Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
17
Fasteignamat ríkisins
Mest skortir gögn frá
fámennustu hreppunum
Kristalborgin
AÐEINS um 84,5% íbúða og atvinnuhúsnæðis og 46,5% útihúsa í land-
inu hafa verið endurmetin frá því ný lög um fasteignamat tóku gildi
árið 1976 að sögn Magnúsar Olafssonar forstjóra Fasteignamats ríkis-
ins. Hann segir að aðallega vanti gögn frá fámennustu sveitarfélögun-
um enda hafi mörg þeirra ekki starfskrafta til að sinna þeirri lagalegu
skyldu sinni að senda Fasteignamati upplýsingar um byggingar og
breytingar á lóðum og löndum.
Magnús sagði að með lögum frá
1976 hefði verið farið að vinna eftir
nýju matskerfi og nauðsynlegt hefði
verið að fá ítarlegri upplýsingar en
áður.
Ýmis sveitarfélög hefðu hins vegar
ekki sinnt þeirri skyldu sinni að koma
upplýsingunum til skila og í fyrra
hefðu aðeins 81,5% íbúða og atvinnu-
húsnæðis og 41,5% útihúsa verið
endurmetin. Eitthvað hefði svo bæst
við í ár og mætti áætla að um 84,5%
íbúða og atvinnuhúsnæðis og 46,5%
útihúsa hefðu verið endurmetin.
Mikill tími í nýbyggingar
Aðspurður um ástæður þess að
ekkert hefði verið gert í málinu sagði
Magnús að meginástæðan væri fjárs-
kortur. Lítið fjármagn hefði fengist
til rekstrarins þótt allgóð upphæð
hafi farið í að bæta tölvukerfi að
undanförnu og beiðnum um fleiri
matsmenn hefði yfirleitt verið hafn-
að. Þá sagði Magnús að mikill tími
hefði farið í nýbyggingar og benti
hann í því sambandi á að rúmmál
nýbygginga hefði aukist um 72% á
síðustu 15 árum.
Viðræður standa nú yfir milli
Magnúsar og Húnboga Þorsteinsson-
ar, setts ráðuneytisstjóra í félags-
málaráðuneytinu, vegna málsins.
Talsmenn banka og sparisjóða ósammála gagnrýni á markaðsstöðu
Nauðsynlegt að koma
á skattalegu jafnræði
ofifDUBLIN íkaupbæti!
13. - 18. nóvember.
Waterford erfalleg og hlýleg borg á suðurströnd írlands og tekur um
tvo og hálfan tíma að aka þaðan til Dublinar. í Waterford er ákaflega
margt skemmtilegt og fróðlegt að skoða. Frægust er borgin þó fyrir
Waterford-kristalinn sem er annálaður víða um heim fyrir einstakt útlit
sitt. Þar dveljum við fyrstu 3 næturnar og ökum síðan til Dublinar og
verðum þar í 2 nætur áður en haldið er heim á ný.
I samvinnu irið ferðamálaráð Waterford getum við
boðið þessa ferð á ótrúlega hagstæðu verði:
ÞEIR talsmenn banka og sparisjóða sem Morgunblaðið talaði við voru
ekki sammála þeirri gagnrýni sem nefnd um vaxtamyndun á lánsfjár-
markaði setur fram í skýrslu sinni á markaðsstöðu banka og spari-
sjóða. Bentu þeir m.a. á að fyrir fáum árum hefði verið unnið að fækk-
un og sameiningu banka í hagræðingarskyni og vísuðu auk þess til
sterkrar stöðu ríkissjóðs á lánsfjármarkaði sem bankar og sparisjóðir
kepptu við. Einnig kom fram það sjónarmið að nauðsynlegt væri að
koma á skattalegu jafnræði á milli ríkisbanka, sparisjóða og einkabanka.
Baldvin Tryggvason, sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis, segir að þó ýmislegt kunni
að vera rétt í umfjöllun nefndarinnar
um markaðsstöðu banka og spari-
sjóða sé nauðsynlegt að benda á að
bankamir séu ekki fleiri en þeir eru
í dag vegna sameiningar bankastofn-
ana sem átt hafi sér stað á síðustu
árum. Einnig benti hann á að ríkið
væri mjög stór aðili á þessum mark-
aði.
Baldvin sagði að vel gæti komið
til greina að hans áliti að fjárfesting-
arlánasjóðum yrði opnuð leið inn á
þennan markað en hann sagðist þó
ekki átta sig á hvernig það ætti að
gerast. „Hér áður fyrr voru stjórn-
völd og ýmsir fleiri á þeirri skoðun
að nauðsynlegt væri að stækka
bankaeiningarnar vegna hagkvæmn-
innar. Ég vil að menn hugsi sig um
tvisvar áður en það á að fara að fjölga
þeim á nýjan leik þótt ég sjái ekkert
á móti því að fleiri geti sótt út á
þennan markað. Þá verða líka allir
að hafa þar skattalegt jafnræði. í
dag er það til dæmis svo að sparisjóð-
ir og ríkisbankar eru skattlagðir með
allt öðrum hætti en einkabankarnir.
Sparisjóðimir borga 41% tekjuskatt
á meðan hlutafélagsbanki borgar
33%,“ sagði Baldvin.
