útvarpsþátt hinna ein- mana við kvenmann á austur- ströndinni. Spurningin er hvort þau nái einhvertíma saman. Eins og önnur velheppnuð rómantísk gamanmynd, Þegar Harry hitti Sally...“ er viðfangsefnið hinn langfi aðdragandi að lokaorðum fallegu ævintýranna ... og þau lifðu hamingjusöm það sem eftir var. „Svefnlaus" er sannarlega eitt af fallegu ævintýrunum og þótt maður viti allan tímann að gullskórinn passar er ferðalagið inní væntalega hjónabandssælu nokkurnveginn ómótstæðilegt. Það er ekki síst vegna umgjarð- arinnar sem Ephron, einn virtasti kvenleikstjóri Hollywood-kerfís- ins, býr skondinni sögunni. Hún skrifar snjallt og ljúflega húmo- rískt handritið ásamt David S. Ward („The Sting“) og Jeff Arch. Sérstaklega vel valin tónlistin á ekki lítinn þátt í að skapa rétta andrúmsloftið og það er engin til- viljun að gamla Cary Grant/De- borah Kerr myndin „An Affair to Remember" frá 1957 er sífellt í sjónvarpinu og til hennar vitnað af persónunum því þótt „Svefn- laus“ sé gerð á þessu ári virkar hún einkar gamaldags en á mjög jákvæðan hátt. Hún er svona Cary Grant mynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Hann leikur einstæðan föður sem misst hefur fótanna í lífínu eftir lát konu sinnar og flyst með Tom Hanks í myndinni Svefnlaus í Seattle. drenginn sinn í nýtt umhverfí til Seattle. Meg Ryan býr í Balti- more og heyrir í útvarpinu þegar drengurinn er að lýsa sorg föður síns í útvarpsþætti sem hlustend- ur geta hringt í og fellur fyrir sögunni þannig að hún tekur að efast um að skynsamlegt sé að giftast verðandi manni sínum (Bill Pullman) og setur sig í samband við Hanks eða öllu heldur dreng- inn hans. Jason hittír djöfulinn Jason fer í víti: Síðasti föstu- dagurinn („Jason Goes to Hell: The Final Friday“). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Adam Marcus. Aðalhlutverk: John D. LeMay, Kari Keegan og Erin Gray. Jason í myndaröðinni Föstu- dagurinn 13. varð aldrei eins þekktur hér á Islandi og hinn andlegi bróðir hans Freddi Krue- ger í myndaröðinni Martröðin á Almstræti. Ástæðan er einfald- lega sú að Jason komst ekki í bíóin hér - áhuginn fyrir honum var í lágmarki. Mér telst til að þessi nýjasta mynd um hann og að líkindum sú síðasta sé númer níu í röðinni, sem hlýtur að vera met af einhverju tagi. Reyndar hefur Jason, morðóður manndrápari með íshokkígrímu fyrir afmynduðu andlitinu, áður lofað að hætta en alltaf hætt við. Myndaflokkinn má rekja aftur til ársins 1980 þegar Sean S. Cunn- 'ingham leikstýrði fyrstu mynd- inni. Fjórum árum seinna var Lokakaflinn gerður en árið eftir var komið Nýtt upphaf. Það þarf því ekki að vera að Jason sé dauð- ur þótt undirtitill nýjustu myndar- innar sé Síðasti föstudagurinn og kvikmyndagerðarmennirnir geri hvað þeir geta til að murka úr honum líftóruna. Nýja myndin byijar á að ganga af Jason „dauðum" en krufningar- læknirinn finnur sig knúinn til að éta hjarta hans og enn er sá morðóði kominn í gang. Eins og títt gerist í unglingahryllingnum skipir Jason sífellt um líkama, svona svipað og hann skiptir reglulega um myndir. Sú eina sem mögulega getur gengið endanlega frá honum er dóttir hans og hefst nú eltingarleikur upp á líf hennar og dauða. Ekki er hann sérlega spennandi en blóðmikill. Leikstjórinn Marcus hefur að líkindum kynnt sér of vel fyrri myndirnar átta því hér er