Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ vtDsrapmnvmNuUF ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 Auglýsingar FÍT í Alþjóðasamband grafískra hönnunarfélaga FÉLAG íslenskra teiknara, FÍT, var formlega samþykkt sem full- trúi Islands og fullgildur aðili að Alþjóðasambandi grafískra hönn- unarfélaga sem á ensku nefnist Icograda, International Council af Graphic Design Associations, á 15. aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Glasgow um miðjan september. Icograda er óháð- ur, alþjóðlegur málsvari fyrir félög í grafískri hönnun og sjónræn- um samskiptum. í samtökunum starfar 61 félag frá 48 þjóðlönd- um sem hafa alls um 25.000 félagsmenn og um 100.000 nemenda- félög. Icograda er ráðgefandi aðili að Evrópuráðinu, UNESCO og UNIDO. Innan Icograda hefur verið kom- ið á fót félagsskap sem hefur að markmiði að gefa ungum hönnuð- um tækifæri á að koma skoðunum sínum og verkum á framfæri. Þessi félagsskapur sem hefur hlotið nafnið Næsta kynslóðin, á fulltrúa í stjórn Icograda. Hafinn hefur verið undirbúningur að stofnun Næstu kynslóðarinnar hér á landi. Icograda hefur komið á fót stofnun sem á að auka skilning og menntun í heiminum með áhrifamikilli notkun á grafískri hönnun. Stofnunin á að ná fram markmiðum sínum með því að gefa hönnunum alls staðar að úr heiminum tækifæri á að hittast og skiptast á upplýsingum og reynslu t.d. með því að halda ráðstefnur, fundi, vinnunámskeið og stuðla að nemenda- og kennaraskiptum. Stofnunin er sjálfstæður aðili og Launakjör sér sjálf um að ijármagna starf- semi sína. Fyrsta stóra verkefni stofnunarinnar var að skipuleggja námsverkefni í Suður-Ameríku þar sem kennsla og endurmenntun í grafískri hönnun var tekin til gagngerrar endurskoðunar. Annað verkefni sem stofnunin hefur á sín- um snærum er að aðstoða þriðja heims ríki við að koma á fót fagfé- lögum í grafískri hönnun. Icograda fagnar á þessu ári 30 ára afmæli samtakanna. Frá upp- hafi hefur aðalmarkmið þeirra ver- ið að efla gildi og gæði grafískrar hönnunar, stuðla að samskiptum milli hönnuða um allan heim og taka þátt í að efla menntun í gra- fískri hönnun svo eitthvað sé nefnt. Fulltrúar FÍT á aðalfundinum í Glasgow voru Hilmar Sigurðsson og Finnur Jh. Malmquist. Norrænir forsijórar með lægstu launin HÁTTSETTIR sljórnendur fyrirtækja á Norðurlöndum fá lægri laun en kollegar þeirra í öðrum Evrópulöndum miðað við kaupmátt launa í hverju landi fyrir sig. Þetta eru niðurstöður árlegrar könnunar sem fram- kvæmd eraf Wyatt Data Service í Belgíu. í könnuninni voru at- huguð launakjör stjórnenda fyr- irtælqa með veltu yfir 100 millj- ónir dollara eða rúmlega sjö milljarða króna. Almennt voru stjórnendur nor- rænna fyrirtækja mjög neðarlega á launaskalanum. Þannig kom t.d. fram að finnskir stjórnendur fyrir- tækja voru með meðal árslaun upp á 51.000 dollara eða um 3,6 milljónir íslenskra króna eftir skatta á síðasta ári. Kollegar þeirra í Þýskalandi, sem voru efstir á