Ríkispappírar ráðandi á
markaðinum
Stefán Pálsson, bankastjóri Bún-
aðarbankans, sagði að markaðurinn
væri tiltölulega þröngur og þau kjör
sem væm í boði á spariskírteinum
og húsbréfum ríkissjóðs væru mjög
ráðandi á markaðinum. „Bankarnir
eru í samkeppni við þennan markað
sem menn geta farið með sína fjár-
muni á,“ sagði hann.
Aðspurður um þá tillögu nefndar-
innar að opna fjárfestingarlánasjóð-
um leið inn á þennan markað sagði
Stefán að á meðan pappírar ríkis-
sjóðs væru eins ráðandi á markaðin-
um eins og raun bæri vitni skipti
engu máli hversu margir aðilar væm,
framboðið skipti meira máli.
Að sögn Stefáns hefur ekki verið
slegið slöku við í aðhaldi innan Bún-
aðarbankans heldur sagði hann þvert
á móti væri stöðugt unnið að því að
halda niðri kostnaði og hagræða.
Loks kvaðst hann ekki geta litið á
niðurstöðu skýrslunnar sem niður-
stöðu bankakerfísins heldur ein-
göngu viðkomandi nefndar en í henni
hefðu setið fulltrúar frá Seðlabanka
og íslandsbanka en ekki frá öðrum
bönkum eða sparisjóðum. Tók hann
þó fram að skýrslan væri að mörgu
leyti vel unnin.
Aðhald í rekstri Landsbankans
Brynjólfur Helgason, aðstoðar-
bankastjóri í Landsbankanum, segir
að unnið hafi verið markvisst að
sparnaði og hagræðingu í rekstri
Landsbankans síðastliðin fjögur ár.
Undirbúningur þess hefði þó tekið
sinn tíma, m.a. vegna kaupanna á
Samvinnubankanum árið 1990.
Sagði hann að almennt séð væri
eðlilegt að jafna starfsskilyrði milli
lánastofnana en fyrst þyrfti að jafna
samkeppnisstöðuna á milli ríkisbank-
anna, sparisjóða og einkabanka, sem
væri meðal annars mismunað skatta-
lega í dag.
Benti hann á að ekki væru mörg
ár liðin síðan vaxtafrelsi komst á.
Samkeppnin hefði fyrst komið fram
á innlánsformunum og hafi á síðustu
árum færst yfír á útlánahliðina.
„Menn þurfa ekki að horfa langt
aftur til að sjá að það hefur orðið
veruleg framþróun á stuttum tíma,“
sagði hann.
Brynjólfur kvaðst hafa efasemdir
um þau ummæli vaxtanefndar að
markaðsstaðan hefði leitt til þess að
minni aðgát hefði verið sýnd við
ákvarðanir um útlán en ella. Ef litið
væri til nágrannalanda, þar sem
meiri samkeppni hefði ríkt en hér á
landi um útlán, væri Ijóst að þar
hefði það ekki aukið aðgát manna.
Mætti jafnvel halda því fram að hér
á landi hefði meiri eftirspurn eftir
iánsfé en framboð átt að stuðla að
því að meiri aðgát væri höfð í útlána-
málum en í ýmsum löndum í kringum
okkur.
29.770 kt
með öllu!
Miðað við gistingu í tvíbýli.
Innifalið: Flug, akstur til og frá Dublin, gisting í 3 nætur á Hótel Tower
-fyrsta flokks hóteli í miðborg Waterford og 2 nætur á Burlington í
Dublin. Morgunverður í 5 daga. Skoðunarferð um Waterford og ferð til
Tramore, lítils bæjar í grennd við Waterford þar sem hugað verður að
sögu Kelta. Kráarferð, skattar og gjöld.
Ath.l Lágmarksþátttaka 20 manns.
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 6910 10 • Innanlandsferðir
S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Sfmbréf 91 - 62 24 60
Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55
Símbréf 91 - 65 53 55 Keflavík: Hafnargötu 35
S. 92 - 13 400 • Símbréf 92- 13 490 Akranes: Breiðargötu 1
S. 93 - 1 33 86 • Símbréf 93 -1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1
S. 96 - 27200 • Símbréf 96- 1 10 35 Vestmannaeyjar:
Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Sfmbréf 98 -1 27- 92
Q/\TLAS/®
EUROCARD
Sami/iiuiiilertiir
Landsýn
w
| Metsölublað á hverjum degi!
FERÐATILBOÐ I VIKU
FERÐATILBOÐ I VIKU
FERÐATILBOÐ I VIKU
FERÐATILBOÐ I VIKU
Taktu fluffid í H
Dömu ieggings
Ferðatilboð
Ungbarnanáttgallar
VetA«ðui Iti.TOT,-
^erðatilboð
' s.
Nærfatasett
Buxur.
V"rff jífliir Irn m;
Ferðatilboð
199.
Toppur
Ferðatilboð
399r
©
Nú færðu ofangreindar vörur á einstöku ferðatilboði I viku, 28. okt - 3. nóv.
Lyftu þér nú upp og nýttu þér ferðatilboð í verslunum Hagkaups
f vikunni. Ef Hagkaup er ekki í byggðarlaginu þá er
hægt að notfæra sér þjónustu Póstverslunar
Hagkaups, grænt simanúmer 99 66 80.
Tilboðið gildir á meðan birgðir endast.
HAGKAUP