Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 25 PlnrgmnM^i Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Fréttir Morgun- blaðsins og varnar- stöðin í Keflavík Morgunblaðið birti sl. laug- ardag frétt þess efnis, að innan bandaríska stjórnkerfis- ins væru uppi þrenns konar hugmyndir um framtíð varnar- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli. Einn kostur væri talinn sá, að varnarliðið hyrfí úr landi, annar gerði ráð fyrir breytileg- um umsvifum, þannig að flug- vélar yrðu sendar hingað til eftirlitsstarfa eftir þörfum, og hinn þriðji, að hér yrði áfram varnarlið en umsvif þess yrðu minni og flugvélar færri. í frétt Morgunblaðsins var sagt, að líklegt mætti telja, að íslenzk stjórnvöld tækju fyrri kostunum tveimur fálega. Hugsanlega yrði um málamiðl- un að ræða á þann veg, að Bandaríkjamenn sæju áfram um varnir Islands en íslenzk stjórnvöld féllust á, að hernað- arlegt mat á því, hvers konar viðbúnað þyrfti, væri algerlega í höndum Bandaríkjamanna. Ef Bandaríkjamenn hyrfu með allt varnarliðið úr landi gæti komið til þess, að íslenzk stjórn- völd segðu vamarsamningnum upp að sínu leyti. Þá sagði, að búast mætti við því, að innan Atlantshafsbandalagsins kæmi fram krafa frá íslendingum og Bandaríkjamönnum um kostn- aðarþátttöku annarra NATO- þjóða í rekstri varnarstöðvar- innar og þá að sjálfsögðu geng- ið út frá því, að hún yrði rekin áfram í einhverri mynd. Morgunblaðið birti hinn 6. maí sl. frétt þess efnis, að bandarísk stjórnvöld væru að undirbúa breytingar á varnar- viðbúnaði á Islandi, mikill nið- urskurður væri fyrirhugaður í Keflavík, rætt væri um að fækka flugvélum og að íslenzk stjórnvöld tækju þátt í rekstr- arkostnaði Keflavíkurflugvall- ar. Báðar hafa þessar fréttir Morgunblaðsins valdið nokkru uppnámi. Sama daginn og blað- ið birti frétt sína í maí sl lögðu flestir aðrir fjölmiðlar á íslandi áherzlu á að draga sannleiks- gildi fréttarinnar í efa. Ymsir stjórnmálamenn töldu, að frétt Morgunblaðsins væri orðum aukin. Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, efndi samdægurs til blaðamanna- fundar, þar sem hann staðfesti efni fréttar Morgunblaðsins í meginatriðum, þótt hann teldi missagnir í henni um atriði, sem telja verður smávægileg. Nokkru áður, eða hinn 27. apríl sl., hafði Björn Bjarnason, for- maður utanríkismálanefndar, látið orð falla á Alþingi, sem ekki vöktu athygli þegar þau voru sögð, en mátti sjá í öðru ljósi, eftir að Morgunblaðið birti fréttina 6. maí, en Björn Bjarnason sagði m.a.: „... það hefur þegar orðið breyting á Keflavíkurflugvelli varðandi þetta, því að flugvélum hefur fækkað. Það hafa verið fluttar þaðan á brott eftirlits- og rat- sjárflugvélar og orrustuflugvél- unum hefur fækkað. Eftirlits- og ratsjárflugvélar hafa verið fluttar þaðan á brott og litlum flugvélum hefur fækkað. Enn er þrýstingur á að skera niður í Bandaríkjunum útgjöld til varnarmála og er engan veginn útilokað, að það komi til með að snerta öryggishagsmuni ís- lands og gæzlu þeirra." í grund- vallaratriðum hafa því bæði utanríkisráðherra og formaður utanríkismálanefndar Alþingis sagt hið sama og fram kom í frétt Morgunblaðsins 6. maí sl. þótt hvorugur hafi lýst einstök- um efnisþáttum í þeim mæli, sem" fram kom hér í blaðinu þá. Sl. laugardag, þegar Morg- unblaðið birti á ný frétt um þetta