Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Jordan og Kristján í sama sjónvarpsþætti KRISTJÁN Jóhannsson syngnr nú í nýrri uppfærslu Toscu í Chicago við góðan orðstír og kemur raunar víðar við en í óperu- húsinu. Hann birtist sjónvarpsáhorfendum vestanhafs á laugar- dagskvöld í þættinum „Operathon" ásamt körfuboltakappanum Michael Jordan og segist ætla að standa uppi á stól verði smellt af þeim mynd þótt Jordan nái honum ekki á háu nótunum. Þá hefur CBS-sjónvarpsstöðin í undirbúningi umfjöllun um Kristján fyrir sunnudagsútgáfu morgunþáttar stöðvarinnar. Þar kemur jafnan heimsþekktur listamaður í heimsókn t'i 120 milljóna áhorfenda í Bandaríkjunum og Kanada. Johannsson Nýrrar Toscu Chicago Lyric óperuhússins hefur verið beðið með eftirvæntingu, en 25 ár eru liðin síðan Tito Gobbi færði þessa óperu Puccinis upp í borginni. Hann söng þá sjálfur ásamt Di Stefano og Mariu Callas. Nú fara með aðklhlutverk auk Kristjáns ameríski baritónsöngvarinn Jam- es Morris og enska sópransöng- konan Elizabeth Byme, sem leysti á síðustu stundu af Mariu Ewing. Frumsýnt var síðastliðinn laugar- dag og kveðst Kristján halda að það hafi gengið mjög vel. Hann hlaut skínandi dóma í blöðum, Sun Times og ekki síður Chicago Tribune, sem segir hann hafa verið hylltan. Það hafi hann verð- skuldað fyrir röddina, sem farið er lofsamlegum orðum um, og fyrir að færa borgarbúum evr- ópska hefð og syngja Cavaradossi eins og á að syngja hann. Umdeild uppfærsla Stjómandinn Bartoletti hlýtur náð fyrir augum gagnrýnenda en sama er hvorki að segja um Tony Walton, sem hannaði leikmynd- ina, né Ieikstjórann Frank Gallati. Þeir eru báðir vanir Broadway leikhúsum með mun minna sviði en í hinni geysistóru Chicago- óperu og þykja ekki nýta rými hennar nægilega vel. Gagmýn- endum þykir það ekki hæfa Toscu að þjarma svo að henni að óhægt sé um vik á sviðinu í hópsenum sem á annað hundrað manns taka þátt í og segja nýju uppfærsluna litla framför. Kristján segist ekkert finna fyrir þessu, hann sé yfírleitt einn á sviðinu eða með einum, tveim söngvurum öðrum. Hann hefur sungið um 160 sinnum í Toscu og ætlar að koma fram í 6 sýning- um í Chicago. Þær fjórar sem eftir eru verða 30. október og 2., 8. og 12. nóvember Söngur og körfubolti í sjónvarpi Síðan syngur Kristján í Sálu- messu Verdis í Flórens og Trieste á Ítalíu í desember og segist ætla að búa sig undir átök í Múnchen í janúar. Þar syngur hann í Caval- leria Rusticana og I Pagliazzi og kveðst ánægður með að reyna óperuhús borgarinnar í fyrsta sinn. Hann er hins vegar orðinn fastur gestur í Vínaróperunni sem verður næsti áfangastaður með Manon Lescaut. Charles Kuralt er gestgjafi í „CBS Morning Show“ og tekur hveija helgi á móti heimsþekktum listamanni. Sautján mínútna þátt- ur með Kristjáni verður sendur út í febrúarlok, en venjulegt er að gefa áhorfendum átta mínútna innsýn í afrek hvers listamanns. Vinnsla við þennan þátt er að sögn Kristjáns komin nokkuð áleiðis en hann vill þó vita hvort tökuliðið geti heimsótt ísland. Stöð tvö útvegaði upptökur með Kristjáni í Metropoiitan og sýnt verður að auki frá söng hans í Chicago og Houston. Áður en- að þessu kemur verður sendur út þátturinn „Operathon" sem er heils kvölds dagskrá til eflingar óperu í Chicago og styrkt- ar heimilislausum. Á laugardag- inn birtist Kristján á skjánum í félagsskap körfuboltakappans Michaels Jordan og óperustjórans Ardis Kranik. „Ég syng þarna og það verða líka Ieikin nokkur lög af nýju plötunni minni, sem nú er í lokavinnslu í Danmörku og kem- ur út á Islandi innan skamms. Svo segi ég bara „I love you“ við Jord- an, það klikkar aldrei hér í Amer- íku.