Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C 245. tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Mælt fyrir 1.336 síðna frumvarpi BILL Clinton Bandaríkjaforseti mælti í gær fyrir 1.336 síðna frum- varpi sínu um uppskurð og endurbætur á heilbrigðiskerfinu. Sagði hann við það tækifæri að hann væri opinn fyrir breytingum en kvaðst þó aldrei skrifa undir frumvarp sem ekki tryggði öllum bandarískum þegnum fulla heilsugæslu, í fyrsta sinn í sögunni. Hillary Rodham Clinton forsetafrú stjórnaði nefnd sem undirbjó frumvarpsgerðina og tók hún þátt í kynningu þess í þinginu. Myndin var tekin er hún lauk ræðu sinni. Milli forsetahjónanna standa Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, George Mitchell, leiðtogi meirihlutans, og Thomas Foley, forseti fulltrúadeildarinnar. Ásakanir Sameinuðu þjóðanna á hendur Bosníu-Króötum Morðalda í Búrundí Karuzi, Búrundí. Reuter. ÞÚSUNDIR manna hafa verið myrtir í átökum Hutu- og Tutsi- þjóðflokkanna í Búrundí í kjöl- far byltingartilraunar í landinu fyrir viku, að sögn sjónarvotta. Hermt er að heilu þorpin hafi verið brennd til grunna í dreif- býli. Fréttamenn fóru um landið í gær í þyrlum og höfðu viðkomu á nokkrum stöðum. Stóð fjöldi þorpa í björtu báli og hvarvetna sem þeir höfðu viðkomu voru þeim sagðar sögur af grimmdarlegum hrannvígum. Lágu lík sem hráviði út um allt. ♦ ♦ ♦---- Frjálst að kaupa og selja land Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti upprætti sextíu ára gamalt bann við að kaupa og selja land með tilskipun í gær. Með þessu er ætlunin að hraða sölu ríkisjarða og samyrlyubúa og greiða fyrir efnahagslegum umbótum. í tilskipuninni sagði að rúss- neskum þegnum væri héðan í frá frjálst að kaupa, selja, erfa eða leigja land. Engar hömlur væru fyrir slíku lengur og menn gætu látið land í skiptum fyrir annað ef svo bæri undir. Útlendingum er heimilt að taka land á leigu til langtíma en ekki kaupa. Jeltsín gaf einnig út tilskipanir varðandi fjárlög og sakaruppgjöf vegna skattamála en Interfax- fréttastofan sagði að ekki yrði skýrt frá efni þeirra fyrr en í dag. Hindra könnun Dönsk kenning um endalok risaeðlanna byggir á íslenskum gögnum Rökstudd með gosefni úr Heklu Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. RISAEÐLUR eru ekki aðeins verkefni kvikmyndagerðarmanna, heldur einnig vísindamanna, sem aldrei hafa getað skýrt endalok þeirra til hlítar. Nú hefur Hans Jörgen Hansen á dönsku jarðfræðistofnuninni sett fram kenningu um hvers vegna eðlurnar hafi dáið út og styður hana meðal annars með sýnishorni úr Heklugosinu 1991. Gengur hún út á að eðlurnar hafi dáið út á löngum tíma, vegna mikils magns í umhverfinu af þungmálmum frá eldgosum, en ekki skyndilega vegna áreksturs loftsteins, eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Hans Jörgen Hansen álítur að risaeðlurnar hafi dáið út á 600 þúsund árum. Þær hafi fyrst dáið út þar sem nú sé Frakkland, en síðan í Kanada, Norður-Ameríku og Kína. í jarðlögum, þar sem risa- eðluleifar hafa fundist, hafa gjarn- an verið öskulög við. Þeir sem aðhyllast loftsteinakenninguna benda á að askan stafi af skógar- bninum í kjölfar árekstursins. í samtali við Morgunblaðið sagði Hans Jörgen Hansen að sam- kvæmt kenningu hans sé þarna um eldgosaösku að ræða, en erfitt hafi verið að fullyrða að svo væri. Álitið hafi verið að við eldgos myndist frjáls kolefnasambönd, en þau séu agnarlítil og erfitt að festa hendur á þau. Hann sagðist hafa reynt að ryksuga eldfjallaösku við ýmis eldgos, en aldrei tekist að einangra ösku sem hann hafi getað verið viss um.að ekki kæmi annars staðar frá, þar sem til dæmis oft brenna hús og skógar í eldgosum á Filipseyjum og