Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 35 fiska er náð — enda þótt veiðin í Laxá á Asum sé ekki bundin magn- takmörkunum. Sú staðreynd endur- speglast einmitt í verði veiðileyfis- ins. Landslög takmarka fjölda veiði- daga í ám og leyfilegan stunda- fjölda við veiðar á hveijum degi. Auk þess eru settar reglur í hverri á fyrir sig um agn, veiðiaðferðir, umgengni o.fl. Ef þessum reglum er fylgt eftir fullyrði ég að með hefðbundnum veiðum er ekki unnt að skaða lífríki árinnar. Mér sárnar því þegar mér er borið á brýn að ég hafi brotið landslög, veiðireglur árinnar, siðareglur veiðimanna og viðurkenndar óskráðar veiðireglur. Ég fullyrði að engin þeirra reglna sem umboðsmaðurinn nefnir í grein sinni var brotin. Ekki var heldur vaðið í ána upp fyrir hendur enda vorum við félagarnir ekki í vöðlum við veiðarnar. Sýna má fram á það með myndum. (Hins vegar hafa birst margar myndir af umboðs- manninum í veiðidálki DV í vöðlum upp undir höku.) Við sem vel þekkj- um til Láxár á Ásum vitum mæta- vel hversu lítil og viðkvæm hún er. Til viðmiðunar má nefna að Elliða- árnar eru meira vatnsfall. Með því að vaða yfir veiðistaði getur maður spillt eigin veiði. Laxinn í Laxá á Ásum tekur agn það vel að með öllu er óþarft að taka áhættuna af því að reyna að komast í návígi við fiskinn. Eg hef í raun alltaf verið þeirrar skoðunar að sé fisk að finna á veiðistað sé eðlilegra að reyna að veiða hann í stað þess að styggja hann. IV Alvarlegasta lygi „umboðs- mannsins" er þegar hann ber fyrir sig orð annarra manna, þ.e. ítalskra veiðimanna sem tóku við af okkur veiðifélögunum. Hefur hann eftir þeim að aðkoman í veiðihúsið hafi verið ömurleg „en þar lá dauður og illa farinn lax um öll gólf ..." Síðan heldur hann áfram og segir: „Þegar að ánni kom tók ekki betra við. Laxinn var augljóslega orðinn mjög taugaveiklaður og styggur eftir barning þessara miklu vað- hesta. Svo illa að veiðimennirnir þurftu nánast að skríða á fjórum fótum að ánni ef nokkur von um fisk átti að vera. “ Ég veit vel að þetta eru helberar lygar. Því hafði ég samband við Friðrik Brekkan sem var með þess- um ítölsku veiðimönnum við ána og túlkaði fyrir þá. Friðrik var afar undrandi á þessum ummælum og að hugsanlegum hagsmunatengsl- um við seljendur búnaðar. Faktorar Sverrir nefnir til sögunnar svo- nefndan ,fiktfaktor“, mælikvarða á þann tíma sem eytt sé í allskyns ófrjótt umstang. Faktor þessi sé einkar fyrirferðarmikill þar sem rekstur byggist á einmenningstölv- um en næsta óverulegur í umhverfi annarra tölvugerða. Hér verður aft- ur að gæta sín á alhæfingunni. Einmenningstölvur eru nú á dögum orðnar algengar sem útstöðvar við stór- og miðlungstölvur, oftar en ekki nettengdar. Þær þykja heppi- legar í þetta hlutverk til dæmis vegna notendaviðmóts og mögu- leika á sjálfstæðri vinnslu ef þörf gerist. Engar iíkur eru til að minna verði um fikt í slíku umhverfi. Hið eina sem dugir gegn yfir- gangi faktors þessa er gamalt ráð, fundið upp löngu fyrir daga RUT, enda ijarri því að hún ætli sér af því neinn höfundarheiður. Ráðið er stjórnun, skipulag og fræðsla. Rétt er það að í stórtölvurekstri er jafn- an lögð áhersla á agað rekstrarum- hverfi, enda afleiðingar skelfilegar ef óreiðu er hleypt þar að. Engin krafa var uppi um slíkt þegar stofn- anir tóku uphaflega að kaupa stak- ar einmenningstölvur til nota á skrifstofum. Þegar svo staðarnetin tóku að breiðast út þurfti (og þarf enn) átak í skipulagi, stjórnun og fræðslu til að tryggja tilætluð not og framleiðniaukningu. Á þetta hefur nefndin jafnan lagt áherslu í ráðgjöf sinni. Illa fenginn hugbúnaður Sverrir vitnar í fréttabréf RUT staðfesti að þau væru alls ekki rétt. Hann tjáði mér að hann hefði af þessu tilefni ritað stutta grein í Morgunblaðið þar sem hann leið- rétti þessi orð. Hann kannast