Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 félk i fréttum Morgunblaðið/Sverrir Steinar Davíðsson yfirkokkur, Bjarni I.Árnason veitingamaður og Kjartan Ólafsson yfirþjónn standa við nýja innganginn, sem nú hefur verið tekinn í notkun. VEITINGAHUS Oðinsvé fær suðrænt yfirbragð Veitingahúsið Óðinsvé hefur ver- ið opnað á ný eftir nokkrar útlitsbreytingar, sem gerðar voru í tilefni þijátíu ára rekstrarafmælis staðarins. Eigandi Óðinsvéa er Bjami I.Ámason, sem kenndur hef- ur verið við Brauðbæ. Kveðst hann vera elsti starfandi veitingamaður- inn í Reykjavík í samfelldum rekstri. „Það eru margir gamlir í hettunni, en þeir hafa farið víða og ekki hald- ið sig við einn stað,“ sagði Bjami í samtali við Morgunblaðið. Hann segir einnig að staðurinn hafi tekið miklum breytingum frá því hann tók við rekstrinum, en þá hafi hann verið kallaður „Kommakaffíð" á Þórsgötu 1. Þá segir hann að búast megi við viðbótar breytingum eða uppákomum innan árs, „því við ætlum að halda upp á afmælið í heilt ár og enda það með flugelda- sýningu". Breyttur matseðill Um leið og útlitsbreytingarnar voru gerðar var einnig lögð áhersla á að breyta matseðlinum. „Við erum að létta yfirbragðið og lækka verð- ið. Til dæmis getum við boðið upp á eftirétti á verðinu 290-550 krón- ur, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Bjarni. „Við höfum gefíð þessu nafnið Sólareldhús án landamæra. Við ætlum þannig að leggja áherslu á hollara hráefni eins og ólívuolíu, edik og vín í stað til dæmis rjóma áður. Samt ætlum við ekki að binda okkur við gríska eða ítalska rétti.“ Húsnæðið sjálft hefur fengið létt- ara yfirbragð, svolítið suðrænt, þar sem styttur og blómasúlur undir- strika andrúmsloftið. Veggina prýða myndir eftir listamanninn Lýð Sig- urðsson og munu þær verða til sýn- is næstu vikurnar. Þá munu þjón- amir taka virkari þátt í framreiðsl- unni en hingað til, að sögn Bjama. GIFTING Rómantískt lista- mannabrúðkaup Sjöfn Haraldsdóttir myndlistar- maður gekk í hjónaband með Ármanni Ármannssyni síðastliðinn laugardag í Hallgrímskirkju og hafði undirbúningur staðið í lang- an tíma, því að vel skyldi vanda til verksins. Sjöfn segist hafa lýst því yfir alla tíð að hún ætlaði ein- ungis að gifta sig einu sinni og því skyldi hvert smáatriði verða úthugsað. Fékk hún Bryndísi Val- geirsdóttur til liðs við sig við undir- búninginn. Kjóllinn og skórnir sérhannaðir Systir Sjafnar, Magnea Har- aldsdóttir, hannaði kjólinn, en hún starfar í Sviss sem fatahönnuður. Skómir voru einnig sérhannaðir á Italíu þar sem kjóllinn var saumað- ur á brúðarsaumastofu undir stjóm Magneu. Elsa Haraldsdóttir sá um hárgreiðsluna og notað var hárskraut frá hinum þekkta hár- greiðslumeistara Alexander. Um förðun sá Jóhanna Doucet sem hefur starfaði lengi í París. Sjöfn valdi Hallgrímskirkju vegna orgelsins og lék Hörður Áskelsson organisti valin lög í hálftíma fyrir athöfnina. Bergþór Pálsson og Inga Bachmann sungu einsöngva og dúetta á meðan at- höfinni stóð. Hvorki fleiri né færri en átta brúðarmeyjar og -sveinar á aldrinum 5-15 ára fylgdu brúðurinni inn kirkjugólfið, allt systkinaböm Sjafnar. Hún segist ekki hafa getað gert upp á milli barnanna og því hafí öll nema það elsta og yngsta verið sett í hlut- verk. Sigríður í Borgarblómi sá um allar blómaskreytingar; brúð- arvöndinn, skreytingar í kirkjunni og í veislunni ásamt bílunum tveim sem brúðhjónin og brúðarbörnin var ekið í á milli staða. Gestabókin fer upp á vegg Segja má að myndlistarkonan hafi ekki heldur farið hefðbundna leið varðandi gestabókina, því hún gyllti léreft 100x81 sm sem sett var á trönur og gestir skráðu nöfn sín á. „Minningin mín verður á vegg en ekki í gylltri bók inni í skáp,“ sagði Sjöfn. Brúðkaupsferð þeirra hjóna verður ekki ferð utan landstein- anna, heldur stungu þau af í sveitasæluna í Skorradal. NÝ sending: Allar buxur kr. 1.900,- Úlpusendingin komin aftur EXIT TOP FIVE LAPAGAYO KRAKKAR KRINGLUNNI 8—12 SÍMI 681719 & BOÐ í OKTÓBER ? HIP-HOP buxur kr. 1.900,- HIP-HOP bolir m/hettu kr. 2.450,- LIKAMSRÆKT Fyrsti sundspretturinn í nýju sundlauginni Garði. Um helgina var opnuð glæsileg íþróttamiðstöð í Garðinum og var þar m.a. tekin í notkun ný útisundlaug sem er 8x25 metrar. Það kom í hlut Ásmundar Böðvars- sonar að stinga sér fyrstur manna í laugina og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Ásmundur hefir stundað sund í mörg ár og hefir þurft að fara um langan veg en nú verður breyting á því nú þarf hann ekki einu sinni að gangsetja bílinn því sundlaugin er steinsnar frá heimili hans. Ásmundur lét vel af fyrsta sund- sprettinum og gaf nýju lauginni hæstu einkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.