Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 fclk í fréttum Morgunblaðið/Sverrir Fréttaritarar og nokkrir starfsmenn á ritstjórn Morgunblaðsins stilla sér upp til myndatöku í lok aðal- fundar Okkar manna. MANNAMOT Fréttaritarar fjölmenna á aðalfund "tpjöldi fréttaritara Morgunblaðs- -i- ins hittist á aðalfundi fréttarit- arafélagsins Okkar manna fyrir helgi. Þar voru fréttaritarar heiðr- aðir og rætt um málefni þeirra. A fundinum afhenti fulltrúi Morgunblaðsins 23 viðurkenningar fyrir fréttir mánaðarins sem út- nefndar hafa verið frá síðasta aðal- fundi. Formaður félagsins tilkynnti útnefningu þriggja nýrra heiðursfé- laga en þeir eru Páll Pálsson á Borg, Sveinn Guðmundsson í Mið- húsum og Matthías Jóhannsson á Siglufirði. Sveinn var á fundinum og tók við heiðursfélagaskjali sínu. I skýrslu stjórnar kom fram að félagið stóð fyrir ljósmyndasam- keppni meðal fréttaritara. Sýning á verðlaunamyndum var hengd upp á fjölförnum stöðum víða um land og vaktrathygli. Þá kom fram að félag- ið gefur út fréttabréf og stendur fyrir ýmis konar starfi fyrir félaga sína. Að síðustu fóru fram almennar umræður um málefni fréttaritara eftir framsöguerindi sem Ágúst Ingi Jónsson fréttastjóri og Helgi Bjarnason blaðamaður fluttu. Eftir fundinn var Morgunblaðið með boð fyrir fundarmenn. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa Sigurður Jónsson formaður, Jón Gunnlaugsson ritari og Jón Sigurðsson gjaldkeri. Harrison Ford ásamt eiginkonu sinni Melissu Mathison. LEIKARAR Var lagður í einelti sem barn Leikarinn Harrison Fordsegir að það sé kaldhæðni örlaganna að myndin „Flóttamaðurinn“ hafi verið tekin upp í heimabæ hans, Chicago, því sem barn hafi hann verið lagður í einelti einmitt þar. Hann segir að ráðist hafi verið á hann í skóla vegna þess að hann tók aldrei á móti. „Eftir skóla biðu svo stóru strákarnir eftir mér og lúbörðu mig,“ segir hann í nýlegu blaðavið- tali og minnist æskuáranna ekki með hlýhug. Hins vegar segist hann fljótlega hafa fengið harða skel og fullorðnast. Hætti í skóla og fór til HoIIywood í atvinnuleit Harrison gekk námið erfiðlega, fékk lélegar einkunnir, skrópaði oft og var þunglyndur. Hann lauk ekki námi en kvæntist þess í stað og fór að Ieita hófanna í Hollywood. Hon- um gekk ekki vel, hann þótti erfið- ur í umgengni og fékk því aðeins léleg hlutverk. Þá gafst hann upp á leiklistinni og gerðist smiður. Hann segir að það hafi bjargað fram sínum. Eftir tíu ár sem smiður fékk hann loks hlutverk Þegar hann hafði unnið sem smiður í tíu ár fékk hann hlutverk- ið í myndinni „American Graffitti“, síðan í „The Conversation“ og loks tókst honum að slá í gegn í Stjörnu- stríðs-myndunum og síðar Indíana Jones-myndunum. Á síðustu árum hefur hann leikið hvert stórhlut- verkið á fætur öðru. Harrison Ford virðist ekki vera mikið fyrir lúxuslífið með tilheyr- andi skemmtunum í Hollywood. Hann mætir aldrei á Óskarsverð- launaafhendinguna og segir að mesta unun hans í lífinu sé að dytta að húsi sínu og rækta jörðina. Hann býr á bóndabæ rétt fyrir utan Wyoming ásamt síðari konu sinni Melissu Mathison og syni þeirra Malcom. Harrison á tvo uppkomna syni frá fyrra hjónabandi. LEIKARAR Koo Stark fékk demant í nefið Leikkonan Koo Stark, sem var einu sinni orðuð við Andrés Bretaprins og var sett út á kaldan klakann af kóngafjölskyldunni bresku vegna þess að hún lék nakin í kvikmynd, hefur nú trúlof- ;ast Gerald Way nokkrum. Þau hittust í brúðkaupi sameiginlegra vina í maí síðastliðnum og fékk Gerald símanúmerið hjá Koo. Hann lét þó ekkert í sér heyra fyrr en með haustinu. Það tók þau skötuhjúin ekki langan tíma að ákveða sig og segja vinir hjóna- leysanna að brúðkaupsklukkurnar fari brátt að hringja. Koo fékk þó ekki trúlofunarhring eins og venja er heldur demant í nefið. En frum- legt! Koo Stark með demant í nefinu. Marita og Leif Nors með dætrunum níu. FJÖLSKYLDA Nöfn átta dætra byija á C Hjónin Marita og Leif Nors í Svíþjóð eru 36 og 39 ára. Þau eiga níu dætur og allar nema ein heita nafni sem byijar á C. Yngstu stúlkurnar eru tvíburar og þegar kom að því að velja nafn á aðra þeirra kom foreldrunum ekki í hug fleiri nöfn með C svo að Sarah varð fyrir valinu. Hinar átta heita Caro- lirt-a 15 ára, Camilla 13 ára, Gatar- ina 9 ára, Cecilia 8 ára, Charlotte 5 ára, Christine 3 ára, Carina eins árs og að lokum tvíburinn Casja. Það hefur að vonum vakið at- hygli að hjónunum fæðist aðeins stúlkubörn og segir faðirinn að eng- in líffræðileg skýring finnist. „Eg held að okkur sé ekki ætlað að eign- ast son,“ segir hann. Maria segir hins vegar að það sé óskaplega þægilegt að börnin séu af sama kyni vegna þess að fötin og leik- föngin gangi beint í arf. „Það eru aldrei nein vandræði með heimilis- störfin, hins vegar fer í verra þegar Leif vantar hjálp við erfiðisvinnu, þá gæti hann hugsað sér að eiga son,“ segir hún. Marita vann utan heimilis þrátt fyrir börnin sjö, en þegar tvíburarn- ir fæddust þótti henni kominn tími til að vera heima og sinna börnun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.