“ . Breiðholtslöggurnar Morgunblaðið/Júlíus ARNÞÓR Bjarnason, Pétur Sveinsson og Einar Ásbjörnsson eða Breiðholtslöggurnar eins og þeir eru kallaðir dags daglega. Þeir ætla að hætta á Breiðholtsstöðinni. Breiðholtslögreglan ætlar í auðveldari og betur borgaða vinnu FÁIR eða engir lögreglumenn á landinu eru á lægri launum en þeir sem starfandi eru á Breiðholtsstöðinni, að sögn þeirra Arnþórs Bjarna- sonar, Einars Ásbjörnssonar og Péturs Sveinssonar, lögreglumanna í Breiðholti, sem allir hafa óskað eftir flutningi í önnur verkefni. Þeir segjast vera á einhverjum Iægstu töxtum óbreyttra lögreglumanna og án nokkurra álags- eða aukagreiðslna umfram nauman aukavinnu- kvóta. Pétur hefur fengið vilyrði um flutning í rannsóknadeild fyrir vikulokin en hinir tveir hafa sótt um flutning á vaktir við almenna löggæslu sem þeir segja að muni færa þeim mun betri laun en þeir hafa nú þrátt fyrir auðveldari vinnu og minna álag og ábyrgð. Arnþór og Einar sögðust í sam- ósveigjanlegt að þrátt fyrir að lög- tali við Morgunblaðið hvergi vilja vinna fremur en á Breiðholtsstöðinni þar sem þeir hafa unnið í tvö ár en segjast ekki geta lengur leyft sér að líta fram hjá því að þeir eigi kost á hærri launum fyrir auðveldari vinnu með því að fara á almennar vaktir á aðalstöðinni við Hverfísgötu. Launakerfi ríkisins sé svo stíft og Sjávarútvegsráðherra um ágreining um frumvarp um fiskveiðisljórnun reglustjóri og yfírmenn embættisins hafí sýnt málinu ákveðinn skilning og áhuga virðist vera útilokað að koma til móts við þá þannig að störf eins og þeir gegni verði metin til hærri grunnlauna. Pétur, sem er rannsóknalögreglumaður, segir að sér fínnist árangur sjálfstæðs rann- sóknastarfs Breiðhyltinga lítils met- inn og kveðst frekar vinna venjuleg rannsóknalögreglumannsstörf. Hafa upplýst fjölda mála Ekki kostur á að leggja frumvarpið fram núna Umhverfisráðherra hótaði afsögn á ríkisstjórnarfundi „STJÓRNARFRUMVÖRP eru auðvitað ekki borin fram nema ríkis- stjórnin standi að baki þeim og þingmeirihluti sé fyrir þeim. Eins og sakir standa þá er ekki kostur á því að leggja frumvarpið fram,“ segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um frumvarpið um sljórn fiskveiða en Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra ætlar ekki að styðja frumvarpið eins og það er nú vegna ákvæða um smá- bátaveiðar og lýsti hann því yfir á ríkisstjórnarfundi að ef ríkisstjórn- in væri annarrar skoðunar yrði hann að taka afleiðingunum af því og segja af sér ráðherradómi. Verulegur ágreiningur er í báðum þing- flokkum ríkisstjórnar um einstök atriði frumvarpsins. Sighvatur Björg- vinsson, sem nú gegnir formennsku í þingflokki Alþýðuflokks, segir skiptar skoðanir í þingflokknum um einstök atriði frumvarpsins og segir talsverðar líkur á að því verði breýtt. Frumvarpið var tekið til um- Qöllunar, ásamt frumvarpi um Þró- unarsjóð sjávarútvegsins, í þing- flokkum ríkisstjórnarinnar í gær. „Það hafa þegar verið gerðar mjög verulegar breytingar frá upp- haflegum tillögum til að koma til móts við ólík sjónarmið og við mun- um ræða þetta áfram,“ sagði Þor- steinn Pálsson. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir um einstök atriði í öllum flokkum og sannleikurinn er sá að þó menn geti fallist á Vigdís í Noregi Námsmenn nota tækifærið til mót- mæla 27 Vann brons í Kóreu Magnús Scheving vann brons í Suður-Kóreu 30 Leiðari_______________________ Kosningar í Kanada 26 Viðskipti/Atvinnulíf Dagskm ► Vaxtalækkanir í nánd? - Nýj- ^ Vinsældir Morðgátu aukast - ungar í bílaviðskiptum - Ókeypis Verslunarsjónvarp í Bretlandi - aðgangur að Internet - Bata- Fjórar sígildar myndir Chaplins merki í miðbænum - GK-hurðir - Kynningarmynd um Morgun- opna dyrnar á verktakamarkað blaðið grundvallaratriðin, þá getur út- færsla þessara reglna haft mismun- andi áhrif á einstök byggðarlög eða tegundir skipa, þannig að hagsmun- irnir toga út og suður í þessu máli frekar en í nokkru öðru, og það endurspeglast auðvitað innan allra þingflokka," sagði hann. Ágreiningur um samkomulag frá 27.júní Stjórnarflokkarnir gerðu með sér samkomulag 27. júní sl. í tengslum við ákvarðanir um efnahagsaðgerð- ir um hvernig staðið skyldi að af- greiðslu frumvarpanna. Að sögn Þorsteins fól það i sér að bæði frum- vörpin yrðu lögð fram í upphafí þings en afgreiðslu Þróunarsjóðs- frumvarpsins yrði hraðað eftir að bæði frumvörpin væru komin inn í þingið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins líta Alþýðuflokks- ráðherrarnir hins vegar svo á að eingöngu hafi verið samið um að algerlega yrði skilið á milli þessara frumvarpa en samþykkt var og bók- að í ríkistjórn að Þróunarsjóðsfrum- varpið yrði fyrsta málið sem ríkis- stjórnin legði fyrir þingið og yrði það afgreitt óháð afgreiðslu ann- arra mála. Aðspurður hve lengi mætti drag- ast að frumvarp um stjóm fískveiða kæmi fram kvaðst Þorsteinn ekki hafa sett því neinar tímaskorður. „Mín afstaða er sú að það verði að skoða þetta frumvarp mjög vel og hlusta á raddir þeirra aðila, sem hafa sitthvað um það að segja,“ sagði Sighvatur Björgvinsson. Þau tvö ár sem þremenningarnir hafa unnið saman í Breiðholti hafa þeir upplýst tugi sakamála, fjölmörg innbrota- og þjófnaðarmál og tugi bruggmála þar sem þúsundum lítra af bruggi hefur verið hellt niður. Þeir segja að lykillinn að þessu hafi verið það að lögreglustöðinni í Breið- holti hafi verið ætlað að starfa í anda forvarnastefnu sem byggðist á að lögreglumennirnir legðu áherslu á að mynda persónulegt samband við fólk í hverfínu. Þessi sambönd telji þeir víst að glatist að miklu leyti hverfí þeir til annarra starfa. „Maður afhendir ekki mannleg samskipti," segir Amþór. Breiðholtsmenn segj- ast vinna allt að 60 aukavinnustund- ir launalaust á mánuði auk þeirra 60 stunda sem þeir fái greitt fyrir og segja að þrátt fyrir að vera í hópi þeirra nokkurra lögreglumanna sem fái lægst laun líði varla sá dag- ur að ekki sé hringt heim til þeirra daglega utan vinnutíma með upplýs- ingar um bruggun eða önnur afbrot sem fólk vilji koma á framfæri við lögreglu. -----» 4----- HM-landsliða í skák Lettar unnu * Islending'a ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Lett- um með 1 Vi vinningi gegn 2V2 í fimmtu umferð heimsmeistara- móts landsliða í skák í Luzern í Sviss í gær. íslenska liðið er í 10. og neðsta sæti á mótinu en á óteflda viðureign við Úkraínu frá 1. umferð. Shirov vann Jóhann á 1. borði, Margeir gerði jafntefli við Kengis, Helgi tapaði fyrir Lanka en Hannes Hlífar vann Aivars Gipslis á 4. borði. Lettar eru efstir á mótinu með 12 v. en Bandaríkjamenn hafa lU/2 og biðskák. Sjá skákþátt, bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.