Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 37 Minning Jón Hermanns- son verkstjóri Hann afi okkar er dáinn. Hann afi sem færði okkur rósir. Hann kenndi okkur svo margt. Afi kenndi okkur að bera virðingu fyrir jörðinni og öllu sem á henni er. Hann gaf okkur hest og við lærðum að um- gangast dýr með natni og þolin- mæði. Hann ræktaði grænmeti, kart- öflur og kál, og við lærðum að rækta jörðina. Hann kenndi okkur einnig að meta aðrar gjafir jarðar, saman tíndum við sveppi og kræklinga. Við börnin lékum okkur oft í litla húsinu á Keldnaholti og þaðan eigum við margar okkar bestu minningar. Þar ríkti ró og friður og tíminn virt- ist ekki skipta máli. Það var alltaf stund fyrir okkur og nóg um að vera. Á vorin riðum við út á hestinum okkar og fylgdumst mep jörðinni klæðast sumarskt'úða. Á haustin tíndum við ber og pressuðum lauf til þess að varðveita dásamlega haustlitina sem lengst. En nú er kominn vetur og hann áfi er dáinn. Við, litlu börnin sem hann klapp- aði svo ástúðlega á kollinum, erum orðin stór og enn hefur afi kennt okkur eitthvað nýtt. Nú þekkjum við dauðann og sorgina. Eftir vetri kemur vor og þegar við göngum saman um jörðina, sem hon- um þótti svo vænt um, þá minnumst við hans og hann lifnar við í hjörtum okkar. Elsku amma, við fylgjum þér á þessum erfiðu stundum. Barnabörnin. Hann Jón Hermannsson mágur minn lést hinn 19. þ.m. Þegar góður vinur lýkur lífsgöngu sinni sitjum við, sem ekki erum komin á leiðar- enda, við ylinn frá góðum minning- um. Við Jón kynntumst fyrst að ráði á Siglufirði árið 1945 sem var skömmu eftir að hann og Elín systir mín giftust en ég vann þar part úr sumri. Um hverja helgi fórum við að Hamri í Fljótum sem var æsku- heimili Jóns. Þar veiddum við lax og silung eða renndum fyrir þorsk. Þegar þau Jón og Elín bjuggu í félögum ferðafélagsins Útivistar og heiðursfélagi þess frá árinu 1985. Það er á engan hallað, þó að ég telji Gísla vera þann velunnara fé- lagsins, sem mestan þátt átti í að byggður var skáli Útivistar í Básum á Goðalandi. Árið 1980 var ákveðið að hefja byggingu skála í Básum, en íjárhag- ur félagsins á þeim tíma var mjög bágborinn og þá kom Gísli og af- henti félaginu væna fjárupphæð, er varð til þess að hafist var handa. Þessi gjöf ásamt ótal mörgum vinnufúsum höndum, varð til að lyfta því Grettistaki sem bygging skálans var á þeim tíma og skal hún þökkuð hér. Gísli var afar góður ferðafélagi, hljóðlátur, en glaðvær og sporléttur mjög. Hann var ákaflega barngóður og hljómelskur og hafði fagra söng- rödd. Hann ferðaðist mikið með Útivist meðan honum entist heilsa og á kvöldvökum félagsins átti hann til að syngja fyrir okkur. Sérstaklega er mér minnisstætt hans uppáhaldslag, en það var „Það var kátt hérna á laugardagskvöldið á Gili“ en af því ljóði kunni hann fleiri erindi en ég hef nokkursstaðar séð á prenti. Eftir að Gísli ekki gat lengur tek- ið þátt í ferðum félagsins, kom hann gjarnan á skrifstofuna og þáði kaffi. Heilsa hans leyfði það þó ekki nú síðustu árin, en hann fylgdist vel með högum okkar og síðast er ég hitti hann fyrir um einu og hálfu ári spurði hann um framgang mála í félaginu. Það er með virðingu og þökk sem við kveðjum þennan velgjörðarmann okkar. Blessuð sé minning hans. F.h. ferðafélagsins Útivistar, Lovísa Christiansen, form. Vík og á Sigríðarstöðum dvaldist ég oft hjá þeim í sumarleyfum. Þá var veiðin stunduð af alúð því að báðir höfðum við gaman af stangveiði og Jón var mjög fiskinn. