Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993
23
Endurminningar Margaret Thatcher gefnar út í Bretlandi
Var andvíg endursam-
einingu Þýskalands
Lundúnum. Reuter, The Daily Te-
legTaph.
ENDURMINNINGAR Margar-
et Thatcher, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands, voru
gefnar út í gær og fjölmargir
fjölmiðlar birtu viðtöl við hana
í tilefni útgáfunnar. í bókinni
kemur meðal annars fram að
Francois Mitterrand, forsætis-
ráðherra Frakklands, óttaðist
endursameiningu Þýskalands
og reyndi að koma á samvinnu
við bresku stjórnina um að
„halda þýska risanum í skefj-
um“. Sjálf var Thatcher andvíg
því að Þýskaland yrði samein-
að strax eftir hrun Berlínar-
múrsins árið 1989.
í bókinni segir að Thatcher og
Mitterrand hafi rætt málið á
þremur fundum árið 1990 og
samið um að koma á viðræðum
milli franskra og breskra stjórn-
arerindreka og hershöfðingja
með það að markmiði að koma í
veg fyrir að Þýskaland yrði of
öflugt. Ekkert kom þó út úr við-
ræðunum þar sem Mitterrand
vildi ekki þrátt fyrir allt stefna
náinni samvinnu Frakka og Þjóð-
veija í hættu. „Hann.tók ranga
ákvörðun fyrir Frakkland," segir
Thatcher. „Á hitt ber þó að líta
að það mat hans að ekkert gæti
komið í veg fyrir sameiningu
Þýskalands reyndist rétt.“
Thatcher kveðst hafa verið
andvíg því að Þýskaland yrði
sameinað þegar í stað og segist
hafa leitað leiða til að koma í veg
fyrir að landið yrði of öflugt. Hún
segir að Mitterrand hafi þó haft
meiri áhyggjur en hún af samein-
uðu Þýskalandi en talar um „til-
hneigingu til geðklofa“ í því sam-
bandi. Mitterrand hafi ekki þorað
að láta ótta sinn í ljós opinber-
lega og það hafi gert henni erfitt
fyrir. „Ef ég á að benda á ein-
hver mistök í utanríkisstefnu
minni þá er það örugglega í
Reuter
Margaret Thatcher
tengslum við sameiningu Þýska-
lands,“ segir Thatcher.
Styttri útgáfa á snældu
Um 500 manns voru í biðröð
við Harrods-verslunina í Lundún-
um í gærmorgun til að kaupa
eintök af bókinni, árituð af höf-
undi. Fyrst í biðröðinni var 28
ára skúringarkona sem hafði beð-
ið alla nóttina. „Thatcher var
kona sem hægt var að treysta,“
sagði hún. „Það sem hún sagðist
ætla að gera var gert.“ Starfs-
menn Harrods sögðu þetta
lengstu biðröð sem verið hefði
við verslunina frá því ítalski
óperusöngvarinn Luciano Pava-
rotti kom þangað til að árita bók
í fyrra.
Útgefendur bókarinnar, sem
er um 900 blaðsíður, hafa einnig
gefið út sex tíma snældu þar sem
forsætisráðherrann fyrrverandi
les stytta útgáfu af bókinni.
„Þetta er jafn spennandi og það
besta í skáldsagnagerð," sagðj
talsmaður útgáfufyrirtækisins. í
bókinni er meðal annars lýst að-
draganda þess að flokksfélagar
Thatcher steyptu henni af stóli
árið 1990.
Major hikandi í stuðningi við
Thatcher
Fjölmargir fjölmiðlar birtu við-
töl við Thatcher um helgina í til-
efni af útgáfunni og hún kvaðst
treysta eftirmanni sínum, John
Major, til að leiða íhaldsflokkinn
til sigurs í næstu þingkosningum
ef honum yrði hlíft við mótfram-
boðum innan flokksins.
Thatcher, sem er 68 ára, sagði
í viðtali við sir David Frost í
RBG-sjónvarpinu að deilur henn-
ar við John Major hefðu verið
leystar og að landsþing íhalds-
flokksins nýlega hefði sýnt að
thatcherisminn væri enn „í fullu
fjöri“.
Thatcher segir meðal annars í
endurminningum sínum að þegar
hún hafí spurt John Major hvort
hann myndi styðja hana í leið-
togakjöri gegn Michael Heseltine,
núverandi iðnaðarráðherra, árið
1990 en hann hefði svarað með
þögn. „Hikið var augljóst,“ segir
hún.
Þegar Frost innti Thatcher eft-
ir áliti hennar á störfum Majors
kom hik á forsætisráðherrann
fyrrverandi og hún hugsaði sig
vel um áður en hún svaraði. „Eg
tel að hann hafí gert skyldu sína.
Allir forsætisráðherrar hafa sinn
eigin stíl og eigin aðferðir... ég
var stjórnmálamaður með sann-
færingu.“
Thatcher var spurð hvort Maj-
or yrði einhvern tíma mikill for-
sætisráðherra. „Við skulum gefa
honum meiri tíma og hlífa honum
við mótframboðum innan flokks-
ins,“ svaraði hún.
Fellini í dái og ótt-
ast er um líf hans
Róm. Reuter.
ÍTALSKI kvikmyndaleikstjórinn Federico Fellini var í gær í dái og í
öndunarvél eftir hjartaáfall, sem hann fékk á sunnudag. Er líðan hans
talin mjög alvarleg en hann fékk heilablóðfall í ágúst sl. Fellini er 73
ára að aldri og einn af mestu meisturum kvikmyndalistarinnar.
