Morgunblaðið - 28.10.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.10.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 7 Risavaxið nýra úr borgfirsku lambi Nýrað slagaði upp í þyngd skrokksins Vaðbrekku, Jökuldal. RISAVAXIÐ nýra kom úr lambi einu sem slátrað var á dögunum í sláturhúsinu á Fossvöllum í Jökulsárhlíð. Nýrað vó 12,5 kg og var næstum því jafn þungt og skrokkur lambsins sem vó 14,4 kg. Hitt nýrað var af eðlilegri stærð. Ríkislögmaður skoðar mál tryggingalækna Metur áhrif meintra skattsvika á starfshæfí Heilbrigðisráðherra hefur beðið ríkislögmann um að meta hvaða áhrif meint skattsvik tryggingalækna hjá Tryggingastofnunar ríkis- ins hafi á starfshæfi þeirra. Andrés Björnsson, bóndi á Gils- árvölium í Borgarfirði eystra, átti lambið. Það hefur vegið um 35 kíló á fæti og nýrað verið rúmlega þriðjungur af þyngd þess. Nýrað var farið að há lambinu því það var magurt, lá mikið og var þungt á sér sem vonlegt var. Gárungarnir í sláturhúsinu vildu falast eftir nýranu, sögðu það duga í matinn handa öllu starfs- fólkinu. Ekki fékk þessi hugmynd hljómgrunn og var nýranu fleygt sem og öllum skrokknum. Borgarráð samþykkir 133 millj. viðbótar- fé í Sorpu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leggja fram rúmlega 133 miiyónir í stofnfjáraukningu í Sorpu. Stjórn Sorpu hefur sam- þykkt að óska eftir samtals 200 milljónum í viðbótarstofnfé frá eigendum byggðasamlagsins. í bókun stjórnar Sorpu kemur fram að Iðnlánasjóður hefur fallist á tvöföldun lánstímans að því til- skildu að eigendur leggi fram auk- ið stofnfé. Gert er ráð fyrir að framlagið greiðist með jöfnum greiðslum á árunum 1994, 1995 og 1996 og taki breytingum í sam- ræmi við byggingarvísitölu á greiðsludegi. í samræmi við samþykkt stjórn- ar Sorpu, leggur Reykjavík fram 66,511% eða samtals 133,022 millj., Hafnarfjörður 10,623% eða samtals 21,246 millj., Kópavogur 11,104% eða samtals 22,208 millj., Garðabær 4,861% eða samtals 9,722 millj., Seltjarnarnes 2,974% eða samtals 5,714 millj., Mosfells- bær 2,974% eða samtals 5,948 millj., Bessastaðahreppur 0,744% eða samtals 1,488 millj. og Kjalar- neshreppur 0,326% eða samtals 652 þúsund. -----♦ ♦ ♦ Blöðrunýra Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, segist verða að fá nýrað til að geta sagt til um ástæð- ur stærðar þess. Taldi hann þó lík- legast að þetta væri svokallað blöðrunýra, sem stafaði af því að vökvi safnaðist fyrir í nýranu vegna vansköpunar. Sagði hann ekki óalgengt að fram kæmu lömb Ljósmynd: Þórður Sigvaldason Risanýra Hér sést nýrað risavaxna sem fannst í borgfirska lambinu. Til samanburðar hefur heilbrigða nýranu verið komið fyrir ofan á því. Miðinn er 5 sinnum 9 sentí- metrar að stærð. með blöðrunýru og blöðrulifur, en taldi sjaldgæft að svona stór nýru mynduðust. Sig. Að. • Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra sagði, að ríkis- lögmaður hefði verið beðinn að meta hvaða áhrif þetta mál hefði á starfshæfi þriggja tryggingalækna sem eru opinberir starfsmenn. Guð- mundur Árni sagði að málin væru misjafnlega á vegi stödd þótt lög- reglurannsókn sé lokið. Máli eins læknis er lokið, ákæra hefur verið gefín út gegn öðrum en mál trygg- ingayfirlæknis er enn hjá yfír- skattanefnd. Um er að ræða þrjá lækna sem eru opinberir starfsmenn, trygg- ingayfírlækni, læknaprófessor og sjálfstætt starfandi lækni sem hafa metið örorku fólks. Fjórði læknirinn er trúnaðarlæknir tryggingafyrir- tækis. Telja skattyfírvöld að lækn- arnir hafi ekki gefið upp til skatts tekjur sem þeir fengu frá Trygg- ingastofnun eða tryggingafélögum fyrir að meta örorku fólks. Máli eins tryggingalæknis Trygginga- stofnunar lauk fyrir skömmu með dómssátt en honum var gert að greiða 1,3 milljónir í sekt auk þess sem hann þurfti að greiða 2 milljón- ir í viðbótartekjuskatt. A i N Y H A N D B Ó K F V R I R S Æ L K E R A 1 • • Olvuná dansleik MH í Stapanum MIKIL ölvun og ólæti voru við veitingastaðinn Stapann i Njarðvík aðfaranótt miðviku- dags þegar Menntaskóiinn í Hamrahlíð hélt þar dansleik. Alls voru níu manns vistaðir í fangageymsium lögreglunnar í Keflavík og á Keflavíkurflug- velli. Skólafólkið kom með nokkrum rútum á staðinn og var töluvert ónæði fýrir íbúa í nærliggjandi húsum vegna ölvunarláta í ung- mennunum. Auk þess stöðvaði lögreglan í Keflavík ökumann sem hafði haft ökupróf í einn dag fyrir hraðakst- ur. Pilturinn var sviptur ökuskír- teini á staðnum. Matreiðslubók þessi er gefin út í tilefni af 35 ára afmæli Osta- og smjörsölunnar sf. í þessa bók höfum við valið úrval uppskrifta, sem hafa verið marg- reyndar í tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar. Það er von okkar, að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. OSTA- OG SMJORSALAN SF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.