Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
5
Bækurnar
Bækurnar ásamt miðanum frá nafnlausa gefandanum.
Morgunblaðið/Theodór
Bókasafni barst
stórgjöf frá nafn-
lausum gefanda
Borgarnesi.
NÝVERIÐ barst Bókasafni Páls Jónssonar Safnahúsinu í Borgar-
nesi sending í almennum pósti. I pakkanum voru tvær bækur sem
innihéldu 3 árganga „Islandske Maanedstidender" sem var fyrsta
tímaritið sem gefið var út á ísiandi. Bækurnar voru prentaðar í
Hrappsey á Breiðafirði á árunum 1773 til 1776 og voru fyrstu
bækurnar sem prentaðar voru þar. Þær eru á dönsku og er talið
að þær hafi verið gefnar út fyrir Dani og íslendinga búsetta í
Danmörku. Upplagið er talið hafa verið mjög takmarkað.
Að sögn Guðmundar Guðmars-
sonar safnavarðar er hér um ein-
stæða gjöf að ræða sem er mikill
fengur fyrir safnið. Bækurnar eru
mjög sjaldgæfar og var ekki vitað
til að þær væru til í einkaeign hér
á landi og örfá eintök talin vera til
í öllum heiminum. Þær eru í mjög
góðu ásigkomulagi þó að önnur
þeirra sé í upprunalegu átjánduald-
arbandi.
Gefanda heitinn trúnaður
Með bókagjöfinni fylgdi miði þar
sem á stóð „Til bókasafns Páls
Jónssonar, með bestu kveðjum,
anonymous". Aðspurður kvaðst
Guðmundur ekki hafa hugmynd
um hver gefandinn væri. Ljóst
væri þó að hann væri kunnugur
bókasafni Páls Jónssonar. Þeir
safnverðir vildu fyrir hönd safnsins
koma á framfæri kæru þakklæti
til gefandans. Kvaðst Guðmundur
virða nafnleynd gefandans en hon-
um væri heitinn fullur trúnaður ef
hann kæmi í safnið og segði til sín.
TKÞ
Safnvörðurinn
Guðmundur Guðmarsson safn-
vörður heldur á bókunum
tveimur sem sendar voru frá
nafnlausum gefanda til safns-
ins.
Bókmenntaverðlaun Tómasar
60 ár frá útkomu
fyrstu bókarinnar
UM ÞESSAR mundir eru liðin 60
ár frá útkomu fyrstu ljóðabókar
Tómasar Guðmundssonar, Fagra
veröld. Af því tilefni hefur borgar-
ráð samþykkt að leggja fram 300
þús. á ári næstu þrjú ár til Bók-
menntaverðlauna Tómasar Guð-
mundssonar. Samstarf er við Al-
menna bókafélagið sem áskilur
sér útgáfurétt þess verks sem
verðlaunin hlýtur og skuldbindur
sig til að gefa verkið út.
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri sagði, að borgin vildi minnast
útkomu fyrstu ljóðabókar Tómasar
Guðmundssonar, sem nefndur hefur
verið borgarskáldið, vegna skírskot-
unar til Reykjavíkur í ljóðum sínum.
Óprentuð og frumsamin
í reglum sjóðsins segir, að þau
verði veitt fyrir óprentað skáldverk
frumsamið á íslensku, það er skáld-
sögu, smásagnasafn, ljóðabók eða
leikrit og eru engin ákvæði um stærð
verksins. Þriggja manna dómnefnd
verður skipuð af borgarráði og verð-
ur einn tilnefndur af menningarmála-
nefnd Reykjavíkurborgar, einn af
Almenna bókafélaginu og einn af
Rithöfundasambandi Islands.
Tómas Guðmundsson.
Verðlaunin verða veitt 15. septem-
ber ár hvert og verða handrit að
hafa borist fyrir 1. júlí. Auglýst verð-
ur eftir handritum 1. október ár
hvert. Þá segir, að sé dómnefnd á
einu máli um að ekkert þeirra verka
sem borist hafa fullnægi þeim kröf-
um sem hún telur að gera verði,
megi fella verðlaunaveitingu niður
það ár.
Maxwell
HOUSE
GAGNRÝNANDI:
ÞETTA E
Heitur ilmur,
braQÖmikil hressing
MÆTIR KRÖFUM MÍNUM“
Þeir sem þekkja gott kaffi, vita
hvað til þarf. Úrvals Old Java
kaffibaunir, þurrkun og
brennsla viö kjörskilyröi.
Þannig er Maxwell House kaffi.
Maxwell House drekka þeir sem
þekkja kaffi.
MAXWELL HOUSE
...engu ödru líkt!