Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 33- Það sem vitað er um geimverur eftir Magnús H. Skarphéðinsson í framhaldi af ráðstefnu okkar geimveruvina í Háskólabíói fyrir stuttu hefur gætt hefðbundins mis- skilnings í túlkun á hvað geimverur eru og hvers eðlis slík fyrirbæri virð- ast vera. Og hvað hugsandi menn telja sig vita um þær og farartæki þeirra í grófum dráttum. í stuttu máli virðast vera tvær tegundir fyrirbæra sem við köllum í daglegu tali geimverur og/eða fljúg- andi furðuhluti. Flokkur A — efnislegu geimverurnar í fyrsta lagi, / flokki A sem við í TRF (Tilraunafélaginu) köllum svo, er um að ræða efnisleg geimför með efnislegum, snertanlegum lífverum innanborðs, að því er virðist frá öðr- um menningarsamfélögum utan okk- ar hnattar. Þessar verur og geimför geta allir jarðarbúar bæði við menn og hin dýrin séð greinilega og snert þegar svo ber undir. Lögun, hraði og hröðun þessara hluta eru óyggj- andi sannanir þess að um vitsmuna- -leg farartæki annars staðar frá úr geimnum sé að ræða. Að ógleymdri ólíkri líkamsbyggingu þessara lífvera miðað við okkur að sögn þeirra sem séð hafa. Af þessum fyrirbærum eru til þús- undir kyrrmynda; litmynda og svart- hvítra, og hreyfimynda; kvikmyndaf- ilma og segulkvikmynda (vídeóupp- taka), bæði teknar af fagmönnum og áhugamönnum um þessi mál. Um þetta þarf ekki að deila. Til eru líka þúsundir á þúsundir ofan af frásögnum fólks sem ýmist hefur séð þessi för og/eða verur, eða hreinlega haft efnisleg samskipti við þær hér á jörðu niðri af einu eða öðru tagi. Reyndar flokkumst við jarðarbúar hér undir flokk A (við erum jú geimbúar líka), þar sem við erum eingöngu efnislegar verur. Til eru þó undantekningar á þessari reglu sem öðrum í þessum málum. Flokkur B — „orkulegu/ huglægu“ geimverurnar í öðru lagi er um geimverur að ræða sem við í TRF flokkum í B- flokk, og köllum n.k. orkulegar eða huglægar verur. Það eru geimverur frá öðrum menningarsamfélögum en móðir jörð að því er álykta má. Virð- ast þær hafa á sér annað form en efnislegan líkama sem við höfum og köllum svo. Þessar geimverur geta aðeins þeir séð sem hafa til þess gerða eða þjálfaða skyggnisýn. í daglegu tali kallast slíkir hæfi- leikar skyggnigáfur og eru af sama flokki og þeim þegar fólk sér álfa, huldufólk og tröll og aðrar slíkar verur hér á þessum hnetti sem all- mikið virðist til af. Enda flokkast nær allar hulduverurnar á jörðinni undir flokk B. En ekkert þessara fýrirbæra, hvorki „orkulegu“ geim- verurnar né huldubúarnir, er sjáan- legt flestu venjulegu fólki og þá líka yfirieitt ekki myndfestanlegt. Þó eru til undantekningar á því einnig. Þær undantekningar virðast vera myndir af sama flokki og þegar fólk fer til Ijósmyndamiðla og lætur taka af sér mynd, og inn á filmuna koma framliðnir ástvinir og ættingjar án þess að neinn þeirra hafi verið við- staddur né nein filma eða mynd hafí verið notuð af þeim við vinnslu mynd- Magnús Skarphéðinsson „Menn verða að hætti sannra vísindamanna að reyna að fikra sig áfram eftir þeim vísbendingum sem við höfum um hvort þessar verur séu raun- verulega til, hvers eðlis þær séu og hvort við gæt- um haft eitthvert vitrænt samband við þær ef svo væri og ef þær vildu.“ anna. Þegar slíkar myndir eru síðan framkallaðar og stækkaðar er yfir- leitt eitt eða fleiri aukaandlit á þeim þótt engin þessara aukapersóna hafi „setið fyrir“ hjá ljósmyndaranum. Þessi fyrirbæri eru vel þekkt og margsönnuð í spíritismanum. Geimskip sjást á um 15 mínútna fresti Flokkur B með huglægu eða orku- legu geimverunum er margfalt stærri en flokkur A með efnislegu geimver- unum. Á því er engin skýring til. En menn hafa giskað á að líklega séu þessar geimverur á slíku þróun- ar- eða tæknistigi að þær geti flutt sig á milli hnatta í einhveiju öðru orkuformi en hinu efnislega eða or- kulega sem við fávísir jarðarbúarnir þekkjum. Þ.e. geti og hafi ferðast eða haft samband við þennan smá- hnött okkar í allt öðru formi en við flest