ekkert frumlegt á ferðinni. Leikurinn er klaufalegur og til- þrifin þegar Jason skiptir yfír í nýjan líkama margnotað trix. Marcus og handritshöfundarnir mega eiga það að þeir reyna ekki að vera fyndnir og skoplegir í sín- um hryllingi en afbökuð gaman- semi er einna hvimleiðust ein- kenni unglingahrollsins. Og reyndar tekst nokkuð vel upp með lokakafla myndarinnar. Það gerir þó ekki mikið til að bæta upp slappa hrollvekju um afturgöngu sem neitar að hverfa af hvíta tjaldinu þótt hún eigi að vita að tími hennar er löngu, löngu liðinn. Aukaleikarar eins og Rob Rein- er fylla út í myndina og aðalleikar- amir tveir standa sig prýðilega. Hanks lýsir vel manni sem á afar erfitt með að bijótast út úr tóm- inu sem konan hans skildi eftir og Ryan, sem kannski reynir að- eins meira á sig en nauðsynlegt er, er ágæt sem svona tvístígandi kona sem vill vita hvort hún er búin að finna draumaprinsinn eða hvort einhver annar sé hénni ætl- aður. Langt er síðan maður hefur fengið annað eins úrval af góðri tónlist í bíómynd og sem hefur jafngóð áhrif á frásögnina og hér. Myndin byijar á „As Time Goes By“ og allt eftir það er í sama dúrnum. Fyrir hina kald- hæðnu og hijúfu virkar „Svefn- laus“ kannski sem klútamynd en með skynsamlegri leikstjórn tekst Ephron að sigla nokkurnveginn algerlega hjá væmnu skeijunum og stendur uppi með heillandi og húmoríska og alltaf skemmtilega mynd af óvenjulegum samdrætti og allt þetta smáa og hversdags- lega sem gerir lífið að ævi manna. Að kunna sér ekki læti Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Sagabíó: Tengdasonurian - The Son in Law. Leiksijóri Steve Rush. Aðalleikendur Pauly Shore, Cindy Pickett. Banda- rísk. Warner Bros. 1993. Svo virðist vera sem boðskapur Tengdasonarins (ef einhver er) sé að þó maður líti út og hagi sér eins og fáráðlingur þá þurfí mað- ur ekki að vera það. Shore leikur útúrruglaðan eilífðarstúdent við Kaliforníuháskóla sem hagar sér dagsdaglega eins og apaköttur. Skelfír þá m.a. ungan og saklaus- an skólafélaga sinn, stúlku núý- komna til stórborgarinnar úr afd- ölum Dakotafylkis syðra. En sá útfríkaði sér fegurðardís undir útnáralegu yfírbragði Dakota- mærinnar og ekki líður á löngu uns hún er engin eftirbátur læri- meistara síns í útliti. Enda vekur það skelfingu meðal sveitamanna í Dakota er stúlkan mætir þar þakkargjörðardagshelgina, og ekki bætir ástandið viðundrið Shore sem hún dragnast með í eftirdragi. Mælirinn fyllist er hún skýrir frá því að hér sé mannsefn- ið komið og fer það einkum fyrir bijóstið á gamla .kærastanum. Enda ætlaði hann að bíða, hund- tryggur við kassann í kaupfélag- inu, uns ástin sín snéri aftur úr borg spillingarinnar. Og bruggar nú furðuverunni bíræfin ráð. Ein þeirra mynda sem eru bæði illþolandi og fyndnar til skiptis. Shore er óbærilega fíflslegur því hann stendur ekki undir stælun- um í sjálfum sér. Til þess er per- sónan alltof gauðarleg þó tekur út yfír allan þjófabálk er hann fer að heilla sveitamanninn upp úr skómnum. Einn á fætur öðrum fara þeir að komast að því að bak við fíflsskapinn er einstakt val- menni. Stórgáfaður lífspekingur sem getur alla bætt. Sömuleiðis viðkvæm og blíð sál sem felur sig undir fíflskunni. Það er ekki að spyija að því að þegar Shore held- ur frá Dakota er hann búinn að töfra fjölskyldu stúlkunnar, allt frá litla bróðir upp í afa gamla og gamla kærastanum hefur hann veitt makleg málagjöld. Þetta er of mikið til að kyngja í einum bita. Shore er óhugnanlega slapp- ur leikari sem byggir stíl sinn á örfáum fettum og brettum og pík- uskrækjum. Dæmigerð Holly- woodloftbóla. Engu að síður lum- ar myndin þó á örfáum fyndnum sprettum en Shore þekkir engin takmörk frekar en Rash leik- stjóri, sem á að baki eina, góða mynd, The Buddy Holly Story. Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Matthías og Jakob unnu á minningarmótinu um Einar Þorfinnsson Minningarmótið um Einar Þorfinns- son var haldið laugardaginn 16. októ- ber sl. í Gagnfræðaskólanum á Sel- fossi. Keppnisstjóri var eins og síðustu ár Hermann Lárusson og um tölvumál- in sá Þröstur Ámason. Styrktaraðilar og þeir sem gera félaginu kleift að halda þetta mót eru Búnaðarbankinn, íslandsbankinn, Landsbankinn og Bæjarsjóður Selfoss. Spilaður var ba- rómeter eins og venja er í þessu móti, með þátttöku 38 para. Þetta er í þrett- ánda sinn sem þetta mót er haldið, Látíu EKKI ylópagull samkeppnisaðilans BLEKKJA ÞIG LITURINN GULLINN, SK0RPAN STÖKK, BRAGÐIO LJÚFFENGT - ekta gullið rasp! var það vel skipað að venju og er ánægjulegt að sjá hvað margir spilar- ar halda tryggð við þetta mót. Eftir rúmlega ellefu tíma spilamennsku stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar þeir Matthías Þorvaldsson og Jakob Kristinsson með 353 stig yfir meðal- skor. Verðlaun eru veitt fyrir fímm efstu sætin að venju og röð efstu para: Matthías Þorvaldsson - Jakob Kristinsson 353 Kristján Már Gunnarsson - Helgi G. Helgason 217 Aron Þorfínnsson - Ingi Agnarsson 169 Sigurður Sverrisson - Hrólfur Hjaltason 145 Helgþ Jónsson — Helgi Sigurðsson 144 Karl G. Karlsson - Karl Einarsson 139 ísak Öm Sigurðsson — Hallur Símonarson 133 Hjördís Eyþórsdóttir—Ásmundur Pálsson 121 Bridsfélag Selfoss Fyrsta mót vetrarins, sem var þrygg)a kvölda barómeter lauk nú í byijun október. Nítján pör tóku þátt í mótinu og mótsstjóri var Stefán Jó- hannsson. Röð efstu para varð þessi: Guðjón Einarsson - Runólfur Jónsson 147 GrímurAmarsson-BjömSnorrason 126 Sigfús Þórðarson - Gunnar L. Þórðarson 121 Önnur pör fengu færri stig. Nú stendur yfir hjá félaginu hraðsveita- keppni með þátttöku níu sveita. Bridsfélag SÁÁ 12. október var spilaður Howell-tví- 137 124 121 115 137 137 121 118 er á menningur í tveimur riðlum. Efstu pör urðu: A-riðill: Páll Sigurðsson - Þórólfur Meyvatnsson Þorsteinn Þorvarðarson - Stefán Ólafsson Guðmundur Vestmann - Guðmundur Sigurbj Soffía Gísladóttir - Jón Gíslason Meðalskor 108. B-riðiIl: Jóhann Jóhannsson - Orri Gíslason Gottskálk Guðjónsson - Árni Friðriksson Ragnheiður Tómasdóttir - Hjalti Berg Bjöm Bjömsson - Logi Pétursson Meðalskor var 110. Spilað þriðjudagskvöldum kl. 7.45. Bridsfélag Akraness Urslit í hausttvímenningnum urðu þessi: Alfreð Viktorsson - Þórður Elíasson 574 Ingi St. Gunnlaugsson - Ólafur G. Ólafsson 537 Kjartan Guðmundsson - Hörður Jóhannesson 509 Þorgeir Jósefsson - Þórður Björgvinsson 505 Meðalskor var 165. Næsta keppni er hraðsveitakeppni sem hefst 21. okt. Bridsfélag Kópavogs Þá er hafin hraðsveitakeppni með þátttöku 11 sveita. Staðan eftir fyrsta kvöld: RagnarJónsson 618 Heimir Tiyggvason 591 Sigurður Ivarsson 583 ValdimarSveinsson 560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.