mál, kom Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fram í frétta- tímum ríkisútvarpsins, ríkis- sjónvarpsins og Stöðvar 2 og taldi, að meginatriði í frétt Morgunblaðsins þann dag væru úr lausu lofti gripin. í hádegis- fréttum ríkisútvarpsins sagði forsætisráðherra: „Nei, það hefur aldrei verið rætt og aldrei verið orðað, að allri starfsemi varnarliðsins væri hætt. Hins vegar er það rétt, að það hafa staðið um það umræður, að starfsemi flughersins sem slíks, úr henni verði mjög dregið, en alls ekki, að allri starfsemi varnarliðsins verði hætt. Það er ekki rætt.“ í fréttatíma Stöðvar 2 á laug- ardagskvöldi sagði forsætisráð- herra: „Stærsta atriðið, sem þar er Ijallað um, að rætt hafi ver- ið um það, að varnarliðið hyrfi alveg af landinu, er algjörlega úr lausu lofti gripið, hefur aldrei verið rætt... og ekki heldur á það minnst að segja upp varnar- samningnum og ekki heldur á það minnst -að leita eftir kostn- aðarhlutdeild annarra NATO- ríkja, eins og þarna er sagt, þetta eru allt saman alröng at- riði.“ I fréttatíma ríkissjónvarpsins á laugardagskvöld sagði for- sætisráðherra: „Það hefur aldrei verið rætt og aldrei á það minnst, að varnarliðið mundi hverfa alfarið héðan af landi. Menn hafa rætt um ýmsar breytingar og sumar töluvert þýðingarmiklar, en engin sem hefur nálgast þetta. Þannig að þessi frétt er algjörlega úr lausu lofti gripin og ekki fótur fyrir henni um, að það hafi verið rætt um það að loka varnar- stöðinni sem heild.“ Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem segir m.a.: „Á engu stigi málsins hefur komið til tals í viðræðunum, að varn- arsamningnum yrði sagt upp eða að varnarliðið hverfi úr landi . . . Hvergi hefur komið fram, að íslenzk stjórnvöld myndu samþykkja að hernað- arlegt mat á viðbúnaði varnar- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli yrði alfarið í höndum Bandaríkjahers. Þátttaka ann- arra aðildarríkja NATO í rekstri varnarstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli hefur ekki verið á dagskrá.“ Eftir þessar yfirlýsingar for- manns Sjálfstæðisflokksins og fréttatilkynningu frá ráðuneyti formanns Alþýðuflokksins er ekki óeðlilegt að menn spyrji, hvort Morgunblaðið hafi hér birt frétt, sem blaðið geti ekki staðið við. Því fer fjarri að svo sé. Það er rétt hjá forsætisráð- herra og utanríkisráðuneyti, að þær mismunandi skoðanir á framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík, sem skýrt var frá í frétt blaðsins sl. laugardag, hafa ekki komið fram á form- legum viðræðufundum íslend- inga og Bandaríkjamanna. En það er jafnrétt hjá Morgunblað- inu, að þeir þrír kostir, sem nefndir voru í frétt blaðsins, um framtíð varnarstöðvarinnar, hafa verið til umræðu innan bandaríska stjórnkerfisins. Sé íslenzkum stjórnvöldum ókunn- ugt um það getur það tæpast talizt vandamál Morgunblaðs- ins. Að því er varðar þau efnisat- riði fréttar blaðsins sl. laugar- dag, sem snúa að hugsanlegum viðbrögðum íslenzkra stjórn- valda, ef sú skoðun yrði ráð- andi í Bandaríkjunum að hætta alveg starfsemi varnarliðsins í Keflavík eða um hugsanlega málamiðlun, svo og um kröfu af hálfu íslands og Bandaríkj- anna um þátttöku annarra NATO-ríkja í kostnaði við rekstur varnarstöðvarinnar hér, skal það eitt sagt, að vel má vera og raunar ekki ólíklegt, að innan íslenzka stjórnkerfis- ins