getum skilið í dag. Einnig virðast þessar verur geta ferðast á allt öðrum hraða og með allt annani hröðun innan andrúmslofts hnattar okkar en við kunnum nokkra skýringu á. Um eðlisfræðiþekkingar- stig þessara vera er lítið sem ekkert hægt að segja til um ennþá. En fyrir- bærin eru til og ýmist skynjast eða sjást reglulega allt um hnöttinn. Um það þarf heldur ekki að deila. Skv. bráðabirgðaúttekt geimveru- vinafélaga víðs vegar um veröldina er áætlað að einhver jarðarbúi eða -búar sjái efnislegt geimskip eða geimverur (þ.e. af flokki A) á um 15 mínútna fresti að staðaldri. Og að yfir 1.000 þessara fara takist að festa á filmur þegar aðstæður bjóða upp á slíkt. Margfalt fleiri telja sig sjá eða skynja för eða verur úr flokki B að staðaldri. Rétt er að geta þess í tengslum við væntanlega alþjóðlega geimveru- móttökuathöfn á Snæfellsnesi 5. nóv- ember nk. að nær öruggt má telja að eingöngu geimverur af tegund B muni þar sjást, þ.e. að aðeins komi verur sem eingöngu „skyggnir" jarð- arbúar muni geta barið augum. Sem LJósmynd/Björg Sveinsdóttir Allt heila klabbið Hljémplötur Árni Matthíasson Ein helsta hljómsveit íslenskr- ar rokksögu er S/H Draumur, sem lagði upp laupana fyrir fimm árum eftir þriggja ára starf. Hljómsveitin sendi frá sér kas- settur, 7“, 10“, 12“ og breiðskífu áður en yfir lauk og snemma sumars var öllu efni sveitarinnar safnað saman í einn veglegan pakka, sem fékk heitið Allt heila klabbið, alls 25 lög á 76 mínútum rúmum. Lögin á Klabbinu eru nánast öll eftir Gunnar Hjálmarsson, sem leikur á bassa og syngur, og þar má finna fjölmargar perlur sem sanna stöðu Gunnars sem eins helsta laga- og textasmiðs ís- lenskrar rokksögu, og þá sérstak- lega lögin sem Erðanúmúsík gaf út með breska fyrirtækinu Lake- land á plötunni Goð 1987. Þá má segja að S/H Draumur hafi verið á hátindinum sem hljóm- sveit, hljóðfæraleikur allur eins og best varð á kosið, hvort sem var gríðarlega tæknilegur og kraftmikill trommuleikur Birgis Baldurssonar, kyngimagnaður og útpældur gítarleikur Steingríms Birgissonar, eða drífandi þéttur bassaleikur Gunnars. Goð fékk góða kosningu { vali Rásar 2 á plötum áratugarins fyrir nokkru og að vonum. Bestu lögin þar eru til að mynda Mónakó, Helmút á mótorhjóli, sem einnig var gefíð út á smáskífunni Drap mann með skóflu, Engin ævintýri, þar sem sjómannsrómantíkin er afgreidd á skemmtilega órómantískan hátt, Öxnadalsheiðin, og svo Sý- rubælið brennur, þar sem hipp- isminn fær viðeigandi meðferð. Næsta plata á eftir Goð var 12“ Bless, kveðjustund, sem ber þess merki að sveitin var hætt störfum þegar platan var tekin upp, þó hún hafi haldið einhveija tónleika þar á eftir. Þar á er þó ein perla, Dýr á braut, sem var miðpunktur tónleika S/H Draums undir það síðasta. Fyrir aðdáend- ur eru svo þijú lög sem ekki hafa komið út áður, tekin upp á tón- leikum og í æfingaplássi sveitar- innar, en bæta litlu við þó gaman sé að hafa þau á disknum. Með útgáfum sem þessari gefst gott tækifæri til að meta hvað það sem stóð uppúr; hvaða hljóm- sveitir voru að gera eitthvað sem skiptir máli. S/H Draumur var ein þeirra. Prinsar í Ameríku Kvikmyndir Amaldur Indriðason Prinsar í L.A. („Surf Ninja“). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Neal Israel. Aðalhlutverk: Ernie Reyes, Rob Schneider, Leslie Nielsen. Gamanmyndin Prinsar í Los Angeles er sárasaklaus endaleysa um bræður tvo sem alist hafa upp í Bandaríkjunum en þegar í ljós kemur að þeir eru prinsar frá fjar- lægu eyríki verður skyndilega allt yfirfullt af ninja-hermönnum í stúdíósamfestingum sem reyna að drepa þá. Kosturinn við myndina er að hún tekur sig aldrei hátíðlega heldur skopast sífellt að sjálfri sér og fáránlegum söguþræðinum og stundum tekst henni að vera fyndin. Maðurinn á bak við hana er Neal Israel sem áður gerði viðlíka gal- tómar myndir eins og „Bachelor Party“ og lögregluskólamyndirnar og er sjálfur ek. prins draslmynd- anna. Hér tekst honum að búa til kyndugar persónur