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur urðu sam- verustundirnar fleiri. í rólegu spjalli um dægurmál og við skákborð naut ég samvistanna við Jón. Rósemi hans og íhygli var svo notaleg. Við sendum Elínu, börnum þeirra og fjölskyldum samúðarkveðjur okk- ar. Bergur Jónsson. Ég hrökk mikið við, þegar á mánu- dagsmorguninn, Elín ekkja Jóns hringdi í mig og tjáði mér að Jón hefði orðið bráðkvaddur á heimili þeirra 19. október. Við hjónin vorum utanbæjar og því hafði fréttin ekki náð hlustum okkar, frá útvarpi. Ég vil með fáum orðum minnast Jóns Hermannssonar, en það eru 54 ár síðan leiðir okkar lágu saman og vinátta okkar festi rætur. Jón var fæddur á Reykjarkoti í Fljótum 19. febrúar 1920. Foreldrar hans voru Hermann Jónsson seinna bóndi á Hamri og kona hans Petra Stefánsdóttir, bæði voru þau ættuð úr Fljótum. Börn þeirra hjóna voru þrjú; Jón var elstur, næstur var Steindór sjómaður fyrir norðan, lát- inn, ógiftur og barnlaus. Yngst er Guðmunda gift Haraldi Hermanns- syni frá Ysta-Mói í Fljótum. Hann er starfsmaður Kf. Skagfirðinga á Sauðárkróki. Leiðir okkar Jóns lágu saman haustið 1939 þegar við hófum nám í Hólaskóla, ásamt fjölda annarra ungra manna, sem komu víðsvegar að af landinu til tveggja vetra dvalar á Hólum í Hjaltadal. Við komum frá ólíkum landshlutum, með mjög óiíka reynslu og nokkuð ójafnir að árum. En hvemig sem á því stóð tókst þess- um ungu mönnum að skapa sam- stæðan hóp, að gera margt saman og að hafa metnað til að standa sig, bæði á Hólum og í lífsbaráttunni sem á eftir fór. Jón var góður knatt- spyrnumaður og skíðamaður var hann ágætur. Hann hafði mikið og gott keppnisskap. Við kynntumst vel á þessum árum og þá hófst vinátta okkar sem staðið hefur alla tíð síðan og vaxið með árunum. Eftir dvöl sína á Hólum fór Jón að vinna hjá foreldr- um sínum að Hamri. Þá gerðist hann virtur í ungmennafélaginu og þar var hann formaður um skeið. Hann stundaði áfram íþróttir en minna var um fótbolta í Fljótum og lagði hann þá meiri áherslu á skíðin og þar náði hann umtalsverðum árangri og leikni. Á þessum árum kom ung reykvísk stúlka, Elín Jónsdóttir, norður í Fljót til að kenna þar kjólasaum. Til að gera þá sögu stutta, felldu þau hugi saman og fóru heim til hennar í Reykjavík og giftu sig 1945. Foreldr- ar Elínar voru Jón Bergsson ættaður austur úr Suðursveit, búfræðingur frá Hvanneyri, bóndi í Fagradal í Sogamýri og síðast vörubílstjóri í Reykjavík og kona hans Elínbjört Hróbjartsdóttir ættuð austan úr Hreppum. Ungu hjónin Jón og Elín héldu síðan norður á Siglufjörð þar sem Jón gerðist verkstjóri við bygg- ingu Síldarverksmiðju ríkisins. Þaðan lá leið þeirra að Bræðraá í Hrol- laugsdal í Sléttuhlíð. Þau festu kaup á þeirri jörð og þar bjuggu þau um skeið. En heilsa Jóns var ekki góð og í ljós kom að um hjartavandamál var að ræða. Þau færðu sig um set að Vík í Haganeshreppi. Þar hafði Jón lítið bú en starfaði sem afgreiðslu- maður hjá Samvinnufélagi Fljóta- manna. 