launaskalanum voru hins vegar að meðaltali með 118.000 dollara eða 8,3 milljónir króna á ári eftir skatta. Launin voru aðlöguð að kaupmætti í hvoru landi fyrir sig og fjölskyldustærð stjórnendanna var sú sama, þ.e. þeir voru allir með tvö böm á framfæri. Gengisbreytingar hafa áhrif á Athugasemd Sjöundi him- inn hannaði bækling Catco Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá aug- lýsingastofunni Sjöunda liimni: „í umfjöllun viðskiptablaðs fimmtudaginn 7. október sl. um tilraunir Catco til að flytja út lambakjöt á Bandaríkjamarkað var ranglega sagt að Olafur Steph- ensen hefði hannað bækling og vörumerki fyrirtækisins. Hið rétta er að Gréta Guðmundsdóttir á auglýsingastofunni Sjöunda himni sá um grafíska hönnun og heildar- útlit á kynningarefni Catco.“ röðunina á launaskalanum frá ári til árs og því er erfitt um saman- burð á milli ára. m ÍSLENSK VERSLUN ÍSLENSK VERSLUN, þ.e. Bílgreinasambandið, Félag íslenskra stórkaupmanna og Kaupmannasamtök Islands, boðar til fundar um greiðslukortaviðskipti, í dag, þriðju- daginn 19. október, kl. 12.00 í Arsal Hótels Sögu. Fyrirlesarar verða: Lars Barfoed, cand jur., framkvæmdastjóri Dansk Handel og Service r Danmörku: Greióslukortavidskipti í Danmörkv Sólrún Halldórsdóttir, hagfræðingur Neytendasamtakanna: Áhríf notkunar greióslukorta á fiárhagsstöóu heimttanna Bjarni Finnsson, formaður Kaupmannasamtaka íslands: Staóan í Debet-kortamátínu Þótttökugjald með hódegisverði er kr. 2.500. Vinsamlega tilkynnið þótttöku ó skrifstofur félaganna í símum 678910, 68781 1 eða 681550. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN Lars Barfoed Sólrún Bjarni Finnsson Halldórsdóttir 0 DANSHOGSKOLAN auglýsir lausa stöðu fyrir prófessor í dansuppeldisfræði Þarf að hefja starf 1. janúar 1994 eða síðar samkvæmt nánari samkomulagi. Meginverkefni prófessorsins er að þróa dansuppeldisfræðina, jafnt fræðilega sem í verki, í nánum tengslum við námið í dansuppeldisfræði. Stöðunni fylgir 200 tíma kennsluskylda á námsári. Kröfur: Sérstök áhersla er lögð á próf í uppeldisfræði og listræna hæfileika sem og vísindalega reynslu og hæfni. Til að geta gegnt stöðunni þarf viðkomandi að hafa lokið prófi í dansuppeldisfræði og hafa reynslu af kennslu í dansuppeldisfræði á háskólastigi eða samsvarandi reynslu, sem og að hafa alþjóðlega innsýn í fagið. Umsækjandi verður að vera vel fær um að tjá sig, jafnt munnlega sem skriflega, á sænsku eða öðru skandinavísku tungumáli. Umfang stöðunnar: Fullt starf. Ráðningartími: í upphafi verður ráðið í stöðuna í hæsta lagi til fimm ára. Ráðning- artíma er síðan hægt að lengja í allt að fimm ár til viðbótar án þess að staðan verði auglýst laus til umsóknar. Umsókn: Umsækjandi á að skila inn eftirfarandi gögnum í fjórriti: - Stuttri, skriflegri greinargerð um störfsín á sviði uppeldisfræði, lista og vísinda og - staðfestri skrá yfir nám og störf sem og skrá yfir þau rit eða störf, sem umsækj andi vill taka fram. Nánari upplýsingar veitir: Lena Malmsjö, rektor, sími 9046-8-666 36 03 Gunnel Gustafsson, skrifstofustjóri, sími 9046-8-666 36 04 Fulltrúi stéttarfélagsins TCO er Anna Karin Stahle-Verney, sími 9046-8-666 36 17. Umsókn ber að senda til DANSHÖGSKOLAN, Box 270 43, 102 51 Stockholm, Svíþjóð, í síðasta lagi þann 15. nóvember 1993. 