Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Hópurinn FERÐALANGARNIR íslensku, Magnús Scheving og Björn Leifsson, í hópi þolfimifólks að tjaldabaki. Magnús Scheving vann brons í þolfimi í Suður-Kóreu „ Akveðinn í að ná heimsmeistaratitli“ A verðlaunapalli MAGNÚS á verðlaunapalli með heimsmeistaranum japanska á sterku móti í Suður-Kóreu. Magnús vann bronsverðlaun á mótinu. Þolfimikappinn Magnús Schev- ing er nýkominn frá Suður-Kóreu, þar sem hann keppti á þolfimimóti þeirra bestu í heimi. Þeir voru vald- ir úr hópi þeirra sem kepptu á heimsmeistaramótinu í Japan fyrr á árinu. Magnús endurtók leikinn frá heimsmeistaramótinu og vann bronsverðlaun, eftir að hafa leitt keppnina fyrri daginn af tveimur. „Ég er ákveðinn í að ná heims- meistaratitlinum eftir þessa keppni, sem var góð reynsla fyrir næsta heimsmeistaramót. Ég var hæstur að stigum eftir fyrri dag keppninn- ar, en það var Japaninn Kenjimura sem vann á endanum. Ég tók smá áhættu seinni daginn, gerði æfingu sem heppnaðist ekki fullkomlega og tapaði því forskotinu. Brasilísk- um keppanda tókst síðan að smeygja sér í annað sætið, en það munaði fáum stigum á fyrstu sæt- unum,“ sagði Magnús Scheving í samtali við Morgunblaðið. Leist ekki á hundakjötið „Það var mikið ævintýri að fara til Seoul í Suður-Kóreu. Heimsókn- in byijaði ekki vel því farangurinn okkar Björns Leifssonar kom ekki á flugvöllinn. Ég var með eina handtösku með æfingagalla, skó, þrjár dósir af Aquarius orkudrykk og kassetuna með tónlistinni fyrir keppnisatriði mitt. Við þrömmuð- um niður í bæ, ætluðum að kaupa föt í staðinn fyrir það sem tapað- ist. Það var vonlaust mál, allur fatnaður var sniðin á smágerða Kóreubúanna. Svo var ekki beint auðvelt að finna mat sem mig lang- aði í, ég varð að passa mataræðið vel fyrir keppnina. Það væri kannski ráð að senda nokkrar rútur með íslendinga í megrun þangað, þeir fyndu ekkert að borða. Eini kjötrétturinn sem mér Ieist á meðan ég var þarna reyndist vera hunda- kjöt og ég var fljótur að hætta við slíkan snæðing. Kóreubúarnir voru svo ekkert hrifnir af því að við borðum hrossakjöt. Ég ákvað að fara í gufu og nudd eftir langt ferðalag frá íslandi og það var skemmtileg upplifun. Við svömluðum í laug sem var full af ginseng, mjög sterklyktandi og svo þrömmuðu nuddararnir berfættir yfir skrokkinn á manni. Það var ágæt afslöppun fyrir strangar æf- ingar fyrir keppnina sem stóðu í tvo daga. Það voru þúsundir áhorf- enda á keppninni, en maður sá ekki nein svipbrigði, það voru allir með póker andlit, sem var skrítinn upplifun. Maður er vanur klappi og látum, en þeir eru svona ótrú- lega kurteisir, rétt hvísla þegar þeir tala saman. Ég sá þarna mjög skæðan keppanda frá Ítalíu, sem varð bronsverðlaunahafi á Ólymp- íuleikunum í fimleikum. Ég þarf að hafa gætur á honum, sem og Brasilíubúanum sem hirti af mér silfrið. Japanski meistarinn má gæta þess að staðna ekki I sömu æfingum, en hann hefur keppt í mörg ár í þolfimi. Nýjungum haldið leyndum Ég gætti þess að sýna engar nýjungar á mótinu, svo aðrir kepp- endur myndu ekki sjá hvað ég er að gera. Kannski gerðu þeir slíkt hið sama. Ég þarf að undirbúa mig virkilega vel og þyrfti því að finna fleiri stuðningsaðila, en Aquarius orkudrykkjaframleiðandinn hefur stutt við bakið á mér ásamt Toyota. Það er margt framundan. Ég tek þátt í íslandsmótinu í þolfimi 5. desember og ef ég vinn þar kemst ég á Norðurlandamótið í byrjun janúar. Síðan er Evrópumót í febr- úar og heimsmeistaramótið í apríl. Um miðjan nóvember fer ég á stórt íþróttamót í Svíþjóð, þar sem íþróttamenn alls staðar að í heimin- um koma með sýningaratriði. Það kostar sitt að keppa í þolfimi á alþjóðlegum vettvangi og ég myndi alveg vilja sjá að þessi íþrótt fengi sama skilning og boltaíþróttir hjá þeim sem stjórna í landinu. Bjarni Friðriksson júdokappi fékk ekki mikla náð fyrir þeirra augum á sínum ferli og það virðist vera erfitt fyrir einstaklinga sem ná árangri að fá stuðnig yfirvalda á sama hátt og boltamenn. Það þýðir þó ekkert annað en beijast áfram. Titlinum ætla ég að ná á næsta ári og undirbý mig af bestu getu, alveg boltalaus ..." sagði