Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER 1993
49
Andri Áss Grétarsson
sigraði á Haustmótinu
Skák
Margeir Pétursson
ANDRI Áss Grétarsson, 24
ára háskólanemi, sigraði á
Haustmóti Taflfélags Reykja-
víkur 1993, hlaut átta og hálfan
vinning af ellefu mögulegum í
A flokki. Andri gerði jafntefli
við Sævar Bjarnason í úrslita-
skák í síðustu umferð eftir að
Sævar hafði misst af góðum
vinningsmöguleikum. Það
nægði Andra til að halda efsta
sætinu og þetta er besti árangur
hans hingað til. Haustmótið var
afar spennandi, auk þeirra
Andra og Sævars náðu Vestfirð-
ingarnir Halldór G. Einarsson
og Guðmundur Gíslason mjög
góðum árangri og tóku þátt í
harðri baráttu um efsta sætið.
Sigurvegarinn á Haustmótinu
hefur fram að þessu staðið nokkuð
í skugga systkina sinna, þeirra
Helga Ass Grétarssonar, 16 ára,
eins efnilegasta skákmanns lands-
ins og Guðfríðar Lilju Grétarsdótt-
ur, sjöfalds Islandsmeistara
kvenna. Þau systkinin eiga ekki
langt að sækja skákáhugann. Þau
Grétar Áss Sigurðsson og Sigrún
Andrewsdóttir hafa bæði verið
formenn Taflfélags Reykjavíkur.
Þar sem Andri er ekki félagi í
Taflfélagi Reykjavíkur, heldur
Taflfélaginu Helli, getur hann ekki
orðið skákmeistari TR, en haust-
mótið er meistaramót þess. Sá tit-
ill kemur í hlut Hauks Angantýs-
sonar, alþjóðlegs meistara, sem
varð efstur taflfélagsmanna í
sjötta til áttunda sæti.
Dagskrá margra skákmanna
hefur verið ströng í haust. Sjö
keppendur á Haustmótinu luku
keppni í landsliðsflokki á Skák-
þingi Islands aðeins tveimur dög-
um áður en mótið hófst. Nú verð-
ur heldur ekkert lát á, alþjóðamót
Hellis hefst á laugardaginn, þann-
ig er aðeins tveggja daga frí.
Þetta er mun þéttari dagskrá
en flestir atvinnumenn létu bjóða
sér, en það er greinilegt að marg-
ir af okkar ungu og efnilegu skák-
mönnum eru tilbúnir til að veija
stærstum hluta frítíma síns í skák-
listina. Með nægilegri hörku og
úthaldi skilar þetta örugglega
árangri. Skákmenn verða þó að
gæta þess að tefla ekki yfir sig.
Ef leikgleðina skortir kemur það
strax niður á árangrinum.
Úrslit í einstökum flokkum urðu
þessi. Keppni í unglingaflokki er
ekki lokið:
A flokkur:
1. Andri Áss Grétarsson 8V2 v.
2. -3. Sævar Bjarnason og Guð-
mundur Gíslason 8 v.
,4. Halldór G. Einarsson 7V2 v.
5. Björgvin Jónsson 7 v.
6. -8. Haukur Angantýsson, Jón
Garðar Viðarsson og Bragi Hall-
dórsson 4V2 v.
9. Tómas Björnsson 4 v.
10. Ólafur B. Þórsson 3V2 v.
11. —12. Sigurður Daði Sigfússon
og Júlíus Friðjónsson 3 v.
B flokkur:
1. Kristján Eðvarðsson 8V2 v.
2. Arinbjörn Gunnarsson 8 v.
3. Sigurbjörn Björnsson 7V2 v.
4. -5. Heimir Ásgeirsson og Arnar
E. Gunnarsson 6V2 v.
6. Bragi Þorfinnsson 6 v.
7. James Burden 5 v. o.s.frv.
Kristján Eðvarðsson á frátekið
sæti í A flokki að ári, hvernig svo
sem skákstigunum kemur til með
að líða.
C flokkur:
1.—2. Björn Þorfinnsson og Ingvar
Þ. Jóhannesson 8 v.
3. Stefán Þ. Sigurjónsson 7R v.
4. Hlíðar Þór Hreinsson 7 v.
5. -8. Ingólfur Gíslason, Sölvi
Jónsson, Pétur Lárusson og Sverr-
ir Norðfjörð 5 v. o.s.frv.
D flokkur (opinn)
1—2. Oddur Ingimarsson og Davíð
Ó. Ingimarsson 8V2 v.
3.-5. Árni R. Árnason, Hjörtur
Daðason og Kristján Halldórsson
7 v.