Fellini var í endurhæfingu eftir
heilablóðfallið á taugalækningadeild
Umberto I-sjúkrahússins í Róm þeg-
ar hann fékk hjartaáfallið en í júní
sl. gekkst hann undir 14 klukku-
stunda langa hjartaaðgerð í Zurich.
Fellínískir hugarórar
Fellini er eins og fyrr segir meðal
fremstu leikstjóra í heimi. Hefur
hann fjórum sinnum fengið banda-
rísku Oskarsverðlaunin fyrir erlenda
kvikmynd og þau fimmtu í mars sl.
fyrir æviframlag sitt til kvikmynda-
listarinnar.
Ferill Fellinis hefur ekki aðeins
verið glæstur, heldur einnig mjög
umdeildur. Sumum gagnrýnenda
hans hafa þótt verk hans bera vitni
um klúran, úrkynjaðan og grófan
smekk en aðrir hafa hafið hann upp
til skýjanna.
Hluti af Rómarmyndinni
Á Ítalíu var það jafnan talið til
stórviðburða þegar frumsýnd var ný
Fellini-mynd og sjálfur var hann
óaðskiljanlegur hluti af Rómarlífinu
með barðastóran hatt og klút um
hálsinn. Mátti oft sjá hann sötra
kaffið sitt á Piazza del Popolo eða
að snæðingi á einum af uppáhald-
sveitingastöðunum skammt frá Bas-
ilíku Péturs postula.
Fellini er fæddur á Rimini á aust-
urströnd Ítalíu árið 1920. Faðir hans
var sölumaður hjá kaffí- og marmel-
aðefyrirtæki og yfirleitt að heiman
og því kom uppeldið í hlut móður
þeirra bræðra, Fellinis og Ricardos.
Fellini gekk að eiga konu sína, Mas-
inu, árið 1943. Eru þau barnlaus.
í
DeLonghi
$
ELDU N ARTÆKI
FRÁBÆR TÆKI - Á ENN BETRA VERÐI
DeLonghi innbyggingarofnar
7 gerðir. Hvítir, svartir eða stál.
"Venjulegir" með yfir/undirhita og
snúningsgrilli. "Fjölvirkir" með
yfir/undirhita, blæstri og grilli.
VENJULEGIR frá 30.640.- til 35.880.-
FJÖLVIRKIR frá 34.390.- til 48.990,-
DeLonghi helluborð
"Keramik". Hvít, svört eða stál:
m/4 hraðhellum 41.600
m/3 hrað + 1 halogen 48.550
m/2 venjul. + 2 halogen 55.470
"Venjuleg". Hvít eða stál.
2ja eða 4ra hellu. Frá kr. 13.780
Gas og gas + raf helluborð.
Hvft eða stál. Frá kr. 14.780
Ofangreint verð miðast við
staðgreiðslu. Góð afborgunarkjör,
VISA/EURO raðgreiðslur, MUNALÁN
/rOniX
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
Skoðanakönnun
í Danmörku
Vilji til
að styðja
Færeyinga
MEIRIHLUTI Dana er fylgjandi
aukinni efnahagsaðstoð við
Færeyinga en telur jafnframt
að Danir eigi ekki að gefa Fær-
eyingum eftir skuldir. Þá er
meirihluti Dana fylgjandi því
að ítök Dana á eyjunum eigi að
vera óbreytt eða aukast.
Þetta eru niðurstöður skoðana-
könnunar sem Gallup-fyrirtækið
gerði í síðustu viku meðal Dana.
Rætt var við um 1.100 manns.
Af þeim sem rætt var við, höfðu
88% heyrt eða lesið um efnahags-
kreppuna í Færeyjum. Þeir voru
spurðir frekar um afstöðu sína til
efnahagsaðstoðar við eyjar-
skeggja. Beiiinske tidende birti
niðurstöður könnunarinnar á
sunnudag. Sagði blaðið niðurstöð-
ur könnunarinnar sýna að vilji
væri hjá Dönum til að aðstoða
Færeyinga. Danir samþykktu þó
ekki yfírtaka skuldir þeirra, því þá
þyrftu Færeyingar ekki að horfast
í augu við efnahagsstefnu níunda
áratugarins.
Afstaða Dana
til Færeyinga
Eiga Danir að auka efnahags-
aðstoð við Færeyinga til að koma
þeim á réttan kjöl?
Já
Nei
ívafa
Eiga Danir að gefa Færeyingum .
eftir þau lán sem þelr hafa þegar
fengið?
Já
Nei
I vafa
Eiga Danir að hjálpa Færeyingum
með því að yfirtaka erlendar skuldir
að hluta eða öllu leyti?
Já, að
öllu leyti
Já, að
hluta
Nei
§4%
46%
ívafa
Á að rjúfa tengsl Færeyinga og
Dana, halda því sambandi sem er
eða á að stýra Færeyjum frá
Danmörku að nýju?
Rjúfa
tengsl
20%
GARDEUR DÖMUFATNAÐUR
NÝJAR HAUSTVÖRUR
Stakir jakkar
einlitin köflóttir
Síðbuxur ull/terelene, 100% ull
Gallabuxur; stretchbuxur
Bermudas og stuttbuxur
Pils, bein og víð
Peysur; 100% ull
Frá GEISSLER
og PAOLO G
Dragtir
Stakir jakkar
Ullarjakkar
Kápur
Úlpur
KUNERT
sokkabuxur-gæðavara
Opið daglega frá kl. 9-18,
laugardaga frá kl. 10-14.
Qhmtu.
tískuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi.