Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER 1993 25 Reuter Kaþólikkar og mótmælendur syrgja KAÞÓLIKKAR sem eru andvígir yfirráðum Breta yfir Norður-írlandi fjölmenntu í gær á ótför 22 ára gamals IRA-manns, sem beið bana þegar sprengja sem hann var að koma fyrir sprakk í fiskbúð í Belf- ast um helgina. Auk tilræðismannsins biðu níu manns bana í sprengingunni, aðallega mótmælendur, og fimm fórnarlamba hans voru borin til grafar í Belfast í gær. Myndin er af likbílum með kistur sjö ára gamallar stúlku og foreldra hennar sem biðu bana í fiskbúðinni. Byssan stóð á sér og kom í veg fyrir fiöldamorð Belfast. Reuter. LITLU munaði að öfgamaður úr röðum mótmælenda á Norður- Irlandi fremdi fjöldamorð á bar í fyrrakvöld en til allrar hamingju fyrir bargestina stóð byssa hans á sér. Maðurinn var með grímu fyrir andlitinu og ruddist inn á bar sem er vinsæll meðal kaþólikka í bænum Lisburn, suðvestur af Belfast. Hann reyndi að skjóta á gestina með lít- illi vélbyssu, en hún stóð á sér og maðurinn lagði á flótta. Útlæg öfgasamtök mótmælenda, Frelsisflokkur Uisters, sögðu að maðurinn hefði verið á þeirra veg- um og átt að „taka nokkra þjóðern- issinna af lífi“. Mikil spenna er á Norður- írlandi, enda hafa 14 manns verið drepnir þar á fjórum dögum. Þetta er blóðugasta vika á Norður-írlandi í sex ár. John Hume, leiðtogi hóf- samra mótmælenda, kvaðst þó ætla að halda áfram leynilegum viðræð- um við Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveld- ishersins (IRA). Málaferli vegna gjaldþrots BCCI-bankans Bótagreiðslur tefj- ast fram á næstu öld Lúxemborg. Reuter. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Lúxemborg úrskurðaði í gær að skiptaforsljórar Bank of Credit and Commerce International (BCCI) hefðu ekki haft heimild til að semja um bætur til þeirra sem töpuðu fé vegna gjaldþrots bankans. Þessi úrskurður verð- ur að öllum líkindum til þess að málaferli vegna uppgjörs bank- ans munu standa fram á næstu öld. BCCI var einn af stærstu einka- bönkum heims en varð gjaldþrota eftir að hann var sakaður um viða- mikið fjármálamisferli í júlí 1991. Áður en honum var lokað námu eignir hans um 20 milljörðum dala, 1.400 milljörðum króna, og hann var með útibú í 89 ríkjum. Skuldareigendur unnu mál fyrir dómstólum í Luxembourg Stærsti eigandi bankans, stjórn- in í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, hafði samið um bætur til skuldareigenda í Bretlandi, Lúxemborg og Cayman-eyjum. Nokkrir þeirra fóru í mál við bank- ann og unnu það fyrir dómstólnum í Lúxemborg. Dómarinn sagði að samningur- inn gengi í berhögg við lögin og mismunaði hluthöfum í bankan- um. Stjórnin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum var líka einn af lánardrottnum bankans og átti að fá 1,7 milljarða dala, 119 milljarða króna, í bætur samkvæmt samn- ingnum. Einn af skiptastjórunum sagði að þetta gæti tafið bótagreiðslurn- ar í tíu ár. Samkvæmt samningn- um áttu skuldareigendurnir að fá 30% af því fé sem þeir töpuðu en nú er líklegt að þeir fái aðeins um 10%. Yfirmaður Stasi dæmdur ERIK Mielke, yfirmaður austur- þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, um 32 ára skeið, var dæmdur á þriðjudag í Berlín í sex ára fangelsi fyrir aðild að morði tveggja lögreglumanna árið 1931. Atti atburðurinn sér stað á síðustu dögum Weimar- lýðveldisins, rétt áður en nas- istar tóku völdin í Þýskalandi, en Mielke var þá orðinn ákafur kommúnisti. Var málið gegn honum að sumu leyti byggt á réttarhöldum, sem nasistar efndu til, en Mielke tókst að flýja til Sovétríkjanna. Hann á einnig yfir höfði sér dóm fyrir ýmiss konar mannréttinda- brot. í viðtali við tímaritið Der Spiegel í fyrra sagði Mielke, að Austur-Þýskaland hefði hrunið vegna efnahagslegra mistaka og vegna þess, að ráðamenn þar hefðu ekki viljað leyfa honum að grípa til „viðeigandi ráðstafana“ gegn andstæðingum ríkisins. Mi- elke lagði fátt til málanna við rétt- arhöldin en hann er nú hálfníræð- ur að aldri. ERUÐ ÞIÐ SÁTTIRVIÐ AÐ LÆKKA KJÖR YKKAR MEÐ ÞÁTTTÖKU í KVÓTABRASKINU? HVERS VEGNA ERU KJARASAMNINGAR YKKAR LAUSIR? Á FISKVINNSLAN AÐ SKAMMTA YKKUR LAUN MEÐ EINHLIÐA FISKVERÐSÁKVÖRÐUN? Þessar og fleiri spurningar verða til umræðu á fundum með sjómönnum næstu vikurnar. Fyrstu fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Akranes: Fimmtudaginn 28. október kl. 20.30.Fundarstaður: Kirkjubraut 40. Ólafsvík: Föstudaginn 29. október kl. 20.30.Fundarstaður: Versalir. Patreksfjörður: Laugardaginn 30. október kl. 17.00.Fundarstaður: Félagsheimilið Patreksfirði. ísaflörður: Sunnudaginn 31. október kl. ló.OO.Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, 4. hæð. Aðrir fundir verða auglýstir síðar. Forystumenn Farmanna- og fiskimannasambands íslands, Sjómannasamband íslands og Vélstjórafélags íslands mæta á fundina. SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS FFSI Borgartúnl 18 - 105 Reyk|av(k - Slml 610769 4^. VF VétetJórafélag Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.