víðar. Þegar Hekla gaus 1991 var snjór yfir og á hann lagðist askan. Síðan snjóaði strax yfir öskulagið, sem þar af leiðandi lokaðist inni í snjónum. Hans Jörgen Hansen náði slíku sýni, sem gerði honum kleift að renna að því stoðum að askan við risaeðlubeinin væri eld- fjallaaska, en ekki aska eftir skóg- arbruna. Kenning hans er að það hafi verið þungmálmar úr stöðug- um eldgosum sem hafi gert það að verkum að egg risaeðlanna klöktust ekki út. Það séu því eld- gosaaska, en ekki skógarbruna- aska við leifarnar. Því yngri sem risaeðluleifararnar eru, því fleiri óútklakin egg finnast, sem gæti stutt kenningu Hans Jörgens Hansens. Danski vísindamaðurinn undir- strikar að hann eigi ekki hugmynd- ina að baki kenningarinnar. í Kanada eru vísindamenn sem trúa heldur ekki á loftsteinakenning- una. Framlag hans er að rökstyðja að risaeðlurnar hafi ekki dáið út skyndilega vegna loftsins, heldur á löngum tíma vegna þungmálma- mengunar. Þar skiptir Hekluaskan miklu máli. á stríðsglæpum Genf, London, Vitez í Bosníu. Reuter. TALSMENN SÞ segja að króatískir hermenn hafi margsinnis haft í frammi hótanir og hindrað störf sænskra friðargæsluliða sem kanna meint fjöldamorð Króata á múslimum í smáþorpi nálægt Vares í Mið-Bosníu. Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, Thorvald Stoltenberg, sakaði í gær múslima um að hafa skotið á bílalest SÞ sem var á ferð með hjálpargögn í grennd við borgina Novi Travnik á þriðjudag. Flóttamannastofnun SÞ stöðvaði hjálparstarf sitt í miðhluta landsins vegna málsins og sagðist Stoltenberg myndu ræða það við Alija Izetbegovic, for- seta Bosníu. Verið er að leita að sönnunar- gögnum um stríðsglæpi á allmörg- um stöðum í Bosníu með stríðs- glæparéttarhöld í huga og sagði í yfirlýsingu SÞ að lögreglumenn, eftirlitsmenn Evrópubandalagsins og fulltrúar alþjóðlegra hjálpar- og mannréttindastofnana myndu kanna ástandið í umræddu þorpi, Stupni Do. Sænskir friðargæslu- Stúdentar mótmæla skólagjöldum Keuter TUGÞÚSUNDIR spænskra háskólastúdenta mótmæltu hækkun skólagjalda í gær. Fjölmennust voru mót- mælin í Madríd þar sem um 20.000 stúdentar létu að sér kveða. liðar komust loks inn í þorpið á þriðjudag. Fulltrúar SÞ segja að hermennirnir hafi fundið gögn sem sanni að Bosníu-Króatar hafi myrt fjölda óbreyttra borgara úr röðum múslima í árás sem gerð var sl. laugardag. „Norræna hersveitin komst að því að öll 52 húsin í þorpinu höfðu verið brennd til ösku. Samkvæmt síðustu skýrslu voru friðargæslu- liðarnir búnir að leita í helmingi húsanna og höfðu fundið lík 15 manna sem annaðhvort höfðu ver- ið skotnir eða brenndir til bana,“ sagði í skýrslu SÞ. Talsmaður hers Bosníu-Króata viðurkenndi í símtali við frétta- mann Reuters-fréttastofunnar í gær að fjöldamorð virtust hafa verið framin í Stupni Do en sagði fjölda fórnarlambanna minni en staðhæft væri. Króatískir embætt- ismenn hafa á hinn bóginn vísað því á bug að stríðsglæpir hafi ver- ið framdir í þorpinu; árásin hafi haft að markmiði að koma í veg fyrir áhlaup herliðs múslima á Vares. Gert var ráð fyrir að breskir hermenn kæmu Svíunum til að- stoðar í gær. Embættismaður SÞ, er ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að í innanhússkýrslu sam- takanna kæmi fram að leiðtogi króatísku hermannanna á staðn- um hefði sagt að yfirgæfi norræna hersveitin ekki þorpið myndi hann biðja yfirmenn sína um leyfi til að beita valdi gegn þeim. Króatar hafa sakað embættismenn SÞ um að styðja múslima í átökunum í Bosníu. Þótt sænsku hermennirn- ir, um 100 manns, hafi aðeins verið í landinu í viku hefur þegar verið skotið á herbíla þeirra og varpað að þeim handsprengjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.