séu með sama hætti og í Washington uppi mismunandi skoðanir á því hvernig standa skuli að hagsmunagæzlu af ís- lands hálfu í þessum viðræðum. Það má ljóst vera, að Morg- unblaðið, sem í fjörutíu og tvö ár hefur staðið vörð um varnar- samninginn við Bandaríkin og dvöl varnarliðsins hér, birtir ekki fréttir á borð við frétt blaðsins sl. laugardag og hinn 6. maí sl. nema að vandlega athuguðu máli og á grundvelli traustra heimilda. Björn Bjarnason, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, sagði í blaðaviðtali í gær, að þögnin um þessi mál væri orðin of mikil. Það er rétt. í því Ijósi ber að skoða viðleitni Morgunblaðs- ins til þess að upplýsa lesendur sína um stöðu viðræðna um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík. Fem samtök rifta samningj um Almannavamir við ríkið vegna spílakassaleyfis tíl Happdrættis HÍ 400 spilakassar gefa 475 imlljónir kr. í hagnað í ár Happdrætti Háskólans segist vera að nýta nýjustu tækni til að rétta hlut sinn á markaðnum Almannavarnir ríkisins og í sumum löndum hefðu sérstakar ríkisstofn- anir verið byggðar upp til að ann- ast þau. Spurður um það hvað þessi vinna kostaði ef ríkið myndi greiða sérstaklega fyrir hana segir Guðjón að varlega áætlað séu það 50-100 milljónir kr. á ári. Sérstakar spilastofur Sveinbjörn Björnsson háskóla- SAMTÖKIN sem nú hafa tekjur af rekstri söfnunar- kassa hafa átalið dómsmálaráðherra harðlega fyrir þá ákvörðun sem tekin var fyrir helgi að veita Happdrætti Háskóla íslands leyfi til að reka happdrættisvélar í spila- sölum sem samtökin nefna spilavíti. Segja þau ákvörðun ráðherrans grófa og siðlausa aðför að helstu tekjuöflun samtakanna og sýna skilningsleysi hans á starfi frjálsra féiagasamtakanna og mikilvægi starfs samtakanna hér á landi og erlendis. Segja þau að ákvörðun hans jafn- gildi uppsögn á samningi samtakanna við Almannavarn- ir ríkisins. Happdrætti Háskólans mun hefja rekstur spilakassanna undir nafninu Gullnáma í lok næsta mán- aðar. A blaðamannafundi í gær minnti háskólarektor og sljórn Happdrættisins á mikilvægi happdrættistekn- anna fyrir Háskólann og sögðust einungis vera að nýta sér nýjustu tækni við rekstur happdrættis til að reyna að vinna upp þá markaðshlutdeild sem HHI hefði misst á undanförnum árum. Rauði kross íslands, Slysavarna- félag Islands, Landsbjörg og Sam- tök áhugafólks um áfengisvanda- málið reka í sameiningu um 400 spilakassa, svokallaða söfnunar- kassa, á um 200 stöðum. Áætla samtökin að hagnaður af kössunum nemi 475 milljónum kr. í ár og eru þessar tekjur 75-90% af sjálfsafla- fé þessara samtaka, að sögn Guð- jóns Magnússonar, formanns Rauða kross íslands. Rauði kross- inn hóf rekstur þessarar starfsemi fyrir 20 árum og hefur á síðari árum haft um það samvinnu við hin samtökin. Rauði krossinn fær um 360 milljónir af tekjunum, björgunarsveitir SVFI og Lands- bjargar um 80 milljónir og SÁA um 35 milljónir. Uppsögn á samningi við Almannavarnir Þessi samtök hafa innan sinna vébanda þúsundir þjálfaðra sjálf- boðaliða til að vinna þau störf sem nauðsynleg eru þegar til hættu- ástands eða náttúruhamfara kemur og hafa tekið á sig ákveðnar skyld- ur með samningi við Almannavarn- ir ríkisins. Björgunarsveitir, SVFÍ og Landsbjargar sjá um ruðning hættusvæða, flutninga fólks, fyrstu hjálp og sjúkraaðstoð eftir því sem