Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBÉR 1993 Gómsætir réttir búnir til úr gömlu brauði BRAUÐFINGUR 400 g gamalt brauð 6 egg ÞAÐ heyrir til undantekninga að Svisslendingar kaupi niður- sneitt brauð. Þeir kaupa yfirleitt nýtt brauð, sneiða það sjálf- ir og ljúka helst við það samdægurs. En það kemur auðvitað fyrir að brauðið klárast ekki. Þá er ágætt að kunna nokkrar uppskriftir fyrir gamalt brauð. Nýtni er jú gulls ígildi. ■■^■■SHHiSS^KOBBHSBE Skeríð skinkuna í smáa bita. Hakkið spínatið smátt. Blandið skinkunni saman við helming af brauðmylsnunni og spínatinu saman við hinn helm- inginn. Búið til litlar lengjur á stærð við fingur sem mjókka í báða enda úr blöndunni. Veltið upp úr brauðmylsnunni, sem var geymd í upphafi. Steikið brauðfingurna upp úr heitri feiti. Skerið laukinn ög hvítlaukinn smátt. Hitið í olíunni. Bætið tóm- ötunum og purrunni út í. Krydd- ið. Látið malla í um 15 mínútur. Bætið fersku steinseljunni síðast út í. Berið brauðfingurna fram með sósunni. Uppskriftin er fyrir fjóra og er 651 kaloría (2.723 kJ) á mann. raspað hýði og safi úr 2 sítrónum salt, malaður svartur pipar, raspað múskat . 4 skinkusneiðar lOOgspínat feiti til að steikja upp úr TOMATSOSA: 1 meðalstór laukur 1 hvítlauksrif 3 msk. ólífuolía 1 dós niðursoðnir tómatar (400 g) 1 msk. tómatpurra salt, pipar basilikum eða fersk steinselja Myljið brauðið. Geymið um 8 msk. af brauðmylsnu. Blandið afganginum saman við eggin, sítrónubörkinn og sítrónusafann. Saltið, piprið og sparið ekki mú- skatið. Látið standa í 10 mínútur. OSTABRAUÐKAKA 250 g gamalt brauð 3 dl rjómi lOOgmjúktsmjör 3 egg steinselja, blóðberg 250 g svínapylsa 150gostur salt, malaður svartur pipar Skerið brauðið í teninga. Hitið ijómann að suðumarki og hellið yfir brauðið. Látið standa í 30 mínútur. Hrærið smjörið vel og bætið einu eggi í einu út í það og hrær- ið vel. Hakkið steinseljuna smátt. Skerið pylsuna og ostinn í litla teninga. Bætið út í smjör- og eggjahræruna. Bætið brauðinu saman við og kryddið með salti og pipar. Smyijið 24 til 26 cm stórt form. Setjið deigið í. Bakið kök- una við 200 gráðu hita í 40 til 50 mínútur. Berið hana fram heita eða volga. Skerið í 12 sneið- ar, hver sneið er um 400 kaloríur (1.664 kJ). FYLLTAR PAPRIKUR 200 g gamalt brauð 2,5 dl heitt soð 1 meðalstórt zucchini 1 meðalstór laukur 1 hvítlauksrif - ■ ■. ííMi v’ ,' V s - ■ 20 g smjör 1 dl hvítvín 1 dl rjómi Nokkuð mikið af ferskri steinselju og graslauki, basilikum og blóðvergi. lOOgostur salt, malaóur svartur pipar 4 paprikur 4 tómatar 50 g parmesan Skerið brauðið í litla bita, hellið soðinu yfir og stappið saman með gaffli. Skerið zucchininið í litla, langa bita. Hakkið laukinn og hvítlauk- inn. Hitið í smjörinu. Bætið zucc- hiniinu út í og látið hitna. Hellið hvítvíninu yfir. Látið sjóða. Hell- ið ijómanum út í og látið sjóða í 2 til 3 mínútur. Takið af hitanum. Blandið brauðinu og kryddinu saman við. Skerið ostinn í litla bita og blandið honum einnig út í. Saltið og piprið. Skerið ofan af paprikunum, skerið innan úr þeim og fyllið með brauðblöndunni. Stingið tómötunum í heitt vatn og afhýðið þá. Skerið í tvennt, tæmið þá og skerið smátt. Krydd- ið með salti og pipar. Setjið í smurt fat. Setjið paprikurnar ofan á tómatana og toppana við hliðina. Stráið parmesan yfir. Bakið paprikurnar við 200 gráðu hita í um 40 mínútur. Berið fram heitt. Hver paprika er um 490 kalor- íur (2.045 kJ). ■ Anna Bjarnadóttir ímyndadu þér, að þú sért nú að taka fyrstu sporin út í lífið, -eða, að þú fáir einn þessara stórgóðu vinninga í endurhæfingar- happdrættinu. Spennandi, ekki satt? NtSSAN NiSSAN d$Heimilistæki Heimsborgir Flugleiða fluglæidir/mr Helgarferðir Flugleiða Bensínúttekt hjá Olíufélaginu hf. Bónus opnar verslanir í Færeyjum HINN 20. nóvember skipta tvær matvöruverslanir í Færeyjum um andlit og verða opnaðar undir nafninu Bónus. Umræddar verslanir voru áður í eigu Færeyingins Jákub Jakobssonar sem rekur Rúmfata- lagerinn hér á landi en verða með breyttu útliti og Bónus-nafninu til helminga í eigu hans og Bónuss. íslenskir ostar og júgúrt selt I Færeyjum Jóhannes í Bónus segir að með Bónus í Færeyjum opnist möguleik- ar á að flytja út íslenskar vörur og nefnir hann sem dænr íslenskt jóg- úrt, osta, gosdrykki, sælgæti og íslenska sviðakjamma. „Undanfarið hefur fólk verið hér í starfsþjálfun frá Færeyjum og það er augljóst að ef við flytjum vörur út héðan milliliðalaust eigum við möguleika á að flytja ýmislegt fleira út til Færeyja og við erum að athuga ýmsa möguleika.“ Meðal þess sem Jóhannes í Bónus hyggst selja í Bónusbúðunum í Færeyjum eru kalkúnalærin umtöluðu sem ætluð voru íslendingum. Rúmfatalagerinn og Bónus hlið við hlið Rúmfatalagerinn og Bónus verða hlið við hlið í Hafnarfirði og á Akureyri. „Mér hefur lengi fund- ist aðlaðandi að hafa Bónus nálægt Rúmfatalagernum,“ segir Jóhann- es. „Þetta eru verslanir sem starfa eftir svipaðri hugmynd og vöru- verðið er áþekkt þótt vörutegund- irnar séu ólíkar. Þess vegna höfum við hjá Bónus ákveðið að taka helming af húsnæði Rúmfatalag- ersins á Akureyri fyrir verslun okk- ar og á laugardaginn mun Rúm- fatalagerinn síðan opna verslun í húsnæði við hliðina á okkur í Hafn- arfirði." ■ Jóhannes ætl- ar að selja kalkúnalærin í Bónus í Fær- eyjum, lærin sem upphaf- lega voru ætl- uð íslending- um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.