ekki frekar en ég við þau fleytitæki sem nefnd eru í áðurnefndri grein Sverr- is né að „stórir slorugir ruslasekk- ii*‘ hefðu verið á bökkum árinnar. Með þessum lygum og áburði á saklausa menn hefur Sverrir sjálf- sagt ekki brotið neina af þeim skráðu eða óskráðu siðareglum sem hann sjálfur segist fara eftir. Aftur á móti kann hann að hafa brotið sett lög í þessu landi um verndun ærunnar. Það er illa komið fyrir veiðimennsku og umhverfisvernd ef málsvararnir eru rógberar og lygarar. V I grein „umboðsmannsins" kem- ur margoft fram að veiði okkar hafi verið alltof mikil. Þá skoðun verður að virða enda eru tölur af- stæðar að þessu leyti. Ég hef því reynt að fylgja eftir gömlum arab- ískum sið sem er á þá leið að vilji maður ekki fallast á sjónarmið ein- hvers verði maður að reyna að skilja sjónarmið hans. Það hefur þó ekki reynst þrautalaust. Greinina hef ég lesið, hlustað á Sverri á Rás 2 mánaðamótin júlí og ágúst og á Bylgjunni 20. ágúst. Enn eru ótalin viðtöl við hann á veiðisíðum DV í ágústmánuði. Umboðsmaðurinn nefnir í grein sinni eðlilegt magn laxa og skýrir það ekki frekar. Það er eflaust ekki annað en tilviljun. Þá er að líta til þess hve mikið hann og erlendu vinir hans veiddu. Þá fer nú að skjóta skökku við! Hann tekur kollsteypu yfir metveið- inni, 82 löxum á einum degi. Hann umhverfist við 156 löxum á tvær stangir á tveimur dögum. Hann segir þó ekkert við 68 löxum sem Italirnir veiddu daginn eftir að við hættum þegar „heilu hyljirnir voru tómir þar sem áður höfðu verið tugir fiska og þeir fiskar sem eftir voru voru svo illa styggir að ég þekki vart annað eins.“ Mörkin um „eðlilega“ veiði hljóta skv. þessu að liggja á milli 68 og 82 laxa. Alls veiddu ítalirnir 103 laxa og höfðu auk þess misst 50 laxa á flugu. Þá höfðu veiðiaðstæður breyst til hins verra, gert norðan garra og hitastig komið niður í 2°C. En hvað veiddi áhugamaður- inn um umhverfisvernd ásamt út- lendingunum næst á eftir öllu þessu? Við skulum líta á ummæli til forstöðumanna ríkisstofnana dagsett 1. júní 1993 og dregur því miður út úr samhengi tilvitnun í grein eftir Marinó G. Njálsson, sem birtist í Morgunblaðinu 6. maí sl. þar sem hann sagði meðal annars ,að illa fengin forrit hefðu fundið sína leið inn á tölvur löggjafans og Hæstaréttar". í fréttabréfinu var vitnað í þrjár nýlegar blaðagreinar í þeim tilgangi að biýna fyrir stjórn- endum að þetta vandamál hafi ver- ið í brennidepli fjölmiðla að undan- förnu og að vera við því búnir að sæta rannsókn af hálfu erlendra seljenda hugbúnaðar, svo sem skeð hefur, til dæmis í Svíþjóð. Ummæli Marinós G. Njálssonar um löggjafann og Hæstarétt skiptu ekki máli fyrir boðskap fréttabréfs- ins, enda hafði hann leiðrétt þau sjálfur, að nokkru í sömu tilvitnun (sem Sverrir sleppir), en ítarlegar þó í Morgunblaðsgrein 20. maí þar sem hann segir meðal annars: ,Yfir- maður tölvumála Alþingis hafði samband við mig og mótmælti því að ólöglegur hugbúnaður hefði nokkurn tímann verið inni á tölvu- kerfi skrifstofu Alþingis. Ég vil taka fram að ég átti ekki við tölvukerfi skrifstofu Alþingis og sagði einnig að eftir því sem ég best vissi hefði sú vitleysa (sem ég var að vísa til) verið leiðrétt". RUT harmar að upprunaleg til- vitnun í grein Marinós skuli hafa verið rifjuð upp á þennan hátt án þess að leiðréttingin fylgdi. Höfundur er deildarstjóri í fjármálaráðuneyti og ritari Ráðgjafancfndar um upplýsinga- og tölvumál. hans í veiðidálkum DV í ágúst sl.: „ Við erum komnir með 50 laxa eft- ir einn og hálfan dag, þetta hefur gengið mjög vel. Það er mikið af fiski í Laxá þessa dagana.