tök eru á. Rauði krossinn tekur við fólkinu í hjálparstöðvum, sér um útvegun húsnæðis, matar og fatn- aðar auk sálgæslu og félagslegs stuðnings. Samtökin ráða yfir tækjabúnaði og sérþekkingu sem þau segja að meta megi til hundruð milljóna kr. og hafi þetta verið fjár- magnað að langmestu leyti með sjálfsaflafé samtakanna. Guðjón Magnússon sagði í gær að ef HHÍ fengi leyfí til reksturs spilakassa í samkeppni við þessi samtök treysti þau sér ekki lengur til að standa fjárhagslega straum af því starfi sem umræddir samningar gera ráð fyrir. Guðjón segir að samtökunum sé full alvara þegar þau segja að dómsmálaráðherra segi upp samn- ingum þeirra við Almannavamir ríkisins ef hann veitir HHÍ leyfi fyrir spilakössum. Þá yrði fjárhags- legur grundvöllur þessa starfs brostinn og þessar sveitir einfald- lega ekki til staðar þegar á þyrfti að halda. Hins vegar tekur hann skýrt fram að slík breyting hljóti að gerast á einhveijum tíma og ef hamfarir yrðu á næstunni myndu sveitimar að sjálfsögðu sinna nú- verandi hlutverki sínu. Guðjón segir að erlendis sjái her og varalið um þau störf sem þessi samtök hefðu tekið að sér fyrir slóð happdrætta, sem væru sam- tengdir spilakassar með sjóðshapp- drætti. Með því ætlaði HHÍ að keppa við Lottó að hluta og að hluta við spilakassamarkað Rauða kross- ins. Happdrætti Háskóla Islands hefur tekið á leigu 350 happdrætt- isvélar sem nú eru á leiðinni til landsins og verða settar upp á 20-27 stöðum á landinu, bæði á vínveitingastöðum, hótelum og í sérstökum spilastofum sem opnar verða á daginn. Happdrættið leggur áherslu á að tryggt verði að börn og unglingar innan 16 ára aldurs fái þar ekki aðgang. Kassamir verða samtengdir með símalínum þannig að auk lægri vinninga myndast tveir stórir sjóðir eftir því hver þátttakan verður. í öðrum sjóðnum verða vinningar upp á nokkur hundruð þúsund og í hinum verða vinningar á bilinu tvær til tíu milljónir kr. Rekstur spilavíta Rauði krossinn og þau samtök sem reka með þeim söfnunarkass- ana óttast að verða undir í sam- keppninni við HHÍ vegna þeirra möguleika sem nýju kassarnir bjóða upp á, sérstaklega með sjóðsmynd- un og háum vinningum. Annars Morgunblaðið/Sverrir Söfnunarkassar SÖFNUNARKASSAR Rauða kross íslands, björgunarsveitanna og SÁÁ eru á um 200 stöðum. rektor og stjórn Happdrættis Há- skóla íslands kynntu í gær sjónar- mið Háskólans vegna umræðunnar um happdrættisvélarnar. Lögð var áhersla á mikilvægi happdrættis- teknanna við uppbyggingu Háskól- ans. Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor, sagði að Háskólinn byggi við ijárskort og myndu ijárveitingar úr ríkissjóði ekki geta mætt fjárþörfinni um fyrirsjáanlega framtíð. Hann sagði að Happdrættið hefði verið stofnað fyrir tæpum sextíu árum og hafi að mestu fjármagnað byggingar og búnað Háskólans. Sigmundur sagði að HHÍ hefði lengst af verið í samkeppni á happ- drættismarkaðnum þótt það hafi einkaleyfi og greiði 20% í einkaleyf- isgjald. Háskólinn hefði brugðist drengilega við samkeppni annarra happdrætta, enda hafi málstaður- inn yfirleitt verið góður. Sagði hann að nú væri komið á markaðinn nýtt form á happdrætti, fjórða kyn- vegar sé um að ræða möguleika á hámarksvinningum á bilinu 3.200 til 8.000 kr. og hins vegar milljóna- tugi. Þeir telja einnig að HHI sé að sprengja upp söluþóknun sem greidd er