sem eru ekkert of klárar á hlutverkum sínum sem bardagamenn og prinsar og hafa um það nokkrar athugasemdir, í bland við skoplegar kringumstæður þar sem Leslie Nielsen af öllum er vondi kallinn með hálft andlitið úr járnarusli og í sífelldu kapphlaupi við símsvarann sinn. „Hringdir þú í símsvarann minn og lagðir á án þess að skilja eftir skilaboð," spyr hann ógnandi. Myndin virkar blessunarlega eins og skopstæling á öllum þessum óþolandi ninja-myndum sem gerðar hafa verið og ganga útá að sýna her manna með lambhúshettur falla auðveldlega í valinn fyrir amerískri hetju. Söguþráðurinn og persónurn- ar í þessum myndum eru svo fárán- legar að það er ekki hægt annað en að skopast að því og Israel ger- ir slíkt í gamanfantasíu sinni. Strákarnir sem hann hefur feng- ið til að leika prinsana eru ágætlega með á nótunum, ekki ósvipað og Bill og Teddy í öðrum og betri myndum. Sá yngri er „sjáandinn" sem þýðir að hann er með fram- vindu myndarinnar í tölvuleiknum sínum. Nielsen, frægur hrakfalla- bálkur úr Beint á ská-myndunum, er einvaldur sem maður hlær að og þótt myndin sé ein þvæla út í gegn nýtir hún þvæluna sér til framdráttar ef eitthvað er og gerir hana spaugilega. NÝTT! NÝTT! Metsölu- sælgæti í U.S.A. '92 Logondi brjóstsykur loksins komið til íslands sterkur {XLfö heildverslun - símar 641005-06. þýðir í reynd opinberlega í þessu efnishyggjusamfélagi okkar að ekk- ert hafi gerst og enginn hafí komið, og geimveruvinir hafí komið heim með öngulinn í rassinum. Og mun það rétt vera á sinn hátt. Því óneitan- lega eru geimverur af flokki A (hin- ar efnislegu) margfalt tilkomumeiri og öruggari sönnun slíkra fyrirbæra en eingöngu hinar „dulrænu" af flokki B. Þröngsýni „raunvísinda mannanna" óþolandi í málinu Menn verða að hætti sannra vís- indamanna að reyna að fikra sig áfram eftir þeim vísbendingum sem við höfum um hvort þessar verur séu raunverulega til, hvers eðlis þær séu og hvort við gætum haft eitthvert vitrænt samband við þær ef svo væri og ef þær vildu. Um hingaðkomu og þar af leið-.( andi tilvist þessara vera eru ansi margar og miklar vísbendingar. Miklu fleiri en svo að nokkur opinn og heiðarlega hugsandi maður geti ýtt slíku frá sér og afgreitt sem hugarburð allra sem sjá þessi fyrir- bæri og að allar efnis- og skjalfestu sannanirnar fyrir tilvist þeirra og hingaðkomu, allar myndirnar, allir sjónarvottarnir og radarmælingarn- ar, ásamt hinum meintu efnislegu leifum þeirra sem óstaðfestar sagnir fara sífellt af, séu fölsuð gögn og að í gangi sé alþjóðlegt samsæri gegn „sannleikanum" eins og skilja má oft á máli fulltrúa efasemdarmannanna í umræðum um þessi mál. Slíkar samsæriskenningar eru alls ekki boðlegar í umræðu á borð við þessa raunverulegu hluti þótt flestir raunvísindamenn hafí gert sig illilega seka um slíka fordóma í margan veg. Höfundur er nemi í sagnfræði við HI og fundarstjóri Tilrauna- féiagsins, félags um m.a. vísindalegar tilraunir á miðilsstarfsemi. Sýnishorn úr söluskrá: MMC Pajero, stuttur, V-6 '92, rauöur, ekinn 17 þ. km., upp- hækkaður, 33“ dekk, álfelgur, aukaljós. Verð 3 millj., sk. á ód. M. Benz 380 S6L '83, kóngablár, ek. 210 þ. km., hlaðinn aukabúnaði þ.á.m.: Topplúga, rafm. í sætum, rafm. i rúðum, ABS bremsukerfi, hleðslujafnari, centr- al læs., loftræsting, álfelgur o.m.fl. Verð 1990 þús. MMC Lancer GLXi 4x4 '91, hlaðbak- ur, hvítur, ek. 49 þ. km. Verð 1150 þús. Toyota Hi Lux, Ex cab, '91, rauður, ek. 73 þ. km., upphækkaður, 36“ dekk, lækkuð drifhlutföll, læst drif að aftan, auka bensin- tankur, álfelgur, auka Ijós, plasthús o.fl. Verð 1850 þús. Ford Aerostar XLT '91, gullsans, ek. 39 þ. km., upphækk., 36“ dekk, álfelg- ur, 230 I. bensíntankur, loftkerfi, loftl- æsingar framan, no spin aftan, loft- púðar aftan, lækkuð drif o.fl Verð 2.950 þús. Nú er rétti tíminn til að kaupa eða selja Vantar allar gerðir bif- reiða á skrá og á staðinn. BILASALAN BÍLDSHÖFDA 3 S. 670333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.