Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 KNATTSPYRNA Ingólfur Ingólfsson Ingólfur aftur í Stjömuna Ingólfur Ingólfsson, sem hefur leik- ið með Fram síðustu tvö keppnis- tímabil, hefur ákveðið að leika með Stjörnunni í 1. deild knattspyrnunnar næsta sumar. Hann lék með Stjörn- unni áður en hann fór til Fram og er því aftur kominn heim. „Astæðan fyrir því að ég skipti er að ég hef ekki verið sátturlngólfur Ingólfsson Fram. Það leggst vel í mig að leika aftur með Stjörnunni og vonandi næ ég mér á strik aftur,“ sagði Ingólfur. Stjörnumenn vonast einnig eftir því að Valdimar Kristófersson gangi til liðs við þá, en Valdimar gekk til liðs við Fram úr Stjörnunni um leið og Ingólfur. „Það er ekkert ljóst hvað ég geri, hvort ég fer í Stjörn- una eða verð áfram hjá Fram,“ sagði Valdimar við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Ellefu ára draumur miðherians í augsýn FYRIR11 árum heillaðist 15 ára japanskur drengur af knattspyrnusnillingnum Pele. Draumurinn var að feta í fótsporið og leika í úrslitum heimsmeistarakeppninnar íknatt- spyrnu. Hann reyndi fyrir sér hjá fyrrum fé- lagi Peles, Santos í Brasilíu, reyndi að líkja eftir fyrirmyndinni og er nú 90 mínútum frá því að sjá drauminn rætast. Kazuyoshi „Kazu“ Miura er miðheiji japanska landsliðsins og á stóran þátt í velgengi liðsins í undankeppni HM. Það er efst í Asíuriðli og með sigri gegn írak í dag leikur Japan í fyrsta sinn í úrslitakeppni HM — og draumur Miura verður að veruleika. Miura tryggði sigur gegn Norður- og Suður- Kóreu á dögunum. „Síðan ég var 15 ára hefur mig dreymt um að leika í úrslitum HM og takmarkið er í augsýn. Ég hef verið spurður hvort ég vilji skora gegn Irak. Ég reyni að hugsa ekki um leikinn, en auðvitað vil ég skora, þó ekki skipti máli hver skor- ar svo framarlega sem við sigrum.“ 1982 storkaði hann móður sinni og kennurum með því að fara til Brasilíu, þar sem hann drakk í sig töfra leiksins af snillingum íþróttarinnar. Hugs- unin um frægð í knattspyrnunni var ofar öllu, heim- þrá og einmannaleiki fengu þar engu um breytt. Þegar hann var yngri hafði hann horft aftur og aftur á videomyndir af Pele í leik og áfanga var náð, þegar hann gerði samning við Santos. Samt tókst honum ekki að tryggja sér sæti í liðinu, en lék með nokkrum öðrum félögum til 1990, þegar hann fór aftur heim. Þegar japönsku deildinni var hleypt af stokkunum í ársbyrjun var Miura réttur maður á réttum stað og eftir að hafa gert níu mörk fyrir Japan í riðla- keppni HM var hann orðinn þjóðhetja. Leikirnir í Asíuriðlinum fara fram í Doha í Qatar , og hefur Miura verið í sviðsljósinu. Hundruð kvenna horfa á goðið í leikjum og skrækja og veina í hvert sinn sem Miura snertir boltann. Um 300 japanskir fréttamenn fylgja honum eftir hvert fótmál og skrá vandlega niður allt, sem hann segir. Japanskir fjöl- miðlar hafa gert að því skóna að Miura væri á leið- inni til Juventus, en miðheijinn sagðist ekki vilja Kazuyoshi „Kazu“ Miura er miðheiji japanska landsliðsins. festast í tali um félagaskipti rétt fyrir mikilvægasta leikinn á ferlinum. „Ég veit ekkert um þetta mál.