Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 17 Loksins opinská umræða eftirAmal Qase Kvenréttindafélag íslands efndi til ráðstefnu um stöðu erlendra kvenna á íslandi 25. september. Þetta var bein afleiðing af blaða- grein sem ég hafði skrifað í Morg- unblaðið í júlímánuði á þessu ári. í kjölfar birtingar fyrrnefndrar grein- ar hafa fjölmiðlar heldur betur varp- að kastljósi að aðbúnaði erlendra og sérstaklega hörundsdökkra kvenna á íslandi sem sumar hveijar lenda í vandræðum í hjónabandinu. Ég er fegin að þetta mál er komið á yfir- borðið og að það sé ekki lengur feimnismál og að menn séu farnir að ræða um það opinberlega þó að þetta hafi valdið mér persónulegum óþægindum. Vegna þess að ég hafði afþakkað boð að halda fyrirlestur á fyrr- nefndri ráðstefnu til þess að forðast persónulegar árásir hefur verið sagt að ég sé með þessu að draga í land með það sem ég hef sagt í fjölmiðl- um hingað til. Þetta er alger stað- leysa. Þvert á móti stend ég við hvert orð sem ég hef sagt og mun tjá mig um þetta mál þegar og ef mér þóknast. Sumir hafa tekið allt sem ég sagði í fjölmiðlum úr sam- hengi og dæmt mig fyrir margt sem ég hef ekki sagt eða gert. Ég hef aldrei sett alla íslenska menn sem eru giftir erlendum konum í sama flokk. Slíkt væri ekki bara ábyrgð- arleysi heldur algjört dómgreindar- leysi af minni hálfu. Hvað varðar undirskriftasöfnun- ina sem filippeyska konan hafði til- kynnt í morgunútvarpi Rásar tvö 24. september að hún og „hennar fólk“ séu að undirbúa til þess að „beina spjótum" að mér vil segja að það þarf meira en undirskriftasöfn- un, svívirðingar í fjölmiðlum og símadónaskap til þess að koma mér úr jafnvægi. Þegar útvarpsmaður Rásar tvö bar spurningu undir fyrr- nefnda filippeyska konu þess efnis að asísk kona hefði haft í hótunum við mig í síma, sagði hún mig vera lygara og lýsti því yfir að „engin asísk kona hefur hringt" í mig. Við skulum láta það liggja milli hluta hernig hún veit hver hringir í mig og hver ekki en kannski getur hún gert grein fyrir því hvemig stendur á því að Póstur og sími (en ég lét Póst og síma hlera símann hjá mér þegar lætin stóðu sem hæst) hefur rakið hótunarsímhringingu til mín til síma sem maðurinn hennar er skráður fyrir og er á heimili þar sem umrædd kona á lögheimili. (Ég vísa þeim sem vefengja mín orð til RLR sem hefur þetta mál til meðferðar.) En hvað var það í minni grein sem beindi athygli fjölmiðla og almenn- ings að málinu? Ég leyfi mér að fullyrða að það var sannleikurinn. Sumir hneyksluðust, aðrir hrifust. Sjálf varð ég agndofa yfir viðbrögð- unum, að hluta til vegna þess að ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta mál var ofarlega í huga fólks þótt engin væri sérstaklega að ræða um það. Svo virðist sem það sem ég sagði meðal annars í blaðagreinum og angraði suma eiginmenn erlendra kvenna hafi verið að þeir vildu ekki að konur þeirra lærðu íslensku. Þetta hefur íslenskukennari asískra kvenna staðfest og var haft eftir honum í Pressunni 29. júlí 1993 að „oft sé erfitt að fá þær til að sækja tíma og stundum séu það hreinlega eiginmennirnir sem standi í vegi fyrir að þær fái að koma“. Það er mín skoðun að þeir geri þetta fyrst og fremst til þess að beita konurnar félagslegri einangrun. Það hlýtur að vera hlutverk stjórnvalda sem veita þessum konum leyfi til að búa á Islandi að sjá til þess að þær fái að vita hvert þær eiga að snúa sér ef á þeim er brotið. í fréttaskýringu sjónvarpsins að kvöldi dagsins sem ráðstefnan var haldin kom fram að fleiri asískar konur en íslenskar leita til Kvenna- athvarfsins vegna hjónabandsörð- ugleika. Ástæðan var sögð sú að asísar konur eigi í engin hús að venda ef þær þurfa að flýja af heim- ili sínu en íslenskra konur geti í mörgum tilvikum snúið sér að ætt- ingjum. Hver sem ástæðan er eru þessar upplýsingar skelfilegar, sér- staklega þegar haft er í huga það sem kom fram hjá Láru V. Júlíus- dóttur á ráðstefnunni að það séu aðeins 300 asískar konur á íslandi. Það er staðreynd að í fátækum löndum leiðist fólkið út í spillingu í lífsbjargarviðleitni sinni og það er ekkert mál að t.d. kaupa sér fæðing- arvottorð, vegabréf eða háskólapróf fyrir hlægilega lágt verð og þess vegna er ekki erfitt fyrir íslenskan karlmann að koma með stúlku undir lögaldri til landsins sem eiginkonu með því að múta opinberum stjórn- völdum til þess að útbúa vottorð sem segir hana lögráða. Ég hvet þess- „Það hlýtur að vera hlutverk stjórnvalda sem veita þessum kon- um leyfi til að búa á Islandi að sjá til þess að þær fái að vita hvert þær eiga að snúa sér ef á þeim er brotið.“ vegna barnaverndamefnd að fylgj- ast vel með svona málum einkum ef stelpan á enga ættingja á ís- landi. Ég er ekki að stinga upp á að viðkomandi stúlka sé pyntuð í yfirheyrslu þangað til hún játar að vera fímmtán ára gömul heldur að menn noti heilbrigða skynsemi varð- andi hvað sé barn og hvað fulltíða kona. Ef „konan“ er bersýnilega unglingsstelpa má ekki taka mark á hvað stendur í vegabréfi hennar því slík vegabréf eru auðfengin. Að lokum vil ég benda útlending- um sem hafa gaman af að lesa ís- lenskar bækur en vilja laga fram- burð sinn á blindrabókasafnið þar sem hægt er að finna spólur með flestum íslenskum bókum sem mað- ur getur hlustað.á um leið og hann les og heyrir þar með hvernig inn- lendir bera orðin fram. Ég veit af reynslu að þetta hjálpar. Höfundur er stjórnmálnfræðinemi. m m. Orka 113 kcal* Orka 473 kj* Ríbóflavln 27% (RDS) Prótín 4 g* Jám 58% (RDS) Kolvetni 21,4 g* Fita 2,1 g* Natríum 314 mg* Kalíum 105 mg*. A-vítamín 38% (RDS) Tfejtí Þíamín 27% (RDS) Níasín 27% (RDS) Kalsíum 5% (RDS) D-vítamín 10% (RDS) B6-vítamín 25% (RDS) C-vítamín 25% (RDS) Fólínsýra 25% (RDS) Cheerios FÆÐUHRINGURINN Það er samhengi á milli mataræðis og heilsu. Heilsan er dýrmæt og þess vegna er ætíð skynsamlegt að huga að samsetningu fæðunnar sem við neytum. Cheerios er ríkt af hollustuefnum og inniheldur sáralítið af sykri og fitu. í hverjum Cheerios „fæðuhring“ er að finna bragð af góðum, trefjaríkum og hollum mat; fyrir fólk ú öllum aldri. Maður hætttr ekki að *1 skammtur cða 30 g. RDS: RáÖlagÖur dagskammtur. Cheerios - einfaldlega hollt! YDDAF45.13/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.