6. -9. Janus Ragnarsson, Benedikt
Baldursson, Ómar Egilsson og Jón
Einar Karlsson 6V2 v. o.s.frv.
Skákstjórar voru þeir Ólafur
H. Ólafsson og Þorfinnur Björns-
son.
Lítum á glæsilega fléttuskák frá
SALA - LEIGA
Dalvegur 24
s.42322 64 1020
etsiipun
□ r Ólafssonar
: 9I - 643500
AFMÆLIS-
TILBOÐ
21. október - 4. nóvember
m
gMcDonalds
Haustmótinu:
Hvítt: Halldór G. Einarsson
Svart: Bragi Halldórsson
Caro—Kann vörn
I. e4 — c6, 2. d4 — d5, 3. exd5
— cxd5, 4. c4 — Rf6, 5. Rc3 —
e6, 6. Rf3 — Be7, 7. cxd5 —
Rxd5, 8. Bc4 - Rf6, 9. 0-0 -
0-0, 10. Hel - a6
10. — Rc6 er venjulega leikið í
þessari stöðu. Peðaframrásin á
drottningarvæng er nokkuð tíma-
frek.
II. Bb3 - b5, 12. d5 - b4, 13.
dxe6
hróksfórn Halldórs standist fylli-
lega. Svartur varð að svara hótun-
inni 18. Ba3+ og eftir 17. — Rd5
er hún endurnýjuð með 18. Rg5!
17. - Rfd7, 18. Ba3+ - Kf6, 19.
Hel er líka vonlaust með öllu.
18. Ba3+ - Rxf7, 19. Rg5+ -
Kg6, 20. Rxe6 - Hc8, 21. Bc2+
- Kf7, 22. Rg5+ - Ke8, 23.
Ba4+ - Rc6, 24. Hel+ tt Kd8
tt
VEITINGASTAÐUR FJOLSKYLDUNNAR,
SUÐURLANDSBRAUT 56
%
í
§
•4
tt
5
?
x
c<
«4
fi
I
I
á
I
Andri Áss Grétarsson
13. — bxc3?
Bragi trúir því ekki að manns-
fórn hvíts standist og vart hægt
að lá honum það, en hann átti að
velja 13. — Bxe6 14. Bxe6 —
bxc3 15. Bb3 og hvítur stendur
ívið betur vegna biskupaparsins.
14. Dxd8 - Hxd8, 15. exf7+ -
Kf8, 16. Hxe7! - Kxe7, 17. bxc3
- Be6
Það verður ekki annað séð en
25. He7! og eftir þennan glæsilega
lokahnykk gafst svartur upp. 25.
— Rxe7, 26. Re6 er mát.
I
HARÐVIÐARVAL
ftct
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
FRAMURAKSTUR
Nei, aldeilis ekki þegar FJÖLNIR
er keyrður á AlXfrá IBM.
Frelsið er ein forsenda þess að maðurinn
nái að virkja andagift sína og koma þannig
hugmyndum sínum í framkvæmd. Þess
vegna hafa Nýherji hf. og Strengur hf.
kappkostað að bjóða lausnir sem ryðja
hindrunum úr vegi og treysta þannig
samkeppnisstöðu fyrirtækja.
AIX útgáfa viðskiptabúnaðarins FJÖLNIS er
sú nýjasta á markaðinum, en hún keyrir á
RS/6000 vélum frá IBM. AIX útgáfa
FJÖLNIS veitir stjórnendum aukið innsæi í
reksturinn og möguleika á skjótri
ákvarðanatöku. Þessi nýja lausn er því
kjörið tækifæri til að aka fram úr á
markaðinum.
Við FJÖLNI í AIX má tengja margar
vinnustöðvar og flétta saman OS/2 og DOS
vinnustöðvum á sömu RS/6000-vélinni án
þess að samskipti við notanda taki minnstu
breytingum. FJÖLNIR býður auk þess upp
á biðils-miðils samskipti í AIX sem dregur úr
umferö á neti og tryggir mikinn
vinnsluhraða. AIX umhverfið eyðir líka
fjarlægðum og býður upp á ólík samskipti
við umheiminn. RS/6000 vélin er opinn
búnaður sem hefur hlotið fjölda alþjóðlegra
viðurkenninga auk þess sem
eignarhaldskostnaðurinn er með því lægsta
sem þekkist. Nú er líka hinn umtalaði
PowerPC sem keyrir undir AIX kominn á
markaðinn .
Dragðu það ekki að hafa
samband við okkur,
við veitum þér góðfúslega
allar frekari upplýslnggr.
FJOLNIR
biorniK
NYHERJI HF. OG STRENGUR HF.
Samstarfá traustum grunni.
NYHERJI
SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00
Alltaf skrefi á undan