1 Haganesvík var Jón for- maður verkalýðsfélagsins og þar átti hann sæti í hreppsnefnd Haganes- hrepps. En enn var áhugi Jóns á búskap og í von um að heilsan hefði batnað fóru þau að Sigríðarstöðum í Flókadal og bjuggu þar til 1957 að þau fluttust til Reykjavíkur. Jón hafði lánið með sér og gerðist verk- stjóri hjá Almenna byggingarfélag- inu hf. Þar starfaði' hann m.a. við raf- stöðvarbyggingu við Sogið, við hita- veituframkvæmdir, gatnagerð og stórbyggingu sem Almenna stóð fyr- ir. Þarna voru kraftmiklir menn, þeir Gústaf Pálsson og Árni Snævar og fleiri, sem fengu mörg stór verk sem gengu yfirleitt vel. Á þessum vinnu- stað líkaði Jóni ágætlega og þar var hann virtur bæði af yfirmönnum sín- um og þeim sem hann stjórnaði. Jón var mikill verkmaður og hafði vak- andi yfirsýn yfir þau verk sem hann stjórnaði. Eftir að Jón hætti störfum hjá Almenna byggingarfélaginu gerðist hann svæðisvörður hjá stofnunum Rannsóknaráðs á Keldnaholti. Þar var ekki eins mikið að gera og við byggingarframkvæmdir sem boðnar höfðu verið út og því meiri ró yfir öllu. Jón naut þess að taka í spil. Hann var einn af stofnendum „Ás- anna“ en það er bridsfélag sem enn starfar í Kópavogi. Þá fékk hann á Keldnaholti aðstöðu til að koma sér upp hesthúsi, en af hestum hafði Jón alltaf mikla ánægju. Þar átti hann m.a. gullfallega hryssu, Perlu, sem var undan Kengálu frá Langholt- skoti. Systir Kengálu var Gola og undan henni var Blær sá undurfagri hæfíleikahestur sem Hermann í Langholtskoti átti og var besti hestur landsins um tíma. Jón naut þess að eiga og umgangast þessi fallegu og góðu hross. Eftir Jón hætti á Keldnaholti flutt- ust þessi hjón aftur í Kópavoginn og þá tók Jón að sér að sjá um að stjórna spilum fyrir aldraða bæði í Kópavogi og í Reykjavík. Hitt hef ég fólk sem lofaði Jón mikið fyrir þessi störf hans. Jón og Elín eiga fjögur börn sem öll eru gift og búa á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Barnalán þeirra er mikið: Elínbjört vefnaðarkennari, maki hennar er Tryggvi Páll Frið- riksson listmunasali, þau eiga þijú börn og eitt barnabarn; Petra hár- greiðslumeistari og klæðskeri, gift Kristjáni J. Karlssyni stýrimanni, framkvæmdastjóra hjá Blástri sf., þau eiga eitt barn; Arnþrúður, maki Sveinn Magnússon framkvæmda- stjóri ESS ÉMM auglýsingastofu; Hermann framkvæmdastjóri fyrir Skínanda, maki Guðrún Einarsdóttir, hann á þijú börn. Jón Hermannsson var kraftmikill og ötull starfsmaður. Hann kom sér vel við þá sem hann stjórnaði og þá sem við hann þurftu að skipta. Hann var vinamargur og vinfastur. Það þekkir sá sem þessar línur ritar. í einkalífi sínu var Jón Hermannsson gæfumaður. Hann eignaðist kraftm- ikla, listræna ágætiskonu, Elínu Jónsdóttur, og fjögur böm þeirra sem öll eru uppkomin. Við Ingigerður sendum Elínu, börnum hennar og mökum þeirra einlægar samúðar- kveðjur á þessum tímamótum. Hjalti Pálsson. „Það hefur eitthvað komið fyrir hann Jón.“ Þesi setning kom mér fyrst í hugann til að skýra hvers vegna sá er við kveðjum í dag mætti ekki til að stjórna bridgekeppni á tilsettum tíma hjá Bridgeklúbbi fé- lags eldri borgara í Kópavogi. Þessi setning segir hvaða mann ég áleit Jón Hermannsson hafa að geyma. Jón var kominn af bændafólki, fæddur norður í Fljótum í Skaga- firði. Hann var af kynslóð foreldra minna, en sú kynslóð hefur upplifað miklar breytingar á íslensku þjóðfé- lagi, svo miklar að líkja má þeim við stökkbreytingar. Jón kom mér fyrir sjónir sem hægur og traustur maður. Hann var skapríkur, en um leið yfirvegaður. Með sinni hógværð vann hann traust samferðamannanna. Hann var virkur í Félagi eldri borgara í Kópavogi og stjórnaði eins og áður sagði bridge- keppni hjá bridgeklúbbnum þeirra. Hann hafði gaman