Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 39 TISKA Vinir og vandamenn sýna fötin Nokkuð óvenjuleg tískusýning var haldin á kaffihúsinu Sól- on Islandus um helgina, en þar var sýnd vetrarlínan frá hinu franska Marithé & Francois Girbaud. Sig- ríður Valdemarsdóttir, eigandi verslunarinnar Stúdíó MFG, stóð fyrir sýningunni og hefur skorið sig úr frá öðrum sýningum af þessu tagi með því að nota ekki fagfólk við sýningarstörfin, heldur ætt- ingja og vini. Þá var sýnt við undir- leik píanista, en venjulegra mun að leika popptónlist undir. Sigríður sagði í samtali við Morgunblaðið að sér sýndist það koma betur út að nota ekki fag- fólk. Vinir hennar og vandamenn væru spenntir fyrir því að sýna og hefðu af því mikið gaman. „Það er tvímælalaust léttara yfir þessu, enda skapaðist góð stemming í húsinu. Þessi staður, Sólon, er auk þess ekki þessi dæmigerði tísku- sýnignarsalur. Hann býður upp á miklu persónulegri sýningu og það gekk eftir. Þetta er í annað skiptið sem ég sýni fatalínu frá MFG og þetta er að mestu sama fólkið. I einu tilviki mæðgur, sem sýnir höfðun til stórs aldurshóps. Sigríður sagði enn fremur, að MFG væri fyrst og fremst kven- fatalína og að þessu sinni hefði verið lögð áhersla á sparilínuna, sem væri þeirra aðall, enda störf- en einnnig hefði komið við sögu uðu hjá MFG vísindamenn við að „stretch“-fatnaðar fyrirtækisins þróa slík efni. Láfltv listakokkana Tyrfing og Loga stjana við þig á Lindinni. Súpa, fiskur, salatbar og heimabakað hvítlauksbrauð. UMPtM Rauðarárstíg 18 - Sírni 623350 e4vn t 3fui^cvu&cjfi á — ffi/ml, 1Ub73 | ELLEN BETRIX kynnir BIOMOIST BIO MOIST er kremlína fyrir þurra húð. BIO MOIST inniheldur áhrifarík efni úr náttúrulegum lípíðum, sjávarþörungum og A og E vítamín. BIO MOIST verndar húðina gegn veðri og vindum og styrkir hana gegn rakamissi í óblíðu veðurfari hér á landi. BIO MOIST og húðin viðheldur eðlilegum raka sínum og heilbrigðu útliti. Útsölustaðir: Clara Kringlunni- Clara Austurstræti - Jaml Laugavegi 15 - Soffía Hlemmtorgi - Holts Apótek - Gullbrá Nóatúni 17 - Snyrtivöruversl. Glæsibæ - Andorra Hafnarfirði - Apótek Keflavíkur - Krisma ísafirði - Hilma Húsavfk - Snyrtihúsið Selfossi. Bandaríski miðillinn og leiðbeinandinn Patrice Nol náinn samstarfsmaður Sanaya Roman, heldur eftirtalin námskeið á næstunni: Helgina 23. og 24. október Þjalfun miðilshæfileika Þriðja námskeið Patrice hér, en það er byggt á bókinni Opening to Channel. í lok helgarinnar hafa nemendur lært að taka á móti upplýsingum fyrir sig og aðra. Kl. 20-23, 26. október Kvennakvöld Ætlað til að efla hina kvenlegu ímynd og tengslin við hina guðlegu móður. í vor var metaðsókn á samskonar kvöldi. Nú verða kenndar nýjar æfingar. Kl. 20 - 23, 28. október. Sköpun allsnægta Fjórða skiptið sem Patrice kennir sköpun allsnægta en námskeiðið er byggt á bókinni Creating Money. Nýjar aðferðir til velgengni á breyttum tímum. Helgina 30.-31. október Samskipti fólks (Relationships) Námskeiðið sem Patrice hélt í vor í samskiptum var gífurlega árangursríkt og breytti lífi fólks. Endurskoðuð eru öll samskipti við maka, börn, systkini, samstarfsfólk o.fl. Einkatímar dagana 25 - 29. október Skráning og nánari upplýsingar í versluninni Betra líf, sími 811380 eða á skrifstofu Nýaldarsamtakanna á föstudögum í síma 627712. Nýaldarsamtökin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.