Magnús. G.R. KYNNINCARFYRIRLESTUR Innhverf íhugun - TranscendentalMeditation JWmrisisi fate* Yogo. upphaferaoðw 'mbmAtw 9wg«nor í kvöld, fimmtudag, verður kynning á hugleiðsluaðferð Maharishi Mahesh Yoga. Komið og fræðist um áhrif og tílgang þessarar mest rannsökuðu hugleiðsluaðferðar. Fundurinn hefst kl. 20.30 á Suðurlandsbraut 48 (2. hæð) við Faxafen (niðri er versl. Tékkkristall). Nánari upplýsingar í síma 678178. Landsfundur Sjálfstæðisflokks Meiru verði varið til íþróttamála í ÁLYKTUN um íþrótta-, æsku- lýðs- og tómstundamál, sem samþykkt var á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins um helgina, er hvatt til þess að auknu fé verði varið til íþrótta- og æskulýðs- mála. Orðrétt segir í ályktuninni: „Fjárframlög ríkisins til íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar verði aukin og metin til samræmis við gildi starfseminnar í landinu. Tryggt sé að getraunir og happ- drætti á vegum íþróttahreyfingar- innar verði ekki skattlögð og að íþróttastarfsemin í landinu sé ekki tekjulind fyrir ríkissjóð, hvorki með almennum sköttum né sérsköttum. Hafist verði handa um að skoða framtíðarþróun í fjármögnun íþrótta- og æskulýðshreyfinga, sem gerir þeim kleift að starfa sjálfstætt, hér eftir sem hingað til. Skoðaður verði m.a. möguleiki á sérstökum skattafrádrætti til fyrirtækja sem styrkja viðurkennd íþrótta- og æskulýðssamtök. Landsfundurinn vekur athygli á þeim tekjum sem ríkið hefur í formi virðisaukaskatts vegna sölu á íþróttavörum og tækjum." yilborg Ingólfsdóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands, t.v., og Ásta Möller, formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga, t.h., undirrita samkomulag um útgáfu Tímarits hjúkrunar- fræðinga. Ráðinn ritstjóri nýs hjúkrunarblaðs HJÚKRUNARFÉLAG íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga hafa gert samning um að gefa sameiginlega út nýtt fagtímarit í hjúkrun. Útgáfu Hjúkrunar, tímarits Hjúkrunarfélags íslands, og Tímarits FHH er því formlega hætt. Hið nýja tímarit heitir Tímarit hjúkrunarfræðinga og er stefnt að útgáfu fyrsta tölublaðs í nóvember 1993. Aðsetur blaðsins er í húsnæði Hjúkrunar- félags íslands, Suðurlandsbraut 22. - Staða ritstjóra var auglýst í maí sl. og sóttu 37 um starfið. Þorgerð- ur Ragnarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur var ráðin ritstjóri frá fyrsta ágúst. Auk ritstjóra eiga sæti í ritnefnd tveir fulltrúar frá hvoru félagi. Þessir fulltrúar eru Ragnheiður Haraldsdóttir og Guðrún Jónas- dóttir frá FHH og Hólmfríður Gunnarsdóttir og Christel Beck frá HFÍ. Varafulltrúar eru Anna Gyða Gunnlaugsdóttir frá FHH og Hjör- dís Guðbjömsdóttir frá HFI. Ráðstefna um miðlun íslenskrar sögu og menningar erlendis STOFNUN Sigurðar Nordals og Norræna húsið gangast fyrir ráðstefnu um miðlun íslenskrar sögu og menningar laugardag- inn 30. október nk. Hefst hún kl. 10 árdegis og er öllum opin. Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að nú eru 400 ár liðin frá því að fyrsta kynningarritið um Island, Brevis commenatius de Islandia, eftir Arngrím Jónsson, lærða, kom út. Frummælendur á þinginu verða Jakob Benediktsson, fv. orðabó- karritstjóri, Gestur Guðmundsson, félagsfræðingur, Guðmundur Hálfdanarson, dósent, Guðrún M. Ólafsdóttir, dósent, Keneva Kunz, rithöfundur, Sigurjón B. Haf- steinsson, mannfræðingur, og Þor- geir Þorgeirsson, rithöfundur. Þátttakendur í pallborðsumræðum að loknum framsöguerindum verða: Heimir Pálsson, ritstjóri, Kristinn Jóhannesson, lektor, Kristín Halldórsdóttir, starfskona kvennalistans, Lars-Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins, og Þor- geir Olafsson, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnun- ar Sigurðar Nordals, stýrir umræð- unum. í tengslum við ráðstefnuna eru rit um Island og veggspjöld, sem gerð hafa verið til landkynningar, sýnd í anddyri Norræna hússins. Einnig verða kvikmyndir um ísland sýndar í húsinu í hádeginu dagana fyrir ráðstefnuna.. Þá gefur Sögufélagið út íslenska þýðingu á Brevis commentarius de Islandia sem Árni Þorvaldsson menntaskólakennari gerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.