af að grípa í spil og var slyngur spilamaður. Mínar bernskuminningar um Jón Hermannsson tengjast einni jólatrés- skemmtun sem haldin varí gamla Ungmennafélagshúsinu í Hagane- svík. Þar man ég eftir konu hans, Elínu Jónsdóttur, og dætrum þeirra. Dæturnar þijár voru í svo fallegum kjólum að ég líkti þeim við prinsess- ur. Þar var handbragð húsmóðurinn- ar á ferðinni. Jón og Elín fluttust suður í Kópa- vog eins og svo margir aðrir Fljóta- menn. Ég hitti Jón alltaf öðru hvoru ef ég fór að spila félagsvist. Hann gaf sér alltaf tíma til að spyija hvern- ig foreldrar mínir hefðu það. Eftir að ég fór að sinna félagsstörfum í Kópavogi hafa leiðir okkar Jóns leg- ið meira saman og mest þó nú síð- ustu mánuði eftir að ég tók við starfi forstöðumanns í Gjábakka, sem er félagsheimili eldri borgara í Kópa- vogi. Elsku Elín! Ég vil með þessum fátæklegu orðum votta þér og niðjum ykkar Jóns mína dýpstu samúð. Ég kveð sveitunga minn, Jón Her- mannsson, og þakka honum sam- fylgdina með ljóðlínum skáldsins: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briém) Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Fyrir um aldarfjórðungi varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að kynn- ast heiðurshjónunum Jóni Her- mannssyni og Elínu Jónsdóttur sem síðar urðu tengdaforeldrar mínir. í dag er Jón kvaddur hinstu kveðju af fjölmörgum vinum og vandamönn- um. Þegar ég kynntist Jóni hafði hann um árabil starfað sem verkstjóri við ýmsar framkvæmdir, stórar og smá- ar, meðal annars Steingrímsvirkjun við Sog, Umferðarmiðstöðina í Reykjavík, hitaveituframkvæmdir og byggingu Hótels Loftleiða. Hafði ég fyrir satt að fáir hafi verið jafn vel liðnir, jafnt af yfirmönnum sem und- irmönnum, enda kynntist ég því fljótt að samviskusemi og réttlæti var ávallt efst í huga hans. Menntun Jóns Hermannssonar var reyndar á allt öðru sviði, en hann var útskrifaður búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1941. Eftir búnaðarnámið kynntist hann Elínu Jónsdóttur, sem síðar varð eiginkona hans og förunautur til æviloka. Elín fæddist og bjó í Reykjavík, en starfaði meðal annars sem farandkennari fyrir Kvenfélaga- samband Eyjafjarðar. Gisti hún á ýmsum sveitabæjum á ferðum sínum um landið og þar á meðal í einni ferðinni á heimili Jóns 1 Fljótum. Bæði voru þau Elín og Jón glæsileg ásýndum, hvort á sinn hátt, hún ljós yfirlitum og nett, hann dökkur á brún og brá og mikill herramaður. Þau gengu í hjónaband árið 1945 og bjuggu fyrst á Siglufirði þar sem Jón var verkstjóri yið byggingu síld- arverksmiðjanna. Árið 1947 hófu þau búskap á Bræðraá í Sléttuhlíð, en Hún elsku langamma okkar hefur nú kvatt þennan heim. Við minnumst ömmu Gunnu með miklum söknuði, því að hún gaf okk- ur öllum svo mikið. Hver man ekki eftir öllum þeim góðu stundum í Skipó þar sem amma Gunna var ávallt hress og kát, og kom okkur öllum til að hlæja. Við eigum aldrei eftir að gleyma afmælisveislu ömmu Gunnu sem bar upp á gamlársdag. Þá hittumst við öll í Skipó hjá ömmu Gunnu og Jó- hönnú og var þetta stærsta afmæli- sveisla í augum okkar allra. Á síðustu þrem árum hafði heilsu ömmu Gunnu hrakað það mikið að hún gat ekki verið við fermingu þriggja barnabarna sinna. En það síðar bjuggu þau í Vík, Haganesvík, og því næst á Sigríðarstöðum í Flóka- dal. Á þessum árum, sem ég hef á tilfinningunni að hafi reynst þeim nokkuð erfið, eignuðust þau