til þeirra sem útvega húsnæði undir kassana. RKí greiði nú 15% en Guðjón Magnússon full- yrðir að HHÍ bjóði 30% þóknun. Þetta muni minnka tekjur samtak- anna af söfnunarkössunum því ekki sé hægt að bjóða lægri þóknun en keppinauturinn. Þeir fullyrða jafnframt að rekst- ur spilavéla þeirrar gerðar sem HHÍ ætlar að starfrækja sé hvergi leyfð- ur í Evrópu og Norður-Ameríku nema í spilavítum þannig að nú sé í raun verið að opna fjölda spilavíta á íslándi. Telja þeir að rök um að þetta sé rekstur á happdrætti standist ekki. Þeir segja að fjölgun spilakassa og rekstur spilavíta með þessum hætti sé óæskilegur í ís- lensku samfélagi og muni hafa nei- kvæðar félagslegar afleiðingar. Guðjón Magnússon segir að sam- tökin óttist að viðbrögð almennings við þessum rekstri verði mjög nei- kvæð og muni skaða rekstur söfn- unarkassanna sem samtökin eiga, jafnvel svo að öll slík starfsemi kynni að verða bönnuð. Samtengdir spilakassar Á blaðamannafundi Háskólans kom fram að nýju spilakassarnir væru svipaðrar gerðar og kassar RKÍ með þeim viðbótarmöguleikum sem samtenging þeirra gæfi. Sig- mundur Guðbjarnason sagði að Happdrætti Háskóla íslands þyrfti að nýta sér þessa nýju tækni til að geta sinnt hlutverki sínu við upp- byggingu fyrir Háskólann. I álykt- un aukafundar háskólaráðs sem boðað var til í gær vegna þessa máls kemur fram að með happ- drættisvélunum sé HHÍ að reyna að rétta hlut sinn á markaðnum en tekjurnar hafi lækkað úr 500 millj- ónum í 200 milljónir á síðustu fimm árum. Vonast forráðamenn happ- drættisins til að geta fengið 100-200 milljóna kr. tekjur af Gullnámunni og myndi það breyta miklu fyrir Háskólann ef það tæk- ist. Telja þeir ekki ástæðu til að ætla að nýju kassarnir muni kippa + Söfunarkassar Rauða kross íslands 400 söfnunarkassar... ... á 200 stöðum t.d. söluturnum, vínveitingastöð- um og umferða- miðstöðvum Áætlaður hagnaður á þessu ári er 475 milljónir sem skiptist þannig: 360 Hámarks- vinningar eru 3.000 til 8.000 krónur. 350 happ- drættisvélar... ■ '' -,l ...á 20-27 stöðum. T.d. á vín- veitinga- stöðum, hótelum og almenn- um spila- stofum. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS GULLNÁMAN Happdrættisvélar HHÍ, tengdar saman í gegnum símakerfið. Aldurstakmark 16 ár. Vinningar eru þrenns konar: 1. Smávinningar. 2. Pottur upp á nokkur hundruð þúsund krónur. 3. Pottur upp átvær til tíu milljónir króna. Happdrættismarkaðurinn 1.488,7 milljónirkr. Happó Happa- þrenna HHI 1993 íslensk getspá Reikningsáriö 1.7.92-30.6.93 — Flokka- happ- drætti Happdrætti SÍBS1992 Þaraf einka- leyfis- gjald 2168 ,/ ^ Ha9°a' 47,8 iðuf Happdrætti DAS1992 168,3 □ 1.049,9 milljónir kr. Tekjuafgangur var 347,1 millj. kr. Greitt til eignar- aðila 340,7 mjllj. kr. sem skiptist þannig: ÍSÍ: 340,7 5 : ÖB( 136,3 § 5 UMFÍ 45,4 6 o 28,9 Hel' ður 3 5 Ha9°a' íslenskar getraunir Reikningsárið 1.7.92-30.6.93 RKÍ og sam- starfsaðilar 1992 + 586 347,1 Til íþróttafélaga og eigenda 84,5 ður Hel’ ilda^ ,aia „ Spilastofa SPILAKÖSSUM Happdrættis Háskóla ísland verður komið fyrir á vínveitingastöðum, hótelum og sérstökum spilastöðum sem opnir verða á daginn. Þessi mynd er úr þýskri spilastofu. grundvellinum undan fjáröflun Rauða krossins og samstarfsaðila hans. Þeir væru einnig í samkeppni við aðra aðila á happdrættismark- aðnum og síðan mætti búast við