“ Og í öðru tbl. er haft eftir honum: „Ég hef aldrei séð svona mikið af fiski í Laxá, við höfum fengið 250-260 laxa á viku ..." Öll þessi veiði gerist nokkrum dögum eftir að við höfðum sýnt af okkur „villimennsku og stórskaðað lífríki árinnar með skepnuskap“ (DV 3. ágúst). Það telst að sjáíf- sögðu ekki til villimennsku eða subbuskapar að taka veiðibók ár- innar og krota í hana svívirðingar um veiðimenn eins og Sverrir gerði? (Ljósrit til reiðu.) Mörgum óvönum og vönum veiði- mönnum ofbýður e.t.v. ofangreind- ar aflatölur, sérstaklega ef þeir bera þær saman við tölur í öðrum ám. Á það ber þó að líta að Laxá á Ásum er sérstök. Það er heldur ekki tilviljun að hún er talin gjöful- asta laxveiðiá í heimi. Besti tíminn í ánni er venjulega á tímabilinu 18. til 28. júlí. Á þessum tíma koma stærstu göngurnar sem gera þessa daga svo eftirsótta enda veiðilíkur mestar. Samkeppnin um þessa daga er mikil eins og umboðsmaðurinn þekkir vel af eigin reynslu. í raun myndast ávallt uppboðsmarkaður um þessa daga. Þessum dögum vill umboðsmaðurinn ná óskoruðum til sín og erlendra skjólstæðinga sinna og stjórna síðan hveijir veiða á undan honum og eftir. Því til sönn- unar geti ég nefnt að kunningi minn keypti af Sverri síðasta daginn sem hann hafði til umráða í ágúst sl. fyrir stórfé. Þannig framseldi umboðsmaðurinn sjálfur veiðileyfi sem hann segir að sé óheimilt og efndi þannig til „maðkaveislu“ sem honum er þó mjög á móti skapi og telur hafa slæm áhrif á lífríki árinn- ar. Tvískinnungurinn skín alls stað- ar í gegn og hræsnin er allsráð- andi. Allt er falt hjá umboðsmannin- um í nafni umhverfisverndar. Að lokum langar mig að vitna til orða Jean Giradoux (Sú galna í Chaillot): „Smám saman hafa umboðs- mennirnir tekið öll völd í heiminum. Þeir gera ekki neitt, þeir búa ekki neitt til — þeir eru þama bara og taka sinn skerf.“ Höfundur er tannlæknir og áhugamaður um laxveiðar og umhverfisvernd. Ódýrir iúkar r HARÐVIDARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 RÝMINGARSALA Vegna breytinga á rekstri Vefstofunnar, Ásvallagötu 10a, um áramót verður rýmingarsala á margs konar vefnaði og útsaumi. T.d. veggteppum, púðum, sjölum, treflum, borðreflum, upphlutssvuntuefni, ullarjavi og ýmsu öðru. Einnig vefstólum og fylgihlutum. Rýmingarsalan hefst föstudaginn 29. okt. kl. 10.00. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-14, virka daga frá kl. 9-16. Sími 14509. Debetkortamyndir Bankar, sparisjóðir og aðrar stofnanir, Við komum á staðinn og myndum starfsfólk stofnunarinnar á debetkortin, fyrir aðeins kr. 830,oo innifalið 8 stk myndir sem passa á debetkort, ökuskírteini, vegabréf ofl. 3 Ódýrastir Ljósmyndastofan Mynd súni: 65 42 07 Bama og fjölsk. ljósmyndir sími 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20 Félags- hesthús PiP Þeir, sem hafa hug á að vera með hesta í húsum félagsins á Víðivöllum eða við Bústaðaveg í vetur, eru vinsamlegast beðnir að staðfesta sem fyrst. Vegna mikillar aðsóknar síðastliðinn vetur, þá höfum við bætt nýju húsi við á Víðivöllum, þrátt fyrir það stefnir í að við getum ekki annað eftirspurn. Því hvetjum við þá, sem vilja vera öruggir með bás, að staðfesta sem fyrst. Fákur ....—«4»-.-. . Námsmenn! Prófid Rautt Eðal Ginseng og árangurinn lætur ekki á sér standa s I | I Vaskur og vakandi með Rauðu Eðal Ginseng VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKAN |k 1 FARARBRODDI DRIFBÚNáÐUR ER SÉRQRE9N OKKARlV VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FÁLKANS • VELADEIlD FALKANS VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS Optibelt kílreimar - viftureimar - RENOLB keðjur og tannhjól leiðandi merki á heimsmarkaði fyrir drif- og flutningskeðjur og reimar. Vörur frá þessum framleiðendum eru þekktar fyrir gæði. Eigum á lager allar algengar stærðir af keðjum, tannhjólum, reimum og reimskífum. Útvegum með skömmum fyrirvara allar fáanlegar stærðir og gerðir. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8*108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.