fyögur börn; Elínbjörtu eiginkonu mína, Petru, Arnþrúði og Hermann. Árið 1957 fluttist fjöiskyldan bú- - ferlum til Reykjavíkur og síðar í Kópavog. Jón vann að ýmsum verk- efnum sem fyrr segir, en 1974 gerð- ist Jón svæðisvörður á athafnasvæði rannsóknarstofnana ríkisins að Keldnaholti. Bjuggu þau hjónin þar meðan Jón gegndi starfinu, en flutt- ust síðan aftur í Kópavoginn þegar Jón lét af störfum fyrir aldurssakir. í Furugrundinni áttu þau sérlega hlýlegt og fallegt heimili. Jón Hermannsson kom mér ávallt fyrir sjónir sem afar heilstæður mað- ur. Hann var hlédrægur og einlæg- ur, hæglátur og ljúfur, nærgætinn * og réttlátur, frekar alvarlegur í bragði, en þó fljótur að sjá broslegu hliðarnar á hverju máli. Hann var afar glöggur maður og fáir munu hafa verið gleggri á fé og aðrar skepnur eða natnari við umhirðu þeirra. Hann var fljótur að átta sig á tölum og skýrslur sem hann þurfti að vinna mikinn fjölda af um ævina, þóttu einstaklega áreiðanlegar og vel unnar. Jón var einn af þeim mönnum sem hefðu getað unnið óaðfínnanlega á fjölmörgum sviðum. Áhugamál Jóns voru margvísleg. Hann stundaði veiðar og var vel fisk- inn, enda átti hann ættir að rekja til mikilla veiðimanna. Hann átti hesta og hafði yndi af reiðmennsku. * Hann var liðtækur skákmaður og ágætur bridsspilari. Á síðustu árum stjórnaði hann bridsspilamennsku hjá eldri borgurum bæði í Kópavogi og Reykjavík við góðan orðstír. En umhyggja hans fyrir fjölskyldunni var honum þó ávallt efst í huga. Sérstaklega var honum umhugað um barnabörn sín og mikið ánægjuefni að nýlega varð hann langafi. Otaldar eru þær stundir sem hann átti með þessum ungu vinum sínum, ávallt tilbúinn að taka við þeim, ræða við ^ þau og uppfræða, en þó aldrei uppá- þrengjandi. Þegar þau áttu afmæli færði hann þeim ávallt fallega, rauða rós, afmælisbörnunum til mikillar ánægju. Hann kenndi þeim að borða kæstan hákarl, sem hann átti oftast tiltækan í ísskápnum og lýsir það ef til vill best þjóðlegu lífsviðhorfi hans. Þegar hann hafði aðstöðu tii að halda hesta gaf hann barnabörn- unum hest, svo að þau fengju að njóta^ hestamennskunnar með hon- um. Ég helda að börnunum hafi liðið afar vel í návist hans. Þegar dauðinn sækir á hrannast minningarnar upp. Hvað viðkemur Jóni Hermannssyni eru minningar mínar um hann aðeins góðar. Hann var ávallt reiðubúinn til hjálpar og þau hjónin góð heim að sækja. Svo vildi til að þegar Jón féll frá var Elín stödd í Bandaríkjunum ásamt okkur Elínbjörtu og syni okkar Frið- riki. Styrkur hennar undir þessum kringumstæðum var aðdáunarverð- ur. Um leið og við kveðjum Jón Her- mannsson hinstu kveðju og þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með honum, sameinast hugir okkar hjá Elínu, börnum þeirra og unga fólkinu sem nú sér á bak afa sínum og lang- afa að minnsta kosti um stundar sakir. Góður Guð varðveiti þau öll. Tryggvi P. Friðriksson. aftraði þeim ekki frá að heimsækja hana inn í Skipó á fermingardaginn sinn. Við gleymum aldrei spenningn- um í Hafsteini bróður okkar eftir því að komast til ömmu Gunnu á ferm- ingardaginn sinn. Við þökkum góðum Guði fyrir all- ar þær góðu stundir sem við fengum að njóta með ömmu Gunnu og biðjum hann að varðveita hana um ókomna tíð. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Sigurborg, Hólmfríður og Hafsteinn. Guðný Guðrún Jóns- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.