að svona nýjung stækkaði markað- inn. I ályktun háskólaráðs kemur jafnframt fram sú skoðun að spila- salirnir sem Happdrættið mun opna eigi ekkert skylt við spilavítisrekst- ur. Þar sé eingöngu um að ræða samtengda spilakassa. Slík tölvu- vædd happdrætti séu að ryðja sér til rúms víða í Evrópu og Bandaríkj- unum. Þá harmar háskólaráð „þá illvígu aðför sem Rauði kross Is- lands og samstarfsaðilar hans hafa efnt til gegn æðstu menntastofnun þjóðarinnar“. Sveinbjörn Björnsson háskóla- rektor sagði, þegar hann var spurð- ur um hvort það hefði verið erfitt fyrir Háskólann að ákveða að ráð- ast í rekstur á þessum nýju spila- kössum og auka þannig freistingar þeirra einstaklinga sem haldnir væru spilafíkn, að það hefði að sjálfsögðu verið mikið rætt. Ljóst væri að einhver spilafíkn fylgdi öll- um happdrættum. Því væri haldið í lágmarki með þeirri leið sem HHÍ hefði valið, það er að hafa starfsem- ina í lokuðum stofum undir góðu eftirliti. Ragnar Ingimarsson, forstjóri HHÍ, sagði að vélarnar væru teknar á leigu hjá bandarísku fyrirtæki og einungis greidd sanngjörn leiga fyrir þannig að happdrættið væri alíslenskt. Hann sagði að áætlaður kostnaður við leigu og rekstur spila- salanna næmi þriðjungi af þeim tekjum sem spilakassarnir skiluðu. Deilt um lögmætið RKÍ og HHÍ hefur greint á um lögmæti þess að dómsmálaráðherra veiti Happdrætti Háskólans leyfi fyrir rekstri spilakassa. RKÍ og samstarfsaðilar þess sendu dóms- málaráðherra álitsgerð lögmanns Áætlaður hagnaður 1993 + 400-475 300-400 Flokka- happ- drætti og happa- qull- þrenna náMAN 200 millj. kr. 100-200 I I H °g m #! 50-150 50-60 þess efnis að slíkt bryti gegn lögum um Háskóla íslands. Dómsmálaráð- herra hafnar þessu í greinargerð sem hann lagði fram á ríkisstjórnar- fundi síðastliðinn föstudag. í þess- ari greinargerð kemur jafnframt fram að dómsmálaráðuneytið telur rétt að ákveða að fyrst um sinn verði ekki teknar ákvarðanir um nýja starfsemi á happdrættismark- aði. Einnig kemur fram að það tel- ur rétt að taka um það ákvörðun að það muni ekki gera athugasemd- ir við rekstur söfnunarkassa RKÍ og samstarfsaðila eins og hann er nú en Happdrætti Háskólans hafði ítrekað óskað eftir því að hann yrði stöðvaður á grundvelli laga um einkarétt HHI á peningahapp- drætti. Óskað álits umboðsmann Samtökin sem standa að rekstri söfnunarkassanna ætla að óska álits umboðsmanns Alþingis á tengslum starfsmanna dómsmála- ráðuneytisins við Happdrætti Há- skólans. Þau benda á að maður sem sér um málefni happdrætta í ráðu- neytinu, meðal annars með því að afla upplýsinga um starfsemi happ- drætta og semja reglur um spila- kassa HHÍ, sitji á sama tíma í happ- drættisráði Happdrættis Háskóla íslands og þiggi þar laun fyrir þá vinnu. í fréttatilkynningu sem dómsmálaráðuneytið sendi frá sér af þessu tilefni kemur fram að í þessum ásökunum gæti misskiln- ings að því er varðar hlutverk dóms- málaráðuneytisins. Það sé m.a. hlutverk þess að hafa eftirlit með starfsemi happdrætta. Eftirlit með drætti þeirra sé í höndum sérstakra nefnda ráðuneytisins sem nefnist happdrættisráð en þau gegni engu hlutverki við stjórnun happdrætt- anna. Kostnaður vegna happdrætt- isráðanna sé greiddur af happ- drættunum svo sem sé um kostnað vegna margvíslegs opinbers eftir- lits.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.