“ KÖRFUKNATTLEIKUR FIBA og IMBA stefnaaðHM TALSMENN alþjóða körfuknatt- leikssambandsins, FIBA, og bandarfsku NBA-deildarinnar vonast til að heimsmeistara- keppni félagsliða í körfuknatt- leik verði að veruleika 1995 og komi f staðinn fyrir alþjóðlegt boðsmót sterkustu liða, sem hefur verið haldið annað hvert ársfðan 1987. Tveir gegn tveimur Körfuboltamótið „Tveir á tvo“, sem Veggsport gengst fyrir og styrkt er af Sjóvá-Almennum tryggingum hf., fer fram LVeggsporti um helgina. Keppt verður í fjórum flokkum, karlaflokki (mfl., 1. fl. og 2. fl.), karlaflokki b (aðrir spilarar), kvenna- flokki og unglingaflokki (16 ára og yngri). Síðasta mót fór fram í mars s.l. og voru keppendur þá liðlega 100, en nú er stefnt að því að tvöfalda fjöldann. Keppni hefst kl. 12 á laugardag, en skráning og nánari upplýsingar í Veggsporti (s. 682111). ^jjugmyndin er að koma á keppni bestu liða í Bandaríkjunum, Evrópu, Suður-Ameríku og Ástralíu. „Við ætlum að reyna að finna leið, sem skuldbindur meistara NBA- deildarinnar að taka þátt,“ sagði David Stem framkvæmdastjóri NBA. „Takmarkið er að næsta keppni verði heimsmeistarakeppni félagsliða, sem verði síðan á tveggja ára fresti." Borislav Stankovic, framkvæmda- stjóri FIBA, sagði að félögin yrðu að leika um sæti í keppninni og í Evrópu yrði árangur í Evrópukeppn- inni hafður til hliðsjónar. Að þessu sinni tóku sex lið þátt í boðsmótinu, sem fór fram í Miinchen í Þýskalandi um síðustu helgi, og hafa bandarísk lið ávallt sigrað, nú síðast Phoenix Suns. Ekki hefur ver- ið ákveðið hvar keppnin verður 1995. Þjálfaranámskeið KSf A-stigs námskeið verður haldið 5.-7. nóvember 1993. B-stigs námskeið verður haldió 26.-28. nóvember 1993. Námskeiðin eru bæði bókleg og verkleg. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ í síma 814444. Góó þjálfun - betri knattspyrna Freeósluneffnd KSÍ. HANDKNATTLEIKUR Samningurinn undirritaður; Ólafur B. Schram og Helgi Ingvarsson við borðið, en fyrir aftan þá eru fulltrúar níu 1. deildarliða. Ingvar Helgason aðal stuðningsaðili 1. deildar karla Íngvar Helgason hf. og Samtök 1. deildar félaga í handknattleik hafa gert með sér samning sem felur í sér að Ingvar Helgason hf. verður aðalstuðningsaðili 1. deildarinnar keppnistímabilið 1993-94, og mun 1. deildin nefnd Nissan-deildin á gildistíma samningsins. Hér er um þriggja ára rammasamning að ræða. Samningurinn var undirritaður á föstudag- inn af Helga Ingvarssyni, framkvæmdastjóra, fyrir hönd fyrirtækisins og Ólafi B. Schram, formanni HSÍ, fyrir hönd HSÍ og Samtaka 1. deildar félaga. KNATTSPYRNA Hagur Hollendinga vænkast Tyrkir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Pólveija 2:1 í 2. riðli HM í gærkvöldi og fögnuðu Hollendingar gríðarlega því nú dugar þeim aðeins eitt stig til að gulltryggja sér rétt til þátttöku í Bandaríkjunum næsta sumar. Pólveijar komust yfir snemma í leiknum en í síðari hálf- leik réðu Tyrkir gangi lðiksins og skoruðu tvívegis. Hollendingar mæta Pólveijum á útivelli í síðasta leiknum og dugar jafnetefli til að komast áfram og gætu hugsanlega mátt tapa. Á sama tíma, 17. nóvember, mæta Englendingar liði San Marínó og þurfa að vinna með sjö marka mun til að skjótast upp fyrir Hollendingana, svo fremi Pólveijar vinni Hollendinga. ÚRSLIT HM í knattspyrnu Nokkrir leikir voru í undankeppni HM [ knattspyrnu í gærkvöldi. Úrslit urðu: 2. riðill: Tyrkland - Pólland.............2:1 Hakan Sukur (57.), Bulent Uygun (72.) - Wojeiech Kowalczyk (16.). Staðan: Noregur 9 7 2 0 24:3 16 Holland 9 5 3 1 26:8 13 England 9 4 3 2 19:8 11 Pólland 9 3 2 4 9:12 8 Tyrkland 9 2 1 6 9:18 5 San Marino 9 0 1 8 1:39 1 ■Þessi leikir eru eftir í riðlinum: 10. nóv. Tyrkland - Noregur, 17. nóv. San Marino - England, Pólland - Holland. 4. riðill: Tékkóslóvakía - Kýpur.................3:0 (Petr Lubovsky 10., Pavel Habal 22., Tom- as Skuhravy (76.). 5. riðill: Ungverjaland - Luxemborg..............1:0 Lajos Detari (20.) 1.500 Staðan: Rússland........7 5 2 0 15: 3 12 Grikkland.......7 5 2 0 9: 2 12 ísland..........8 3 2 3 7: 6 8 Ungveijaland....8 2 1 5 6: 11 5 Luxemborg.......8 0 1 7 2: 17 1 ■Einn leikur er eftir í riðlinum. Grikkir taka á móti Rússum þann 17. nóvember. 6. riðill: Israel - Austurríki.................1:1 Ronnie Rosenthal (2.) - Hannes Reinmayr (17.) 20.000 Staðan: Svíþjóð 9 6 2 1 18:7 14 Frakkland 9 6 1 2 16:8 13 Búlgaría 9 5 2 2 17:9 12 Austurríki 9 3 1 5 14:15 7 ísrael 9 1 3 5 9: 24 5 Finnland 9 1 1 7 6: 17 3 ■Þessir leikir eru eftir í riðlinum: 10. nóv. Austurríki - Sviþjóð, ísrael - Finnland, 17. nóv. Frakkland - Búlgaría. Ítalía Önnur umferð bikarkeppninnar á Ítalíu var leikinn í gær. 2. umferð, fyrri leikur: Inter - Lucchese...................2:0 2. umferð, síðari leikur. Lið feitletrað sem kemst áfram: Cremonese - Brescia............0:2 (2:4) Cesena - Cagliari..............1:0 (2:1) Feneyjar - Juventus.............:3 (5:4) Ancona - Napoli..............3:2 (3:2) Avellino - Lazio.............0:0 (2:0) Roma-Padova..................1:0 (2:1) Vincenza - AC Milan............1:1 (1:4) Triestina - Foggia...........0:4 (2:6) Atalanta - Cosenza.............4:2 (6:2) Perugia - Piacenza...........1:0 (2:3) Palermo - Parma..............0:2 (0:4) Lecee - Udinese..............3:2 (3:4) Reggiana - Fiorentina........0:0 (0:3) England Enski deildarbikarinn, 3. umferð: Derby — Tottenham.................0:1 ■Nick Barmby gerði sigurmark Tottenham á 71. mínútu. Liverpool — Ipswich...............3:2 ■ian Rush gerði í gær fyrstu þrennu sína í tvö ár fyrir Liverpool. Hann gerði síðast þrennu gegn Crewe í deildarbikarnum árið 1991. Man. United — Leicester...........5:1 Varnarmaðurinn Steve Bruce gerði tvö marka Man. United. Middlesbrough — Sheffield Wed..1:1 Nottingham Forest — West Ham...2:1 Q.P.R. — Millwall...............3:0 Wimbledon — Newcastle..........2:1 Þýskaland Þýska bikarkeppnin, 4. umferð: Werder Bremen - Hamborg..........4:2 Hamborg komst í 2:1 en Frank Neubarth, sem kom inná sem varamaður og Ný-Sjá- lendingurinn Wynton Rufer gerðu tvö mörk á síðustu fjórum mínútum leiksins og tryggðu sigur þýsku meistaranna í Bremen. FH-Ármann 20:19 Kaplakriki, íslandsmótið í handknattleik — 1.' deild kvenna, miðvikudaginn27. okt. 1993. Gangur leiksins: 0:7, 4:12, 4:15, 20:19. Mörk FH: Arndís Aradóttir 7, Thelma Árnadóttir 5, Björg Gilsdóttir 3, Björk Ægisdóttir 3, Berglind Hreinsdóttir 1, Hild- ur Páisdóttir 1. Utan vallar: 12 mín. Mörk Ármanns: Vesna Tomajek 8, María Ingimundardóttir 3, Kristín Pétursdóttir 3, Margrét Hafsteinsdóttir 2, Ásta Stefáns- dóttir 2, Svanhildur Þengilsdóttir 1. Utan vallar: 12 mín. Dómarar: Rúnar Örn Marinósson og Hlyn- ur Leifsson. , Guðrún R. Kristjánsdóttir Fj. leikja U J T Mörk Stig GROTTA 7 5 2 0 156: 117 12 VIKINGUR 7 6 0 1 159: 123 12 STJARNAN 5 4 0 1 118: 90 8 FRAM 5 4 0 1 102: 81 8 mv 5 3 0 2 113: 110 6 VALUR 5 2 1 2 105: 96 5 KR 6 2 1 3 93: 113 5 ARMANN 6 2 0 4 128: 134 4 HAUKAR 5 1 0 4 79: 102 2 FH 7 1 0 6 115: 141 2 FYLKIR 6 0 0 6 100: 161 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.