29 B ílamarkadurinn V.W. Vento 2000 GL ’93, 5 g.t ek. 87 þ., rafm. í öllu, spoiler, samlitaðir stuðarar, álflegur, sóllúga, þjófavörn o.fl. V. 1640 MMC Gaiant GLSi '89, blár, sjálfsk., ek. 76 þ. km., rafm. í öllu, spoiler o.fl. Toppein- tak. V. 990 þús. Nissan Micra GL '89, rauður, sjálfsk., ek. 43 þ. V. 480 þús., sk. á ód. Toyota Extra cab EFi V-6 ’88, rauður, 5 manna, 5 g., ek. 79 þ., læstur aftan og framan, lækkuð drifhlutföll, 38“ dekk, ál- felgur o.fl. o.fl. V. 1380 þús., skipti. Audi 80 1.8 S '88, rauður, sjálfsk., ek. 96 þ., ný tírnareim o.fl. V. 900 þús. MMC Galant GLSi 4x4 '90, hvítur, 5 g., ek. 67 þ., rafm. í öllu, hiti í sætum, saml. stuðarar, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1190 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '93, rauður, sjálfsk., ek. 12 þ., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade TS EFi 16v '83, rauð- ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 4 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús. Tilboðsverð á ýmsum bifreiðum MMC Lancer GLX 4x4 station '88, rauð- ur, 5 g., ek. 88 þ., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 750 þús„ sk. á ód. Daihatsu Chsrade TX '91, rauður, sjálfsk., ek. 26 þ. V. 680 þús. Mazda 323 1.6 station 4x4 '93, rauður, 5 g„ ek. aðeins 3 þ. km„ álfelgur o.fl. V. 1340 þús„ sk. é ód. Honda Prelude EX 2.0i 16w '91, grásans, 5 g„ ek. aðeins 29 þ. km„ rafm. í öllu, hiti I saetum, álfelgur, sóllúga o.fi. Sem nýr. V. 1700 þús. MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 47 þ„ Sþoiler o.fl. V. 780 þús. o.fl. Óvenju gott eintak. V. 790 þús. Wagoneer LTD 4.0L '89, sjálfsk., m/öllu, ek. 74 þ. V. 1890 þús. Honda Prelude 2000 EXi '86, 5 g„ ek. 86 þ„ leðurinnr. o.fl. V. 750 þús. Dodge Ramcharger SE’83, rauður/grár, sjálfsk., ek. 120 þ. V. 690 þús„ sk. á ód. Lada 1500 station '92, hvítur, 5 g„ ek. 32 þ. V. 450 þús. stgr. Subaru Justy J-12 '90, rauður, ek. 35 þ. V. 750 þús. MMC Pajero langur '87, beinsín, 5 g„ ek. 107 þ„ sóllúga, o.fl. V. 1150 þús. MMC Lancer GLXi 16v '93, sjálfsk., ek. 8 þ„ sollúga, álfelgur, Sþoiler o.fl. V. 1530 þús. Mazda 323 LX '87, sjálfsk., ek. 82 þ. V. 390 þús. Toyota Llte Ace bensín, '91, vsk bíll, rauö- ur, ek. 64 þ. V 950 þús. Toyota Corolla XL Sedan '88, 5 g„ ek. 105 þ. V. 550 þús„ tilboðsverð 450 þús. stgr. Toyota Corolla Liftback '88, sjálfsk., ek. 98 þ„ góöur bíll. Tilboðsverð 550 þús. stgr. Chevrolet Blazer Thao '86, grár (tvflitur), sjálfsk., ek. 86 þ. km. Gott eintak. V. 1050 þús. Fjörug bílaviðskípti: Vantar á skrá og á staðinn góða bfla, helst skoðaða '94. Ath.: Bón og þvottur á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.